Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 71
MORQUKBIADH) ÞRI^JUpAG.V^, U- DESEiyiBER 1,99,0 ValgerðurK. Tómas- dóttir - Minning Fædd 11. mars 1903 Dáin 2. desember 1990. Amma Þingholt, eins og við köll- uðum hana fyrr á árum, er látin. Þingholtsnafnbótin var til komin af því að amma og afi Jóhannes bjuggu lengst af í Þingholtsstræt- inu, nánar tiltekið í húsinu nr. 26. Hún var fædd 11. mars 1903 og var því 87 ára gömul þegar hún kvaddi þennan heim sunnudaginn 2. desember sl. á heimili sínu í Furugerði 1, Reykjavík. Hún hét fullu nafni Valgerður Karólína Tómasdóttir. Foreldrar hennar voru Ólafía Bjarnadóttir og Tómas Snorrason, skósmiður. Hún var elst af þeím sjö systkinum sem upp komust en tvö dóu í æsku. Eftir lifa Margrét, Asta og Guðrún, sem fluttist ung til Kaupmanna- hafnar. Af þeim er upp komust eru látin Málfríður, Ólafur og Karl. Amma ólst upp að mestu hér í Reykjavík en um tíma bjó fjölskyld- an í Viðey þar sem faðir hennar starfaði við vélgæslu. Eitt ár bjuggu þau líka í Staðarsveit þar sem þau reyndu fyrir sér við búskap. Eftir að amma flutti úr foreldra- húsum vann hún fyrir sér sem vinnukona á heimilum í Reykjavík og með saumaskap. Hún fór eitt sumar í kaupavinnu að Varmadal á Kjalarnesi og þar kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, Ágústi Jónssyni, fyrrum löreglumanni og síðar verslunarmanni í Reykjavík. Hún óg Ágúst eignuðust þrjú börn. Elstur var Haraldur sem fæddist 1928. Hann var myndar drengur en hefur sennilega fengið berkla og dó rúmra 14 mánaða. Var mik- ill harmur að þeim kveðinn við missi frumburðar síns. Síðar eignuðust þau Björgu og Svan. Björg giftist Baldri Tryggvasyni, framkvæmda- stjóra og eignuðust þau fímm böm, Tryggva, Valgerði, Stefán, Harald og Magnús. Svanur kvæntist Jó- hönnu Stellu Þorvaldsdóttur og eignuðust þau þrjú börn, Ágúst, Svandísi og Þorvald. Svanur lést árið 1987 aðeins 54 ára gamall. Árið 1939 skildu Ágúst afi og amma Valgerður og varð þá að vonum mikil breyting á högum fjöl- skyldunnar. Amma flutti eftir skiln- aðinn með bömin að Reynimel 44 og vann fyrir þeim með saumaskap. Á þessum árum söng hún í Fríklrkjukórnum en hún hafði alla tíð mikla unun af söng. Hún giftist seinni manni sínum Jóhannesi Kol- beinssyni, trésmið og fararstjóra, árið 1950. Bjuggu þau í Þingholts- strætinu þar til þau gerðust ein af frumbyggjum í nýreistu fjölbýlis- húsi fyrir aldraða í Furugerði 1 árið 1978. Jóhannes lést árið 1982. Hannyrðir skipuðu alltaf stóran sess í lífi ömmu. Hún byijaði korn- ung að sauma dúkkur og dúkkuföt handa sér og systrum sínum. Hún gerði síðar saumaskapinn að lifi- brauði sínu. Sem ung kona vann hún við saumaskap í húsum í Reykjavík en formlegt nám fékk hún í Kvennaskólanum í Reykjavík. Frekari saumaskap lærði hún síðan á saumastofu frænku sinnar, Sigríðar Þorsteinsdóttur, kjóla- meistara. Seinni hluta ævinnar voru það þó einkum börnin og barna- börnin sem nutu góðs af kunnáttu hennar og smekkvísi á þessu sviði. En fleira átti hug ömmu. Jóhann- es smitaði hana af „fjallabakter- íunni“ og er óhætt að fullyrða að eftir miðjan aldur voru ferðalög með Ferðafélagi íslands og Útivist eitt helsta kryddið í tilveru hennar. Hafði hún stundum á orði að henni væri eftirsjá í því að hafa ekki far- ið að ferðast með Jóhannesi strax á fyrstu árum sambúðar þeirra. Það var í þessum ferðum sem við barna- börnin kynntumst óbyggðum lands- ins, enda í samfloti við mann sem var fróðari um landið okkar en flest- ir aðrir. Við kynntumst því hve mikilvægt væri að vanda til alls undirbúnings þegar farið er á fjöll og ekki síst var okkur innprentuð virðing fyrir náttúniöflunum. Raun- ar má í þessu sambandi segja að amma hafi sífellt verið á ferðalög- um. Hún heyrði t.d. ekki þá ferða- sögu sagða að hún tæki ekki upp landabréfabókina sína og endur- tæki ferðina heima í stofu. Ekki heyrði hún heldur þann stað nefnd- an í ijölmiðlum að hún fletti honum ekki upp ef hún þekkti hann ekki fyrir. Þetta kallaði amma að „ferð- ast á kortinu“. Amma hafi hæfileika til að breyt- ast og þroskast til síðasta dags. Hún hafði mikla þörf fyrir það sem hún kallaði „heilatrimm", sem fólst í hvers kyns virkri hugarstarfsemi og því