Morgunblaðið - 11.12.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 11.12.1990, Síða 41
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 41 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík- HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsso'n. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Sveitarfélögin og atvinnulífið TTljárhagsstaða sveitarfélaga J-1 hefur versnað mjög — á heildina litið — frá árinu 1986. Nettóskuldir, þ.e. skuldir að frádregn um veltufjármunum og langtímakröfum, hafa aukizt sem hlutfall af tekjum. Framlegð, þ.e. rekstraraf- gangur fyrir fjármagnskostn- að, hefur og lækkað sem hlut- fall af tekjum. Fjármagns- kostnaður hefur hækkað mik- ið. Að meðáltali nemur íjár- magnskostnaður um 20% af rekstrartekjum sveitarfétaga með 1.000-2.500 íbúa, sem er svipað hlutfall og varið er til framkvæmda og fjárfest- inga. Dæmi eru um fjár- magnskostnað yfir 40% af rekstrartekjum. Veltufé hefur minnkað og er í mörgum til- fellum neikvætt. Nettóskuldir verst stöddu kaupstaðanna nema frá 100% upp í 240% af útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum. Ástæður erfiðrar fjárhags- stöðu eru af ýmsum toga. Sveitarfélög hafa séð sig knú- in til að byggja upp þjónustu við íbúa sína til að spoma gegn fólksflótta. Þau hafa af sömu ástæðu framkvæmt hraðar en samtímatekjur stóðu undir. Sum þeirra hafa og fjárfest í atvinnurekstri og/eða axlað ábyrgðir til að hamla gegn atvinnuleysi. Erf- iðleikar í atvinnurekstri, eink- um sjávarútvegi, hafa síðan bitnað illa á ýmsum sjávar- plássum. Þau hafa sum hver orðið fyrir fjárhagslegum áföllum af þessum sökum, m.a. vegna gjaldþrota. Fleira kemur til, svo sem skerðing á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og aukinn kostnaður með til- komu virðisaukaskatts. Sveitarfélög, sem verst eru sett, hafa brugðizt við vand- anum með niðurskurði frám- kvæmda og samdrætti í rekstri. Forgangsverkefni þeirra er að greiða niður skuldir. Það er og talið mikil- vægt að þau forðist þátttöku í atvinnurekstri eftir því sem unnt er. Mikilvægt er jafn- framt að stjórnvöld skerði ekki Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga; að honum verði gert kleift að sinna viðreisnarhlut- verki sínu, m.a. með aðstoð við skuldbreytingar. Siglufjarðarkaupstaður, sem er eitt .af skuldsettari sveitarfélögunum, hefur og til athugunar að grynnka á skuldum með eignasölu, eins og mörg einkafyrirtæki hafa neyðst til að gera. Bæjar- stjómin hefur kjörið nefnd til að kanna hugsanlega sölu á Skeiðsfossvirkjun, sem er í eigu kaupstaðarins, og hugs- anlega sölu á Rafveitu og Hitaveitu Siglufjarðar. Fyrir dyrum standa viðræður við ríkisvaldið um hugsanleg kaup þess eða Rafmagns- veitna ríkisins á þessum eign- um að hluta eða öllu leyti. Þetta eru ekki óeðlileg við- brögð, ef viðunandi verð fæst fyrir eignirnar. Þeirri skoðun vex fylgi víða um heim að sveitarfélög hverfi úr ýmiss konar áhætturekstri en þar er þó fremur horft til einka- væðingar en tilfærslu rekstrar milli opinberra aðila. Mergurinn málsins er sá að hallað hefur á sveitarfélögin í tekju- og verkaskiptingu þeirra og ríkisins. Þar ofan í kaupið hefur slæm rekstrar- staða undirstöðugreina í þjóð- arbúskapnum sagt til sín í