Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 59 Flinkur maður Sverrir Laddi með tvær í takinu Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Sumir dægurtónlistannenn eru góðir lagasmiðir, en slæmir textahöfundar. Aðrir eru hagyrt- ir og hugmyndaríkir í orðum, en afleitir lagasmiðir. Örfáir eru bæði góðir lagasmiðir og texta- höfundar, og þar í hópi er Sverr- ir Stormsker. Sverrir hefur nú sent frá sér nýja plötu „Glens er ekkert grin“, og þar sameinar hann þetta tvennt, afbragðsgóða texta og prýðileg lög. Þar af leiðandi er platan skemmtileg í hlustun, án þess að þar séu að þvælast fyrir rnanni einhveijar djúphugsaðar pælingar, sem sumir halda að sé forsenda góðrar tónlistar. Tón- listin á plötunni er þó síður en svo tómt afþreyingarmoð, sem einskorðast við einfalda eða hugsunarlausa frasa, enda lang- ur vegur á milli a og ö. Höfuð- kostir Sverris sem tónlistar- manns eru hversu vel honum tekst að fella tónsmíðar sínar að textunum, sem í sumum tilfellum nálgast það frekar að vera ljóð en textar. Þar að auki spilar hann ágætlega á ýmis hljóðfæri og sem söngvari hefur hann ákveðinn „sjarma“, þótt röddin sem slík dugi honum líklega ekki til að komast á sviðið í íslensku óperunni. Það verður því aldrei af Stormsker skafið að hann er Ijölhæfur tónlistarmaður, eða eins og einhver orðaði það: „Þessi drengur kann bara allt.“ En Sverrir þekkir sjálfur sín takmörk sem söngvara og þess vegna fær hann til liðs við sig ’viðurkennda snillinga á því sviði, til að syngja erfiðustu frasana, og má þar nefna Bubba Morth- ens, Öldu Björk Ólafsdóttur, Ey- jólf Kristinsson, Rafn Erlendsson og Reyni Guðmundsson. Vissu- lega er mikill fengur að þessum listamönnum, en persónulega finnst mér nú alltaf „heimilisleg- ast“ þegar foringinn sjálfur flyt- ur verkið. Ástæðulaust er að kryfja hér einstök lög til mergjar, enda ber þessi plata frekar svipmót heild- arinnar þar sem ekkert eitt lag sker sig úr. Þó má nefna að lag— ið „Hildur" er ekki ólíklegt til vinsælda. Það er ljúft, vel sungið og spilamennskan lipur, sérstak- lega yljaði píanóspilið mér um hjartarætur enda minnti það mig á góðan kunningja suður í New Orleans. Og sem dæmi um „djúp- hugsaðar pælingar" í kringum textana má nefna „Man is the woman of the world“, þar sem ijallað er um ofurvald konunnar yfir manninum, með tilvísun í lag Lennons: „Woman is the nigger of the world.“ Valinkunnir tónlistarmenn að- stoða Sverri á þessari plötu og standa sig vel. Sjálfur annast hann stjórn upptöku og tekst misvel -upp, þótt með þessu sé ég ekki endilega að mótmæla þeirri fullyrðingu að „maðurinn sé ofboðslega flinkur“ á því sviði sem öðrum. Því vissulega er Sverrir flinkur maður. Eins og fyrri daginn er ágæt skemmtun af því að lesa skondnar yfirlýs- ingar „meistarans“ á diskhulstri og þar kemur fram að framleiðsl- an er tileinkuð eins árs gamalli dóttur hans, Hildi Stormsker. Ekki amalegt fyrir hana því að í heild er þessi plata hinn eiguleg- asti gripur og betri en margar af fyrri plötum Sverris. Þórhallur Sigurðsson, sem al- þjóð þekkir undir nafninu Laddi, er stórtækur þessa dagana og nýlega bárust mér í hendur tveir diskar með lögum þar sem hann er í aðalhlutverki. Það er sitt hvort útgáfufyrirtækið sem gefur þá út og ekki þekki ég ástæður þess að þau hafa kosið að mark- aðssetja þá á sama tíma, enda skiptir það ef til vill ekki máli. Báðir eru diskarnir hvalreki á fjörur aðdáenda Ladda. Annar þeirra er reyndar safn nokkurra vinsælustu laga Ladda frá fyrri tíð, auk tveggja laga sem eru ný af nálinni. Þessi fram- leiðsla ber heitið „Bestú vinir aðal“ og samkvæmt tilskrift Jón- atans Garðarssonar í fylgiriti geisladisksins er þar vísað til bernsku Ladda: „Þegar Laddi var að alast upp í Hafnarfirði voru ákveðnir einstaklingar sem voru kjörnir foringjar í öllum leikjum barnanna og var slíkur forsprakki kallaður aðal. Ladda tókst aldrei að vérða aðal, en hann fékk stundum að vera „bestf vinur aðal“. í dag er þetta orðið gjör- breytt. Laddi er orðinn frægur maður og það hefur safnast um hann hirð furðufugla...