Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐiÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBBR 1990 24 SKÁTABÚÐIN borðinu eftir Sigurbjörn Þorkelsson Þær bækur sem okkur eru kær- astar hveiju sinni fá oft þann sess að prýða náttborð okkar. Á nátt- borðunum er því að finna breytilegt úrval bókmennta, misuppbyggi- legra bóka. Ein er sú bók sem flestir eiga eða hafa aðgang að, það er Biblían eða Nýja testamentið. Flestir ís- lendingar á aldrinum 10-48 ára hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélögum og ættu því að hafa komið með bækurnar inn á heimili sín. Hvar eru þessi eintök nú? Hversu kær er Biblían ’eða Nýja testamentið þitt þér? Fær það sess á náttborðinu þínu, eða er það e.t.v. rykfallið uppi í bóka- hillu, eða lokað ofan í skúffu, eða „Er ekki upplagt að finna Nýja testamentið okkar núna fyrir jólin og koma því fyrir á náttborðinu okkar, svo það verði okkur auð- veldara að teygja okkur íþað.“ hefur þú hugsanlega ekki hugmynd um hvar það er niður komið? Nýja testamentið er ekki fyrir- ferðarmikil bók, en hún hefur samt í sér fólgin verðmæti, verðmæti sem þú hefur ekki efni á að vera án. Nýja testamentið þitt eða Bi- blían þín er dýrmætasti hluturinn ÚTSÖLUSTAÐIR: VERSLUNIN ÓÐINN, AKRANESI SPORTHLAÐAN, ÍSAFIRÐI SKÍÐAÞJÓNUSTAN, AKUREYRI SPORTVÍK, DALVÍK BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS, HÚSAVÍK SKÓGAR, EGILSSTÖÐUM LYUILL, REYÐARFIRÐI -SWRAK FKAMÚK SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045 VISA Raðgreiöslur Póstsendum samdægurs Engin þjóðarsátt um bráðabirgðalögin eftir Björn Bjarnason Söguleg ákvörðun þingflokks sjálfstæðismanna um að snúast gegn bráðabirgðalögum ríkis- stjómarinnar, sem gefin voru út eftir að félagsdómur hafði fallið BHMR í vil, hefur orðið til þess að varpa ljósi á einstaka þætti þessa flókna máls. Vegna hennar hafa ráðherrar enn einu sinni opin- berað hrokafulla afstöðu sína til valdsins sem þeir telja sig hafa. Ólík álit Þjóðhagsstofnunar annars vegar og hagdeildar Seðlabankans hins vegar hafa beint athyglinni að því, að það var og er undir aðil- um vinnumarkaðarins komið, hvort hin samningsbundna hækkun ríkis- ins til BHMR, sem afnumin var með bráðabirgðalögunum, leiðir til óðaverðbólgu. Athygli hefur verið vakin á því að þjóðarsáttin gengur þvert á lögmál markaðarins. Ákvörðun þingflokks sjálfstæðis- manna hefur minnt á að þjóðarsátt- in svokallaða snýst alls ekki um bráðabirgðalögin heldur um tíma- bundinn kjarasamning sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu með sér í febrúar á síðasta ári og gildir fram á næsta haust. Samningurinn er merkur vegna þess að aðilarnir urðu sammála um að nauðsynlegt sé að þeir eins og allir aðrir taki tillit til hagfræðilegra staðreynda. Um árabil hafa kjaraviðræður sem betur fer verið að þróast til þessar- ar áttar. Huglæg hlið þess máls er jafnvel mikilvægari en tíma- bundin efnisleg niðurstaða. Árang- urinn sem hefur náðst í baráttunni við verðbólguna byggist í senn á þjóðarsáttinni og þeirri staðreynd að dregið hefur úr spennu á vinnu- markaðinum. Þegar litið er á það sem kynni að ógna þjóðarsáttar- samningunum kemur margt fleira til en samningur ríkisins við BHMR. Má þar nefna jafnólíka hluti og skattahækkanir sem eru forsætisráðherra og fjármálaráð- herra kærar og stórframkvæmdir vegna nýs álvers. Leikreglur lýðræðisins Þegar á allan málatilbúnað ríkis- stjórnarinnar gagnvart BHMR er litið ætti undrunarefnið vegna af- stöðu þingflokks sjálfstæðismanna að vera það, hvernig nokkrum gat til hugar komið, að þingflokkur stærsta stjórnarandstöðuflokksins myndi leggja blessun sína yfír verk stjórnarherranna. Felst það ekki í leikreglum lýðræðisins, að í málum sem þessum sé það skylda stjórnar- andstöðu að