Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Kosningaspár í Danmörku: Jafnaðarmenn taldir vera í sókn Kaupmaiinahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. JAFNAÐAR- MENN í Dan- mörku undir forystu Svends Aukens virðast vera að sækja í sig veðrið ef marka má skoðanakönnun Gallup sem birtist í Berl- Svend Auken ingske Tidencle í gær. Þeir fá 35% fylgi en hlutu 29,8 í kosning- unum 1988. Dagblaðið Borsen birtir einnig könnun sem sýnir vaxandi fylgi jafnaðarmanna eða rúm 35%. Þingkosningar verða á morgun. 15% hjá Bersen en 11,8% í kosning- unum 1988. Radíkalir fara úr 5,6% fylgi í 5% í könnun Gallup. Miðdemókratar fá fimm af hundraði hjá Gallup, svipað og í kosningunum. Kristilegi þjóðar- flokkurinn hlýtur um 3% en fái flokkur innan við tvo af hundraði fær hann engin þingsæti. Sameigin- legur listi nokkurra flokka á ysta vinstri váeng er með um 2% í könn- uninni og sama er að segja um sameiginlegt framboð Mogens GIis- trups og flokksins Fælles kurs. Hinn gamli flokkur Glistrups, Framfaraflokkurinn, fær um sjö af hundraði en hlaut 9% síðast er kosið var. Margt bendir til að helstu fylk- ingarnar á þingi, annars vegar vinstriflokkarnir og hins vegar borgaraflokkarnir, verði álíka sterkar á þingi og þær eru nú gangi spáin eftir. Ellemann-Jensen segist vilja að Schlúter gegni áfram starfi forsætisráðherra ef borgaraflokk- arnir starfi saman eftir kosningarn- ar. Lítil kjörsókn í Póllandi: Reuter Lech Walesa fagnar sigri ásamt eiginkonu sinni, Danutu, á sunnudag. Jafnframt því sem jafnaðarmenn bæta stöðu sína tapar Sósíalíski þjóðarflokkurinn (SF). Hann fékk 13% 1988 en 10% í könnun Gallup að þessu sinni. íhaldsflokkur Pouls Schlúters forsætisráðherra tapar nokkru fylgi samkvæmt Gallup- könnuninni. Hann fær 17% atkvæða en 19,3% í síðustu kosningum. Könnun Bersen gefur flokknum aðeins 15,8%. Venstre, flokkur Uffe Ellemann-Jensens utanríkisráð- herra, sem er hægra megin við miðju og er í stjórn með íhalds- mönnum og Radíkölum, vinnur á. Hann fær nú 14% hjá Gallup ogrúm ■ HYDERABAD - Níu manns biðu bana í átökum milli hindúa og múslíma í borginni Hyderabad í suðurhluta Indlands í gær þrátt fyrir mikinn viðbúnað hersins og útgöngubann. Meira en hundrað manns hafa fallið í átökunum í borginni og þremur bæjum í norður- hluta Iandsins frá því á föstudag. Átökin brutust út eftir að hindúar hófu að nýju baráttu fyrir því að moska í Hyderabad yrði rifin til að þeir gætu reist bænahús á sama stað. Hermenn voru sendir á vett- vang á sunnudag og útgöngubann var sett í borginni, en hindúar eru þar í miklum meirihluta. ■ NÝJU DELHÍ - Nunna og tveir munkar frá Tíbet sögðust í gær hafa sætt pyntingum eftir að kínverska lögreglan hefði kveðið niður mótmæli Tíbeta, sem beijast fyrir sjálfstæði landins. Að minnsta kosti 36 nunnur og munkar hafa flúið Tíbet að undanförnu vegna ofsókna Kínveija. Walesa hlaut næstum 75% atkvæða í forsetakjörinu Stjórnvöld setja ferðabann á Tyminski vegna ákæru á hendur honum um rógburð Varsjá. Reuter, dpa. LECH Walesa, leiðtogi verkalýðssamtakanna Samstöðu, vann yfir- burðasigur í seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi á sunnu- dag. Hann fékk meira en 74% greiddra atkvæða en keppinauturinn, Stanislaw Tyminski, fékk innan við 26%. Kjörsókn var léleg, aðeins 53.4%. Mikhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Helmut Kohl Þýska- landskanslari sendu Walesa heillaóskir í tilefni sigursins og sögðust vænta góðrar sambúðar þjóðanna. Wojciech Jaruzelski, fráfarandi forseti, var meðal fyrstu manna til að óska verkalýðsleiðtoganum til hamingju. óskir og sama var að segja um nokkra aðra Samstöðuleiðtoga er gagnrýnt hafa stefnu Walesa und- anfarið. Einkum vakti athygli að Adam Michnik, sem var mjög harð- orður í garð Walesa f kosningabar- áttunni og sakaði hann um einræð- ishneigð, lagði gær áherslu á að Walesa væri sonur alþýðunnar og friðarverðlaunahafi. Fyrir níu árum setti Jaruzelski Walesa í stofufangelsi og bannaði Samstöðu vegna baráttu samtak- anna gegn einræði kommúnista. Walesa verður fyrsti þjóðkjörni for- 'setinn í sögu Póllands og er gert ráð fyrir að hann sveiji embætti- seið fyrir 25. desember. Pólsk