Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 44
44 morgunbladið VS)StaPlt(AIVDÉnnÍF ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 K 0CT 30 milljóna kr. útflutn- ingurhjá 66 norður FYRIRTÆKIÐ 66° norður hefur flutt út fatnað fyrir 30 milljónir kr. á þessu ári til Bandaríkjanna, Kanada , Grænlands og fleiri landa, en um þessar mundir er fyrirtækið að framleiða pöntun fyrir upp á 10 þúsund flíkur fyrir erlendan markað á næstu tveimur mánuðum. Starfsmenn Sjóklæðagerðarinnar 66° norður eru nú um 90 talsins. 66°norður hafa lagt mikla áherslu á þróun í margs konar sjóvinnufatn- aði og þá sérstaklega öryggisfatnaði fyrir sjómenn eins og vinnuflotgalla sem væntanlegir eru á markað innan skamms. Þá er fyrirtækið einnig að hefja framleiðslu á sérstökum yfirflíkum á vinnuflotgalla þannig að sjómenn geti endurnýjað yfirgall- ann, en nýtt innra byrðið áfram. Þórarinn Elmar Jenssen forstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að K Dags. 11.12 1990 * NR. 192 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 2900 0003 2489 4548 9000 0027 9424 4543 3700 0000 2678 4543 3700 0001 5415 4929 541 675 316 Kort frá Kuwait sem byrja á nr.: 4506 13** 4966 66** 4509 02** 4507 13** 4921 04** 4921 90** 4547 26** 4552 41** 4560 31** 4508 70** 4507 77** 4966 82** Afgreiöslufólk vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umferð og sendiö VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir aö klófesta kort og vísa á vágest. ViSA ÍSLAND K framleiðslan væri byggð á miklum kröfum íslenskra sjómanna. Gamli vinnuflotgallinn hjá þeim er fram- leiddur í samvinnu við breskt fyrir- tæki, Mullion, en hann er heilgalli, en nýi vinnugallinn verður tvískipt- ur. Yfirgallinn verður hátíðnisoðinn á saumum og 100% vatnsþéttur. Auk margs konar tegunda af fatn- aði framleiðir fyrirtækið ýmiskonar snjófatnað m.a. nýja tegund af vetr- argöllum eða háfjallagöllum og einn- ig vélsleðagalla. 66° hefur vinnu- stofur í Faxafeni 12, við Súðavoginn í Reykjavík og 30 manna sauma- stofa er á Selfossi, en skrifstofu- og dreifingardeildin er við Skúlagötu 51. Morgunblaðið/Árni Johnsen FLOTVINNUGALLAR — Fjölnir Björnsson sölustjóri og Þórarinn Elmar Jenssen forstjóri með flotvinnugallana tvískiptu. Fjöln- ir er í innra byrðinu og Elmar heldur á því ytra. Lánsfjármarkaður Fiskveiðasjóður skuld- breytir 2,2 milljörðum FISKVEIÐASJÓÐUR hefur á þessu ári tekið erlend lán að fjárhæð 40 milljón dollarar eða um 2,2 milljarðar króna sem beinlínis hafa verið notuð til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán. Vegna hag- stæðari vaxtakjara erlendis ákvað stjórn Fiskveiðasjóðs á fundi sínum í síðustu viku að lækka vexti úr 10,25% í 10%. Fiskveiðasjóður hefur tekið þrjú erlend lán á þessu ári sem svara til um 50 milljón dollara eða hátt í 2,8 milljarða. Síðastliðið vor var skrifað undir lánssamning um 25 milljón dollara lán til Fiskveiðasjóðs og voru 15 milljónir notaðar til að greiða upp eldra og óhagstæðara lán. í ágúst var tekið 10 milljón dollara lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum sem var að jöfnu í dollurum og svissneskum frönkum. í nóvember var síðan tekið lán sem svarar til 15 miiljón dollara en það var að þriðjungi í þýskum mörkum og tveimur þriðju hlutum í dollurum. Þetta lán var eingöngu notað til að greiða upp eldri óhagstæðari lán. Már Elísson, forstjóri Fiskveiða- sjóðs, sagði að lántökurnar hefðu hamlað á móti óhagstæðri vaxta- þróun erlendis. Hann sagði sjóðinn ekki hafa ríkisábyrgð og næði í mörgum tilfellum ekki jafn hag- stæðum kjörum og_ stofnanir sem hefðu ríkisábyrgð. Á móti kæmi að sjóðurinn greiddi ekki 0,25% ríkis- ábyrgðargjald. Kjör Fiskveiðasjóðs á erlendum lánamarkaði hafa verið 0,2-0,21% yfir Libor vöxtum þ.e. millibanka- vöxtum í London. Már segir að við- töl við erlenda banka bendi til þess að sjóðnum yrði nú vart boðið lán undir 0,4% álagi á Libor vexti en erfitt sé að fullyrða um hvaða kjör náist í útboði. „Það liggur ljóst fyr- ir að japanskir bankar eru ekki í þeirri stöðu nú sem þeir voru í fyrri hluta þessa árs. Lausafjárstaða þeirra er ekki góð og verðlækkun á Tókýómarkaðnum hefur haft nei- kvæð áhrif á eiginfjárhiutfall þeirra. Almennt má segja að Evrópubank- arnir haldi að sér höndum núna og þeir eru tregir til að lána til langs tíma.“ I I I Gengi hlutabréfa Kauþgengi Sölugengi Eignarhaldsfél. Alþýðubankans hf. 1,350 1,450 Ármannsfell hf. 2,350 2,450 Auðlind hf. 0,960 1,013 | Hf. Eimskipafélag íslands 5,430 5,700 Flugleiðir hf. 2,350 2,450 Fróði hf. 0.950 1,000 Grandi hf. 2,230 2,340 Hampiðjan hf. 1,720 1,800 R Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,740 1,822 Eignarhaldsf. Iðnaðarbankans hf. 1,800 1,890 Olíufélagið hf. 6,100 6,300 Olíuverslun íslands hf. 1,980 2,080 ' Sjóvá-Almennar hf. 6,700 7,050 Skagstrendingur hf. 3,950 4,150 Skeljungur hf. 6,380 6,690 Sæplast hf. 6,730 7,080 | Tollvörugeymslan hf. 1,050 1,100 1 Verslunarbankinn hf. 1,330 1,400 Útgerðarfélag Akureyringa hf. 3,420 3,600 Þróunarfélag íslands hf. 1,600 1,700 Hlutabréf -leið til skattalækkunar Við seljum nú hlutabréf eftirtalinna félaga: Auðlind hf. Armannsfell hf. Fróði hf. Grandi hf. Hlutabréfasjóðurinn hf. Sæplast hf. Útgerðarfélag Akureyringa hf. KAUPÞING HF Kringlunni 5, sttni 689080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.