Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 80
I/#/k_ CfiU 090 VJ IR\ SNORRABRAUT 56 C13505 + C14303 ... að sjálfsögðu! ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Víxilvextir hækka um 0,5% Sparisjóðirnir hækka forvexti víxla úr 12,25% í 12,75%, og vexti á almennum sparisjóðsbókum úr 2% í 2,5% í dag. Eru þá þessir vextir jafnháir samsvarandi vöxtum flestra bankanna. Vaxtabreytingardagur er í dag, en samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum voru aðrar vaxta- breytingar ekki tilkynntar þangað í gær. SNJÓKOMA og hvassviðri var um suðvestanvert landið í gærkvöldi og áttu vegfarendur í nokkrum erfiðleikum vegna hálku og hvassviðr- is. Bílstjórar nokkurra bíla sem leið áttu um Svínahraun urðu að skilja farartæki sín eftir og fá far með betur búnum bílum. Færð var þ5 þokkaleg víðast hvar annars staðar á landinu og flestir fjallvegir fær- ir vel búnum bílum. Hálka var mikil innan borgarmarkanna og lögð- ust ferðir SVR um Bústaðahverfi niður um tíma í gærkvöldi vegna hálku. Þar ók ljósmyndari Morgunblaðsins fram á Ásmund Jóhannes- son sem beið árangurslaust eftir vagni. Á Skúlatúni fauk jólatré í vindhviðu, sömuleiðis járnplötur við byggingarlóð í Lækjargötu. Veður- stofan spáir norðanátt í dag og kólnandi veðri, með hagléljum um norðanvert landið en björtu veðri sunnanlands. DAGAR TIL JÓLA Viðræður Landsvirkjunar og Atlantsáls: Aukin bjartsýni á að orku- samningar takist í janúar - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „VIÐRÆÐURNAR hafa gengið mjög vel að mínu mati. Það hefur ríkt góður andi í viðræðunum og þær hafa aukið bjartsýni á að ljúka megi samningum um þau atriði sem lúta að Landsvirkjun fyrir lok janúar á næsta ári,“ sagði Davíð Oddsson' borgar- stjóri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann var þá staddur ásamt öðrum samninganefndar- mönnum Landsvirkjunar í höfuð- stöðvum bandaríska álfyrirtæk- isins Alumax í Atlanta til að ræða orkusamning við Átlantsál. I dag ræða tveir nefndarinenn í ráð- gjafarnefnd iðnaðarráðuneytis- ins, Jóhannes Nordal og Geir A. Gunnlaugsson, við fulltrúa Atl- antsáls um stöðu samninganna í heild. Sovétmenn kaupa bensín í Rotterdam til að selja íslendingum: Bensínið keypt af öðrum ef ekki semst við þá um hagstæðara verð - segir framkvæmdasljóri Olís SOVÉTMENN geta ekki afgreitt 92 oktana bensín til Islendinga af eigin birgðum og framleiða það jafnvel ekki heldur sjálfir. Þess í stað mundu þeir kaupa bensínið, líklega á Rotterdammarkaði, og selja síðan íslendingum. Þetta Sagði Hörður Helgason framkvæmda- stjóri markaðssviðs Olís í samtali við Morgunblaðið í gær og jafn- framt að af þessum sökum verði bensínið keypt af öðrum, ef ekki semst um hagstæðara verð við Sovétmenn. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra sagði í gær að vel geti komið til álita að gefa olíufélögun- um frjálsar hendur til bensínkaupa. í viðræðum íslendinga og Sovét- manna sem fram fóru í Lundúnum 'síðustu viku var rætt um kaup á 92 oktana blýlausu bensíni, 30 til 40 þúsund tonnum á sex mánuðum. Sovétmenn segjast geta afhent þetta bensín, að sögn Harðar líelgasonar. „En, hins vegar hafa menn auðvitað ákveðnar efasemdir um það. Þeir geta ekki afgreitt þetta af eigin birgðum, þeir kaupa þetta í rauninni á markaði, á Rott- erdammarkaði hreinlega. Sennilega framleiða þeir þetta ekki sjálfir.