Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ I>RÍÐJUDAGUR 11. DUSEMBER ÍÖðO
KarlAg. Ulfarsson
læknir - Minning
Fæddur 3. febrúar 1956
Dáinn 1. desember 1990
Mig setti hljóðan þegar ég frétti
það fyrir nokkrum dögum að vinur
minn og samstarfsmaður Karl Úlf-
arsson læknir var svo óvænt og
skyndilega brott kvaddur þrátt fyr-
ir ungan aldur.
Ég kynntist honum í fyrsta sinn
fyrir rúmlega einu ári þegar hann
falaðist eftir aðstöðu fyrir væntan-
lega læknastofu sína hér á Lauga-
vegi 42. Hér hóf hann síðan starf-
semi sína í febrúar 1990, þá nýkom-
inn heim úr löngu sérfræðinámi.
Mjög fljótlega eftir að hann hóf
störf sín hér á Laugavegi 42 varð
mér brátt ljóst að bæði ég og aðrir
sem starfa hér höfðum fengið af-
bragðsgóðan vinnufélaga. Karl var
hógvær maður og hafði ljúfa fram-
komu og við ailir vinnufélagar hans
mátum hann mikils bæði sem mann
og einnig sem lækni.
Ég átti oft áhugaverðar viðræður
við hann bæði um menn og málefni
og einnig um læknisfræði og var
ljóst að hann var mjög fær í sinni
sérgrein. Fljótlega var einnig aug-
ljóst að fólkið kunni vel að meta
hæfni hans og góða framkomu, því
að þrátt fyrir að hann hafði mót-
töku fyrir húðsjúklinga hér alla
virka daga þá fylltust fljótlega allir
móttökutímar og þannig var það
fram til síðasta starfsdags.
Við samstarfsmenn hans hér á
Laugavegi 42 vottum eftirlifandi
eiginkonu hans Henriettu og böm-
um þeirra einlæga samúð okkar.
Blessuð sé minning hans.
Arni Ingólfsson
Eitt af lögmálum lífsins er dauð-
inn og hann bíður okkar allra fyrr
eða síðar. Samt er óskiljanlegt þeg-
ar ungt fólk er kallað burt í blóma
lífsins. Mér fmnst það fjarstæðu-
kennt að skólabróðir minn og vin-
ur, Kalli, sé látinn um aldur fram
aðeins 34 ára. Margar minníngar
koma ljóslifandi upp í hugann frá
liðnum árum.
Kunningsskapur skapaðist milli
okkar í menntaskóla, árið sem við
urðum stúdentar. Eftir stúdentspróf
lá leið okkar beggja í læknadeild
HÍ ásamt fleira ungu fólki og dvöld-
um þar við nám og störf í 6 ár.
Ákveðinn hópur sat jafnan á öft-
ustu bekkjunum í fyrirlestrasalnum
og vcrum við Kalli í honum. Oftar
en ekki sátum við saman út við
gluggann eða þá hvor fyrir aftan
hinn. í fyrsta hléi milli fyrii;]estra
var nánast alltaf farið í búðina,
keypt gos og súkkulaðikex. Voru
þá dægurmálin rædd fram og aftur
í gamni eða alvöru, reynt að finna
lausn á lífsgátunni.
Á 6. árinu lásum við í herbergis-
kytru á Tjarnargötunni ásamt fleiri
félögum. Mynduðust sterk bönd
milli okkar allra. Þar var setið við
lestur mestmegnis daginn út og
daginn inn. Við höfðum aðgang að
kaffistofu og þar söfnuðust við sam-
an í pásum, drukkum kaffi og
spurðum hver annan spurninga úr
námsefninu. Einnig var oft farið í
gönguferðir um nágrennið okkur
til hressingar. Þetta var ógleyman-
legur tími.
Eftir embættispróf urðu sam-
verustundimar strjálli eins og geng-
ur. Hver fer í sína áttina út í at-
vinnulífið eftir langa setu á skóla-
bekk. Mestur tíminn fór í að vinna,
koma undir sig fótunum og búa sig
undir framtíðarstarfið. Kalli fór
fljótlega til Svíþjóðar til framhalds-
náms. Eftir að ég flutti einnig þang-
að hringdum við hvor í annan stöku
sinnum, en hittumst sjaldnar þó
ekki væri mjög langt á milli okkar.
