Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 28
28 MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR II. 'd'ESÉMBER 1990 Lengiskal manninn reyna eftir Guðmund * Ægústsson i. Með bréfi til forsætisráðherra dags. 27. nóvember sl. sagði ég skilið við ríkisstjórnina. Þessi ákvörðun mín hefur verið túlkuð misjafnlega í fjölmiðlum en þó eink- um með þeim hætti að ég hafi farið í fýlu þar sem ég hafí ekki fengið sæti í bankaráði Seðlabanka Is- lands. Ég tel því rétt til að fyrir- byggja þann misskilning að skýra í stuttu máli af hveiju ég tók þessa ákvörðun og hver aðdragandinn var að henni. II. Því er ekki að leyna að skipan bankaráðs Seðlabankans hafði áhrif þegar ákvörðun mín var tekin en e.in og sér réði hún engum úrslitum. Ákvörðun rriína hafði ég þegar tek- ið og án tillits til þess hvernig bankaráðið yrði skipað. III. Þegar Borgaraflokkurinn gekk til samstarfs við þáverandi stjórnar- flokka um myndun nýrrar ríkis- stjórnar hafði ég miklar efasemdir um að flokkurinn ætti að taka þátt í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ríkisstjórnin var búin að marka sér stefnu og þátttaka Borgaraflokks- ins yrði til lítils annars en að tryggja ríkisstjórninni setu út kjörtímabilið. Á okkur yrði litið sem atkvæði en ekki samstarfsflokk. Þrátt fyrir þessa hugsun var ég bjartsýnn og trúði því að Borgaraflokkurinn gæti sett mark sitt á gjörðir ríkis- stjórnarinnar með þátttöku í stjóm- arsamstarfinu. Þau atriði sem réðu úrslitum í mínum huga voru þær breyttu áherslur sem hin nýja ríkis- stjórn samþykkti að setja á oddinn og Borgaraflokkurinn hafði barist fyrir. Var þar annars vegar lækkun á framfærslukostnaði heimilanna í landinu með það að markmiði að lækka matvælaverð og lækka fjár- magnskostnað. Hins vegar að sú víxlverkun sem væri í þjóðfélaginu milli verðlags og lána yrði aftengd með afnámi vísitölutengingar á lán- um. Hvoru tveggja var skjalfest í málefnasamning ríkisstjórnarinnar sem mynduð var 10. sept. 1989. Fyrsta skrefið sem taka átti í lækk- un matarverðs átti að koma til framkvæmda við upptöku virðis- aukaskatts þá um haustið með því að ákveða að lægra virðisauka- skattsþrep yrði á ýmsum tegundum matvæla á framleiðslustigi þannig að verð landbúnaðarvara lækkaði í ársbyijun 1990. Sú aðgerð má með rökum segja að hafi haft veruleg áhrif á að þjóðarsátt tókst í febrúar 1990. Um síðargreinda atriðið um afnám vísitölutengingar var um það samið að þegar verðbólga yrði und- ir 10% í sex mánuði yrðu gerðar tillögur í þá átt að aftengja lán við vísitölur til að koma í veg fyrir sjálf- virkar hækkanir verðlags og lána. Þó verðbólga hafi mælst undir 10% sl. 12 mánuði bólar ekkert á tillög- um í þessu efni. IV. Eftir að ríkisstjórnin með þátt- töku Borgaraflokksins tók til starfa bar strax á því viðhorfi innan ríkis- stjórnarinnar að tilgangurinn með því að bjóða honum til samstarfs var sá einn að hafa meirihluta á Alþingi. Um mál flokksins og tillög- ur var lítið gert og muna víst flest- ir eftir þeirri rimmu þegar að stofn- un umhverfisráðuneytisins kom á Alþingi og frumvarpinu um verk- efni þess ráðuneytis. Var það hvað eftir annað látið víkja fyrir frum- vörpum annarra ráðherra og við stjómarandstöðuna samið um fram- gang annarra mála gegn því að frumvarpið um verkefni umhverfis- ráðuneytis yrði látið bíða. Undir lok þingsins vorið 1990 var farið fram á það við Borgaraflokkinn annað hvort að fresta frumvarpinu um verkefni umhverfisráðuneytisins fram á haustið eða afgreiða frum- varp sem fæli í sér verulega fækkun verkefna frá því sem samkomulag hafði tekist um innan stjórnarliðsins til að þóknast stjómarandstöðunni. Geri ég ráð fyrir að önnur hvor þessara tveggja leiða hafi verið far- in ef ekki hefði komið til þess að frumvarp sjávarútvegsráðherra til laga um stjórn fiskveiða var í hættu í efri deild Alþingis. Valt þar á af- stöðu minni. Ætlaði ég að fella fmmvarpið og fella þá um leið stjórnina en forsætisráðherra hafði lýst