Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Þýddum skáldsögnm og frum- sömdum bamabókum fjölgar Heimsmeistaraeinvígið í Lyon: Kasparov með forystu ____________Skák________________ Karl Þorsteins SÍÐASTA vikan hefur verið við- burðarík í heimsmeistaraeinvíg'- inu í Lyon í Frakklandi. Eftir níu jafnteflisskákir í röð í einvíginu náði heimsmeistarinn, Garrí Kasparov, forystu með sigri í sextándu einvigisskákinni. Karpov jafnaði að bragði í sautj- ándu skákinni en á sunnudaginn náði Kasparov forystunni á ný þegar 18. einvígisskákinni var fram haldið eftir að hún fór í bið á laugardaginn. Karpov gaf skákina eftir 57 leiki. 19. einvíg- isskákinni' var frestað að beiðni Karpovs, en hana átti að tefla í gær. Hún verður væntanlega tefld á morgun, miðvikudag. Misheppnaðri byrjunartafl- mennsku hjá Karpov má kenna um hrakfarirnar í 18. einvígisskákinni. Kasparov náði undirtökunum strax eftir byijunina, sem framan af tefldist eins og 12. einvígisskákin í New York. Karpov koni með nýjan leik þegar hann lék riddara sínum til bG í 13. leik. Kasparov tefldi áframhaldið á rökréttan hátt. Hann lét fúslega hvítreita biskup sinn fyrir riddarann sem farið hafði alla leið frá g8 reitnum fyrir uppskiptin á a4. í kaupbæti sundraðist peða- staða Karpovs. Mótvægi áskorand- ans var fólgið í biskupaparinu sem undir hefðbundnum kringumstæð- um reynist riddurunum sterkari. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið. Peðsfórn Karpovs í fi'amhaldinu var einungis örvænting. Eftir sat áskor- andinn með sörnu veikleikana og peði fátækari. Eftir 25 leiki var það einungis spurning um tæknilega úrvinnslu við að koma vinningnum í höfn hjá hvítum. Skákinni var fram haldið á sunnudaginn eftir að hún fór í bið eftir fjörutíu leiki á laugardaginn. Karpov gaf skákina eftir 57 leiki. Það verður á brattann að sækja fyrir Karþov að endurheimta heims- meistaratitilinn. Til þess þarf hann fjóra vinninga úr síðustu sex skák- unum, því Kasparov nægir að halda jöfnu í einvíginu til þess að halda heimsmeistaratitlinum. Staðan í einvíginu er núna 9,5 — 8,5 vinning- um, Kasparov í vil. 19. einvígis- skákin verður líklega tefld á mánu- daginn, nema Karpov kjósi að taka frídag. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spánskur leikur 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3 Bb5 Kasparov leggur skoska leikinn til hliðar að þessu sinni. Nú kýs hann að beina skákinni á hefð- bundnari mið. 3. - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 - Rd7, 10. d4 - Bf6, 11. a4 - Bb7, 12. Ra3! Staðan eftir ellefta leik Karpovs hefur þrívegis áður komið fyrir í einvíginu. 6. einvígisskákin tefldist, 12. axb5 — axb5, 13. Hxa8 — Dxa8, 14. d5 - Ra5, 15. Ba2 - Rc4!. í síðari skákum hefur Kasp- arov kosið að biða með uppskiptin á b5. Hann lék 12. Be3 í 8. skák- inni en í 12. einvígisskákinni lék hann fyrst 12. Ra3. Fyrri viðureign- um í afbrigðinu lauk öllum með jafntefli. 12. — exd4, 13. cxd4 — Rb6 Vörn Karpovs var ekki auðveld í 12. einvígisskákinni eftir 13. — Ra5, 14. Ba2 — b4, 15. Rc4 — Rxc4, 16. Bxc4 - He8, 17. Db3. Staðan núna hefur svipað yfirbragð og Karpov er hagvanur í Zaitsev afbrigðinu eftir 9. — Bb7. Af þeim sökum er hreint ótrúlegt hversu auðveldlegar heimsmeistarinn skapar sér vinningsstöðu strax eftir byijunina. 