Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 „ þessi homar faittir stöáagt 5~cm tiL i/irtsérr." Ást er... •JfiK IO-ICV1 . .. blómlegt fjolskyldulíf. TM Reg. U.S. Pat Off.—all riflhu reserved ® 1990 Los Angeles Times Syndicate A K 3 Hve stórtækur ætlar þú að vera hér í kvöld? Ég hélt að þetta augnablik væri rómantískara. Sterkari Sjálfstæðisflokkur Til Velvakanda. Sú ákvörðun þingflokks Sjálf- stæðisflokksins að lýsa andstöðu við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar á samninga BHMR hefur valdið miklum úlfaþyt undanfarna daga. Margir hafa sakað Sjálfstæðis- flokkinn um óábyrga afstöðu, talið hann og þá sérstaklega formann hans sekan um að vilja hnekkja hinni svokölluðu þjóðarsátt með framgöngu sinni. Atvinnurekendur segja flokkinn bregðast sér, verka- lýðsforkólfar tala um atlögu að kjörum launafólks. Hið sanna í þessu máli er að ríkis- stjórnin hefur aldrei verið í stakk búin til að halda þjóðarsáttina. Hún stóð að samningum við BHMR sem hún gat ekki staðið við. í stað þess að leita eftir viðræðum við forystu- menn félagsins strax og ljóst var að samningana yrði ekki hægt að halda, voru sett bráðabirgðalög sem bijóta í bága við lög og stjórnar- skrá. Atlaga ríkisstjórnarinnar að þjóðarsáttinni heldur áfram: Aukin skattheimta um tvo milljarða króna, fjárlagahalli og óstjórn sjá til þess. Sjálfstæðisflokkurinn gat aldrei samþykkt það mannréttindabrot sem þessi bráðabirgðalög fela í sér, bæði stefnu sinnar vegna og sögu sinnar. Sú ákvörðun að greiða at- kvæði gegn lögunum var því nauð- synleg og um leið aðdáunarverð. Hún sýnir trúnað formanns flokks- ins og þingflokks hans um stefnu flokksins. Hún sýnir þor til að tak- ast á við hagsmunahópa sem löng- um hafa viljað seilast til aukinna áhrifa rnnan Sjálfstæðisflokksins. Hún sýnir að sjálfstæðismenn eru óhræddir við að ganga til kosninga og leysa úr þeim vanda sem skap- ast hefur. Flokkur sem gerist gólftuska ríkisstjórnar þegar hvikulir stuðn- ingsmenn hennar bregðast er ekki líklegur til stórra afreka. Flokkur sem er stjórnað af hags- munahópum, en sem fórnar stefnu sinni getur aldrei orðið það stjórn- málaafl sem honum ber að vera. Ákvörðun þingflokks Sjálfstæð- isflokksins sýnir, að skilningur á þessu er fyrir hendi hjá forystu flokksins. Þessi ákvörðun mun verða til þess að styrkja innviði flokksins og efla traust á forystu hans. Hún sýnir að forysta Sjálf- stæðisflokksins hefur styrk og þor til að takast á við þau vandamál sem núverandi ríkisstjórn mun skilja eftir sig. Hún sýnir að flokk- urinn hefur festu til að vinna af heilindum og treysta þá þjóðarsátt sem skapast hefur, ekki með svik- um og lögbrotum, heldur sjálfstæð- isstefnunni, þeirri stefnu sem verið hefur flokknum leiðarljós í sextíu ára baráttu gegn ofstjórn og spill- ingu. Þorsteinn Siglaugsson Við getum fækkað skuggum Til Velvakanda. Hver maður hefir áhrif annað- hvort til ills eða góðs, sagði gamall vinur minn. Eins og þú heilsar öðr- um ávarpa aðrir þig. Þetta eru sannmæli. Við getum gert þjóðlíf okkar betra. Við getum fækkað skuggunum. Við getum látið' Ijósin loga skærar og breytt böli í ham- ingju. Þetta vitum við öll. Og þá kemur alltaf þessi spurning upp í hugann: Hvers vegna ekki að gera það? Það er talað um forvarnir gegn allskonar ósóma. En hvað eru for- varnir? Eru ekki bestu forvarnir okkar fólgnar í því að ganga fram með góðu fordæmi. Hvernig getum við vænst þess af æskunni að hún lendi ekki í villu ef við höfum alls- konar ósóma fyrir henni. Hver byggir upp heimilin. Eru það ekki við? Það þarf ekki nema eitt heim- ili sem tekið er eftir sem góðu for- dæmi þá koma mörg á eftir. Getum við búist við að aðrir gangi mjóa veginn, þegar svona margir þramma hinn breiða. Er ekki alltaf verið að leggja fleiri snörur fyrir saklausa unglinga. Og þegar það er gert af þeim sem blessuð börnin líta upp til er ekki von á góðu. Hver ber ábyrgðina? Eru það ekki þeir sem eiga að vera í forystu góðra verka? Enginn efi. Hafa menn yfirleitt hugleitt þetta. Hefir þó góði vinur gert þér í hugarlund að þú ert annaðhvort ljósgeisli í þessu lífi, eða skuggi þar sem myrkrið á bækistöðvar? Finnst ekki þjóð minni í dag vera ískyggilegt allt þetta mannlega myrkur í öllu, hvort það er í heimilislífi, viðskiptum, fé- lagslífí, eða öðru. Hvernig ætlast menn til sem byija afmælisfagnaði með áfengi að börnin gangi ekki sömu slóð. Þetta er siður. Eg verð að gera þetta eins og hinir, er sagt við mig. Skammdegið færist í auk- ana. Hið árlega skammdegi. En er ekki verið að gera þetta skammdegi enn svartara með því að freista mannssálarinnar með allskonar vímuefnum. Gróði, gróði og aftur gróði blindar svo margan og þá skiptir minnstu hvernig sá gróði er myndaður. Líður þeim vel í alls- nægtum sem hafa slökkt ljósið fyr- ir öðrum? Varla. Við eigum gott land. Við eigum svo góð og saklaus börn. Við erum í raun hamingjusöm, ef ekki væri .