Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Lyfjaverð, blaðaverð og pólitík eftir Reyni Eyjólfsson Ýmsir hafa fjallað um lyfsölumál að undanförnu. Má hér nefna Olaf Ólafsson (ÓÓ) landlækni, Guðjón Magnússon (GM) aðstoðarland- lækni (nú skrifstofustjóra í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu), Ólaf Ragnar Grímsson (ORG) fjár- málaráðherra og Finn Ingólfsson (FI) aðstoðarmann heilbrigðisráð- herrá. Nú síðast hefur þessum herr- um bæst iiðsauki, sem er Valgeir nokkur Hlöðversson (VH). Hann hefur nýlega ritað mikinn langhund í tímaritið Frjálsa verslun um „Lyfjahringinn íslenska" auk minni ritsmíða í sama dúr í Mbl. Lyfjafræðingar er.u yfirleitt seinir til að svara fyrir sig og mér hefur oft blöskrað hvað þeir hafa látið bjóða sér þegjandi af rangfærslum og rógi. En loksins fylltist mælir- inn. Nú upp á síðkastið hafa þeir svarað þessum árásum myndarlega enda mál til komið. Ummæli og skrif kerfiskarlanna og VH hafa aðallega beinst að því að telja almenningi trú um að lyf séu alltof dýr á íslandi og að íslenska lyfjadreifingarkerfið sé „hringur" eða mafía, sem okri á — Karlar— Konur LENGDUR OPNUNARTÍMI Höfum opiö tilkL 21.00 í slaö kl. 18.00 á þriöjudögum og fimmtudögum. Við bjóðum alla almenna snyrtingu, einnig ýmsar sérmeöferöir, m.a. fótaaögeröir, ' spangarmeðferöir, catbio og suntronic-bilðmeðferðir, Silviu Lewis varanlega rafháreyðingu og háræöaslitmeöferö. Veriö velkomin. Guðrún f. Bragadóttir, nemi i snyrtifræði. Fótaaðgerða- og snyrtistofan FEGRUN, Búðargerði 10, sími. 33205. Erla Jóhannsdóttir, Rósa Þorvaldsdóttir, fótaaðgerða- fótaaðgerða- og snyrtilræðingur. og snyrtifræðingur. gömlu og veiku fólki. ORG talar um siðleysi í þessu sambandi. Það var þá að ORG færist að tala um siðleysi. Hann sem er yfir- maður skattsugunnar. Skattar eru í raun eignaupptaka. Stór þluti þeirca fer til þess að halda lífi í vangefnum og vanmáttugum ríkis- þursinum. ORG er alþýðubanda- lagsmaður. Menn úr þeim ' flokki hafa kenningar sínar og vinnubrögð frá þjóðskip'ulagi sem þreifst fyrir austan gjörfallið járntjaldið. Komm- únisminn er dauðadæmdur. Sem betur fer hefur helstefnan orðið undir. Ef einhver ærleg taug væri í alþýðubandalagsmönnum ættu þeir að leggja flokkinn niður. En líklega ætla þeir sér að verða síðasti kommúnistaflokkurinn í Evrópu og blaðra áfram um siðleysi hjá öðrum en sjálfum sér. Sænsk fyrirmynd? ÓÓ og GM eru læknar og hafa báðir sótt vísdóm til sæluríkisins Svíþjóðar. Þar eru menn nú að því komnir að kafna í velferð. Þar á að stórlækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum á næstunni. Þótt þeir ÓO og GM hafi báðir fjallað mikið um lyfjaverð og lyfsölumál er það ekki beint þeirra fag. Ég held að margj, liggi þeim nær, t.d. læknaskorturinn úti á landi og lam- andi fjárskortur ríkisrekinna sjúkrahúsa. Ég held að ÓÓ og GM hafi ekki meira vit á lyfjafræði en ég á skurðlækningum. Ég hef ekki meira vit á skurðlækningum en kötturinn á Sjöstjörnunni. FI er framsóknargosi í vígahug og það verða kosningar að vori. „Ekki hefur verið sýnt fram á það að lyfjaverð á Islandi geti talist óeðlilegt miðað við að- stæður og önnur Norð- urlönd. Lyfsalar og lyfjafræðingar ráða engu um það hvaða lyf eru notuð Framsóknarmenn eru opnir í báða enda — hentistefnumenn. Það er stutt í miðstýringuna og ríkisrekst- urinn hjá þeim eins og fyrri daginn, einkum ef það gefur völd. Þeir eru ekki hrifnir af einkaframtakinu frekar en kommarnir en lævísari í meðferð mála og varhugaverðir. Um skrif VH mun ég ekki fjalla í smáatriðum. Aðrir lyfjafræðingar hafa gert það svo ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi