Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 13
MORGtíNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 13 Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Það hálfa væri nóg Lífssaga Þórarins Tyrfings- sonar læknis Skrásetjari: Guðrún Guðlaugs- dóttir Utgefandi: Orn og Orlygur Eiginlega hef ég alltaf haldið að Þórarinn Tyrfingsson hafi lifað í hundrað ár. Það virðist vera svo langt síðan maður heyrði hans get- ið í sambandi við meðferð áfengis- sjúklinga og svo margt hefur gerst síðan. Þó eru það varla nema tíu til tólf ár. Enda er saga hans forvitnileg. Hún greinir lítillega frá æsku hans og uppvexti, námi og íþróttastarfi og starfi hans sem læknis. Ég verð að segja að þegar ég kom á síðu 67 — að kafla sem heitir „Áfengis- meðferð“ og fjallar um það afdrifa- ríka skref Þórarins að leita hjálpar við drykkjuskap sínum — leist mér ekki á blikuna. Þarna var hann búinn að afgreiða þijátíu ár af lífi sínu, og engar skemmtilegar fyll- eríssögur. Það var eins og hann hefði aldrei verið fullur. En það er fyrst í þessum kafla sem bókin verður verulega áhuga- verð, því þar hefst frásögnin af lífsstarfi Þórarins. Smátt og smátt verður manni ljóst að það er í raun- inni ekkert fyndið við fylleríssögur. Þær eru sorglegar — og auðvitað hlaut Þórarinn að eyða meira púðri í uppbygginguna en niðurrifið. Og uppbyggingin er greinilega hugsjón hjá honum. Samt er hann með báða fætur á jörðinni. Þórarinn lýsir mjög ítarlega ein- kennum alkóhólisma, ræðir um for- dóma samfélagsins, segir frá með- ferðarstöðvunum, Vogi, Sogni og Staðarfelli og frá Reykjadal og SiÞ ungapolli, þar sem starfsemi SAA var í upphafi. Jafnhliða þessu greinir hann frá því hvernig með- ferð sjúkdómsins hefur breyst og þróast. Án þess að ræða sjálfan sig mikið í því sambandi, er ljóst að hann hefur aflað sér ótrúlegrar þekkingar á sjúkdómnum og með- ferð alkóhólista. Þórarinn státar sig ekki af sínum eigin bata. Hann er þakklátur fyrir hann en fer ekki út í neinar yfirlýs- ingar umfram það. En ekki hefur sá bati gengið þrautalaust fyrir sig hjá honum, fremur en öðrum og í kafla sem nefnist „Uppbygging“ segir Þórarinn frá líðan sinni, fyrsta „edrú“ árið. Þar er líðan og upplifun, sem hlýtur að virka und- arlega á fólk sem ekki er alkóhólist- ar. Þar segir hann, meðal annars: „Alkóhólistar hafa yfirleitt litla reynslu í að segja nei ef þeim er boðið áfengi. En það þurfa þeir bráðnauðsynlega að læra og það ■ SKJALDBORG hefur gefíð út bókina Sögur úr sveitinni. Þetta eru smásögur skrifaðar sérstaklega fyrir byijendur í lestri. Teikningar eru eftir Stephen Cartwright. Sögurnar heita: Grísinn sem fest- ist, Óþekkta kindin, Illöðubruni og Traktorinn sem stakk af. JRtvgnn* fytaMfr í Kaupmannahöfn FÆST í 8LAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI fljótt. Í þessu þjóðfélagi er sífellt verið að bjóða mönnum vímuefni. Alkóhólistinn þarf að læra að neita á eðlilegan hátt án þess að það valdi honum spennu. Ef maður fer að útskýra vandlega fyrir fólki að maður sé alkóhólisti og hafi verið í meðferð er maður áður en við er litið kominn á kaf í heitar umræður sem geta valdið miklu tilfinninga- legu uppnámi." og „Ég vildi ekki undir neinum kringumstæðum breytast í ofstækisfullan mann sem félagar mínir hefðu ekki gaman af að umgangast. Mér fannst því að ég þyrfti að geta látið mér líða vel innan um fólk sem væri að drekka og skemmta sér. Þetta gekk vægast sagt illa. En lengi vel var ég samt að „snobba" fyrir þessu, vildi alls ekki sýnast „fanatískur" eða skrítinn. Svo rann það upp fyrir mér að það var ekkert að mér. Það er bara eðlilegt að ódruk- knu fólki leiðist innan um fullt fólk. Það endurtekur sig og er barnalegt og skelfilega þreytandi.“ En þótt Þórarinn segist hafa tekið harðari afstöðu í bindindis- málum með árunum, er langt frá því að í bókinni sé að finna vott af prédikun eða ofstæki. Hún sýnir umburðarlyndan, raunsæjan, hlýj- an og skemmtilegan mann sem, eins og hann segir sjálfur í'eina skiptið sem hann hrósa'r sér, „er með báða fætur á jörðinni.“ Bókin er skemmtilega skrifuð, Guðrún Guðlaugsdóttir frásögnin hröð og kemur persónu- leika Þórarins vel til skila, ásamt hugsjónum hans og starfi. Hún gefur raunsæja og góða mynd af þeim vanda sem af áfengi og öðrum Þórarinn Tyrfingsson vímugjöfum stafa og ætti að vera holl fræðsla öllum þeim sem þjást af fordómum. Kannski ekki vitlaust að láta lesa hana í samfélagsfræði í grunnskólum. Soný CFS-204 er snoturt, létt og lipurt stereó ferðaútvarp með segulbandi. Það er með innbyggðum hljóðnema, FM stereó og miðbylgju. Útvarpið er til í tveimur litum: Svörtum og hvítum. Þetta Sony tæki er á frábæru jólatilboðsverði, áðeins kr. 7.980 stgr. Matá vátallt um þau... Panasonic RXFS420 er kraftmikið stereó ferðaútvarp með segulbandi. Það er 20 wött og með fjórum hátölurum. Það er með innbyggðum hljóðnema, þriggja banda tónjafnara og fjórum útvarpsbylgjum (FM/MB/LB/SB). Jólatilboðsverð á þessu kraftmikla tæki er aðeins kr. 9.980 stgr. Sony CFD-50 er hljómgott og meðfærilegt ferðaútvarp fyrir þá sem vilja aðeins það besta.T^að er með góðu útvarpi (FM/MB/LB/SB), afar vönduðu segulbandi og fullkomnum geislaspilara. Þetta gæðatæki er á einstöku jólatilboðsverði, aðeins kr. 24.950 stgr. JAPISS • BRAUTARHOLTI ■ KRINGLUNNI ■ AKUREYRI Hugsjón og þekking
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.