Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 4
MORUUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGÚR 11. ÍÉ^EtóÉER 1990 Sautján tíma í blæjujeppa uppi á Þorskafjarðarheiði TVEIR menn tepptust á Þorska- fjarðarheiði í fyrrinótt þegar bíll þeirra bilaði. Fóru þeir úr ísa- fjarðardjúpi síðdegis á sunnudag og ætluðu í Mosfellsbæ. Þeir komu ekki fram á þeim tíma sem þeir áætluðu og hófst þá leit í gærmorgun. Fundust þeir fljót- lega heilir á húfi í bíl sínum á heiðinni. Mennirnir eru úr Mosfellsbæ og voru í heimsókn í ísafjarðardjúpi. Þeir voru á Willy’s-jeppa með blæj- um. Snemma á sunnudagskvöld, þegar þeir voru komnir upp á Þorskafjarðarheiði, sem er á milli ísafjarðardjúps og Þorskafjarðar í Austur-Barðastrandarsýslu, brotn- aði afturöxull bílsins þannig að þeir komust ekki lengra. Létu þeir fyrir- berast í bílnum um nóttina, voru vel kiæddir og létu bílinn ganga á meðan bensínið dugði. í gærmorgun var farið að svipast um eftir mönnunum. Benedikt Egg- ertsson á Nauteyri í ísafjarðardjúpi frétti af því klukkan 9 í gærmorgún að þeir hefðu ekki komið fram og hélt þá strax af stað upp á heiðina og keyrði fram á bílinn um klukkan 11. Skömmu síðar kom björgunar- sveitarbíll úr Reykhólasveit þar að. Björgunarsveitin á Hólmavík var einnig tilbúin til leitar. Benedikt sagði í gær að ekkert hefði amað að mönnunum, þeir hefðu verið heitir. Hann sagði að slæmt veður hefði verið á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en í gær- morgun hefði verið komið ágætis veður. Fór hann með mennina að Naut- eyri og síðan fengu þeir far suður. Steingrímur Hermannsson: Mun ekki beita þingrofsheimild A FUNDI ríkisstjórnarinnar sem haldinn var síðdegis á sunnudag var farið yfir helstu málin sem ríkissljórnin telur að Ijúka þurfi fyrir þinghlé. Að sögn Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra fór drjúgur fund- artími í að fara yfir stöðu fjár- lagafrumvarpsins. „Ég greindi ríkisstjórninni frá því að ég muni ekki beita þingrofsheim- ildinni og ég væri ekki reiðubúinn að tjúfa þing á þessari stundu, enda sæi ég enga ástæðu til þess,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Steingrímur sagðist ekki sjá ástæðu til þess að nota þingrofs- heimildina eins og hún væri notuð víða erlendis. ,,Ég tel það vera stöð- ugleikamerki að ríkisstjórnir sitji út kjörtímabilið, ef unnt er. Þetta mál er því út úr heiminum, nema Sjálfstæðisflokkurinn geri einhvetja aðra svona „fína gloríu“,“ sagði forsætisráðherra. VEÐURHORFUR í DAG, 11. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Skammt norðaustur af Jan Mayen er 985 mb lægð sem fer norðaustur. Á suðvestanverðu Grænlandshafi er 982 mb lægð á hreyfingu austnorðaustur. SPÁ: Allhvöss norðan- og norðaustanátt víða um landið með snjó- komu eða éljagangi norðanlands og austan. Lægir síðdegis með minnkandi éljum við norður- og austurströndina og léttir til sunnan- lands og vestan. Fer að þykkna upp með austlægri átt með kvöld- inu. Frost um mestallt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðaustlæg átt. Víða snjókoma en síðar slydda eða rigning um sunnan- og vestanvert landið er minni úr- koma norðaustanlands. Hlýnandi veður. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðlaeg eða suðvestlæg átt og hlýtt í veðri. Rigning eða súld sunnanlands og vestan en þurrt að mestu á norðaustur- og' austurlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 0 úrkomaigr. Reykjavik 1 úrkomaígr. Bergen 2 skýjað Helsinki 41 þokumóða Kaupmannahöfn 4 skýjað Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk léttskýjað Osló ■5-3 léttskýjað Stokkhólmur 2 rigning og súld Þórshöfn 4 skýjað Algarve 12 skúrás. klst. Amsterdam 2 mistur Barceiona ð skýjað Berlín 1 rigning Chícago vantar Feneyjar vantar Frankfurt 2 kornsnjór Giasgow 3 hálfskýjað Hamborg 2 þokumóða Las Patmas vantar London 7 skýjað Los Angeles 12 heiðskirt Lúxemborg +1 snjókoma Madríd 6 hálfskýjað Malaga 13 skýjað Mallorca 12 skýjað Montreal 