Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990
9
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi... §
... þær duga sem besta bók. >
VELKOMINÍ TESS
Til jólagjafa
Blússur, peysur, belti, sjöl og treflor.
Opið laugardag frá kl. 10-18.
TESS
V NEi
k
NEÐST ltlÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
mm m ®
ifoico
REIKNIVÉLAR
0 12 stafa reiknivél
með minni
0 Frábær vél á
einstöku veröi
0 Strimill og skýrt
Ijósaborð
0 Svart og rautt letur
0 Stærð:
210x290 x 80 mm
ERU ÓRÝRARI OG BETRI
ÍbÍCO 1232
Reykjavík:
Penninn, Hallarmúla, Kringlunni, Austurstræti.
E.TH.MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000
NY GERÐ OG
BREIÐARA SNIÐ
Nýja línan var framleidd til að gera fleirum
mögulegt að nota þessa frábæru öryggisskó.
JALLATTE öryggisskórnir eru meo stáltá
og stálþynnu i sóla, með stömum olíu-
og hitaþolnum Neotril sóla.
JALLATTE er allt sem þarf á fæturna.
>X< Jallabbe
ÖRYGGISSKÓR
Skeifan 3h-Sími 82670
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Einarsdóttir
Kvennalistinn til vinstri?
Tilkynnt hefur verið hvaða konur fengu
flest atkvæði í forvali Kvennalistans í
Reykjavík vegna framboðslista flokksins
í komandi þingkosningum. Eins og endra-
nær hvílir dálitil leynd yfir þessari ákvörð-
un á vegum Kvennalistans. Þannig er
hvorki gefið upp hvernig atkvæði skipt-
ust á milli frambjóðenda né hve margir
fengu atkvæði. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, fyrrum borgarfulltrúi, fékk flest
atkvæði í forvalinu. Skipi hún efsta sæti
lista flokksins í komandi þingkosningum
má færa rök að því, að Kvennalistinn
hafi færst til vinstri frá því sem áður var.
Ýtttilhliðar
Kvennalisdiin er næsta
laus í böndum, þegar lilið
er á innra skipulag og
þvi erfitt að átta sig á
því, hvernig ákvarðanir
eru teknar svo sem un;
skipan framboðslista. I
frétt Morgunblaðsins á
sunnudag um forval
flokksins í Reykjavík seg-
ir, að í fyrri umferð þess
hafi borist tilnefmngar
um 70 konur til setu á
framboðslistanum en i
síðari umferðinni liafi
verið kosið á milli þeirra
12, sem fiestar tilnefn-
ingar hlutu.
Nú sitja þrjár konur
úr Reykjavík á þingi fyr-
ir Kvciuialistaim: Kristin
Einarsdóttir, Þórhildur
Þorleifsdóttir og Guðrún
J. Halldórsdóttir. Um það
leyti sem forvalið stóð
yfir tilkynnti Þórhildur
að hún gæfi ekki kost á
sér í framboð að nýju. 1
forvalinu ýtti Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, sem
sat í sex ár í borgarstjóm
fyrst fyrir Kvennafram-
boðið og síðan Kvenna-
listaim, Kristínu Einars-
dóttur niður í amiað sæti
og Guðrún J. Halldórs-
dóttir lenti í fjórða sæti
en Kristín Ástgeii-sdóttir
skaust upp í þriðja sætið.
Kvennalistiim hefur
haft þá reglu að þing-
memi hans skuli ekki
sitja nema ákveðiö árabil
á þingi. Hefði mátt ætla
að í þeirri reglu fælist,
að þær sem tækju við af
þehn sem víkja í sam-
ræmi viö hana, gætu set-
ið umsaminn tima enda
vom þau rök flutt fyrir
útskiptareglunni, að með
henni væri tryggð sam-
fella í þingstörfum og
þekking á þeim. Með
hliðsjón af þessum rök-
um, sem hcfur verið
haldið á loft af Kvenna-
listanum, má segja, að
þeim Kristmu Einai-s-
dóttur og Guðrúnu, J.
Halldórsdóttur hafi verið
ýtt til hliðar.
Stefnttil
vinstri
Þeir sem fylgst hafa
með stjóramálaafskipt-
um higibjargai- Sólrúnar
Gísladóttur hljóta að
draga þá ályktun af nið-
urstöðu forvalsins í
Reykjavík, að vilji sé til
þess að Kvemialisthin
taki ákveðnari stefnu til
vinstri. Hún hefur í ýms-
um málum skipað sér til
vhistri við Alþýðubanda-
lagið og pólitískur upp-
runi liemiar er svipaður
og hjá þeim alþýðu-
bandalagsmömium, sem
hafa mótmælt starfshátt-
um Ólafs Ragnars
Grímssonar fiokksfor-
manns.
