Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 56
ORKIN/SIA 56 GJAFA VORU VERSLUNI ÍTALSKUR KRISTALl, LISTGLER . POSTULIN HANDUNNAR STYTTUR OQ FLEIRI GJAFAVÓRUR FÁKAFENl 9 SÍMI 679688 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 JC-Rey kj avíkstofn- ar JC-félag á ísafirði eftir Kristínu Alfreðsdóttur JC-hreyfingin á íslandi hélt ný- lega upp á 30 ára afmæli sitt á Hótel Islandi. JC er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 18 ára til fertugs sem vill þiálfa sig í ræðu- mennsku og stjórnunarstörfum svo eitthvað sé nefnt. JC býður upp á margvísleg tækifæri — tækifæri sem einstaklingar geta síðan nýtt sér úti í þjóðfélaginu. Sagt er að tækifærin séu til að grípa þau. Og það gerðum við svo sannarlega í JC-Reykjavík þegar landsforseti hreyfingarinnar kom að máli við okkur í stjórninni og bað okkur um að taka að okkur að reyna að stofna JC-félag á ísafírði. Við fengum til liðs við okkur tvo eldri félaga úr JC-Reykjavík, þá Kára Jónsson og Jakob Kristjáns- son og samþykktu þeir að taka þetta verkefni á sér. Farin var ferð vestur í byijun október með nafnalista og rætt við nokkra hugsanlega 'félaga. Síðan voru send út 240 bréf til Isfirðinga á aldrinum átján ára til fertugs þar sem viðtakanda var kynnt örstutt út á hvað JC gengi og um leið boð á kynningarfund þann 18. október. Þeir Kári Jónsson og Bjarni Ingi- bergsson fóru vestur þann 18. okt. og héldu kynningarfund þar sem 27 ísfirðingar mættu og höfðu þeir mikinn áhuga á að kynnast JC- hreyfingunni meira og taka þátt í störfum hennar. Þar með var grundvöllur að stofnun JC-félags á Isafirði kominn. Helgina 26.-28. október sl. fóru þau Kári Jónsson, Kaj Durhuus og undirrituð á ísafjörð og héldu kynn- ingu á námskeiðum sem JC býður upp á og skipuðu stjórn: Forseta Oðin Svan Geirsson, ritara Ingi- björgu Snorradóttur, gjaldkera Samúel Grímsson varaforseta með svið einstaklings og byggðarlags Björn Garðarsson og varaforseta með svið stjórnunar og alþjóða sam- starfs Þóreyju Guðlaugsdóttur. Stjómin hefur fengið upplýsingar um þau störf sem bíða hennar á komandi vetri. Stofnfundur JC-ísafjarðar var Frá stofnfundi JC-ísafjarðar. haldinn á Hótel ísafirði sunnudag- inn 28. október sl. og gengu 27 ísfirðingar til liðs við JC-ísaíjörð. Seantor Fyikir Ágústsson afhenti félaginu gögn frá gamla JC-ísafirði og ávarpaði félagana hlýjum orðum. Ætlunin var að landsforseti hreyf- ingarinnar, Hlynur Árnason, um- sjónarmaður með fjölgun, Valdimar Hermannsson, varalandsforseti með svið byggðarlags, Guðni Þór Jónsson og varaforseti JC- Reykjavíkur, Sigríður ísafold, kæmu að morgni sunnudags og yrðu á stofnfundinum. En vindáttin var ekki hliðholl okkur Reykvíking- um svo að þetta heiðursfólk komst ekki til ísaijarðar og varð af stofn- fundinum. Það var kominn tími til að stofna nýtt-JC-félag á ísafirði enda kom í ljós að þörfin var orðin mikil hjá fólki að grípa þau tækifæri sem JC-störf bjóða upp á, kynnast nýju fólki frá öðrum JC-félögum á landinu, læra skipulögð vinnubrögð og þjálfa upp leiðbeinendur fram- tíðárinnar. Einn af stofnfélögum JC-ísa- fjarðar, Bergrós Kjartansdóttir, mun starfa með okkur í JC- Reykjavík þetta starfsárið á meðan hún dvelur hér sunnanlands. Hún tók þátt I ræðukeppni fyrir hönd JC-Reykjavíkur 8. desember sl. og varð ræðumaður kvöldsins. Hún komst að því eins og svo margir aðrir að viljinn er allt sem þarf svo Kristín Alfreðsdóttir „Það var kominn tími til að stofna nýtt JC- félag á ísafirði enda kom í ljós að þörfin var orðin mikil hjá fólki að grípa þau tækifæri sem JC-störf bjóða upp á.“ og metnaður til að gera vel. Berg- rós mun síðan miðla reynslu sinni fyrir vestan og þjálfa upp ræðulið JC-ísafjarðar á næsta starfsári. Stjórn JC-ísaijarðar kom suður helgina 7.-9. desember sl. í boði JC-Reykjavíkur, sat námskeið fyrir stjórn aðildarfélags undir styrkri stjórn Þorsteins Fr. Sigurðssonar og sameiginlegan jólafund JC- Reykjavíkur og JC-Breiðholts þar sem voru teknir inn í JC-hreyfing- una_ 10 nýir félagar. Jólafundur JC-ísaíjarðar verður haldinn fimmtudaginn 13. desember og vil ég hvetja þá ísfirðinga er áhuga hafa á JC-störfum að hafa samband við stjórnina og mæta á jólafundinn þeirra. í janúar er áætlað að félagi úr JC-Reykjavík fari vestur og haldi ræðunámskeið 1 fyrir ísfirðingana. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þeim aðilum úr JC-Reykjavík sem gerðu JC-ísafjörð að veruleika og ykkur félagar góðir í JC-ísafirði óska ég alls velfarnaðar á komandi starfsári og um ókomna framtíð. Við munum styðja ykkur áfram. Notið ykkur þau tækifæri sem JC býður upp á því annars missið þið af þeim. Sjáumst í leik og starfi. Höfundur er forseti JC-Reykja víkur. MJÖG VANDAÐIR MOKKAJAKKAR ■ BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur ásamt félögum heldur sína árlegu jólatónleika þriðjudag- inn 11. desember undir heitinu Kvöldlokkur á jólaföstu. Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir í DÖMU OG HERRA SENDUM MYNDALISTA — SENDUM í PÓSTKRÖFU Seltjarnarneskirkju. Þetta er í 10. sinn sem sveitin kemur saman til að leika blásaraserenöður fyrir borgarbúa í mesta skammdeginu fyrir jólin. Verkin sem leikin verða . eru . eftir Mozart, Triebensee, Castil-Blaze og Beethoven. Tónleik- J arnir hefjast kl. 20.30. í Safalinn, Laugavegi 25, 2. hæð. Sími 17311 Seltjarnarneskirkja inn sem velur gæöi og gott verö. lÐEÍNS KR. 21.755,-staðgr. Komdu viö hjá okkur eða hringdu og fáöu frekari upplýsingar, þaö borgarsig örugglega. Einar J. Skúlason hf Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.