3 léttskýjað NewYork 8 skýjað Orlando 8 heiðskírt París vantar Róm 12 skýjað Vín 3 rigning á s. klst. Washington 5 skýjað Winnipeg 9 alskýjað Morgunblaðið/Juha-Pekka Laakio Sigrún leikur fyrir dómendur í Sibelíusarkeppninni. Sibelíusarkeppnin: Sigrún komin í úrslit SIGRÚN Eðvaldsdóttir hefur tryggt sér sæti í úrslitum Sibelíusar- keppninnar sem fram fer í Finnlandi. Þetta er keppni fiðluleikara og það voru 44 fiðluleikarar sem hófu keppni. Sigrún er ein af átta fiðluleikurum sem komnir eru í úrslit. „Ég er í sjöunda himni með árangurinn hingað til. Ég bjóst ekki við að komast áfram í keppn- inni og ánægjan er því enn meiri fyrir vikið,“ sagði Sigrún í samtali við Morgunblaðið í gær. Keppni þessi er haldin fimmta hvert ár í Finlandia Hall í Hels- inki. Hún hófst 2. desember með því að þátttakendur léku fyrir dóm- nefndina og fullan sal áheyrenda. í aðra umferð komust 18 keppend- ur og léku þeir öðru sinni fyrir dómnefndina. Á sunnudaginn var síðan tilkynnt hvaða átta fiðluleik- arar kæmust áfram í úrslitakeppn- ina. í gærkvöldi lék Sigrún Sibel- íusarkonsertinn og á morgun ætlar hún að leika verk eftir Brahms, en þátttakendur völdu sjálfir eitt verk til að flytja. Á föstudags- kvöldið verður síðan tilkynnt um úrslit og sagðist Sigrún vera án- iegð með að vera komin þetta langt, en sagðist auðvitað stefna að því að standa sig vel á miðviku- daginn. „Það var dregið um í hvaða röð við ættum að leika og ég átti að vera önnur. Sá sem átti að vera fyrstur veiktist þannig að ég hef alltaf byijað. Það er ágætt, þá er þetta eins og tónleikar hjá mér og það er gott að vera fyrst. Áheyr- endur eru mjög góðir. Það hefur alltaf verið fullur salur og fólk kemur greinilga hingað til að hlusta,“ sagði Sigrún. Þeir sem komnir eru í úrslit eru frá Finnlandi, Japan, Kína, Pól- landi, Sovétríkjunum og Rúmeníu auk Islands. Yngsti keppandinn er frá Finnlandi en hann er aðeins 16 ára gamall. Sigrún er ein þriggja kvenna sem komnar eru í úrslit. Framfærsluvísitalan: 0,3% hækkun þrátt fyrir verðlækkun á matvælum VISITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 0,3% frá nóvember til desember. Verðækkun á áfengi og tóbaki og ýmsum öðrum vöru- og þjónustuliðum hækkaði vísitöluna en verðlækkun á matvöru lækkaði hana á móti. Hækkun vísitölunnar í þessum mánuði sanjsvarar 3,3% verðbólgu þegar hún er umreiknuð miðað við heilt ár en undanfarna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 7.2%. Samkvæmt útreikningi kauplags- nefndar er framfærsluvísitalan 148,3 stig miðað við verðlag í byijun des- embermánaðar, eða 0,3% hærri en í nóvember. Af einstökum verðhækk- unum má nefna að 2,7% hækkun á áfengi og 2,2% hækkun á tóbaki 27. nóvember sl. olli tæplega 0,1% hækk- un vísitölunnar. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli um 0,4% hækkun á vísitölunni, en á móti lækkaði verð á matvöru um 1,1% sem olli um 0,2% lækkun á vísi- tölu framfærslukostnaðar. Lækkun matvöruliðarins er vegna lækkunar á liðunum „mjólk, ijómi, ostar og egg“ og „grænmeti, ávextir og ber“. Hækkun vísitölunnar nú samsvar- ar 3,3% verðbólgu á ári. Hækkun hennar síðustu þijá mánuði samsvar- ar 5% verðbólgu og hækkun hennar síðustu sex mánuði samsvarar 4,4% verðbólgu. Framfærsluvísitalan hef- ur hækkað um 7,2% undanfarna tólf mánuði. EinarJ. Skúlason látinn EINAR J. Skúlason fyrrverandi forstjóri í Reykjavík lést á Land- spítalanum síðastliðinn laugar- dag, 72 ára að aldri. Einar fæddist 13. janúar 1918 á Söndum í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Jón J. Skúlason bóndi þar og Salóme Jóhannesdótt- ir kona hans. Einar stundaði nám í skrifstofuvélaviðgerðum í vinnu- stofum í Danmörku og Svíþjóð og lauk prófi frá iðnskóla í Kaup- mannahöfn 1939. Hann stofnaði eigin skrifstofuvélaverslun og vinnustofu í Reykjavík 1939 og er fyrirtækið rekið enn undir hans nafni. Eftirlifandi eiginkona Einars er Kristjana Þorkelsdóttir. Einar J. Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.