Vegna þess hve óljóst
er, hveijir höfðu rétt til
þátttöku í forvali
Kvemialistans og um hve
rnörg atkvæði var barist
í því, er erfitt að átta sig
á hvaðan fylgi Ingibjarg-
ar Sólrúnar hefur komið.
Ef til vill er þar um að
ræða óánægt alþýðu-
bandalagsfólk, sem sætt-
ir sig hvorki við ráð-
herrasósialismann né að-
förina að BHMR. Eins og
memi muna gengu
nokkrir miðstjómar-
meim Alþýðubandalags-
his af fundi miðstjómar-
innar á Akureyri fyrir
nokkm til að mótmæla
BHMR-stefnu flokksins.
Höfðar Ingibjörg Sólrún
til þessa fólks?
Skoðana-
ágreiningur
Á landsfundi Kvenna-
listans sem var lialdiim í
byijun nóveinber var
gerð söguleg samþykkt
um afstöðu fiokksins til
vaxta á lán úr byggingar-
sjóðum ríkisins. Vildi
flokkurinn að fárin yrði
sú leið að hækka vextina
til að bjarga sjóðunum
og hefur Kristm Einars-
dóttir, þingmaður fiokks-
ins, varið þá stefnu. higi-
björg Sólrún er á annarri
skoðun, eins og kom
fram i viðtali við hana i
Þjóðvi\janum 10. nóv-
ember sl. Þar spyr blaða-
maður: „Var ekki kú-
vendhig ykkar í vaxta-
málum vanhugsuð þar
sem í ljós kom að hún
leysir ekki vanda bygg-
ingarsjóðanna?" Ingi-
björg Sólrún svarar:
„Jú, það má segja þaö.
Við hefðum líklcga ekki
tekið þessa ákvörðun um
vaxtahækkmi ef við hefð-
um gert .okkur grein fyr-
ir því, að auknar vaxta-
greiðslur leiða til þess að
lánstíminn lengist. En
það er svo sem ekki hægt
að lá okkur það frekar
en öðrum stjómmála-
fiokkum. Þessi umræða
um vaxtahækkun kom
upp fyrir ári, og þá datt
engum í liug að þetta
væri svona. Það er ekki
bara Kvennalistinn, held-
ur allir stjórmnálafiokk-
ar sem hafa fallið í þessa
sömu gryfju. Að því leyt-
inu til er þetta vanhugs-
að. Ymsir myndu líka
telja það vanhugsað að
koma með hugmyndir
um vaxtahækkmi svona
rétt fyrir kosnhigar.
Pólitískt séð er það sjálf-
sagt ekki heppilegt og
kannski ekki líklegt að
verða okkur til fram-
dráttar. En það er hins-
vegar miklu heiðarlegra
að segja það fyrir kosn-
ingar, heldur en að taka
þátt í vaxtahækkun eftir
kosnuigar, einsog sjálf-
sagt ýmsir aðrir hefðu
gert. En það má ekki
gleyma því, þegar verið
er að tala um vaxtahækk-
un, að vaxtabætur eiga
að koma á móti og eyða
hækkunimii lijá Iág-
launafólki og fólki með
meðaltekjur."
I þessu svari er slegið
úr og í. Lesandimi hlýtur
þó að draga þá ályktun
að Ingibjörg Sólrún telji
ályktun landsfundarins
sem samþykkt var að til-
stuðlan keppinaular
hennar í forvali Kveima-
listans vanhugsuð mis-
tök. Var tekist á um þetta
mál í forvali Kveiinalist-
ans í Reykjavík? Gildir
landsfundarsamþykkt
Kvemialistans ekki leng-
Ur? Er mmt að ýta henni
til hliöar með þeiin hætti
sem Ingibjörg Sólmn
gerir?
SKATTAFRÁDRÁTTUR 1990
Getur þú lækkað
skattínn þinn?
í fyrra fengu yfir 5.000 einstaklingar skattafrádrátt
vegna kaupa á hlutabréfum. Flestir keyptu bréfín seint
á árinu og síðustu dagana fyrir áramót myndaðist
mikil örtröð hjá verðbréfafyrirtækjum.
Hugsanlega munu allt að 15.000 einstaklingar nýta
sér heimild til skattafrádráttar í ár. Það getur því
borgað si'g að tryggja sér hlutabréf í tíma. til þess að
forðast biðraðir síðustu daga ársins.
Verið velkomin í VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.