Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 11. DESEMBER 1990 Átök í stjórn Stöðvar 2: Stjómarmaður segir af sér vegna brottvikn- ingar fj ár málastj óra Við upphaf stjórnarfundar Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær sagði Hreinn Loftsson lögmaður sig úr stjórninni, en Hreinn var fulltrúi Sýnarhópsins svonefnda í stjórninni. Varamaður Hreins, Steingrímur Eliingsen, tók sæti hans á fundinum. Hreinn segir ástæðu úrsagnar sinnar fyrst og fremst óánægju með það hvernig staðið var að brott- vikningu Kristjáns B. Ólafssonar fjármálastjóra félagsins, en ákveðið hefur verið að framlengja ekki starfssamning hans sem rennur út í janúar. Jóhann J. Ólafsson stjórnarformaður Stöðvar 2 segir það alfar- ið á ábyrgð sjónvarpsstjóra að starfssamningur Kristjáns var ekki endurnýjaður, Hreinn Loftsson sagði við Morgun- blaðið að hann þekkti engin efnisleg rök fyrir því að Kristján ætti að hætta störfum, þar sem hann væri mjög hæfur í þessu starfi. „í bréfi mínu til stjórnarinnar segist ég hafa séð gögn, sem bendi til þess að ein- stakir stjómarmenn hafi látið félagið standa straum af framlengingar- kostnaði persónulegra víxla sem teknir voru vegna hlutabréfakaupa í félaginu. Kristján mun hafa mót- mælt þessari meðferð á fjármunum félagsins, eins og hans hlutverk er ef hann telur að um rangar ákvarð- anir sé að ræða. Ég óttast að þetta sé fyrst og fremst ástæðan fyrir brottvikningu Kristjáns, það er að hann hafi staðið sig í sínu starfi," sagði Hreinn. Hreinn tók það fram að þótt Sýn- arhópurinn hefði beðið sig að taka sæti í stjóm Stöðvar 2, bæri ekki Siðanefnd blaðamanna: Hallur Magnús- son brotlegnr SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur úrskurðað, að Hall- ur Magnússoji hafi brotið gegn siðareglum BÍ með grein í Tíman- um 14. júlí 1988 um séra Þóri Stephensen og framkvæmdir í kirkjugarðinum í Viðey. Fjórir af fimm fulltrúum I siðanefnd stóðu að þessum úrskurði, en einn skil- aði séráliti og taldi ekki um brot að ræða. Þórir Stephensen vísaði máli þessu til siðanefndar BÍ 12. október sl. og í úrskurði siðanefndar segir meðal annars, að Hallur Magnússon fari í greininni með rangt mál um ábyrgð Þóris Stephensen á framkvæmdum við kirkjugarðinn í Viðey. Að gefnum röngum forsendum sé Þórir harka- lega gagnrýndur, vafasamar álykt- anir dregnar og óþörf stóryrði notuð. Á fyrmefndum rangfærslum um ábyrgð Þóris Stephensen reisir siða- nefnd úrskurð sinn, en ekki þeim skoðunum, sem settar eru fram í greininni. að iíta á ákvörðun sína nú sem af- stöðu Sýnarhópsins til Stöðvar 2. Jóhann J. Ólafsson stjórnarfor- maður Stöðvar 2 sagði við Morgun- blaðið, að starfssamningur Kristjáns B. Ólafssonar hefði alfarið verið á ábyrgð sjónvarpsstjóra, og vegna þess að Þorvarður Elíasson sjón- varpsstjóri lætur senn af störfum, hefði hann talið réttast að Páll Magn- ússon, sem tekur við sjónvarpsstjóra- starfinu, leiddi þetta til lykta eins og hann teldi hentugast miðað við sitt starf í framtíðinni. Stjórn Stöðv- ar 2 hefði ekki komið nálægt því máli. Jóhann sagði að fjórir hluthafar í Stöð 2 hefðu leigt stöðinni veð og fengju fyrir það greiðslur