Alltaf var gaman og upplífgandi
að spjalla við Kalla, vita hvemig
miðaði með sémámið og heyra um
framtíðaráform. Kalli flutti heim
ásamt fjölskyldu sinni í byijun
þessa árs stuttu eftir að hann hafði
lokið sémámi sínu og setti upp stofu
í Reykjavík.
Ég held að ekki sé ofsögum sagt
að Kalli hafi verið einn litríkasti og
sérstæðasti persónuleikinn á okkar
ári í læknadeildinni. Snyrtimennsk-
an var honum eðlislæg, alltaf vel
klæddur og tilhafður svo tekið var
eftir, þoldi engan sóðaskap eða
subbugang. Viðkvæmur var hann
og dulur. Iðulega hrókur alls fagn-
aðar og hafði gott skopskyn. Jafnan
hafði hann sig ekki mikið í frammi,
en hafði ákveðnar skoðanir á hlut-
unum og hélt sig við þær. Ef hann
lagði til málanna hlustuðu allir á
það sem hann hafði að segja.
Nú er Kalli horfinn frá okkur.
Missir fjölskyldunnar er mikill. Ég
sendi Henríettu, börnunum og for-
eldrum Kalla mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng mun lifa í huganum
um ókomin ár. Hvíli Kalli í friði.
Ég tel mig ríkan að hafa átt hann
sem vin.
Bjarni Valtýsson,
Madison, Wisconsin,
Bandaríkjunum.
Þegar undirbúningur jólanna er
að ganga í garð, tími gleði og ham-
ingju, sá tími sem fjölskyldur sam-
einast og kærleikurinn er sem mest-
ur, breytist allt í einni svipan, og
sorgin og örvæntingin hellist yfir.
Á einu andartaki er allt hrifíð burt.
Engin orð fá lýst hvílík harmafregn
það er að ástkær bróðir minn sé
búinn að kveðja þennan heim. Ung-
ur maður, loks búinn að ná því tak-
marki í lífi sínu sem hann ætlaði
sér að ná og lífíð blasir við, en allt
í einu er allt búið. Sorgin nístir
mann og spurningarnar hrannast
upp. Hvers vegna? Hver er tilgang-
urinn? Spurningar sem ég fæ aldrei
svör við. Bilið milli lífs og dauða
er styttra en maður getur ímyndað
sér. Það er ekki hægt að horfast í
augu við þá staðreynd að hann
Kalli bróðir minn sé farinn og komi
aldrei aftur eða eins og Karl litli
sonur minn kallaði hann, Kalla
frænda.
Ég vil með þessum fáu orðum
mínum kveðja hann elsku bróður
minn og ég verð að trúa því að leið-
ir okkar eigi eftir að liggja saman
á ný fyrir handan.
Hyldýpið sem hefur myndast í
sálu minni verður aldrei fyllt en
minningin um ástkæran og elsku-
legan bróður mun lifa í hjarta mínu
um alla framtíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Br.)
Edda Sólveig Úlfarsdóttir
Það var Þórður vinur minn sem
hringdi í mig að morgni 1. desem-
ber síðastliðinn og tilkynnti mér að
Karl Úlfarsson frændi hans hefði
látist þá um morguninn. Mér var
að sjálfsögðu brugðið enda var ég
einn úr kunningjahópi Karls, sem
haldið hafði saman meira og minna
síðan 1974-5. Karl hefði orðið 35
ára 3. febrúar næstkomandi og var
því 5 árum yngri en flestir okkar
hinna, sem hann kynntist gegnum
Þórð frænda sinn. Áldrei urðum við
varir við þann aldursmun, enda var
Karl skarpgreindur og vel að sér.
Ég minnist þess er við vorum að
ræða framtíðaráform okkar, að
Karl hafði mjög ákveðnar skoðanir
í þá átt, að menn ættu að læra það
sem komið gæti samfélaginu að sem
bestum notum og var óhress með
að menn færu af landi brott, til
frambúðar, eftir að hafa menntað
sig á kostnað samfélagsins. Það
kom okkur því ekki á óvart er hann
settist í læknadeild Háskólans og
víst er að gróðahyggja réð ekki
þeirri ákvörðun. Á meðan Karl var
við nám í læknadeildinni kynntist
hann eftirlifandi eiginkonu sinni,
Henríettu Haraldsdóttur, glæsilegri
myndarkonu, og eignuðust þau
dótturina Charlottu 1980, en Henr-
íetta átti fyrir tvær dætur. Var því
í mörg horn að líta en það kom ekki
í veg fyrir að Karl lyki læknanám-
inu á réttum tíma. Karl starfaði
síðan við lækningar hér heima um
skeið, en hélt síðan til Svíþjóðar og
hóf þar framhaldsnám í húð- og
kynsjúkdómalækningum, sem hann
lauk á síðasta ári og auðvitað hélt
hann heim eins og hann var löngu
búinn að ákveða. Nú hafði fjölgað
í fjölskyldunni því dóttirin Jósefíne
fæddist í fyrrasumar og tók Karl
sjálfur á móti henni. Karl opnaði
læknastofu á Laugaveginum og
byijaði hið eiginlega lífsstarf, en
þá tóku forlögin í taumana og eftir
situr fjölskylda og vinir og spyija
spurninga sem enginn fær svarað.
