Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 30
MORGUNBLÁÐIÐ bRIÐJTJDAGUR 11. DESEMBER 1990 30 Menntunarstefna Hjúkr- unarfélags Islands eftir Sigþrúði Ingimundardóttur Talsverðrar ólgu gætir nú meðal hjúkrunarfræðinga í Hjúkrunarfélagi Islands vegna spurningalista sem þeim barst frá námsbraut í hjúkruna- rfræði um fyrirhugað sérskipulag á námsleið til BS-prófs í hjúkruna- rfræði, sem á að hefjast haustið 1991. Boðið er upp á valnámskeið í hjúkrun, sem svarar til 4 eininga ásamt valgreinum sem margar eru sjúkdómafræði, 9 einingar samtals. í heild er gert ráð fyrir 60 eininga námi eða sem svarar 2 árum miðað við fullt skólaár. Það kom skýrt fram á fundi í félagsstjórn HFÍ að hjúkr- unarfræðingar teldu námseiningarn- ar of margar m.a. hvað snertir valn- ámskeiðin og valgreinamar. Stjóm Hjúkmnarfélags íslands hefur gegnum árin lagt á það áherslu að sem fjölbreyttast námsval væri fyrir hjúkranarfræðinga, hvað varð- ar framhaldsnám í sérfræðigreinum og endurmenntun. Eftir að nám hófst í námsbraut í hjúkranarfræði í Háskóla íslands árið 1973, lagði HFÍ á það áherslu að hjúkranarfræðingar sem þess ósk- uðu yrði gert kleift að afla sér BS- gráðu í hjúkran í sérskipulögðu námi. Framhaldsnám fyrir hjúkranar- fræðinga hefst í Háskóla íslands haustið 1991. Allir hjúkranarfræð- ingar eiga rétt á að sækja þangað nám óháð því úr hvaða skóla þeir luku sínu hjúkranarprófi. BS-gráða er þar ekkert inntökuskilyrði. Félags- stjórn HFÍ hvetur hjúkranarfræðinga sem hug hafa á BS-námi að láta í ljós skoðun sína og svara spuminga- listanum um sérskipulagt BS-nám, einnig að svara þeim lista sem send- ur verður út viðvíkjandi framhalds- náminu. Þannig komast sjónarmið hjúkrunarfræðinga í Hjúkranarfélagi íslands best til skila. Að gefnu tilefni taldi ég rétt að birta í fjölmiðlum menntunarstefnu félagsins. Það er von mín að þær upplýsingar sem hér eru gefnar veiti einhver svör, en leitast hefur verið við að kynna menntunarmál stéttar- innar sem best á vettvangi okkar tímarits, ásamt almennri umræðu innan félagsins. Árið 1985 samþykkti fulltrúafund- ur félagsins, sem fer með æðsta vald í málefnum þess, eftirfarandi: 1. Húsnæði Hjúkranarskóla ís- lands verði áfram nýtt fyrir menntun hjúkranarfræðinga. 2. Frá hausti 1986 færi allt nám í hjúkranarfræði fram í Háskóla ís- lands. 3. Háskóli íslands veiti nám fyrir hjúkrunarfræðinga er gefi BSc- gráðu. 4. Endurmenntunardeild fyrir hjúkrunarfræðinga verði stofnuð í tengslum við námsbraut í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands. Þar verði: 4.1 Símenntun fyrir hjúkranar- fræðinga. Námskeið fyrir hjúkr- unarfræðinga samkv. þörfum hveiju sinni. 4.2 Viðbótamám er leiði til sér- hæfmgar. Nám er leiði til sérhæfingar svo sem: Stjómun, heilsuvemd, hand- og lyflæknishjúkran, gjörgæsluhjúkran, bamahjúkrun, geðhjúkran, öldranar- hjúkran og ljósmóðurfræði. Enn- fremur hinn bóklegi þáttur svæf- inga-, röntgen-, og skurðhjúkranar. Verklegi þátturinn færist meir inn á heilbrigðisstofnanir. Starfssvið röntgendeilda hefur verið í mikilli þróun, má þar nefna geisla- og lyfja- meðferð ásamt öðram sérhæfðum störfum, s.s. hjartaþræðing. Er því ljóst að stuðla beri að námi fyrir hjúkranarfræðinga í röntgenhjúkr- un. Stuðlað verði að endurskoðun á námi í skurðhjúkran og reynt verði að koma í veg fyrir myndun nýrra faghópa á skurðdeildum. 5. Háskóli íslands veiti nám er gefi MSc-gráðu í hjúkran. 