því yfir, félli það frumvarp þá væri ríkisstjórnin þar með fallin. Það sem vakti fyrir mér þá voru ekki síður vonbfigði mín með sam- Guðmundur Ágústsson „Tjáði ég honum að ákvörðun mín stæði og ég ætlaði ekki lengur að sitja undir þeirri nið- urlægingu sem sam- starfsflokkarnir sýndu Borgaraflokknum. “ starfsflokkana og framkomu þeirra við mál Borgaraflokksins. Skömmu áður en greiða átti atkvæði um frumvarpið í efri deild féllst ég á að breyta um afstöðu gegn því að frumvarpið um verkefni umhverfis- ráðherra yrði afgreitt á því þingi og ákveðnar breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu um stjórn fiskveiða. Andstætt því sem ég taldi rétt greiddi ég atkvæði með frumvárp- inu í þeirri trú að tímar mundu breytast og meira tillit yrði tekið til mála og skoðana Borgarafiokks- ins í framtíðinni. V. Áður en Alþingi var sett í októ- bermánuði sl. tjáði ég aðstoðar- manni forsætisráðherra þegar færi gæfist myndi ég segja skilið við þessa ríkisstjórn. Ég væri orðinn dauðleiður á yfirganginum í ein- stökum ráðherrum ríkisstjórnarinn- ar og sumum þingmönnum stjórn- arliðsins. Ég hefði ekki áhuga á að eiga samstarf við menn sem gengju yfir mig á skítugum skónum og litu á mig og flokkinn sem atkvæði en ekki sem samstarfsaðila. Þegar kosning bankaráðs Seðlabankans nálgaðist lagði ég sem formaður þingflokks Borgaraflokksins kröfu um að Borgaraflokkurinn fengi eitt sæti af þremur sem koma átti í hlut ríkisstjórnarflokkanna. Taldi ég þessa kröfu eðlilega með tilliti til þess að jafnhliða ákvörðun um þessi þijú sæti átti að skipa tvo bankastjóra annars vegar í Seðla- bankann og hins vegar í Lands- bankann. Einnig var til umræðu sæti ríkisstjórnarflokkanna í stjórn Landsvirkjunar sem ég var tilbúinn að ræða að félli í hlut Borgara- flokksins yrðu vandamál í tengslum við skipan bankaráðs Seðlabank- ans. I mínum huga var það sú málamiðlun sem flokkurinn gat sætt sig við. Við mig var ekki rætt, lítillega við dómsmálaráðherra og við formann Borgarafiokksins þeg- ar hinir stjórnarflokkarnir höfðu tekið ákvörðun hveijir skyldu til- nefndir og honum aðeins tilkynnt hveijir ættu að skipa bankaráðið. VI. Menn mega. núa mér því um nasir að ég hafi farið í fýlu og ég tekið ákvörðun í fljótfærni og í bræði. Hins vegar finnst mér það ekki stórmannlegt þegar því er bætt við „þar sem hann fékk ekki sæti í bankaráði Seðlabankans“. Þar tala menn gegn betri vitund. Sú umræða hafði aldrei farið fram innan þingflokks Borgaraflokksins hver skyldi skipa þetta sæti félli það í hlut flokksins. Hins vegar skal það upplýst að átta aðilar höfðu Þetta er góð bók Þessi nýja skáldsaga Guömundar Halldórssonar frá Bergsstöðum gerist á heiðarbýli í byrjun fyrra strfðs. Aöalpersónur sögunnar eru hjón sem strita hörðum höndum fyrir Iffsbjörg sinni og barna sinna en hrekkur þó ekki til. Ómegð vex, og skuldir hlaðast upp. Hreppsnefndin er sem á nálum um að fá þau á sveitina með alla ómegðina. Taliö er að svipaðir atburðir og lýst er í þessari skáldsögu hafi verið að gerast vítt og breitt um landið í tíð þeirra sem nú eru liðnir eða á efstu árum. BÓKAÚTGÁFAN HILDUR N eytendasamtökin o g landbúnaðurínn eftir Agnar Guðnason Laugardaginn 1. desember héldu Neytendasamtökin landbúnaðar- ráðstefnu á Hótel Örk í Hvera- gerði. Ég hefí fengið Ijósrit af til- lögu til ályktunar, sem lögð var fram á fundinum. Með ályktuninni fylgdi ítarleg greinargerð. Þar er minnt á baráttu Neytendasamtak- anna fyrir auknum gæðum ís- lenskra búvara, m.a. er samtökun- um þakkaðar betri mjólkurafurðir en áður og góðan árangur í afnámi einokunar í verslun með kartöflur. Þá er einnig bent á baráttu Neyt- endasamtakanna fyrir breytingu í sölu garðávaxta, sem borið hefur góðan árangur bæði neytendum og framleiðendum til góðs. Nú veit ég ekki hvort þessi álykt- un var samþykkt _en ég geri þó frek- ar ráð fyrir því. Ég hefi fylgst með starfsemi Neytendasamtakanna um langt árabil, þótt ég sé nýlega geng- inn í samtökin. Það