Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJ.UDAGUR 11. DESBMBER' 1990 =37 Bangladesh: Ottast að herinn taki völdin í sínar hendur Dhaka. dpa HASINA Wazed, atkvæðamesti leiðtogi stjórnarandstæðinga í Bangladesh, sagði gær að mikil hætta væri á því að her landsins tæki völdin í sínar hendur ef bráðabirgðastjórn Shahabuddins Ah- meds, starfandi forseta, boðaði ekki til þingkosninga bráðlega. Hasina Wazed, sem er leiðtogi Awami-hreyfingarinnar og banda- lags átta stjórnarandstöðuflokka, sagði við fréttaritara þýsku frétta- stofunnar dpa að „metnaðargjarnir menn“ innan hersins kynnu að Fiskveiðar innan Evrópubandalagsins: Þriðjungs niðurskurð- ur á veiðiheimildum og skrapdagakerfi Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) lagði í gær fram tillögur um aðgerðir til verndar fiskistofnum innan fiskveiðilögsögu bandalagsríkjanna. Tillögurnar gera m.a. ráð fyrir 30% niðurskurði á veiðiheimildum á ýsu og þorski í Norðursjó auk þess sem lögð er til 120 mm lágmarksstærð möskva og bann við reknetaveiðum. Þá gera tillögurnar og ráð fyrir tíu daga veiðibanni í hverjum mánuði á næsta ári auk tímabundinna lokana hrygningarsvæða. TiIIögur svipaðs efnis voru felldar á fundi sjávarútvegsráðherra EB í síðasta mánuði. hrifsa til sín völdin og setja herlög að nýju ef ekki yrði efnt til kosn- inga í bráð. „Bangladesh hefur ver- ið undir stjórn hershöfðingja undan- farin fimmtán ár eða frá því hópur herforingja tók föður minn af lífi árið 1975,“ sagði hún. Mujibur Rahman, faðir hennar og fyrsti for- seti landsins, var myrtur ásamt flestum skyldmennum hennar í valdaráni hersins. Hasina Wazed og annar leiðtogi stjórnarandstæðinga, Begum Khaleda Zia, skipulögðu uppreisn gegn Hussain Muhammad Ershad, fyrrverandi forseta, sem varð til þess að hann neyddist til að ijúfa þing og segja af sér 6. desember. Þau krefjast þess að Ershad verði dreginn fyrir rétt fyrir að hafa mis- notað völd sín og beitt hernum til að bijóta á bak aftur uppreisn al- mennings. Meira en 50.000 manns söfnuðust saman í miðborg Dhaka til að krefjast dauðadóms yfir Ers- had í gær. Forsetinn fyrrverandi kvaðst ekki hræddur við að koma fyrir rétt þar sem enginn fótur væri fyrir ásökunum stjórnarand- stæðinga. Reuter Hjón í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í hlekkjum og með eftirlíking- ar af bandariskum og sovéskum eldflaugum á bakinu á mótmæla- fundi í borginni í gær. Þau kröfðust umbóta í mannréttindamálum í landinu. Það er mat fiskifræðinga innan EB að fiskstofnar bandalagsins séu að hruni komnir. Þrátt fyrir ítrekað- ar yfirlýsingar ráðherraráðsins um nauðsyn þess að draga úr sókn í fiskstofna og snúa þróuninni við hafa sjávarútvegsráðherrar hafnað öllum tillögum framkvæmdastjórn- arinnar um aðgerðir sem mættu duga. Tillögur framkvæmdastjórn- arinnar gera ráð fyrir að veiðar á ýsu og þorski í Norðursjó verði minnkaðar um 30% og tíu daga mánaðarlegt véiðibann verði sett á sérhvert veiðiskip sem þær veiðar stunda auk þess sem óheimilt verð- ur að hafa minni möskva en 120 mm í netum og botnvörpum. Þá leggur framkvæmdastjórnin til að hrygningarsvæðum verði tíma- bundið lokað fyrir öllum stærri veiðiskipum. Gert er ráð fyrir að aflamörk fyrir aðrar tegundir verði svipuð og á síðasta ári en síldveiðar verða tímabundið bannaðar við Skotland. Framkvæmdastjórnin mælir með algjöru banni við reknetaveiðum og leggur til að ákveðin verði hámarks- lengd annarra neta auk þess sem fiskiskipum verði óheimilt að láta netin liggja eftirlitslaus. Þá vill framkvæmdastjórnin að möskvar í Biscayaflóa verði stækkaðir úr 65 mm í 80 mm. Rætt um saltfisktolla Tillögurnar verða til umræðu á fundi sjávarútvegsráðherra EB. 19. desember nk. Á sama fundi munu ráðherrarnir ákveða innfiutnings- kvóta fyrir m.a. saltfisk á lækkuð- um tolli til bandalagsins. Sam- kvæmt heimildum í Brussel leggur framkvæmdastjómin til að heimilað verði að flytja inn 50 þúsund tonn af saltfiski á 9% tolli en á þessu ári var heimilaður innflutningur samkvæmt þessum ívilnunum 53 þúsund tonn á 7% tolli. Reiknað er með því að niðurstaða ráðherra- fundarins verði