14. Bf4! — bxa4,15. Bxa4 — Rxa4, 16. Dxa4 — a5? Byijunin hefur beðið skipbrot eins og Kasparov sýnir fram á í nokkrum leikjum. Undir eðlilegum kringumstæðum mætti álíta að biskupaparið svarta gæfi þokkalegt mótspil fyrir stijála peðastöðu en svo er ekki hér. 16. — d5 er ekki fallegur leikur fyrir augað en gaf e.t.v. betri möguleika. Eftir 17. e5 , — Be7, 18. Hacl — Rb4 á svartur þokkalega möguleika á mótspili. 17. Bd2! Riddarastökk á b4 kostar svartan héðan í frá peð. Biskupaparið nýtist svörtum ekki sem skyldi og næsti leikur hans er vanhugsaður. 17. — d5 var haldbetri vörn. 17. - He8?, 18. d5! - Rb4 18. — Re5, 19. Rxe5 — Bxe5, 20. Rc4 var engu skárra. 19. Bxb4 — axb4, 20. Dxb4 — Hb8, 21. Dc4! Mjög sterkur leikur. Vörnin er svörtum mjög erfið eftir 21. — Bxb2, 22. Ha2 með bakstætt peð á c7 og óvirka biskupa. Eftir 22. — Bxa3, 23. Hxa3 hótar hvítur óþyrmilega 24. Ha7 og Hcl. 22. — Df6, 23. Rb5 er engu skárra. Leik- ur Karpovs bjargar engu. Hann kýs að tefla taflið peði undir og aðeins kraftaverk gæti komið í veg fyrir tap þegar hér er komið til sögu. 21. - Dc8, 22. Rd4 - Ba6, 23. Dc3 — c5, 24. dxc6 framhjáhlaup - Bxd4,25. Dxd4 - Dxc6,26. b4 Hvíti riddarinn er sterkari en biskupinn og að auki er hvítur peði yfir. Taflmennska Kasparovs ber þess merki fram að bið að hann vill ekki taka neina áhættu. Hann flýtir sér hvergi og vill eftirláta aðstoðarmanni sínum að finna ör- uggustu vinningsleiðina eftir aO skákin hefur farið í bið. - h6, 27. He3 - He6, 28. f3 - Hc8, 29. Hb3 - Bb5, 30. Hb2 - Db7, 31. Rc2 - De7, 32. Df2 32. Re3 var eðlilegri leikur. kynningarvettvang. Helstu breytingar sem verða í bókaflokkum frá síðasta ári til ái'sins 1990 eru þær að þýddum skáldsögum fjölgar nokkuð og einnig frumsömdum íslenskum barnabókum og í heild eykst fram- boð barna- og unglingabóka mik- ið. A hinn bóginn sýnist ævisögum og viðtalsbókum fækka nokkuð. Samanburður á verði bóka frá ári til árs er alltaf erfiður, en sé litið á verð „dæmigerðra“ íslenskra skáldsagna síðustu árin kemur í lós að „meðalskáldsagan“ sem í fyrra kostaði út úr búð 2.842 krónur kostar i ár 2.440. Hefði ekkert verið að gert, virðisaukV skattur lagst á bækur og þær hækkað með byggingarvísitölu hefði meðalbókin í ár átt að kosta 3.131 krónu og er því um 28% ódýrari en annars hefði orðið. Þetta þýðir það að ekki hefur að- eins tekist að láta virðisaukaskatt- inn skila sér beint til neytenda heldur hefur hagræðing i útgáf- unni leitt til enn frekari lækkunar. Sé samanburður teygður til fleiri ára kemur i ljós að verð íslenskra skáldsagna (á núvirði, stuðst við byggingarvísitölu) hefur verið hæst árið 1987 en siðan far- ið ofurlítið lækkandi með hveiju ári. Samsvarar t.d. verð „meðal- - bókarinnar" frá 1987 því að hún kostaði í dag án virðisaukaskatts kr. 2.744 í stað 2.440, eins og áður sagði. Sigfús Halldórsson ásamt útgáfustjórn. Sönglög Sigíúsar Hall- dórssonar gefin út í TILEFNI af sjötugsafmæli Sigfúsar Halldórssonar, tónskálds og listmálara, 7. sept. sl. var ákveðið fyrr á þessu ári í bæjarstjórn Kópavogs að standa að útgáfu bókar með lögum hans. Lagavel í þessari bók hafa þeir Guðni Þ. Guðmundsson organisti og Friðbjörn G. Jónsson söngvari annast í samráði við tónskáldið. Nýju lögin í bókinni hefur Guðni Þ. Guðmundsson búið til prentunar, en