Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 65 Auðvitað kemur röðin síð- ar að leðrinu o g ullinni eftir Magnús H. Skarphéðinsson Allmargir hafa að undanförnu, í kjölfar Moggagreinarinnar frá 23. nóvember sl. um loðfeldastríðin er- lendis, spurt mig og aðra hvalavini og loðdýravini og annað lífstefnu- fólk hvort röðin komi ekki bara næst að leðrinu og ullinni á eftir friðun hvalanna og loðdýranna, og um verndun annarra dýra og fugla yfirleitt sem tekist er á um um þess- ar mundir um heim allan — hvort þyrma eigi eða slátra. Því er fljótsvarað. Auðvitað kem- ur röðin síðar að sauðkindinni og þorskinum og öðrum dýrum og fisk- um sem leidd eru í dag í blóðugri helför okkar mannanna á hendur þeim. Það skyldi enginn fara í minnstu grafgötur með það. En það er ýmis skoðanamunur innan náttúruverndarhreyfíngarinn- ar um málið í heild. Það er í stuttu máli sagt mismunur á hægfara og hraðfara fólki. Eða réttara sagt mismunandi þor fólks við að horfast í augu við vanda lífsins á jörðinni, og hve miklir lífstefnusinnar og kærleikssinnar fólk yfirleitt er. Hve langt á kærleikur minn að ganga? A hann aðeins að ganga til nær- stöddustu fjölskyldumeðlima minna, eða á hann að ná til allra í víðustu merkingu orðanna? Hinar mismunandi tegundir náttúruverndarsinna 1. Hvaða dýr og fugla og fiska á yfirleitt að vernda og við hvað á að miða? Á að miða eingöngu við útrýmingarhættu eins og hægfara fólk og flestir Grænfrið- ungar miða yfirleitt við? Eða á að miða við önnur gildi s.s. greind dýranna, stærð, félags- lega hegðun og sögulega frægð og fleira þess háttar? — Eða á bara að hafa einfalt. og klárt gildi fyrir alla sem segir að þyrma eigi öllu lífi sem nokkur kostur er og aðstæður leyfa? — Ég er maður síðasttöldu skoðunarinnar og telst því víst „öfgamaður" í lósi slátraramenningarinnar hér Magnús H. Skarphéðinsson „ Auðvitað ætti að taka mestallan þennan hel- stefnulandbúnað fyrir og greiða honum náðar- höggið sem fyrst. Því hann er tvöfaldur söku- dólgur.“ sem langflest þjóðfélög mann- anna byggjast á í dag. 2. Fyrir þá sem hástemmdustu og fegurstu hugsjónirnar hafa og vilja þyrma öllu lífi er síðan deilt um í hvaða röð eigi að raða dýr- unum og verndunarverkefnun- um. Því verkefnin eru meira en næg. Og það er víst engin hætta á að þau þrjóti í bráð. A.m.k. sé ég ekki fram á neitt sérstakt verkefnaleysi við að hugsa og vinna hér heima á íslandi né annars staðar meðan siðferðis- þroski okkar mannanna er ekki meiri en raun ber vitni. 3. Svo það þarf engum blöðum um það að fletta að alvöru náttúru- verndarsinnar allra ianda munu .ekki unna sér minnstu hvíldar fyrr en raunverulegur friður verður kominn á jörðu. Ekki bara friður á milli mis-heimsvalda- sinnaðra ríkja og mannfélaga Stelpu- bleiur Stráka-^-^. bleiur Nú er líka teygja að aftan, sem heldur ^ bleiunni á réttum stað. m sí Allar Libero bleiur Verndið náttúruna ^ eru óbleiktar og ofnæmisprófaðar (??? eins og kommarnir kalla flest ríki yfirleitt), heldur friður lífsins á jörðunni. Ekkert minna en al- ger friður lífsins á jörðinni er að sjálfsögðu lokatakmarkið. Því miður er ég alls ekki nógu öfgafullur Ég tek það fram að ég tel mig sjálfan alls ekki öfgamann. Öðru nær. Ég tel mig því miður vera sjálfselskan smáborgara sem hef ekki þorað eða nennt að taka aðra skjólstæðingá upp á arma nn'na af neinni alvöru en hvalina. Auðvitað ætti að taka mestallan þennan hel- stefnulandbúnað fyrir og greiða honum náðarhöggið sem fyrst. Því hann er tvöfaldur sökudólgur. ■ Það eru ekki bara dýrin í landbún- aðinum sem eru terroriseruð og drepin að lokum, heldur þarf að drepa og terrorisera milljarða af hinum ýmsu fiskum á hveiju ein- asta ári í kringum landið til þess eins að halda landbúnaðarterrornum gangandi efnahagslega. Því eins og allir vita (en vilja samt fæstir) þá heldur ekki bara sjávarútvegurinn þessari þjóð uppi með kúgun Sinni á sjávardýrunum, heldur ber hann einnig blóðugan landbúnaðinn á baki sér svo flestir bændur landsins geti haldið áfram þeirri listgrein sinni að framleiða kjöt hérna í næstu götu við norðurpólinn. En þeir tímar munu örugglega koma að tekið verður af krafti á þessum ljótu málum okkar bæði hér heima og eriendis, — þ.e. alls staðar af lífstefnufólki