fjárhagslegum áföllum sumra sveitarfélaga, einkum sjávar- plássanna. Fólksflóttinn, fækkun gjaldenda, hefur síðan gert illt verra. Það er á þessum vígstöðvum sem sveit- arfélögin og landsbyggðin í heild þurfa að rétta hlut sinn. Gleðitíðindi Islenzka þjóðin hefur fylgzt grannt með fréttum af Gísla Sigurðssyni, lækni, sem handtekinn var ellefu sinnum, sem og frásögnum hans af hroðaverkum Iraka í Kúvæt. Það eru gleðitíðindi að hann er nú laus úr prísundinni og heldur jól í faðmi vina og vandamanna hér heima. Forseti írakska þingsins, Saadi Mehti Saleh, greindi Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, frá því, þegar hún gekk á fund hans í síðustu viku, að Gísli Sigurðsson læknir fengi leyfi til að halda úr landi næstu daga. Þetta gekk eftir. Morgunblaðið og landsmenn allir samfagna fjölskyldu læknisins. Gísli Sigurðsson frjáls ferða sinna: Vissi ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta Vistin í Kúvæt eftir innrásina er reynsla sem svona eftir á verður mér verðmæt og gleymist ekki Amman, Jórdaníu. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „EG trúi því eiginlega ekki, að ég fái að fara úr landi fyrr en vélin er komin í loftið,“ sagði Gísli Sigurðsson læknir, þegar við brunuð- um út á Saddam Hussein-flugvöll við Bagdad á sunnudagsmorgun í bíl sænska sendiráðsins. Þarna var að ljúka óvissu og spennu sem Gísli hafði búið við síðan her íraka réðst inn í Kúvæt í byrjun ágúst. Þar varð hann innlyksa en nú var barátta fyrir frelsi hans að bera árangur. Skömmu áður en við stigum upp í sænsku sendiráðsbifreiðina hafði bílstjórinn komið fneð nokkra far- seðla fyrir Gísla og starfsmenn sænska utanríkisráðuneytisins. Rétt áður en við ókum inn á flug- völlinn tók Gísli eftir því að hann var með rangan miða. Sem betur fer tókst að senda honum réttan miða úr sendiráðinu í tæka tíð- fyrir brottför flugvélarinnar til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. I flugvélinni var Gísli á fyrsta „klassa“. Hann kom aftur í til mín nokkru eftir að matur hafði verið borinn fram og hló heldur hryssingslega. Honum fannst að maturinn hefði verið úldinn og óætur og sagðist því hafa verið fljótur að panta sér viskí til að drepa þær fáu bakteríur sem hann hefði hugsanlega látið ofan í sig. Líklega voru ekki nema tveir „gestir“ Saddams Husseins, það er gíslar, með þessari flugvél frá Bagdad til Amman. Eftir að Huss- ein tilkynnti að hann ætlaði að sleppa öllum „gestum" sínum fóru leiguvélar að athafna sig á Bagdad-flugvelli og tvær héldu til Rómar og Frankfurt um svipað leyti og við vorum á vellinum. Tilkynning frá ráðuneytinu Starfsmaður íraska upplýsinga- ráðuneytisins hafði símasamband við mig á hótelinu í Bagdad síðla á laugardagskvöld. Hann sagði, að mér væri óhætt að pakka og staðfesta miðann minn með flug- vélinni til Amman daginn eftir, því að Gísli Sigurðsson fengi að fara úr landi daginn eftir, eins og raunar þingforseti íraks hafði sagt blaðamanni Morgunblaðsins, svona undir fjögur eyru. Gísli vissi ekki um fararleyfi sitt fyrr en um sunnudagsmorgun- inn. Hann lék á als oddi þegar ég kom í sænska sendiráðið, þar sem hann bjó, og taldi þetta allt með slíkum ólíkindum, að hann vissi ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta. Komið