Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIK ÞRIÐJUDAGUR 11. DgSEMBER 1990, 49 Alþjóðlegur JC- dagur: NÝTT FRÁ Mannrækt megintil- gangnr hreyfingarinnar Tæki, sem hreinsar alla skartgripi, jafnt ekta sem húóaða. Sérstakt efni fyrir perlur og opal. - segir Arni Ragnar Arnason, sem starf- aði innan hreyfingarinnar um árabil Alþjóðlegur dagur JC- hreyf- ingarinnar er í dag. Hreyfingin, sem var stofnuð árið 1915 í Bandaríkjunum, er nú starfandi um allan hinn vestræna heim. Hér starfar hreyfingin í u.þ.b. 20 bæjum víðs vegar um landið og heildarfjöldi félagsmanna er um 500 manns. Að sögn Árna Ragnars Arnasonar, sem starf- aði innan hreyfingarinnar um árabil, er tilgangur hennar að efla getu ungs fólks til að koma góðu til leiðar. Starfið innan JC-hreyfingarinn- ar byggist að miklum hluta upp á þjálfun með námskeiðahaldi. „Ræðunámskeiðin eru stór þátt- ur af starfinu, þar sem mikill hluti af því að gera fólki kleift að koma einhveiju til leiðar er að auka tján- ingarhæfni þess, en einnig fer fram þjálfun I fundarstjórn, greinaskrifum og skýrslugerð svo eitthvað sé nefnt. Félagsmenn taka jafnframt þátt í verkefnum sem ýmist miða að því að efla félagið sjálft eða koma einhveiju til leiðar í byggðarlaginu sem fé- lagið starfar í,“ sagði Árni Ragnar í samtali við Morgunblaðið. JC- hreyfingin hefur staðið fyr- ir framkvæmd ýmissa verkefna undanfarin ár. „Hreyfingin setti upp vegvísa víða á höfuðborgarsvæðinu í lok áttunda áratugarins og á tímabili fóru JC-félagar í grunnskóla um Árni Ragnar Árnason allt land og kynntu börnum íslenska fánann, sögu hans, ein- kenni og notkun. Félagsmenn hafa jafnframt unnið að verkefnum sem snerta málefni aldraðra, auk þess sém eldvarnir og önnur öryggis- mál hafa skipað stóran sess. Einn- ig má geta þess að Hótel ísafjörð- ur byijaði sem JC-verkefni hjá félaginu á ísafirði,“ sagði Árni Ragnar. „Ég hafði mjög mikið gagn af námskeiðunum í JC og umræðun- • Tilvalið í eldhúsið, bústaðinn eða bátinn. • Fyrir rafhlöður og 220 volt. • innbyggt loftnet • Mið-, lang- og fimm stuttbylgjur og FM. • Verð kr. 5.562,- BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF Ármúla 13 - 108 Reykjavík - s? 681200 Suðurlanásliraiit U m .nrgiwW 5 Metsölublað á hverjum degi! co um þar um ýmis þjóðfélagsmál og mál sem tengdust mínu bæjarfé- lagi. Hreyfingin eykur verulega getu fólks til þátttöku í umræðum og gerir fólki kleift að vera fijáls- legra í framkomu. Fólk lærir þar jafnframt að virða ólíkar skoðan- ir,“ sagði Árni Ragnar. Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS, var upphaflega verkefni JC-hreyfing- arinriar. „Hreyfingin kynnti skólanem- endum ræðumennsku og kom af stað þeirra eigin verkefni í ræðu- mennsku, mælsku og rökræðu- keppni framhaldsskóla, MORFÍS. Eftir að hugmyndinni var komið á framfæri hafa framhaldsskóla- nemar unnið þetta sjálfir,“ sagði Árni Ragnar. JC-hreyfingin er alþjóðleg og hefur starfað um allan hinn vest- ræna heim um árabil. „Einræðisríki hafa hins vegar alltaf bannað hreyfinguna vegna þess að hún hefur einkunnarorð þar sem áherslan er annars vegar lögð á manngildi en hins vegar á frjálsræði, ásamt því að ítreka mikilvægi kristinnar siðfræði og gildi þess að stjórnað sé eftir lög- um,“ sagði Árni Ragnar. Falleg jólagjöf. heildverslun, sími 651099, Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði Fæst í snyrtivöruverslunum AUGLYSING (Grein úr Morgunblaðinu 28/10 1990) SPIL Arftaki „Trivial Pursuit“ Spil eitt athyglisvert, bæði einfalt og flókið í senn, tröllríður nú heiminum. Það heitir Abalone og var hannað árið 1988. Síðan það var sett á markaðinn hefur för þess verið ein samfelld sigurganga og í fyrra var það vin- sælasta og mest selda spilið í 25 löndum, aðdá- endaklúbbar höfðu sprottið upp eins og gorkúlur og í skipulagn- ingu voru keppnismót í Abalone. Nú er þetta athyglisverða spil að koma til íslands. Morgunblaðið ræddi við Frakkann Jan Travers, sem er framkvæmdastjóri fram- leiðenda Abalone, en hann var staddur hér á landi fyrir skömmu til að kynna spilið. Árið 1988 seld- ust alls 250.000 spil í 11 löndum og annað eins á síðasta ári. Travers var spurður hvernig menn fengju svona hugmynd og hvort að vel- gengnin háfi komið á óvart. „Hvað velgengnina varðar er óhætt að segja að hún hafi komið okkur í opna skjöldu. Við erum eig- inlega slegnir, sérstaklega þar sem ekkert lát er á og þetta hleður enda- laust utan á sig. Hvar þetta endar veit enginn. Hvað varðar hugmynd- ina þá get ég sagt að svona hug- myndir koma eins og eldingar af himnum og eins gott að þekkja frá- bæran möguleika er hann sýnir sig,“ segir Travers. Og svo lýsir Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jan Travers sýnir eintak af spil- inu Abalone, sem þýðir ekki al- einn og segir það margt um inni- hald leiksins. hann tilurð spilsins: Tveir okkar, annar myndhöggvari og hinn tón- skáld, vorum í aukavinnu í sumar- búðum og þurftu að sinna litlum dreng sem var alltaf í vandræðum. Hann var hornreka og var alls stað- ar bolað í burtu. Félagarnir tveir ásettu sér þá að semja spil sem byggðist á því að ýta andstæðingn- um og jafnframt átti sú lífsskoðun að koma fram að það væri ekki hægt að ýta við þér ef jafnt væri í liðunum. Boðskapurinn var á þá leið að menn ættu að leita öryggis í hópnum fremur en að láta hrinda sér: Á þessu byggjast reglur spils- ins og það er svo margt óvenjulegt við þetta spil. Það eru engin orð og því var það spilað í New York og Tókýó á sama tíma án erfið- leika. Það hefur aldrei verið hleypt af stokkunum auglýsingaher- ferð, við höfum einfaldlega aflað okkur úmboðsmanna um allt og farið sjálfír og kynnt spilið. Þetta þykir nýstárlegt og árang- urinn þykir ótrúlegur. Það tekur aðeins 30 til 60 sekúndur að læra reglumar, böm frá 6-7 ára aldri ráða vel við það. Spilið er bæði einfalt og flókið í senn: Möguleikar á að færa kúlumar em allt að 32 millj- ónum og stór- menni á borð við Garry Ka- sparov í skák- inni og Omar ' Sharif í brids em heillaðir af Abal- one, en eiga langt I land með að ná fullkomnum tökum á því.“ „Á Abalone erindi til íslendinga?" „Já, auð- vitað, Abalone virðir eng- in landamæri og allra þjóða fólk heillast af spilinu. Er vegur þess orðinn slíkur að það er kennt í skólum bæði í New York og í Frakklandi." Abalone er orðinn margverðlaun- aður leikur. Verðlaunin era nánast óteljandi. Spilið hlaut t.d. „Gullbik- arinn“ fyrir að vera besta nýja spil- ið í Evrópu á ársþingi spilagerðar- manna. „Besta spil árins“ í „Bestu bókinni", franskri bók sem kemur út árlega og velur það besta af öllu sem mönnum getur dottið í hug. Og „Gullna ásinn“ hreppti spilið fyrir að vera það besta á árinu 1989 á árlegri spila- og leikjahátíð i Cannes í Frakklandi. Þannig mætti lengi halda áfram. Ummæli í blöðum og tímaritum em yfírleitt á einn veg; lof er borið á spilið sök- um hreinleika og einfaldleika þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.