“ Hörðui' sagði að væntanlega verði ekki boðaður annar fundur um bensínkaupin, heldur verði skipst á tilboðum við Sovétmennina í gegnum síma og með símskeytum. Hann sagði að Sovétmenn geti ekki afgreitt 95 oktana bensín sem stendur. Sovétmenn segjast geta afgreitt það einhvern tíma í náinni framtíð. „En menn eru ekkert farn- ir að sjá hilla undir það að neinu leyti,“ sagði Hörður. Jón Sigurðsson sagði hugsanlegj; að af þessu leiddi að bensínkaup yrðu gerð annars staðar og kæmi það í ljós í framhaldi viðræðna við Sovétmenn. Hann sagði hins vegar að íslendingar, og þá olíufélögin fyrst og fremst, væru að ræða við viðskiptaaðila sína til margra ára og áratuga. „Og það er nú með það eins og annað í viðskiptum að menn líta líka á gróin viðskiptasambönd og ef Rússarnir geta útvegað þetta á skikkanlegu verði þá er það auð- vitað til athugunar," sagði Jón. Viðræður nefndar Landsvirkjun- ar við fulltrúa Atlantsáis hófust á sunnudagsmorgun og þeim lauk í gærkvöldi. í dag fara nefndarmenn í skoðunarferð í álver Alumax í Mt. Holly í Suður-Karólínufylki. Viðræðunefnd Landsvirkjunar er að ræða mikilvægustu málin í samningunum við Atlantsál, þ.e. orkusölumálin. Jóhannes Nordal sagði í gærkvöldi að menn væru ánægðir með gang mála í viðræðun- um. Farið hefði verið yfír öll atriði væntanlegs orkusölusamnings og ýmis mál leyst. Áfram yrði unnið að ýmsum málum fram að næsta fundi aðila. „Það hefur miðað áleið- is í mörgum atriðum, t.d. hvað varð- ar endurskoðunarákvæði, og mörg- um minni háttar málum, sem hafa verið að þvælast fyrir, hefur verið ýtt út af borðinu," sagði Davíð Oddsson. Næsti fundur aðilanna verður 8.-10. janúar, væntanlega í Evrópu. Einnig er áformaður fundur fyrir lok janúar og segist Davíð Oddsson vonast til að samningar takist á fundinum um þau atriði heildarsam- komulags, sem lúta að Landsvirkj- í viðræðunefnd Landsvirkjunar eru auk Jóhannesar og Davíðs þeir Birgir Isleifur Gunnarsson og Páll Pétursson og tóku þeir einnig þátt í viðræðunum í Atlanta. Neðri deild Alþingis; Forseti kvart- ar sáran und- an lélegri fundasókn FRESTA varð atkvæðagreiðslum í neðri deild í gær vegna þing- mannafæðar. Forseti deildarinn- ar, Árni Gunnarsson, segir að mætingar þingmanna séu fyrir neðan allar liellur og grípa verði til aðgerða. Þegar ganga átti til atkvæða á 20. fundi neðri deildar í gær, brá svo við að ekki mætti nema 17 þing- menn, þrátt fyrir háværan bjölluklið þingforseta og fundarboð þingþjóna. Árni Gunnarsson deildarforseti lét í ljósi mikil vonbrigði með fundarsókn því 24 þingdeildarmeðlimir voru bók- aðir í húsi. Morgunblaðið innti forseta neðri deildar nánar eftir því til hvaða ráð- stafana hann hygðist grípa. Árni Gunnarsson sagðist ætla að ræða það nánar við formenn þingfiokkanna. En það væri alvarlegt þegar stjórnar- andstæðingar væru fleiri en stjórnar- sinnar eins og í þetta sinn. „Allt getur gerst,“ sagði Árni. Sparisjóðir: Morgunblaðið/Þorkell Þæfingsfærð í borginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.