til Amman Við komuna til Amman tók Stefanía Khalifeh, ræðismaður íslands í Jórdaníu, á móti okkur. Hún hefur verið í stöðugu sam- bandi við Gísla Sigurðsson frá því að hann kom til Bagdad og raun- ar einnig á meðan hann dvaldist í Kúvæt. Á sunnudagskvöldið buðu Stef- anía og Muhammed maður hennar til herlegs kvöldverðar og komu þangað Birna Hassan og Guðríður Baara, íslenskar konur búsettar í Amman. Magnús Hallgrímsson, starfsmaður Rauða kross íslands, var þarna einnig og Sameh Issah maður Kristínar Kjartansdóttur, sem einnig vpru í Kúvæt, en Sameh fer til íslands síðar í vik- unni. Vitneskja Jórdana Gísli rifjaði upp ýmsar minning- ar fræ Kúvæt. Hann sagði, að kvöldið fyrir innrásina hefði brott- för vélar frá jórdanska flugfélag- inu verið flýtt frá flugvellinum í Kúvæt. Komst hún því í burtu áður en innrásin hófst og þykir þetta gefa vísbendingu um að Jórdönum hafi verið kunnugt um ráðagerðir íraka, áður en látið var til skarar skríða. Hefur ekki verið skýrt frá þessu áður. Gísli sagði, að dvölin í Bagdad hefði í sjálfu sér ekki verið erfið í samanburði við það sem hann kynntist í Kúvæt. Þar hefði hann séð ótrúlega grimmd írösku her- mannanna, svo sem þegar hefur komið fram í viðtali hans við Morgunblaðið. Það hefði verið hörmulegt að sjá hvernig margir innrásarher- menn virtust gera sér leik að því að hrella og niðurlægja fólk án nokkurrar ástæðu. „Samt er þetta reynsla sem svona eftir á verður mér verðmæt og gleymist ekki,“ sagði Gísli Sigurðsson. Reuter Gísli Sigurðsson læknir brosjr sínu breiðasta við komuna til Ainman í Jórdaniu á sunnudag eftir að hafa verið innlyksa í Kúvæt og írak í rúma fjóra mánuði. Til hægri er Jóhann Krisljónsdóttir blaðamaður Morgunblaðsins sem kom með Gísla frá Bagdad og til vinstri Stefanía Kalifeh ræðismaður íslands sem tók á móti Gísla og Jóhönnu við komuna til Amman. Yfirmaður íraska alþýðuhersins felldur af andspyrnumönnum í Kúvæt: Lést af alvarlegxmi skot- sárum á sjúkrahúsi Gísla GÍSLI Sigurðsson læknir sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna á sunnudag, við komuna til Am- man í Jórdaniu, að yfirmaður íraska alþýðuhersins í Kúvæt hefði látist fyrir um mánuði á kúvæska sjúkrahúsinu þar sem Gísli starfaði. Hefði hann orðið fyrir árás við bústað sinn í Kúvæt og látist af völdum skótsára. Blaðamenn i Bagdad i írak sögðu óljóst við hvern Gísli ætti og eng- ar fregnir hefðu borist þangað um breytingar á yfirstjórn íraska innrásarliðsins í Kúvæt. í alþýðu- hernum eru vopnaðar liðssveitir manna sem eru annað hvort of gamlir eða of ungir til að gegna venulegri herþjónustu. „Við gerðum að sárum yfirmanns ^ * Ognarsljórn Saddams Husseins, forseta Iraks: Fjölskyldur ungra and- ófsmanna teknar af lífi Bagdad. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. SVO virðist sem andstaða við Saddam Hussein og ógnarstjórn hans fari vaxandi í Bagdad og sumir viðmælendur fullyrða að forsetinn sé orðinn þvílíkur ógnvaldur að alþýða manna hafi fyllst örvæntingu. Ung írösk stúlka, sem af augljósum ástæðum verður ekki nafgreind hér, sagði að fréttir um mótmæli gegn forsetanum sem hefðu borist út væru sannar og slíkir atburðir væru alltaf að gerast. „Það er aðallega ungt fólk, sem fer um á nóttunni og krotar slagorð á veggi gegn forsetanum. Þetta er ekki skipulögð hreyfing enn. Margir hafa náðst og þá hefur ekki bara ungmen- nið verið skotið heldur fjölskylda þess líka. Nei, ég hef ekki þor- að vegna foreldra minna að taka þátt í þessu en það kemur kannski að því. Við viljum eiginlega að það verði stríð þá gæti verið að við losnuðum við þennan mann.