að læra eitthvað nýtt. Hún fylgdist með þjóðmálaumræðunni, las íslenskar sem erlendar bækur og naut samvista við fólk í ríkum mæli. Okkur barnabörnunum fannst að amma yngdist með hverju árinu. Persónuleiki hennar opnaðist og í hana færðist meira líf eftir því sem hún eltist frá áhyggjum hins daglega amsturs. Meðan hún gat tók hún þátt í leikfiminni sem fram fór í Furugerði og var það með eftirsjá þegar hún hætti að geta stundað hana fyrir örfáum mánuð- um. Hún fór þó eftir það í alllanga göngutúra um nágrennið. Amma sýndi líka útliti sínu áhuga. Hún hafði gaman af að klæða sig vel og naut þess heiðurs áð fá viður- kenningu sem elsta sýningardaman á tískusýningu sem haldin var í Furugerðinu fyrir nokkrum árum. Hún lét sér líka mjög annt um hvað hún lét inn fyrir sínar varir, bæði heilsunnar vegna og útlitsins. Við barnabörnin minnumst henn- ar sérstaklega fyrir þann ómetan- lega eiginleika að una glöð við sitt t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengamóðir, amma og langamma, SALOME LOFTSDÓTTIR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 10. desember. Jarðarförin auglýst siðar. Gunnar Þ. Ólafsson, Halldór Ólafsson, Elín Bjarnadóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Erlendur Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns og föður, ÁGÚSTAR KJARTANSSONAR, Jökulgrunni 3c, Reykjavík, Iðunn Kristinsdóttir, Þórhildur Ágústsdóttir. og að vera ánægð með lífið. Ekki fann maður fyrir biturð í huga hennar og að eigin sögn leiddist henni aldrei. Það er mikils virði fyrir okkur sem yngri erum að fínna að hægt sé að njóta lífsins þrátt fyrir háan aldur og smá þverrandi kraft. Voru það ekki síst þessir góðu eiginleikar ömmu sem ollu því að við barnabörnin sóttum til henn- ar. Áttum við þar víst athvarf í dagsins önn. Það kom okkur heldur ekki á óvart að amma eignaðist unga vinkonu úr götunni sem heim- sótti hana reglulega fram á síðasta dag. Með þessum orðum jcveðjum við ástkæra ömmu okkar. Amma var sátt við hvert stefndi. Fyrir henni voru þetta ekki endalokin heldur aðeins ferð í annan heim. Móður okkar og ömmusystrum sendum við samúðarkveðjur. Einnig sendum við sambýlingum hennar í Furugerðinu og starfsfólki þar kærar þakkir fyr- ir umhyggju þeirra og hlýhug sem var svo mikils virði þessar síðustu vikur þegar amma þurfti mest á stuðningi að halda. Barnabörnin Blómastofa Fríöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Slmi 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. % Sl t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÖLVI VALDIMARSSON vélstjóri, Digranesvegi 44, Kópavogi, lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 30. nóvember. Útförin hefur farið fram. Guðrún Zakaríasdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON frá Stóra-Laugardal, Tálknafirði, áður til heimilis á Langholtsvegi 168, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. desem- ber kl. 13.30. Sigurrós Jónsdóttir, Eyjólfur Magnússon, Erna Jónsdóttir, Theódór Jónsson, Gerða Jónsdóttir, Sveinn B. Hálfdánarson, Leifur Jónsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR FJELDSTED ÓLAFSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði fimmtudaginn 13. desember nk. kl. 13.30. Elísabet Hannesdóttir, Sveinn Skaftason, Sigurjón Þ. Hannesson, Guðrún Hallvarðsdóttir, Eggert Ó. F. Hannesson, Þórey Valgeirsdóttir, Auðbjörg Hannesdóttir, Gabríel Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN FINNBOGADÓTTIR frá Moshlíð, Barðaströnd, elliheimilinu Seljahlið, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 11. desember kí. 13.30. Kristrún Helgadóttir, Jóhann Pétur Margeirsson Ingibjörg Elín Jóhannsdóttir, Margeir Pétur Jóhannsson, Lilly Aletta Jóhannsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR. Auður Aðalsteinsdóttir, Erlendur Björnsson, Ragnheiður Aðalsteinsdóttir, Bessi Aðalsteinsson, Sigrún Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Náttföt - náttkjólar - sloppar - undirfatnaður úr mjúku silki og satíni. Einstakir hlutir á einstöku verði. Silkislæðuir frá Louis Férand - engu líkar. Gjafakort - góð lausn fyrir marga. Sendum í póstkröfu. Verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.