svipuð nú. Jafn- framt leggur framkvæmdastjórnin til að flutt verði inn 1.200 tonn af söltuðum flökum á 11% tolli og samkvæmt heimildum í Brussel hefur skilgreiningu á þeim tollflokki verið breytt vegna ábendinga frá íslendingum en skilgreiningin gerði áður ráð fyrir að flökin væru þurrk- uð a.m.k. samkvæmt skilgreiningu einstaka tollyfirvalda. SALA rafveitanna í Englandi og Wales gekk framar öllum vonum. Aldrei hefur verið eins mikil eft- irspurn eftir hlutabréfum í opin- beru fyrirtæki í einkavæðingu bresku ríkissljórnarinnar. Á miðvikudag í síðustu viku rann út umsóknarfrestur um hlutabréf rafveitanna í Englandi og Wales. Þá þegar var orðið ljóst, að sala hlutabréfanna hafði gengið vel. Um helgina var tilkynnt, að 5,7 milljónir manna hefðu sent inn umsóknir um hlutabréf í rafveitun- ERLEIMT De Maiziere sakað- ur um Stasi-störf Hamborg. dpa. LOTHAR de Maiziere, er gegndi embætti forsætisráðherra gamla A-Þýskalands síðastur manna og er nú varaformaður stjórnarflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, var ráðinn til starfa fyrir örygg- islögregluna illræmdu, Stasi, árið 1982, að sögn tímaritsins Stern í gær. de Maiziere fyrir yfirvöld kommún- ista. Ritið segir að háttsettir emb- ættismenn kristilegra hafi vitað um þessar ásakanir frá því í september en vísað þeim á bug sem bulli. De Maiziere, sem rætt er um að taki við ráðherraembætti í nýrri stjórn Helmuts Kohls kanslara, segist vera saklaus og fulltrúar kanslarans segja að reynt verði að ganga úr skugga um sannleiksgildi áburðar- ins sem allra fyrst. Ritið hefur eftir Edgar Hasse, sem var majór í Stasi, að de Maiz- iere hafi veitt lögreglunni upplýs- ingar um samtöl sín við kirkjuleið- toga en de Maiziere gegndi trúnað- arstörfum fyrir söfnuð sinn. „Við höfðum að sjálfsögðu einnig áhrif á þær ákvarðanir sem kirkjuleiðtog- arnir tóku með því að nýta okkur flugumennina," sagði Hasse. Stern vitnar í fleiri starfsmenn Stasi er segjast hafa vitað um störf Einkavæðingm í Bret- landi heldur áfram St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. um. Heildarfjöldi umsókna, og eru þá taldar með umsóknir frá fjár- málastofnunum, var 12,75 milljónir. Þetta er mesti fjöldi umsókna, sem nokkurn tíma hefur borist um hluta- bréf í opinberu fyrirtæki. Söluverð rafveitanna var 5,2 milljarðar sterlingspunda, sem eru um 520 milljarðar ISK. Af þessari upphæð voru 2,8 milljarðar sterl- ingspunda sérstaklega ætlaðir ein- staklingum eða 280 milljarðar ÍSK Einstaklingar sóttu hins vegar um, hlutabréf fyrir 17 milljarða sterl- ingspunda eða 1.700 milljarða ÍSK. í heild var sótt um tæplega 11 falt fleiri hlutabréf en voru í boði. I gær var voru kynntar þær regl- ur, sem farið verður eftir við úthlut- ■ un bréfanna. Allir sem sóttu um lágmarksfjölda bréfa, 100 bréf, og eru viðskiptavinir rafveitanna, fá það sem þeir sóttu um. Allir þe'ir sem sóttu um fleiri bréf og kaupa rafmagn frá rafveitunum, fá minna en þeir vildu. Þeir, sem ekki eru viðskiptavinir rafveitanna, fá mun minna og sumir ekkert. Aðéins 3% einstaklinga, sem sóttu um hluta- bréf, fá ekki neitt. Viðskipti géta hafist með bréfin þegar í dag, þriðjudag, en vegna óveðursins um síðustu helgi, hefur vinnsla umsóknanna gengið hægar en áætlað var. Talið er að tilkynn- ingar til sumra umsækjenda fari ekki í póst fyrr en undir jól, en til- kynnt hafði verið að allar tilkynn- ingar og kvittanir yrðu sendar fyrir 19. desember. Vönduð barnabók í þessari bók rifjar höfundur upp atburði frá viðburðaríku og skemmtilegu sumri krakkanna í dalnum, dal sem er á mörkum sveitar og þorps við vestfirskan fjörð. Alltaf er eitthvað að gerast, hvort sem er viö leiki eða störf og i tilverunni skiptast á skin og skúrir. Bók fyrir alla aldurshópa. Bókina prýða fjöldi teikninga eftir Sigrúnu Sætran. □ BÓKAÚTGÁFAN HILDUR Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moœans! AXIS E L E X I S F /1 7 /1 S K A P A R E R U I S L E N S K I R V A N D A Ð I R AXIS HUSGÖGN HF. SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI SÍMI: 43500 O D Y R I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.