“ Stúlkan sagði að í sínum skóla færu reglulega fram hyllingar á íraksforseta og það væri sannar- lega ekki einstakt fyrirbæri hryll- ingurinn sem ég sá í Kúrdistan og greindi frá í Morgunblaðinu. „Stundum koma rútur í skólann og sækja okkur og nemendum er safnað saman og svo æpum við og gólum til dýrðar leiðtoganum. Mér líður stundum eins og vitfirr- ingi en hvað get ég gert? Ég og vinir mínir höfum ímugust á for- setanum og hvernig hann er að kyrkja þjóðina. En við værum drepin á staðnum ef við létum á því bera.“ Þessi stúlka talar fyrir munn margra hér um þessar mundir. Fólk sem ég hef hitt hér í fyrri ferðum og virðist treysta mér nú- orðið staðhæfir að ástandið hafi breyst og margir hafi fyllst ör- væntingu vegna ógnarstjómar Saddams. Mér tókst að hafa upp á manni af kúrdískum ættum sem hvarf sjónum eftir að hann hafði laumað að mér að hann gæti sagt mér æðimargt sem mætti ekki tala um. Hann var handtekinn og sat inni í nokkra daga og var reynt að fá hann til að segja hJerju hann hefði logið að mér, eins og tekið var til orða. Hann sagðist ekki hafa verið pyntaður og slopp- ið vegna þess að hann hefði sagt þeim að ég hefði engan áhuga haft á öðru en að heyra allt illt um Kúrdistan. Þá urðu þeir band- óðir líka og sögðu að þeir hefðu ekki átt að taka hann fyrr en hann hefði sagt mér eitthvað sem breytti skoðun minni. Allir sem fást til að segja eitt- hvað gera það gegn nafnleynd. íraki, sem er hagfræðingur og bjó lengi í Kúvæt og vinnur nú á bensínstöð hér í borg, sagðist fyr- irlíta töku gíslanna og innrásina. „Græðgi og mannvonska, og Guð hjálpi mér og fjölskyldu minni ef þú birtir þetta undir nafni.“ Hann sagði að óttinn væri hluti af lífinu hér, engum að treysta, ekkert að segja, kinka kolli við öllu. Hann sagðist myndi reyna að gera eitt- hvað eins og sameinast and- spyrnuhópum en þar væri líka hætta því að forsetinn kæmist á snoðir um allt og setti sína menn inn í þá. Ef hann ætti ekki fjöl- skyldu myndi hann samt taka áhættuna. írösku sveitanna sem orðið hafði fyr- ir skotárás af hálfu kúvæskra and- spyrnumanna. En skotsárin voru svo alvarlegs eðlis að það var ekki hægt að bjarga lífi mannsins," sagði Gísli. Gísli sagði einnig að börn létust á sjúkrahúsum í Kúvæt því að enginn væri þar eftir til að sinna þeim. Starfslið hefði flúið vegna innrásar íraka. Þegar hann hefði haldið tii Bagdad fyrir um þremur vikum hefðu átta til níu af hveijum 10 starfs- mönnum sjúkrahúsanna verið flúnir. Of mikið hefði verið gert úr fréttum þess efnis að írakar hefðu tekið ófull- burða kornabörn úr hitakössum og sent þá til Bagdad en skilið börnin eftir í reiðileysi. Flóttamenn frá Kú- væt hafa skýrt frá þessu meðal ann- ars við vitnaleiðslur hjá Sameinuðu þjóðpnum og í bandaríska þinginu en írakar hafa vísað fullyrðingum um þetta á bug. „Þeir tóku aðeins tæki úr her- sjúkrahúsum