6. Stuðla skal að auknum styrk- Sigþrúður Ingimundardóttir „Hjúkrunarfræðingar útskrifaðir úr Hjúkr- unarsksóla íslands hafa ávallt sýnt, að þeir eru starf i sínu vaxnir. Það sama gildir um þá sem hlotið hafa menntun * sína í Háskóla Islands.“ veitingum til náms er leiði til MSc- og PhD-gráðu í hjúkran við erlenda háskóla. I júní 1986 skipaði menntamála- ráðherra, að beiðni Hjúkranarfélags íslands, nefnd sem gera átti tillögu að fyrirkomulagi framhalds- og símenntunar hjúkranarfræðinga og ljósmæðra ljósi þeirra breytinga sem orðnar voru á skipan hjúkrunar- fræðináms. Skyldi miðað við að ofan- greind menntun yrði í tengslum við námsbraut í hjúkranarfræði við Há- skóla íslands og ætluð öllum hjúk- ranarfræðingum. Tillögur nefndarinnar um nýskip- an framhalds- og endurmenntunar hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra hljóða m.a. á þessa leið: 1. Sérstök námsleið verði í boði til BS-gráðu fyrir hjúkranarfræð- inga. Námið verði skipulagt á sveigj- anlegan hátt t.d. með tilliti til þess að hægt verði að starfa við hjúkrun samhliða náminu. Einnig verði hjúkr- unarfræðingum gefnir möguleikar á að þreyta stöðupróf í ákveðnum námsgreinum. 2. Lagt er til að stofnuð verði framhalds- og endurmenntunardeild innan námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands 1988 eða 1989. Deildin taki við þeim hlutverkum sem Nýi hjúkrunarskólinn og Ljósmæðra- skóli íslands hafa haft með höndum og verði þeir því lagðir niður. Skipulagt verði framhaldsnám er leiði til sérhæfingar. í þetta nám geti hjúkranarfræðingar, sem hafa hjúkranarleyfi hér á landi, innritast. Stefnt verði að námi er leiði til MS-gráðu. Skipulögð verði námskeið um af- mörkuð efni og nýjungar er taki til viðbótar- og viðhaldsmenntunar. Stofnuð verði 6 manna mennta- nefnd er verði til ráðgjafar varðandi framhalds- og endurmenntun. Menntanefnd félagsins ásamt stjóm hafa átt viðræður við þá aðila sem með málin fara innan Háskólans til að koma sjónarmiðum sínum sem best á framfæri. Það er mikill misskilningur að hjúkranarfræðingar þurfí að fara í sérskipulagt BS-nám. Enginn hjúkr- unarfræðingur sem í dag hefur full- gild hjúkranarréttindi þarf þess, nema hann óski eftir því sjálfur. Hjúkranarfélag íslands hefur ávallt talið að þegar um grundvallarbreyt- ingu væri að ræða, þ.e.a.s. að færa allt nám einnar stéttar inn í háskóla, væri það brot á réttindum þess hóps sem hefur farið aðra leið, að gefa Rannsóknasjóður og nýsköp- un í íslensku atvinnulífi eftirPál Theodórsson Nokkrar auðugustu þjóðir heims eiga lítið af náttúruauðæfum, en byggja afkomu sína öðru fremur á atvinnugreinum, sem hvíla á grunni nútímatækni og þekkingu. Við ís- lendingar höfum góða möguieika til fjölbreytilegrar nýsköpunar í at- vinnulífinu, sem byggja á auðlind- um landsins og tækr.iþekkingu þjóðarinnar. En við verðum að styrkja hagnýtar rannsóknir veru- lega ef þessir möguleikar eiga að nýtast okkur. Innan skamms verður ákveðið á Alþingi hve miklu fé skuli varið á næsta ári til rannsóknasjóðs og vísindasjóðs. Fátt styrkir jafn mikið sókn okkar til fjölbreyttara og traustara atvinnulífs og þessir sjóð- ir. Brýn nauðsyn er á að efla þessa sjóði. Það væri sárt ef við íslendingar lentum innan tíu ára aftur í þeirri stöðu að eiga aðeins einn megin- kost til uppbyggingar í atvinnulífi landsins og þrýst yrði á að við tækj- um kostinn til að komast hjá at- vinnuleysi. Þetta gæti skeð þótt við eigum bæði náttúruauðlindir og þekkingu til að leita