sem lagðar væru inn á viðskiptareikning. Af þeim reikningi væru greiddir vextir af umræddum hlutafjárvíxlum, sem hljóða samtals upp á 51 milljón króna. Fyrir þessu hefði margoft verið gerð grein. Lögmenn og endur- skoðendur hefðu fjallað um þessi mál og teldu þetta ekki óeðlileg við- skipti. Þá sagði Jóhann að engar athugasemdir hefðu komið til stjórn- arinnar frá Kristjáni varðandi þetta mál. Morgunblaðið/Þorkell Jólasveinar og jólatré á Austurvelli FJÖLDI fólks lagði leið sína á Austurvöll í Reykjavík á sunnudag, þar sem tendruð voru jjós á Óslóartrénu svo- nefnda, gjöf Óslóarbúa til Reykjavíkinga. Per Aasen sendiherra af- henti tréð en Magnús L. Sveinsson forseti borgar- stjórnar tók við því fyrir hönd Reykvíkinga. Að því loknu skemmtu Askasleikir og bræð- ur hans höfuðborgarbörnun- um af þaki ísafoldarhússins að venju, og þrátt fyrir kuld- ann tóku börnin vel undir jóla- sveinalögin. Hafnarfjörður og Garðabær: Engin skýring finnst á þrýst- ingsfalli í heitavatnsæðinni Kvartanir berast hvaðanæva af þjónustusvæði Hitaveitunnar ÞRÝSTINGUR í heitavatnsæðinni til Hafnarfjarðar hefur verið með lægsta móti undanfarna sólar- hringa með þeim afleiðingum að heitt vatn hefur verið af skornum skammti í Garðabæ og Hafnar- firði. Að sögn Gunnars Kristins- sonar hitaveitustjóra hefur enn engin skýring fundist á þrýstings- fallinu en sérfræðingar á vegum Hitaveitunnar leita hennar með mælingum. Einna helst er þó hall- ast að því að um bilun í loka ein- hvers staðar á æðinni sé að ræða. Fyrir hádegi í gær bárust 140 kvartanir um heitavatnsskort hvaðanæva af þjónustusvæði Hita- veitu Reykjavíkur. „Það er meiri mótstaða í æðinni en við áttum voh á og það eru menn að störfum að mæla þetta. Það hefur Tillaga um stofnun deildar fyrir geðsjúka afbrotamenn gengið hálftreglega fram að þessu því við byrjuðum að mæla þrýstjng síðastliðinn laugardag," sagði Gunn- Hann sagði að fyrir hádegi í gær hefðu borist hátt í 140 kvartanir frá öllu þjónustusvæði Hitaveitu Reykjavíkur, ekkert síður frá Reyk- víkingum en Hafnfirðingum. Á föstu- dag og laugardag bárust á annað hundrað kvartanir á dag úr Hafnar- firði og Garðabæ vegna ónógs hita: Gunnar sagði að nýlega hefði ver- ið boraður út hluti úr Hafnarfjarð- aræðinni og hann rannsakaður. Hefði ekkert komið í ljós sem benti til þess að útfellingar úr æðinni hefðu valdið þrýstingsfallinu. „Það var innan við eins millimetra húð af járnsúlfíði eða sílíkati innan í æðinni eins og alltaf er í okkar æðum.“ Gunnar sagði að Hafnarfjarðar- æðin væri komin til ára sinna, en hún var lögð árið 1974. Ráðgert væri að hefja lagningu nýrrar æðar til Hafnarfjarðar næsta vor en verk- ið tæki þrjú ár. Hann taldi ólíklegt að bilanirnar mætti rekja til Nesja- vallavirkjunar. Á sunnudag bilaði aðalæðin í Kópavogi og var gert við hana í gær. Gat kom á æðina við Nýbýlaveg og hiti fór af húsum í Kópavogi. Ástæðan fyrir biluninni var tæring í aðalæðinni en lagnirnar eru orðnar 17 ára gamlar. SAMSTARFSHOPUR á vegum heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyt- is skilar væntanlega af sér áliti í dag um úrbætur á sviði vistun- ar geðsjúkra afbrotamanna. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra hyggst kynna málið á ríkisstjórnarfundi í dag. í tillögum nefndarinnar er rætt um stofnun sérstakrar deildar fyrir geð- sjúka afbrotamenn. „Ég vona að það þurfi engin lagasetning að koma til í þessu Vestmannaeyjar: Rafmagnslaust í öllum bænum RAFMAGNSLAUST varð í Vest- mannaeyjum laust fyrir kl. 20 í gærkvöldi og komst rafmagn ekki á aftur fyrr en að 40 mínút- um liðnum. Orsök bilunarinnar var ísing á línum á Landeyjasandi. Rafmagn fór af öllum bænum og voru dísel- rafstöðvar ræstar. Um klukkan 8.40 tókst að komast fyrir bilunina og rafmagn komst á. sambandi heldur verði ráðist í það á grundvelli tillagna samstarfs- hópsins að bæta eitthvað úr þess- ari þörf, það er að segja að koma upp einhvers konar réttargeðdeiid og veita þessum mönnum aðhlynn- ingu og aðsetur," sagði Guðmund- ur Bjarnason. Þær tillögur sem starfshópurinn hefur fjallað um er stofnun sér- stakrar deildar fyrir geðsjúka af- brotamenn, en deilt hefur verið um hvort hægt sé að koma slíkri deild fyrir á geðdeildum sjúkra- húsanna eða hvort stofnun sér- stakrar deildar sé nauðsynleg. Að sögn heilbrigðisráðherra ganga til- lögur hópsins-út á-að stofnuð verði • sérstök deild sem starfi í nánum tengslum við geðdeildir sjúkrahús- anna. „Við myndum auglýsa strax eftir forstöðumanni fyrir þessari deild ef þetta verður niðurstaðan, þannig að sá aðili sem kemur til með að veita deildinni forstöðu hefði áhrif á mótun hennar, upp- byggingu og hvar hún yrði til húsa,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þeir einstakling- ar sem einkum væri horft til í þessu sambandi væru ósakhæfir afbrotamenn, en um væri að ræða 4-5 einstaklinga. „Við sitjum þvi miður uppi með nokkra slíka ein- staklinga eins og er og þar af hafa tveir verið vistaðir í Svíþjóð vegna aðstöðuleysis hér og því fylgir gífurlegur kostnaður,“ sagði Guðmundur. Sjá einnig viðtöl við Oiaf Olafsson landlækni og Tómas Helgasongeðlækniá-bls. 34. >- Guðmundur Ágústsson alþingismaður: Ætlaði að fella frum- varp um fiskveiðisijórn Guðmundur Ágústsson þingflokksformaður Borgaraflokksins ætlaði að greiða atkvæði gegn frumvarpi um stjórn fiskveiða í efri deild Alþingis sl. vor og fella þannig stjórnina. Skömmu áður en greiða átti atkvæði féllst Guðmundur á að breyta um afstöðu gegn því að frumvarp um verkefni umhverfisráðherra yrði af- greitt á því þingi. Þetta kemur fram í grein sem Guðmundur Ágústsson skrifar í Morgunblaðið í dag. Þar gerir hann grein fyrir ástæðum þess að hann hefur sagt skilið við ríkisstjórnina. Guðmundur segist hafa tjáð að- stoðarmanni forsætisráðherra það í október, að hann væri orðinn dauðleiður á yfirganginum í ein- stökum ráðherrum og hefði ekki áhuga á að eiga samstarf við menn sem gengiu yfir sig á skítugum skónum og litu á sig og Borgara- flokkinn sem atkvæði en ekki sam- starfsaðila. Eftir að krafa Borgara- flokksins um mann í bankaráð Seðlabankans var ekki tekin til greina, ritaði Guðmundur svo for- sætisráðheiTa bréf þar sem hann sagði sig frá ríkisstjórninni. Sjá grein Guðmundar á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.