og læknastofum en ekki öðrum spítulum. En mörg börn hafa dáið á sjúkrahúsunum í Kúvæt undanfarnar vikur vegna starfs- mannaskorts,“ sagði Gísli. Handtekinn 11 sinnum Reutere-fréttastofan segir að Gísli hafi starfað lengst vestrænna manna í Kúvæt eftir innrásina og búi því yfir betri vitneskju en aðrir um ástandið þar. „Ég vann á Mubarak al-Kabeer sjúkrahúsinu þar til um miðjan nóvember en mér var ekki lengur vært í Kúvæt þar sem það var stöðugt verið að handtaka mig,“ sagði Gísli. Hann sagðist hafa verið tekinn fastur 11 sinnum og á endan- um verið skipað að hypja sig til Bagdad. Sjúkrahúsið hefði verið eitt hið best mannaða í Kúvæt. Flótti lækna og hjúkrunarfræðinga hefði komið niður á sjúklingum; einkum börnum þar sem fæðingar- og barna- læknar hefðu flestir verið útlending- ar. Arabískir læknar og hjúkrunar- konur hefðu einnig flúið eftir innrás- „Það koma upp alvarleg tilfelli á hverjum degi á sjúkrahúsunum, þar eru sjúklingar sem þarfnast stöðugr- ar umönnunar og náins eftirlits. An starfsliðs er ekkert hægt að hjálpa þeim,“ sagði Gísli. Hann sagði að kornabörn hefðu kafnað því enginn var til að annast þau. Tækjabúnaður hefði verið orðinn gagnslítill vegna bilana og engir hefðu verið til að gera við þau. Fúkkalyf og hjartalyf hefðu verið á þrotum. Á fimm sjúkra- húsum þar sem einhver starfsemi hefði enn verið hefði öllum skurðað- gerðum verið hætt nema þegar um- líf eða dauða var að tefla. írakar skutu á fólk til að drepa Gísli sagði að komið hefði verið með íraska hermenn og hundruð særða kúvæta, þar á meðal smábörn, á fyrstu dögu'm innrásarinnar í ágústbyijun. Þegar hann hefði komið sér frá Kúvæt hefði verið komið dag- lega með um 10 menn með skotsár á spítala hans. „Þar var um að ræða allt frá eins árs börnum og upp í gamalmenni. írösku hermennirnir skutu á fólk til að drepa. Þeir skutu ekki í fætur þess eða handleggi, heldur miðuðu á btjóstkassann. Fólk virtist vera skotið af tilefnislausu, jafnvel fyrir það eitt að reyna að skipta peningum á götum úti. Ég man til dæmis vel eftir einum Kúvæta. Hann hafði staðið í tvær stundir í biðröð við bakarí til að kaupa brauð þegar nokkrir íraskir hermenn komu þar að og tróðu sér framarlega í röðina. Hann mótmælti því og benti þeim á að fara aftast í röðina. Hann galt þess með því að þeir drógu hann út úr röðinni og skutu hann í brjóst og kvið,“ sagði Gísli. Að lokum sagði Gísli að ástandið í Kúvæt hafi verið orðið afar slæmt. „Matvæli voru á þrotum og fólk var orðið mjög hrætt. Það var mikil breyting að koma til Bagdad. Þar var gjörólíkt og betra ástand," sagði Gísli. Utanríkisráðuneytið: Sovéska utan- ríkisráðuneytið hafði milligöngu Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu í kjölfar frelsunar Gísla Sigurðssonar: Utanríkisráðuneytið hefur, frá innrás írak í Kúvæt, unnið ötullega að farsælli lausn Gísla-málsins svo- kallaða, þ.e. láusn mála þeiwa ís- lendinga á hernámssvæðinu sem ekki fengu brottfararleyfi. Frá því í lok september, er Birna Hjalta- dóttir og Kristín Kjartansdóttir og börn hennar komu til landsins hefur allur þungi verið lagður á að fá Gísla Sigurðsson, lækni í Kúvæt, lausan. I fyrstu önnuðust sendiráð Svíþjóðar og Danmerkur hags- munagæslu Gísla, síðar vestur- þýska sendiráðið, eftir að norrænu sendiráðin höfðu lokað og starfs- menn þeirra yfirgefið Kúvæt. Það hamlaði nokkuð markvissum að- gerðum í máli Gísla að hann var, allt til 9. nóvember, í Kúvæt, þai1 sem samskiptamöguleikar voru litir og nánast útilokað að koma til hans nokkrum boðum, nema með stopul- um sendiboðum. 