Ekki kynntist ég foreldrum Karls,
þeim Úlfari og Dódó, en mér er
kunnugt um óvenjulega samheldni
móðursystra Karls, þeirra Dódóar,
Svönu og Huldu. Svönu þekki ég
vel og er mér í fersku minni, að
þegar hún minntist á Karl og syst-
ur hans Huldu og Eddu var eins
og þau væru hennar eigin og það
sama gilti um Huldu systur henn-
ar. Ég er viss um að þessi sam-
heldni verður fjölskyldunni styrkur
í sorg þeirra og víst er að telpurnar
þeirra Karls og Henríettu mun ekki
skorta ást og umhyggju. Karl hafði
ríka kímnigáfu og var skarpgreind-
ur. Hann hafði mjög ákveðnar skoð-
anir sem einkenndust af réttsýni
og samúð með lítilmagnanum.
Hann bar ekki tilfinningar sínar á
torg en undir niðri he!d ég að bærst
hafi viðkvæm sál. Ég vil votta fjöl-
skyldu og vinum Karls samúð mína.
Blessuð sé minning um góðan
dreng.
Einar Ásbjörnsson
Karl Ágúst Úlfarsson læknir varð
bráðkvaddur að morgni 1. desember
sl., aðeins 34 ár að aldri. Við kynnt-
umst Kalla, eins og við félagamir
ávallt kölluðum hann, fyrst í lækna-
deild og síðan nánar, er við störfuð-
um saman á hinum ýmsu deildum
sjúkrahúsanna í Reykjavík á
kandídatsárunum. Hann var hæg-
látur og barst lítið á, en vakti þó
strax athygli okkar fyrir ljúfmann-
lega framkomu og sérstætt skop-
skyn. Hann var vel lesinn og fróður
og úrræðagóður við lausn ýmissa
vandamála jafnt í starfi og leik.
Leiðir okkar lágu aftur saman,
nokkrum ámm síðar, þegar við
hófum framhaldsnám í Stokkhólmi.
Kalli hafði þá um nokkurt skeið
dvalið í Svíþjóð, lengst af í Borás,
og þekkti því vel til sænskra að-
stæðna. Fyrir okkur nýflutta til
landsins reyndist hann ómetanleg
hjálparhella, ekki síst í glímunni við
„sænska kerfið", sem er margsl-
ungið. Oftsinnis nútum við og góðr-
ar gestrisni Kalla og fjölskyldu
hans.
Kalli fékk snemma áhuga á lyf-
læknisfræði og stundaði nám í þeirri
grein á íslandi og í Borás. Þegar
til Stokkhólms kom, hóf hann nám
í húð- og kynsjúkdómum við Hudd-
inge-háskólasjúkrahúsið. Við,
íslensku læknamir, sem þar störf-
uðu, vorum vanir að hittast reglu-
lega á svokölluðum hádegisverðar-
fundum. Þá var oft glatt á hjalla
og yfirleitt var Kalli hrókur alls
fagnaðar, vegna frábærrar frá-
sagnargáfu, sem krydduð var hæfí-
legri og sérstæðri kímni. Hann sá
ætíð broslegu hliðina á öllum málum
og gjarnan frá nýju sjónarhorni.
Hans var ávallt sárt saknað, ef
hann vantaði í hópinn.
Tilviljun réði, að við áttum eftir
að stárfa aftur saman og þá á
Karolinska sjúkrahúsinu í Stokk-
hólmi. Sérgreinar okkar eru faglega
nátengdar og höfðum við því tölu-
verð samskipti í starfi. Kom sér oft
vel að geta rætt málin á íslensku.