allra landa. Það fólk mun aldrei unna sér hvíldar fyrr en fullnaðarsigur lífsins er í höfn. Ég er að vísu stundum fullur efasemda um að ég muni ná að lifa þann dag á þessari jörð. En sá dag- ur mun svo sannarlega koma rati mannkynið á annað borð út úr þeim ógöngum gereyðingarhættu vopna og mengunar sem það hefur sjálf- viljugt komið sér í um þessar mund- ir. Af lokatakmarkinu þurfa menn heldur ekki að hafa neinar áhyggjur. Eina leið mannkynsins út úr ógöngunum Það e alls engin önnur leið út úr þessum ógöngum sem mannkynið hefur ratað í með líferni sínu, matar- ræði, firringu, hamingjuleysi og heilsuleysi önnur en að friðmælast við sjálft sig og allt umhverfi sitt í víðasta skilningi orðsins umhverfi. Alls engin. Það er óbifanleg sannfæring mín að taka verði á þessu máli allra mála fyrr og síðar og það ekki seinna en strax. Við höfum til ráð- stöfunar til að hugsa málið í lengsta lagi 30 til 40 ár á sömu braut án breytinga (sbr. niðurstöður Náttúru- verndarráðs bandarísku alríkis- stjórnarinnar). Eftir það verður tæp- lega aftur snúið. Borðliggjandi hrun alls lífkerfis heimsins sem og alirar siðmenningar okkar mannanna þar með blasir annars við og ekkert annað. Hvað ætlar þú lesandi góður að bíða lengi? Og hvað ætlar þú að segja barnabörnunum þínum þegar allt verður komið í óefni? Við skulum gera okkur grein fyr- ir því að plánetan jörð er ekki ein- nota eins og vestræn menning notar hana í dag. Og við skulum gera það áður en það er um seinan. — Lengi lifi Greenpeace, Sea Shepherd, Lynx og Animal Liberation Front og allt annað lífstefnufólk heimsins! Höfundur er nemi í HÍ og meðlimur í Hvalavinafélagi Islands. Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs. ■ TVENNIR jólatónleikar verða á vegum Tónlistarskóla Kópa- vogs. Þeir fyrri verða miðvikudag- inn 12. des. kl. 20.30 í sal skólans og seinni tónleikarnir verða í Kópa- vogskirkju sunnudaginn 16. des. og hefjast kl. 15.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. c í iááU\ Krakkar í angóruull hía á veturinn f nærfatnaði úr angóruull verður veturinn leikur einn. Angóruullin gefur meiri einangrun og er fínni og léttari en aðrar ullartegundir. Hún hrindir vel frá sér vatni og síðast en ekki síst klæjar krakkana ekki undan henni. í nærfatnaði úr angóruull er krökkunum ennþá heitt þegar þeir koma heim eftir að hafa leikið sér úti allan daginn. Fáanleg í hvxtu og bláu. sími 666006 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: GARÐABÆR: HF.LUSSANDUR: BLÖNDUÓS: SEYÐISFJÖRÐUR: Apótek Austurbœjar Apótek Garðabœjar Virkið Apótek Blönduóss Versl. E.J. Waage Alafossbúöin HAFNARFJÖRÐUR: BÚÐARDALUR: SAUÐARKRÓKUR: NF.SKAUPSTADUR: Árbcejarapótek Apótek Norðurbcejar Dalakjör Skagfiiðingabúð S. Ú. N. Borgarapótek Hafnarfjaröarapótek PATREKSFJ ÖRÐUR: VARMAHLIÐ: EGILSSTAÐIR: Bretðholtsapólek KEFIAVÍK: Versl. Ara Jónssonar Kf. Skagflrðinga Kf. Héraðsbúa Ellingsen Samkaup TÁLKNAFJÖRÐUR: SIGLUFJÖRÐUR: IiSKIFJÖRDUR: Garðsapótek KEFLAVIKURFLUG- Bjamabúð Versl. Sig. Fanndal Sportv. Hákons Sófttss. Háaleitisapótek VÖLLUR: BILDUDALUR: ÓLAFSFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Holtsapótek íslenskur markaður Versl. Edinborg Valberg Kf. Fáskrúösflarðar Ingólfsapótek MOSFELLSBÆR: FLATEVRI: DALVIK: SIÖDVARFJÖRÐUR: Laugavegsapótek Mosfellsapótek Brauögerðin Dalvikurapótek Kf. Stöövarjjarðar Lyfjabúðin Iöunn Versluntn Fell ÞINGEYRI: Versl. Kotra BREIÐDALSVÍK: Rammagerðtn Verksmiðjuútsala Álafoss Kaupf. Dvrflrðinga AKUREYRI: Kf. Stöðvarjjarðar Reykjam'kurapótek AKRANES: SÚGANDAFJÖRÐUR: Versl. Paris HÖFN: Skátabúðin Bjarg Suðutver Eyfjörö Kf A-Skafifellinga Sportval Sjúkrahúsbúðin BOLUNGARVÍK: HUSAVÍK: VESTMANNAEYJAK: Ull 08 giafavörur BORGARNES: Einar Guðfinnsson Bókav. Þórarins St. Apótek Vestm.eyja Útilif Kf. Borgfiröinga ÍSAFJÖRÐUR: REYKJAHIÍÐ: Sandfell Veiðihúsið ÓLAFSVÍK: Sporthlaðan Verslunin Sel HELLA: SF.LTJARNARNES: Sölusk. F.inars Kr. HÓLMAVÍK: RAUFARHÖFN: Rangárapótek Sportlíf STYKKISHÓLMUR: Kf. Steingrímsjjarðar Snarlið SELFOSS: KÓI’AVOGUR: Hólmkjör HVAMMSTANGI: VOPNAFJÖRÐUR: Vöruhús KÁ. Kópavogsapótek GRUNDARFJÖRÐUR: Vöruh. Hvammst. Kaupf. Vopnafjaröar HVERAGERÐI: Hvönn Ölfusapótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.