verður að segj- ast eins og er að það hefur farið fram hjá mér ef Neytendasamtökin hafa haft einhver áhrif á aukna fjöl- breytni í framleiðslu mjólkurvara eða bætta meðferð þeirra. Þó vil ég ekkert fullyrða í því efni. For- maður Neytendasamtakanna er mjólkurfræðingur og hefur starfað sem slíkur um eitthvert árabil og þar hefur hann eflaust notið sín. Það er þáttur Neytendasamtak- anna í bættri markaðsstarfsemi og meðferð og sölu garðávaxta, sem ástæða er til að staldra við. Hafa garðávextir lækkað í verði og batnað? Forráðamenn Neytendasamtak- anna, svara þessari spurningu ját- andi og þakka sér þann árangur. Ég vil aftur á móti fullyrða að bæði neytendur og framleiðendur hafi tapað á breyttum verslunar- háttum með garðávexti. Það getur vel verið að meira hafi borið á skemmdum kartöflum fyrir 8 til 10 árum en nú í verslunum. Það hefur bara ekkert að gera með fyrirkomu- lag dreifingarinnar, hvort um einkasölu var að ræða eða fijálsa verslun. Mjög oft gerðist það að kartöflur skemmdust i verslunum, þær voru geymdar á óhentugum stöðum. Það gátu orðið mistök í dreifingu frá Grænmetisverslun landbúnaðarins og skemmdar kartöflur sloppið út í verslanir, en það gerist enn þann dag í dag. Hér áður fyrr voru kart- öflur oft útlitsljótari en þær eru í dag, þetta voru þá grunnar hýðis- skemmdir, en innri skemmdir eru síst minni nú en áður. Fyrir 10 árum var thiabendazoli ekki úðað yfír allar kartöflur, það þekktist þá ekki hér á landi, en nú er þessu lyfi úðað nær undantekningarlaust yfir allar kartöflur sem fara í sölu. Þessvegna mætti varpa fram þeirri spumingu hvort kartöflur hafa ekki verið hollari hér áður fyrr, þrátt fyrir útlitsgalla. Er verð á kartöflum hlut- fallslega lægra nú en á tímum einkasölunnar? Það held ég að sé af og frá. Verð til bænda fer nokkuð eftir því hvert og hvernig þeir selja kartöfl- urnar. I flestum tilvikum fá þeir hlutfallslega minna fyrir kartöflur, nú en áður. Heildsalarnir eru mjög illa haldnir svo ekki sé meira sagt. Þá ættu nú neytendur aldeilis að hafa grætt á umskiptunum. En það er nú öðru nær. Kartöflur hafa aldr- ei verið eins dýrar og nú undanfar- in ár eftir að verslunin með þær var gefin fijáls - hvort sem um er að ræða innlenda framleiðslu eða innfluttar kartöflur. Það vita flest- ir, sem kaupa í matinn hvað 1. flokks kartöflur kosta hér í verslun- um. Verð a'l kg af 1. flokks kart- öflum í smásölu um miðjan nóvem- ber sl. miðað við ísl. kr. var eftirfar- andi í nokkrum löndum: í Hollandi 22 kr., í Þýskalandi 32 kr., í Frakk- landi 27 kr., í Englandi 31 kr., í Svíþjóð 46 kr. og í Danmörku 41 kr. Þessi munur á verði kartaflna hér og erlendis var ekki jafnmikill á tímum einkasölunnar. Sala á kartöflum hefur dregist saman eftir að breyting varð á heildsöludreifíngu þeirra. Það væri langsótt ef ég mundi kenna Neyt- endasamtökunum um þá þróun. Niðurstaðan verður sú að það hafa fáir hagnast á þeirri breytingu sem varð við afnám einkasölunnar. Or- ugglega ekki bændur, ennþá síður neytendur, af og frá með heildsal- ana, en hvað með kaupmanninn og þá fáu bændur sem selja beint? Þar væru kannski einhveijir örfáir, sem hafa hagnast: Breyttir verslunarhættir með grænmeti hafa ekki fært neytend- um né framleiðendum meira vöru- úrval, betri vöru, bændum hærra verð né neytendum lægra. Það hefur eitthvað farið úrskeið- is þetta með frelsið í verslun með garðávexti, ég trúi ekki að það hafi verið eftir forskrift Neytenda- Agnar Guðnason „Breyttir verslunar- hættir með grænmeti hafa ekki fært neytend- um né framleiðendum meira vöruúrval, betri vöru, bændum hærra verð né neytendum lægra." samtakanna. Hvernig væri að Neyt- endasamtökin stæðu fyrir fijálsum opnum mörkuðum um allt land á landbúnaðarafurðum til hagsbóta fyrir þá sem samtökin beijast fyrir og þá um leið fyrir framleiðendur sem jafnframt eru neytendur og eiga því heima í Neytendasamtök- unum. Ilöfinnhir er ráðunautur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.