Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 63 Margrét Róbertsdóttir á Litla-Kollabæ í Fljótshlíð rúmum 30 árum eftir að hún yfirgaf húsráðendur þar. án ára barninu upp að skítugum einkennisbúningi sínum átti Marg- arete aðeins eitt ráð: — ... Faðir vor ... þú sem ert á himnum ... helgist þitt nafn ... til- komi þitt ríki ... verði þinn vilji ... mamma hjálpaðu mér! Þá var eins og eitthvað brysti innra með Rússanum. Hann lét byssuna síga, klappaði Margarete á kinnina og sagði henni að fara aftur inn til móður sinnar. Heidwig kom hlaupandi á móti dóttur sinni og grátbólgið andlit h$nnar gaf barninu engin svör þegar augu þeirra mættust. Rússinn stóð álengdar með glott á vör, beindi byssum sínum upp í loft og skaut tveimur skotum til himins. Fuglarn- ir flugu úr túninu og dráttarklárinn leit upp. Það liðu ekki nema nokkrar mínútur þar til annar Rússi birtist í dyragættinni, áþekkur hinum fyrri í fasi og klæðaburði nema hvað þessi var aðeins með eina skamm- byssu. Sagan endurtók sig. Rússinn leit yfir hópinn þar til augun stað- næmdust á Margarete sem enn grét í fangi móður sinnar. Aðrar konur á heimilinu höfðu hnýtt á sig höfuðklúta og sátu álútar í rúmum sínum til að líta út fyrir að vera eldri en þær í raun og veru voru. — Ég tek stelpuna. Enn var byssuhlaupi beint að Margarete en hún gat sig ekki hreyft. Heidwig, móðir hennar, var hins vegar búin að fá nóg. Hún stóð upp, gekk í átt að Rússanum og tilkynnti honum hárri röddu að barnið færi hvorki með honum né öðrum. — Þá drep ég ykkur öll, hreytti Ein síðasta myndin sem tekin var áður en Rauði herinn lagði Glansee í rúst. Margarete (fyrir aftan til hægri) við kartöfluuppskeru ásamt móður sinni og vinum. Maðurinn í ljósu fötunum með kaskeitið er rússneskur stríðsfangi sem dvaldi á heimili Margarete. Rússinn út úr sér og var bersýni- lega skemmt. — Þá skaltu drepa okkur öll en barnið færðu ekki. Margarete hafði aldrei séð móður sína svo ákveðna þar sem hún stóð bein í baki frammi fyrir gínandi byssukjafti. Rússinn miðaði byssu sinni á höfuð hennar, spennti gikk- inn og færði hlaupið svo yfir á Margarete og þaðan yfir á annað heimilisfólk. Það var eins og hann væri að hugleiða hvern hann ætti að skjóta fyrst. Loks snerist hann í hálfhring, virti sjálfan sig fyrir sér í stofuspeglinum, hleypti af og gekk hlæjandi út. Um nóttina lést Roosevelt Bandaríkjaforseti. Hitler kættist í fyrsta sinn í langan tíma þar sem hann sat í neðanjarðarbyrgi sínu undir kanslarahöllinni í Wilhelms- stræti í Berlín. Hitler taldi Roose- velt hafa verið köngulóna í haturs- vef þeim sem gyðingar höfðu spunnið um Þýskaland og áleit að nú yrði hægt að semja frið við Vesturveldin og einbeita sér að Rússum sem sóttu fram úr austri. Friðarumleitanir Hitlers voru með öllu árangurslausar. Vesturveldin kröfðust tafarlausrar uppgjafar. Hitler hélt áfram að halda herráðs- fundi sína þar sem hann skipulagði stórsóknir þýska hersins á öllum vígstöðvum og flutti til herfylki þó svo að þau væru ekki til lengur. Þar kom að rússneskar og banda- rískar hersveitir náðu saman við Saxelfi 25. apríl 1945. Berlín stóð eftir sem síðasta virki Hitlers og foringinn neitaði að gefast upp. Frá Ítalíu bárust þær fréttir að Mussolini hefði reynt að flýja til Sviss en verið handtekinn ásamt Klöru Petacci, hjákonu sinni. ítalsk- ir skæruliðar tóku þau af lífi og fluttu líkin til Mílanó þar sem þau voru hengd upp á fótunum í mið- borginni eins og sýningargripir. Þrátt fyrir að heilsu Hitlers hrak- aði stöðugt og hann væri orðinn líkastur gamalmenni gafst hann ekki upp. Nánustu samstarfsmenn hans, Himmler og Göring, höfðu yfirgefið hann og voru báðir hand- téknir eftir misheppnaða tilraun til að semja um frið við óvininn. Himmler reyndi að komast undan með því að dyljast í hópi flótta- manna en var gripinn af Bretum á Liineburgarheiði. Drakk hann þá blásýru og lést samstundis. Göring var handtekinn af Bandaríkjamönn- um og dreginn fyrir rétt. Honum tókst einnig að fremja sjálfsmorð. Hitler hafði ekki lengur við neinn að styðjast nema áróðursmeistara sinn, Göbbels, sem stóð með for- ingja sínum fram á síðustu stund — og degi betur. Námskeið sem hefjast á luestunni. Laugardaginn 15. desember kl. 10-17 JÓLAVERKSTÆÐI TÓMSTUNDASKÓLANS Þú lærir að gera óvenjulegar jólaskreytingar og smágjafir. * perlur ☆ gler * leir ☆ silki ☆ Innritun og nánari upplýsingar um tíma og verð: Skólavöröustig 28 Simi 621488 1ÓMSTUNDA SKOLINN GILBERT ÚRSMIÐUR JÓN OG ÓSKAR LAUGAVEGI 62, S. 14 100 LAUGAVEGI 70, S. 2 49 30 Ijúfir til hátíðabrigða eða á rólegum | síðkvöldum. | ^SKÍMMII j •Jk goh m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.