hans. Skrif hans einkennast öðru fremur af öfund, fáfræði og hleypi- dómum. Þarna er allaballi á ferð- inni; yinur smælingjanna! Ráð hans til úrbótá er auðvitað að kollsteypa núverandi kerfi og koma á fót rík- iseinokun á lyijum, bæði í heildsölu og smásölu. Þetta víðátturugl er svo í þokkabót birt í tímariti sem kallar sig Frjálsa verslun'. VH á sér skoðanabræður eins og ORG og FI enda starfar nú nefnd undir formennsku GM sem á að vinna að því að koma lyfjadreifing- arhlutafélagiá laggirnar að sænskri fyrirmynd. í sæluríkinu Svíþjóð hefur lyfsalan verið ríkisrekin síðan auknecht EIMGIN ÚTBORGUN'* KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR OG MARGT FLEIRA UPPÞVOTTAVÉLAR ELDAVELAR OG OFNAR *Engin útborgun ef þú kaupir fyrir meira en 200 þús. kr. Þá getur þú skípt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði og fyrsta greiðsla yrði eftir einn mánuð. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ. ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR mma SAMBANDSINS HÖLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ 1971. Þótt það kerfi hafi þannig verið við lýði í nær 20 ár hefur ekkert annað ríki í heiminum tekið það upp. Ekki eru kostirnir auð- særri en það! En aðdáendur ríkis- þursins ætla sér nú að koma slíku kerfi á hér. Ef svo verður spái ég því að við munum brátt sjá smá- söluálagningu á lyfjum sem til- greina verður með þriggja stafa tölum. Eða þá að niðurgreiðsluað- ferðinni verður beitt á lyfin eins og landbúnaðarvörurnar. Þannig hyrfi allt verðskyn og ekkert þýddi raun- ar að gagnrýna lyíjaverð frekar en verðið á áfenginu. Kjarni málsins Vegna alls þessa gauragangs er ástæða til þess að undirstrika eftir- farandi: Ekki hefur verið sýnt fram á það að lyfjaverð á Islandi geti talist óeðlilegt miðað við aðstæður og önnur Norðurlönd. Lyfsalar og lyfjafræðingar ráða engu um það hvaða lyf eru notuð (það gera læknar) og þeir ákvarða heldur ekki verð á lyfj- um, það gerir ríkið (heilbrigðis- ráðuneytið). Enginn lyfjahringur er til á íslandi. Tilburðir til þess að halda einhveiju öðru fram er bull. Enn síður hafa nokkrar sönnur verið færðar fyrir því að eitthvert miðstýrt lyfjadreifing- arhlutafélag myndi skila lægra lyfjaverði en nú er. Hitt vitum við, að miðstýring er tímaskekkja og hefur jafnan reynst slæmt og óhemju dýrt fyrirkomulag. Það er undarleg árátta hjá mörg- um að öfundast út í vel rekin fyrir- tæki sem skila arði og ganga vel. Þessi fyrirtæki eru gerð tortryggi- leg, úthrópuð og skattpínd. Er það furða þótt Háskólarektor óttist að fólk flýi land vegna atvinnuleysis eða skorts á verkefnum við hæfi? En er von á öðru þegar kommar og handbendi þeirra gera allt sem þeir geta til þess að hefta allan annan rekstur en þann þar sem lamandi lúka ríkisþursins fær að stjórna? Verð lyfja og tímarita Úr því að VH og ýmsir aðrir vitr- ingar vandlætast yfir lyfjaverði hef ég gert svolítinn samanburð á verði Frjálsrar verslunar og 3 erlendra tímarita. Þetta eru allt mánaðarrit. Öll erlendu tímaritin eru vönduð og heimsþekkt. Verð er lausasöluverð og er prentað á blöðin. Stærð í blaðsíðum er tilgreind. (US $ = 54,29 kr. skv. gengisskráningu 22. nóv. 1990). Bls. Kr. ($) Frjnls verslun okt. 90 76 496 MacUserUSA, des. 90 404 160(2,95) MacWorld, des. 90 370 214(3,95) Scientific Americim, des. 90 102 190(3,50) Frjáls verslun er þrefalt dýrari en MacUser og meira en tvöfalt dýrari en MacWorld eða Scientific American. Var einhver að segja að lyf væru dýr á íslandi? I'II'JHH /j=onix HATÚNI6ASÍMI (91)24420 nýtt símanOnaer PRENTMYNDAGERÐAR'. iþAYNDANAÓT)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.