“ Og það eru einmitt þessir furðufuglar, sem Laddi hefur skapað og gætt svo miklu lífi að manni finnst þeir vera raunveru- legir, sem gefa þessum lögum gildi, og er þá sama hvort þau eru ný eða gömul. Mér finnst til dæmis mikill akkur að því að eiga saman á diski gamla smelli með Móferði gamla, Þórði húsverði, Skúla rafvirkja, Hallgrimi Ormi og Eiríki Fjalar, svo nokkrir séu nefndir. Á sama hátt er auðvitað mikill fengur að nýju efni með þessum sérstæðu karekterum. Á nýju plötunni, „Of feit fyrir mig“ kenn- ir ýmissa grasa og er ástæðu- laust að fara hér út í samanburð á einstökum lögum. Laddi sannar þar enn og aftur að hann er lista- maður fram í fingurgóma, bæði sem leikari og textahöfundur. Ekki er getið um höfunda laga á þessari plötu, en ef tekið er mið af fyrrnefndu plötunni, þar sem Laddi sjálfur er höfundur flestra laganna, má gera ráð fyrir að hann eigi drjúgan hlut þar í, enda lagasmiður ágætur. Ég held að ástæðulaust sé að hafa fleiri orð um þessar plötur því annað hvort hafa menn húmor fyrir Ladda eða ekki. ■ TVEIR yfirmenn Enskilda Asset Management Ltd. í London mæta á morgunverðarfund hjá Verslunarráði íslands miðviku- daginn 12. desember í Átthagasal Hótels Sögu. Annar ræðumaður- inn, Hugo Petersen framkvæmda- stjóri, mun fara yfir helstu kosti sem í boði eru til þess að fjárfesta á heimsmarkaði. Hann mun sérs- taklega fjalla um þessi mál frá sjón- arhóli íslendinga. Hinn, David Söd- en forstöðumaður Norður- Ameríkudeildar EAM, mun síðan ijalla um horfur á erlendum hluta- bréfamörkuðum. Báðir ræðumenn- imir munu sitja fyrir svörum að framsöguræðum loknum. Fundur- inn mun standa milli kl. 8 og 9.30 á miðvikudagsmorgun. Þátttaka skal tilkynnt til Skrifstofu við- skiptalífsins í Húsi verslunarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Frá Jólamarkaðinum, Austur- stræti 10A. , ■ NÝLEGA var opnaður Jóla- markaður í Austurstræti 10A. Jólamarkaðurinn verður opinn alla daga vikunnar fram að jólum að undanskilinni Þorfáksmessu. Þess í stað verður opið til kl. 23.00 laugar- daginn 22. desember. Bakhúsið Hskuvöruverslun Blómahöllin blóm og gjofavörur Bræðraborg söluturn Búnatarbanki íslands Bylgjan hórgreiislustofa og snyrtivöruverslun Doja tískuverslun Filman Ijósmyndavörur og framköllun Gleraugnaverslun Benedikts Hans og Gréta barnafataverslun Verslunín Inga tisku-, vefnaðar- og gjafavara íslandsbanki Klukkan úr, klukkur og skartgripir Kópavogs Apótek Mamma Rósa vehingostaiur verslanca- og þjónustumiðstöð í hjarta Kópovogs TAKTU Mn í LEITINNIAD JÓLA-BOMBUNNI! Við „felum“ þrjár 5.000 kr. jóla-bombur í jafn mörgum verslunum í Hamraborginni hvern laugardag í desember. Gerðu jólainnkaupin spennandi. Komdu 1 Hamraborgina og ef til vill verður heppnin með þér. Opið alla laugardaga Þú færð allt til jólahaldsins í Hamraborginni, Kópovogi NÆG OKEYPIS BILASTÆÐI! i mw&m HAMRAB0R6 „Allt ó einum staÖ" vtmtm Milý hcnnyröoverslun Nóatún nýienduvoruverslun Óli Prik skyndibitastaiur Rofvís feriaskrifstofa Sevilla rakorastofa Skóverslun Kópavogs Sélcrland sölbaösstofa SportbúÓ Kópavogs Sveinn Bakari Telefoxbúóin Tónborg hljömplötur og gjofovörur Veda bökoverslun VídeómarkaÓurinn VIS Vótryggingafölag íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.