nýrra fram- leiðslugreina, því undirbúningur nýsköpunar tekur langan tíma og kallar á skipulegar rannsóknir. Öflugasta tæki iðnvæddra þjóða til að tryggja skipulegt og öflugt hag- nýtt rannsóknastarf eru sjóðir í líkingu við rannsóknasjóð rann- sóknaráðs, sem ég vil kalla tækni- sjóð, en þessi sjóður okkar er veik- ur og rýmar að verðgildi með hveiju ári. Ef svo heldur fram sem horfir blasir við okkur staða nýlendunnar, að selja afurðir landsins á frumstigi vinnslunnar. Afleiðing ónógs undirbúnings að nýsköpun í atvinnuvegum landsins blasir nú við okkur: Eftir ofurkapp síðustu ára við að byggja upp öfluga nýja atvinnugrein, fiskeldi, hefur sex milljörðum króna verið kastað á glæ. Þessi nýsköpun var ekki byggð á nauðsynlegum rannsókn- um og tilraunastarfi. Á þetta var rækilega bent fyrir fimm árum. Rannsóknaráð ríkisins samþykkti í júní 1986, á grundvelli niðurstöðu starfshóps um fiskeldi, ályktun, sem var send til ríkisstjórnar og til fjöl- miðla. Þar segir meðal annars: „Niðurstöður starfshópsins sýna að náttúruskilyrði og aðstæður hér á landi eru að mörgu leyti hagstæð- ar til fiskeldis. Hann bendir þó á að fiskeldi á íslandi hljóti að byggj- ast í mun meira mæli en annars staðar á hagnýtingu sérstæðra náttúruskilyrða tii að stýra vaxtar- og þroskaferli eldistegundanna af nákvæmni. Þannig verði eldisað- ferðir hér frábrugðnar því sem tíðkast erlendis. Þess vegna verður að gera enn ríkari kröfur hér en erlendis um góða þekkingu, m.a. á iífeðlisfræði eldisfiskanna og á tæknilegum og hagrænum þáttum eldisins. Bent er á að matfískeldi á landi með þessum hætti hefur hvergi verið að fullu reynt og rekið enn sem komið er. Með hliðsjón af álitsgerð starfs- hópsins og þeim stórfelldu áformum sem nú eru uppi um fjárfestingu í fískeldi hér á landi, bendir Rann- sóknaráð ríkisins á nauðsyn þess að efla rannsóknir í þágu þessarar nýju atvinnugreinar og móta opin- bera stefnu varðandi málefni henn- ar.“ Vonlegt er að ekki hafí þótt brýnt að sinna eins vel á þessum árum öðrum möguleikum til nýsköpunar og ella hefði verið. Því er staðan nú sú að við eigum ekki margra kosta völ til nýsköpunar í atvinnu- lífí okkar, það tekur 5 til 10 ár að kanna nýjar leiðir sem álitlegastar þykja, en þessu verkefni hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Um þessar mundir eru möguleik- ar til nytjarannsókna, sem geta og eiga að leggja grunn að nýjum at- vinnugreinum og treysta þær eldri, enn betri en fyrir fimm árum vegna sívaxandi fjölda af hæfum vísinda- og tæknimönnum. Þetta kom ljóst fram á ársfundi sem Rannsóknaráð ríkisins og vísindaráð héldu í Há- skólabíói 30. nóvember síðastliðinn. I anddyri sýningarsalanna voru kynnt allmorg þeirra verkefna, sem sjóðirnir hafa styrkt á síðustu árum. Þama gafst einstakt tækifæri til að fá yfirlit yfir hinn mikla árang- ur, sem fjárfesting liðinna ára er að skila, fé sem hefur verið veitt í skóla, stofnanir, lánasjóð náms- manna, rannsóknasjóðina o.fl. Þarna mátti glöggt sjá að við eigum nú á að skipa fjölda hæfra vísinda- og tæknimanna. Þeir sem kynntu sér þessa sýningu geta vart efast um að við íslendingar höfum alla möguleika til að treysta at- vinnulíf okkar með nútímatækni á komandi árum. Þetta tryggir þó ekki að svo verði, og í þessum efn- um eru blikur á lofti. Sjóðir í líkingu við tæknisjóð eru eitt öflugasta tækið til að tryggja grundvöll mark- vissra nytjarannsókna og þróunar- starfs. Þrátt fyrir hið mikilvæga