Kalli gat sér góðan orðstír í fagi
sínu og naut virðingar jafnt starfs-
félaga sem sjúklinga. Hann var
glöggur og fljótur að átta sig á
- aðalatriðum enda vel að sér og stál-
minnugur. Hann gaf sér ávallt tíma
til að ræða málin þótt annríki væri
mikið og lífið í stórborginni æði
erilsamt. Snyrtimenni var hann
mikið og vildi hafa alla hluti í röð
og reglu. Líf hans snerist ekki ein-
göngu um starfið, þótt auðvitað
tæki það mikinn tíma. Hann hafði
gaman af tóniist og ræddum við
oft það sameiginlega áhugamál.
Hann var góður vinur vina sinna
og ávallt reiðubúinn, að rétta hjálp-
arhönd, enda næmur á tilfinningar
annarra og þekkti vel allar hliðar
mannlífsins. Lífsnautnamaður var
hann, en samtímis að vissu leyti
einfari og líklega hafa ekki margir
náð að kynnast honum vel.
Það er mikill missir að Kalla,
bæði sem félaga og fræðimanni.
Hann hafði nýlega opnað eigin
læknastofu og hafíð störf hér
heima, þegar hann lést. Við höfðum
nýlega talast við og lét hann mjög
vel af sér, verkefnin voru mörg og
honum iíkaði starfíð vel. Andlát
hans kom því mjög á óvart.
Við og fjölskyldur okkar vottum
Henríettu, eiginkonu Kalia, dætr-
um, fósturdætrum og öðrum vanda-
mönnum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Júlíus Valsson,
Guðmundur Jón Elíasson.
Karl Á. Úlfarsson, ástkær bróðir
minn, hefur kvatt okkur í hinsta
sinn. Orlögin eru grimm. Hrifínn
hefur verið í burtu ungur maður frá
fjölskyldu sinni, ástvinum og nýju
starfí. Eftir stöndum við heltekin.
Dauðinn gerði ekki boð á undan
sér, heldur kom að óvörum er allir
sváfu værum svefni. Missirinn er
mikill fyrir eiginkonu hans og tvær
ungar elskulegar dætur. Missirinn
er ekki minni fyrir foreldrana sem
sjá á eftir einkasyni sínum, sem
uppfyllti allar vonir og drauma sem
foreldrar óska bömum sínum; góð-
um uppvexti, heilsu, getu og visku
til náms og mennta, fjölskyldu og
barna og frama í starfi.
Það var éinungis fyrir rúmum
fímm árum að yið systkinin fluttum
bæði erlendis. Ég og fjölskylda mín
fluttum til Englands til náms og
starfa og Kalli bróðir flutti með
sína fjölskyldu til Svíþjóðar til
sérnáms í lyflækningum. En hugur-
inn leitaði ávallt heim og hann sá
fljótt hvar þörfin í læknastétt var
brýnust, svo húð- og kynsjúkdómar
urðu hans sérgrein. Margra ára
takmarki var loks náð og lífið blasti
við þegar hann opnaði læknastofu
sína við Laugaveg í Reykjavík í
febrúar þessa árs. Eftir að hafa
heimsótt hvort annað á erlendri
grund er mér það mikið lán að
hafa komið tvisvar til íslands á
þessu ári og heimsótt hans nýja
heimili og fyrirtæki. Framtíðin
blasti við þegar hann talaði við mig
um að fá sér tölvu þar sem sjúkling-
amir voru þegar orðnir svo margir.
Kalli var sérstaklega tilfínninga-
næmur og þeirri gæfu gæddur að
geta tjáð tilfínningar sínar. Hann
var mikill vandvirknismaður og
snyrtimenni einstakt. Lækninga-
stofa hans bar öli einkenni þessa
og var einstaklega persónuleg.
Hann var læknir í lífi og starfi og
heilsa allra var honum umhyggju-
efni. í öllu þessu annríki hefur hann
kannski gleymt að huga betur að
eigin heilsu en hann hefur eflaust
ekki grunað frekar en okkur öll
hvað dauðinn var skammt undan.
Þrátt fyrir bænir, grát og bros í
gegnum tárin til frændsystkina sem
yngri eru og ekki skilja hina miklu
sorg, fæst engu breytt. Það sem
við getum huggað okkur við er að
þörfin handan móðunnar miklu hafi
verið svo brýn að ekki hafi verið
unnt að gefa honum meiri tíma með
okkur hér á jörðu. Algóður Guð gef
okkur sem eftir lifum ^tyrk til að
standast þessa miklu sorg. Blessuð
sé minning um góðan dreng.