9. nóvember flutti Gísli alfarinn frá Kúvæt til Bagdad. Helstu að- gerðir til lausnar málinu frá þeim tíma eru eftirfarandi: — Þann 10. nóvember var haft samband við sænska utanríkisráðu- neytið og það beðið að veita Gísla alla þá fyrirgreiðslu sem mögulegt væri. Jafnframt gekk þetta ráðu- neyti í fulla ábyrgð fyrir öllum út- gjöldum sænska sendiráðsins vegna Gísla. Var lögð áhersla á að með mál Gísla væri farið ekki síður en væri hann sænskur þegn. — Þann 12. nóvember ritaði ut- anríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra Jórdaníu, Manvan Qasem, bréf og bað hann beita áhrifum sínum Gísla til stuðnings. Brást Qasem skjótt við og ritaði bréf til kollega síns í írak, Tariq Aziz, og fór fram á að Gísla yrði veitt brottfararleyfi. Hann fylgdi málinu síðan eftir í för sinni til Bagdad í byijun desember. — Þann 27. nóvember barst ráðu- neytinu skeyti frá sendiráði íslands í Moskvu þar sem kom fram að sovéska utanríkisráðuneytið hefði boðið að sovéskir sendierindrekar í Bagdad hefðu milligöngu um að ræða við írösk stjórnvöld um að fá brottfararleyfi fyrir erlenda ríkis- borgara. Var sovéska utanríkis- ráðuneytinu send, fyrir milligöngu sendiráðsins í Moskvu, öll nauðsyn- leg gögn og tóku sovésk stjórnvöld málið upp við ráðamenn í írak. Sama dag, þann 30. nóvember, bárust fréttir þess efnis að Norð- menn hygðust beita sér af alefli fyrir því að fá heim síðustu norsku borgarana fyrir jól. Hafði utanríkis- ráðherra samband við Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Nor- egs og bað hann hafa mál Gísla í huga, yrði gripið til aðgerða norsk- um borgurum til hagsbóta. Tók hann því vel og voru allar tiltækar upplýsingar sendar norska utanrík- isráðuneytinu. — Þann 5. desember kom sendi- herra Jórdaníu, dr. Albert Butros, til að afhenda trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Jórdaníu á íslandi. Var mál Gísla Sigurðssonar tekið upp við hann og hann jafnframt beðinn fyrir bréf frá forseta íslands til Husseins Jórdaníukonungs, þar sem konungur er beðinn að beita sér persónulega máli Gísla til lausnar. Stöðugt samband hefur verið milli íslenska utanríkisráðuneytis- ins og þess sænska vegna máls Gísla Sigurðssonar. Auk þess er að framan er sagt, er ástæða til að minnast sérstaklega á framgöngu sænska sendiherrans í Bagdad; Henriks Amneus, sem hefur verið óþreytandi í málinu. Hefur hann m.a. farið daglega í íraska utanrík- isráðuneytið til að árétta kröfur í brottfararheimild Gísla til handa. Hefur Gísli búið á heimili hans og notið aðstoðar hans í hvívetna. Hefur sporganga sænska sendi- herrans verið máli Gísla mikill styrkur. Fagnaðarfundir Eins og nærri má geta urðu fagnaðarfundir með Gísla Sigurðssyni lækni og eiginkonu hans Birnu Hjaltadóttur á Heathrow-flugvelli í London í gær. Þau hafa ekki sést síðan Birna fékk að fara frá Kúvæt í byijun september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.