hlutverk tæknisjóðs og þrátt fyrir að fjöldi vel menntaðra manna og kvenna snýr ár hvert heim frá námi og starfi erlendis, iðulega frá áhugaverðum og vel launuðum störfum, þrátt fyrir þetta hefur tæknisjóður rýrnað að verðgildi með hveiju ári sem hefur liðið frá stofn- un hans. Ef sjóðurinn héldi sama hlut af tekjum fjárlaga og hann hafði 1985, fyrsta árið sem var úthlutað úr honum, yrði 200 millj- ónum króna veitt til sjóðsins á næsta ári í stað 100 milljóna sem nú er í fjárlagafrumvarpinu. Aiþingismenn sitja nú síðasta þing yfirstandandi kjörtímabils. Enn er tækifæri til að snúa þróun- inni við og leggja 200 milljónir króna til sjóðsins. Með því mundu alþingismenn skila vel af sér í Iok þessa kjörtímabils og móta um leið honum ekki möguleika á sérskipu- lögð námi í hinni nýju námsleið. Gegnum árin hafa hjúkrunarfræð- ingar látið meta sig inn í námsbraut- ina, leið sem félagið hefur ávallt verið á móti vegna þess að hún hef- ur ekki verið farsæl svo vægt sé til orða tekið. Það hefur verið álit margra að þeir sem hefðu áhuga á sérskipulagðri leið til BS-prófs í hjúkrunarfræði, væru ungir hjúk- ranarfræðingar úr Hjúkrunarskóla Islands er ættu framundan langan starfsferil og svo hinir er hygðu á lengra háskólanám. Hjúkrunarfræðingar á íslandi hafa ávallt fengið bestu menntun sem völ var á á hvetjum tíma. Hjúkr- unarfræðingar útskrifaðir úr Hjúkr- unarsksóla Islands hafa ávallt sýnt, að þeir era starfí sínu vaxnir. Það sama gildir um þá sem hlotið hafa menntun sína í Háskóla íslands. Við eram ein stétt og eigum því að vinna og standa saman, faglega og félags- lega. Þetta kom glöggt í ljós í könnun sem bæði hjúkranarfélögin létu gera í vor. Það voru 97% hjúkrunarfræð- inga í Hjúkrunarfélagi íslands sem vildu sameinað hjúkranarfélag og 88% hjúkrunarfræðinga í Félagi há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Hvað sameiningarmálum viðvíkur hefur aldrei verið jafngóður skriður á þeim, stjórnir og nefndir félaganna hittast reglulega og vinna markvisst að því að sameina hjúkranarfræðinga í eitt stéttarfélag. Ég hef í máli mínu reynt að út- skýra sem best þá stefnu sem Hjúkr- ynarfélag íslands hefur haft í mennt- unarmálum. Það hefur oft blástið á móti en ég tel að í dag getum við verið stolt af því hversu framsýni og dugnaður hefur einkennt þá sýn. Hvort heldur var að byrja hér með fullgilt 3ja ára nám í Hjúkranarskóla íslands árið 1931 eða 4ra ára nám í Háskóla íslands árið 1973 og í Háskólanum á Akureyri árið 1987. Það er ekki nokkur vafí á því að með jafn velmenntuðum hjúkrunar- fræðingum og almennt velmenntuð- um heilbrigðisstarfsstéttum, hefur ísland skipað sér í áranna rás á bekk með þeim þjóðum sem hvað besta heilbrigðisþjónustu bjóða, og lands- menn eiga kröfu á. Höfundur er formaður Hjúkrunarfélags íslands. Páll Theodórsson „Öflugasta tæki iðn- væddra þjóða til að tryggja skipulegt og öflugt hagnýtt rann- sóknastarf eru sjóðir í líkingu við rannsókna- sjóð rannsóknaráðs, sem ég vil kalla tækni- sjóð.“ nýja stefnu. Ég efa ekki að þannig vildu þeir skilja við ýmis önnur mál, en þess er þá að gæta að for- senda þess að á komandi árum verði mögulegt að sinna ýmsum öðrum verkefnum betur en nú er gert, en að íslensk atvinnulíf verði styrkt. Eitt brýnasta verkefnið þar er að efla tæknisjóð. Höfundur er eðlisfræðingur og vinnursem sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólnns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.