þetta illa sem alltaf er að þvælast fyrir og settur fótinn fyrir blessaða æskuna um leið og hún þarf svo mikið á styrk þjóðfé- lagsins að halda. Við skulum íhuga þessi mál í fullri alvöru. Það er ekkert mál að ef við leggjumst á eitt. Með orð frelsarans í farar- broddi, mætti stórfækka í allri lög- reglu, stórfækka öllum drykkju- mannahælum, sjúkdómum, og öðru sem kemur í veg fyrir heilbrigt og fagurt líf. Ertu ekki sammála? Og er ekki kominn tími til að hætta að leggja blóm á leiði dáins manns en láta jjyma á vegum hinna spretta. Árni Helgason Þriðja heimsstyrjöldin? Til Velvakanda. Ég er að hugleiða hvort spádóm- ur Nostradamusar um þriðju heims- styijöldina sé að rætast. Mér datt þetta svona í hug, í sambandi við stríðsrekstur Bandaríkjamanna - og nú í þriðja sinn í annarra manna löndum - Kórea - Víetnam og nú síðast Flóinn 15. janúar. Er núverandi forseti Banda- ríkjanna tilbúinn til að fórna öllum þessum mannslífum út af barátt- unni um olíuna? Hvað varðar okkur um innanhússeijur tveggja bræðra í trúnni á Allah? Annar er fátækur hinn ríkur - veður í eiginkonum og hjákonum með fjárfestingar líkt og Japanir um alla hina vestrænu byggð. Þetta er innanríkismál, sem oss ber ekki að skipta okkur af. Taki einhver að sér stjórn, hvort sem er heimili eða ríki, ber hann eða hún ábyrgð á sínum þegnum. Guðrún Jacobsen HÖGNI HREKKVÍSI f,CG PBK 5W0 í M/eTUei//MNU ! " Víkveiji skrifar Ihverri viku berast fjölmargar greinar til ritstjórnar Morgun- blaðsins, sem óskað er birtingar á og er orðið við þeim óskum í lang- flestum tilvikum. Yfirleitt er frá- gangur á handritum góður en þó eru of mörg dæmi þess, að höfund- ar lesa greinar sínar ekki nægilega vel yfir áður en þær eru sendar til blaðsins. Afleiðingin er sú, að ýmist er of mikið af málvillum í þeim greinum eða stafsetningarvillum. Líklega hugsa þeir höfundar, sem senda slíkar greinar frá sér, eitt- hvað á þá leið, að starfsmenn Morg- unblaðsins muni lagfæra þessar víll- ur og auðvitað er það gert, eftir því sem kostur er. En satt bezt að segja er það til of mikils mælzt, að starfsmenn blaðsins taki að sér hlutverk kennara, sem er að fara yfir stíla nemenda sinna með þess- um hætti. Þess vegna vill Víkverji beina þeím tilmælum til þeirra, sem senda blaðinu greinar til birtíngar, að þeir lesi handritin vandlega yfir, áður en þau eru send til blaðsins, þannig að þau séu að mestu villu- laus. Þá er líka meiri trygging fyr- ir því, að greinarnar birtist þannig, að þær verði bæði höfundi og blað- inu til sóma. XXX Ríkisútvarpið sendi út í fyrradag fróðlegan og skemmtilegan þátt þar sem gripið var niður í frétt- ir útvarpsins í 60 ár. Þessi þáttur sýndi glögglega hvílík náma af fróð- leik um liðna tíð útvarpið er, sem virðist geyma upptökur af öllum fréttum stofnunarinnar. Vel gerðir þættir úr 60 ára sögu Ríkisútvarps- ins hafa einnig verið sýndir í sjón- varpinu. Það er umhugsunarefni, hvort hægt er að gera sumt af þessu efni aðgengilegt fyrir almenning í ein- hveiju formi. Það er t.d. ómetanlegt fyrir þær kynslóðir Vestmanney- inga, sem ekki upplifðu gosið 1973 að kynnast því með því að hlusta á fréttasendingar útvarpsins eins og þær voru endurfluttar í fyrradag. xxx Ifréttatíma Stöðvar 2 í fyrrakvöld var sagt frá tillögum yfirskoð- unarmanna ríkisreiknings frá 1988 um að breyta þeim reglum, sem nú gilda um ferðakostnað ráðherra, þingmanna og annarra embættis- manna. Þar kom fram, að skv. nú- gildandi reglum fá ráðherrar greiddan allan hótelkostnað og risnukostnað erlendis en fá jafn- framt 125% dagpeninga. Víkveiji telur sig hafa vissu fyrir því, að svipaðar reglur gildi um alþingis- menn og æðstu embættismenn. Skv. frásögn sjónvarpsstöðvar- innar töldu yfirskoðunarmenn á þeim tíma eðlilegt, að menn hefðu ekki kostnað af slíkum ferðum en heldur ekki tekjur og lögðu til, að þeir sem fá hótelkostnað greiddan fái einungis 75% dagpeninga. Þetta er augljóslega skynsamleg ráðstöf- un, sem þarf að koma í framkvæmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.