Hulda Hrönn
í dag kveðjum við í hinsta sinn
ungan lækni, Karl Ágúst Úlfarsson.
Karl var fæddur 3. febrúar 1956,
sonur hjónanna Charlottu Þórðar-
dóttur og Úlfars Gunnars Jónsson,
en þau áttu þijú böm, tvær dætur
og einn son.
Karl lagði í langskólanám, lauk
prófi í læknisfræði frá Háskóla ís-
lands árið 1983. Hann fór síðan til
Svíþjóðar og lauk sérfræðinámi við
Karolinska-sjúkrahúsið í Stokk-
hólmi. Hann flutti ásamt konu sinni
Henríettu í. Haraldsdóttur og
tveimur dætrum þeirra aftur til ís-
lands fyrir tæpu ári til að hasla sér
völl hér á landi í sinni sérgrein.
Okkar kynni hófust fyrir um það
bil 2 árum er Karl kom hingað til
að leysa af í sumarleyfi við húð-
lækningadeild Ríkisspítalanna.
Kari var mjög yfírlætislaus og
ljúfur í framkomu og var því mjög
vinsæll meðal sjúklinga og starfs-
fólks.
Hvílík sorg hefur nú knúið dyra
hjá fjölskyldu hans. Það er óskiljan-
legt þegar maður í blóma lífs síns,
eftir langt háskólanám, er kvaddur
svo skyndilega á braut einmitt þeg-
ar hann er að hefja lífsbaráttuna
fyrir sig og fyölskyldu sína. Það er
meira átak en almenningur gerir
sér grein fyrir að taka sig upp með
fjölskyldu og flytja aftur heim til
Islands eftir margra ára dvöl er-
lendis og byija lífið upp á nýtt.
Oftast eru þessir ungu læknar svo
til eignalausir og aðkoman og mót-
tökurnar misjafnar.
Fyrir hönd Félags íslenskra húð-
lækna vil ég með þessum fátæklegu
orðum þakka Karli fyrir góð kynni
og gott samstarf, sem því miður
var alltof stutt.
Henríettu og dætrum, foreldrum
og systrum sendum við okkar inni-
legustu samúð, minnug þess að Guð
elskar þá sem deyja ungir.
Jón Guðgeirsson
Kalli vinur minn er dáinn. Það
er staðreynd sem erfjtt er að sætta
sig við. Ég mun alltaf minnast hans
sem góðs og tryggs vinar en við
höfðum þekkst alla tíð frá því við
ólumst upp saman á Skeggjagöt-
unni. Þá var heimurinn ekki mikið
stærri en ein lítil gata sem maður
vissi sig öruggan í.
Kalli var duglegur námsmaður
og mestan hluta ævi sinnar var
hann við nám. Eftir læknanám frá
Háskóla íslands fór Kalli tii fram-
haldsnáms til Svíþjóð og dvaldi þar
í sex ár. Vinaböndin slitnuðu þó
ekki þrátt fyrir langar fjarvistir.
Kalli hafði góðan kímnigáfu og
var gott að tala við hann. Var hann
af þeim sökum vinsæll meðal allra
sem þekktu hann. Kalli mun alltaf
lifa í hjarta mínu og ég er þakklát-
ur fyrir að hafa átt hann að vini.
Ég bið góðan guð að styrkja
Henríettu, eiginkonu hans og dæ-
turnar litlu, Charlottu og Josefine,
foreldra hans og systur, sem og
alla fjölskyldu hans sem var honum
svo kær.
Páll Geir Traustason
Menn koma út í lífið og fara aftur inn í
dauðann.
(Lao-tse)
Síminn hringir snemma á laugar-
dagsmorgni 1. des og nei, ekki
þetta. Ég sest við gluggann minn
í eldhúsinu og horfi út. Fyrsti snjór
vetrarins hefur fallið um nóttina.
Allt er svo fagurt og hreint og kyrrð
hvílir yfir.
Var það fyrir einu ári eða þúsund
og einu ári sem ég horfði á Karl
koma gangandi heim stéttina fagr-
an og bjartan með bros á brá.
Nú man ég það ekki lengur. Allt
virðist vera svo óralangt í burtu.
Minningarnar hrannast upp og
fyrir huga mér svífa ótal myndir,
myndir af ungum og fallegum
mönnum í blóma lífsins sem allir
höfðu lokið prófi og biðu þess eins