Magnús Kjartansson, tónlistar- maður, sá um tölvusetningu. Auk framantaldra hafa Guðni Stefáns- son forseti bæjarstjórnar og Krist- ján Guðmundsson'fyrrverandi bæj- arstjóri verið í útgáfustjórn. Umbrot, filmuvinnu og prentun annaðist prentsmiðja Guðjóns Ó. og hönnun á kápu Björgvin Páls- son. Þessi sönglagabók sem er 118 bls. að stærð og hefur að geyma 42 lög verður til'sölu í bóka- og tónlistarbúðum um land allt og kostar 1.500 krónur. Umsjón með dreifingu hefur Bókasafn Kópa- vogs. Morjrunblaðið/Björn Blöndal Kór Keflavíkurkirkju ásamt börnum úr Myllubakkaskóla og fermingarbörnum sungu jólalög undir stjórn Einars Arnars Einarsson organista. A innfelldu myndinni eru Heiðrún Klara Jóhannsdóttir sem tendraði ljósin á jólatrénu og Margit Tweitn sendiráðsrilari í norska sendiráð- inu sem aflienti Keflvíkingum tréð. Kveikt á jóla- trénu í Keflavík Keflavík. KVEIKT var á jólatrénu í Keflavík á sunnudaginn. Jólatréð, sem er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Keflavíkur í Noregi, stendur við Tjarnargötu og setur skemmtilegan svip á bæinn. Margit Tweitn, ritari í norska sendiráðinu, afhenti jólatréð, en liún er fædd í Krist- iansand. Jónína Guðmundsóttir bæjarfulltrúi tók við trénu fyrir hönd Keflvíkinga og ung stúlka, Heiðrún Klara Jóhannsdóttir, nein- andi í Myllubakkaskóla, kveikti á því ljósin. Við athöfnina, sem Kjartan Már Kjartansson skólastjóra Tónlista- skólans í Keflavík stjórnaði, komu fram nemendurí tónlistafskólanum. Kór Keflavíkurkirkju ásamt börnum úr Myllubakkasóla og fermingar- börnum sungu nokkur jólalög undir • stjórn Einars Arnars Einarssonar og síðan komu jólasveinar og skemmtu þeim yngstu. Ágæt þátt- taka vaf og fjölmenntu Keflvíkingar ásamt börnum sínum við athöfnina sem fram fór í þokkalegu veðri miðað við fyrri ár. -BB Húsavík: Aldrei fleiri sýning- ar í Safnahúsinu Ævisögum og viðtalsbókum fækkar IJT ERU komin á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda Bóka- tíðindi 1990. í ritinu kynna fjöl- margir útgefendur bækur sínar og er þar að finna margvíslegar upplýsingar m.a. um efni og verð. í fréttatilkynningu frá J’élagi íslenskra bókaútgefenda segir: „Bókatíðindin hafa komið út í nokkur ár og má orðið fá af þeim talsverðan samanburð um ísjenska bókaútgáfu frá ári til árs. í fyrra voru kynntir í tíðindunum liðlega 300 titlar en í ár hefur þeim fjölg- að í rösklega 340. Þetta er þó ekki vísbending um svo mikla hlut- fallsaukningu í bókaútgáfunni heldur sýnir einkanlega að útgef- endur telja Bókatíðindin góðan Bókatíðindi 1990. Húsavík. Ljósmyndasýning Guðmundar Bjartmarssonar frá Sandi hefur í síðustu viku staðið yfir í Safnahús- inu á Húsavík og verið vel sótt. Allt myndefnið er úr Þingeyjar- sýslu og mjög fjölbreytt og margar myndirnar vöktu eftirtekt og bentu sjáendum á ýmsa staði sem athygl- isverðari eru en menn gera sér al- mennt ljóst, þó um héraðið fari og telji sig þekkja flesta bletti þar. Þetta er níunda myndlistarsýn- ingin í Safnahúsinu á þessu ári og hafa þær ekki áður verið fleiri og hafa verið mjög vel sóttar. Einnig eru gestir í Safnahúsinu á þessu ári orðnir fleiri en áður eða alls um fimm þúsund. - Fréttaritari Morgunblaðið/Silli Guðmundur Bjartmarsson frá Sandi við eitt verka sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.