yfirvöld bönnuðu í gær Tyminski að yfirgefa landið vegna ákæra sem bornar hafa verið fram gegn honum um rógburð á hendur Tadeusz Mazowiecki forsætisráð- herra, að sögn ríkissaksóknara landsins. Saksóknarinn sagði að verið væri að rannsaka hvort Tym- inski hefði gerst sekur um glæp- samlegan rógburð gegn Mazowi- ecki í fyrri umferð forsetakosning- anna er forsætisráðherrann hafnaði MOAKJUKLINGUR ...MEIRIHÁTTAR MÁLTÍÐ í þriðja sæti. Samkvæmt landslög- um er hægt að dæma mann í sex mánaða til átta ára fangelsi fyrir þær sakir sem bornar eru á Tym- inski. Kosningabaráttan þótti afar hörð og gengu persónulegar svívirð- ingar á báða bóga, einkum í seinni umferðinni. Tyminski sagði í gær að kosningasvindl hefði átt sér stað þar sem fólk hefði verið beitt þving- unum og hótunum til að koma í veg fyrir að það kysi sig. Frambjóðand- inn lýsti því yfir að hann myndi kæra úrslitin fyrir yfirkjörnefnd Póllands. Talsmenn yfírkjörnefndar segja að sáralítið hafi verið um hnökra á framkvæmd kosninganna og engin kæra hefði borist. Síðar bárust fréttir af því að Tyminski hefði óskað Walesa heilla í starfi. Walesa hélt til heimaborgar sinnar, Gdansk, til að fagna sigri en hann var rafvirki í skipasmíða- stöð þar í borg er andóf Samstöðu hófst 1980. Verkamenn í stöðinni fögnuðu Walesa ákaft og hann hét því að heimsækja þá oft og gera allt sem hann gæti til að bæta kjör þeirra. Hann sagðist senn myndu halda til Czestochowa í Suður-Pól- landi þar sem geymt er helgiskrín Svörtu meyjarinnar, Maríumyndar sem Pólveijar hafa tilbeðið öldum saman. Walesa er eins og flestir landsmenn sanntrúaður kaþólikki. Mazowiecki serjdi Walesa heilla- Motzfeldt segist vilja hreinsa andrúmsloftið: Þing'kosningar boð- aðar í Grænlandi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, boðaði á föstudag að þingkosning- ar yrðu haldnar 5. mars nk. Harð- ar stjórnmáladeilur hafa verið undanfarna mánuði vegna meintr- ar misnotkunar landstjórnar- manna Siumut-flokksins á risnufé og segist Motzfeldt vilja „hreinsa andrúmsloftið" með kosningum. Atassut-flokkurinn, sem hefur 11 þingmenn af 27 eins og Siumut, hefur veitt minnihlutastjórn Motz- feldts stuðning á þinginu frá 1988 en krefst þess að landstjórnin víki þegar í stað. Síðast var kosið 1987 og myndaði Siumut þá stjórn með litlum vinstri- flokki en upp úr því samstarfi slitn- aði ári síðar. Siumut er vinstra meg- in við miðju og oft talinn jafnaðar- mannaflokkur, én Atassut hægri- sinnaður. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit hefur fjögur þingsæti og hægriflokkurinn Issituup Partiia eitt sæti. Motzfeldt hefur neitað að víkja og ber því við að ekki hafi verið sam- þykkt vantraust á stjórn hans í þing- inu. Ríkisendurskoðun hefur gagn- ekki bara heppni 49. leikvika • 8. des. 1990 Röðin : X11-XX1-X1X-1XX HVER VANN ? 848.486- kr. 12 réttir: 0 röö kom fram og fær hún : 0-kr. 11 réttir: 8 raöir komu fram og fær hver: 26.515- kr. 10 réttir: 119 raöir komu fram og fær hver: 1.782- kr. Tvöfaldur pottur - næst! Jonathan Motzfeldt rýnt harðlega að félagar í landstjórn- inni skuli hafa keypt áfengi fyrir um 350.000 DKR (um 3,3 milljónir ÍSK) á einu ári á kostnað skattgreiðenda. Auk þess segir stofnunin að fylgi- skjöl skorti fyrir mörgum útgjaldalið- um. Atassut krefst þess að kosið verði mun fyrr en ákveðið hefur ver- ið og Inuit Ataqatigiit er því sam- mála. Deilan um risnuféð virðist ekki hafa vakið mikinn áhuga hjá almenn- um kjósendum og fá lesendabréf hafa birst um hana í blöðum. EB-aðild til umræðu Grænlendingar kjósa tvo fulltrúa á danska þingið 12. desember nk. Á sunnudagskvöld kynntu fulltrúar flokkanna stefnu sína í útvarpsum- ræðum og lögðu allir mikla áherslu á mikilvægi þess að tekin yrði ákvörðun um aðild að EB. 1979 fékk Grænland sjálfstjóm innanlandsmál- um og aukin áhrif á mikilvæg ut- anríkismál. Landsmenn sögðu sig úr bandalaginu 1984 en Grænland varð sjálfkrafa aðili er Danmörk gekk í EB árið 1973. Inuit Ataqatigiit er eini flokkurinn sem er eindregið á móti því að sótt verði um aðild á ný en flokkurinn virðist í sókn og er talinn eiga nokkra möguleika á að hreppa annað sætið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.