veita mótspymu, draga fram ámælisverða þætti í stefnu og starfsháttum ríkisstjórn- arinnar? Síðan fer það eftir mati hveiju sinni, hve hörð andstaðan eigi að vera. í því tilviki sem hér um ræðir tel ég, að þingflokkur sjálfstæðismanna hafí ekki átt ann- an kost en snúast einarðlega gegn bráðabirgðalögunum. Nauðsynlegt var að láta á það reyna, hvort ríkis- stjórnin hefði meirihluta á þingi til að knýja bráðabirgðalögin í gegn. Skiljanlegt er að forráðamenn atvinnurekenda líti á þetta mál öðmm augum en þingflokkur sjálf- stæðismanna. Atvinnurekendur knúðu á um setningu bráðabirgða- laganna meðal annars með því að segjast mundu fallast á 4,5% hækk- un launa eftir að félagsdómur féll BHMR í vil. Átökin um afleiðingar dómsins hefðu alveg eins -getað orðið á milli aðila vinnumarkaðar- ins eins og á milli stjórnmálaflokk- anna á þingi. Á vinnumarkaðinum völdu menn þann kost að kasta málinu í fangið á stjórnmálamönn- unum. Fyrir því voru gild rök, þar sem ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar hafði kallað vandann yfir sig með samningi við BHMR frá því í maí 1989 og fyrirheitum og handsölum ráðherra við gerð þjóðarsáttar-samninganna í febrú- ar. Með þessu vísuðu aðilar vinnu- markaðarins málinu til stjórnmála- mannanna og verða auðvitað að sætta sig við að á Alþingi sé málið tekið þeim tökum sem samrýmist starfsháttum þar. Það hefur aldrei verið gerð nein þjóðarsátt um bráðabirgðalögin sem ríkisstjórnin gaf út 3. ágúst 1990. Spennan á þingi vegna sam- þykktar þingflokks sjálfstæðis- manna frá 28. nóvember stafaði af því að ríkisstjórnin reyndist ekki hafa nægan styrk til að koma fram- varpi til staðfestingar á bráða- birgðalögunum í gegnum neðri deild Alþingis. Undir þeim þrýstingi sem þingflokkur sjálfstæðismanna skapaði gaf einn stjórnarþing- manna sig. Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, féll frá andstöðu sinni við bráða- birgðalögin. Er eftirtektarvert að hann gerði það ekki vegna stuðn- ings við efnisákvæði laganna held- ur til þess að firra því að ríkisstjórn- in gripi til þess óyndisúrræðis sem ráðherrar vora teknir að boða, að rjúfa þing og efna til kosninga og setja ný bráðabirgðalög af starfs- stjórn eftir að hin fyrri voru úr gildi fallin. Þegar spennan var í hámarki vegna ákvörðunar þingmanna Sjálfstæðisflokksins reyndu ráð- herrar, aðilar vinnumarkaðarins og allir aðrir, sem stóðu að setningu Björn Bjarnason „Þegar á allan málatil- búnað ríkisstjórnarinn- ar gagnvart BHMR er litið ætti undrunarefnið vegna afstöðu þing- flokks sjálfstæðis- manna að vera það, hvernig nokkrum gat til hugar komið, að þingflokkur stærsta s1j órnarandstöðu- flokksins myndi leggja blessun sína yfir verk stj órnarherranna. “ bráðabirgðalaganna eða studdu hana, að gera flokkinn sem tor- tryggilegastan. Vegna vonanna sem bundnar eru við þjóðarsáttina var málinu að sjálfsögðu snúið upp í það, að þingflokkurinn vildi hana feiga. Jafnframt var gripið til þess gamalkunna ráðs að koma á kreik sögusögnum um samsæri og að þingmenn Sjálfstæðisflokksins væra ekki annað en strengjabrúð- ur, ekki vinnuveitenda að þessu sinni, heldur borgarstjórans í Reykjavík. Magnaðist sá áróður þegar í ljós kom að ekki hafði ver- ið haft samband við þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem sátu ekki hinn sögulega þingflokksfund, og einhverjir sem stóðu að ákvörðun- inni í þingflokknum 28. nóvember kynnu að breyta um skoðun, þegar á reyndi í atkvæðagreiðslu á Al- þingi. Hræðsluáróðurinn sem átti að beita gegn sjálfstæðismönnum varð hins vegar bragðdaufur og marklaus eftir að Davíð Oddsson hafði glímt við tvo forystumenn Framsóknarflokksins, Steingi-ím Hermannsson og Halldór Ásgríms- Bókín á nátt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.