Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 69
MOEGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 69 Kveðjuorð: Hjörtur Oddsson Fæddur 31. ágúst 1962 Dáinn 26. nóvember 1990 Maður situr heima og hugurinn reikar, leggst til hvíldar og hugur- inn reikar, vinnur og hugurinn reik- ar og alltaf berst hugurinn til besta vinar míns Hjartar, vandaðs drengs sem er horfinn af sjónarsviðinu langt um aldur fram. Kynni okkar Hjartar hófust hjá Körfuknattleiksdeild ÍR árið 1978, urðu kynni okkar mjög náin enda var hann hlýr og góður drengur sem var þægilegt að umgangast. Gengum við í gegnum súrt _og sætt í körfunni hjá félagsliðinu ÍR, unglingalandsliðinu og landsliðinu. Fóru ófáar stundirnar hjá Hirti í að róa mig niður. Hjörtur var keppnismaður mikiil en alltaf sann- gjarn, rólegur og yfirvegaður. Er Hjörtur hvarf á braut til Bandaríkjanna með foreldrum sínum var hans sárt saknað. Hann byq'aði að spila körfubolta með skólaliði Cumberland Valley High School og í byijun átti hann erfitt uppdráttar en þolinmóður og róleg- ur vann hann sig í sessi. Ég varð þess aðnjótandi að heim- sækja Hjört til Bandaríkjanna og er sá tími vel í minni hafður. Þar háðum við margar barátturnar í körfunni, baráttur sem við báðir unnum og komum óskaddaðir frá. Frá árinu 1986 háði Hjörtur hetju- lega og harða baráttu við illkynja sjúkdóm þá aðeins 24 ára gamall, sjúkdóm sem bar hann síðan ofur- liði, I hvert skipti sem leiðir okkar iágu saman var alltof sjaldan eftir að hann veiktist, dáðist ’maður að honum, því vissulega hefur hann verið mikið veikari heldur en okkur var ljóst, en hann lét aldrei á því bera. Minnist ég eins atviks sérstak- lega er við fórum út að borða sam- an, að þó svo að Hjörtur hafi ekki getað notið máltíðarinnar vildi hann endilega bjóða okkur og stóð fast á því. Góður drengur er fallinn frá, drengur sem var öllum kær. Megi minning hans varðveitast. Elsku Soffía, Oddur, Ágúst, Kristján, Sóley, Sigríður, Hrafnhild- ur og allir vinir og vandamenn, guð gefi ykkur styrk. Hafi Hjörtur þökk fyrir allt og allt. Benedikt Ingþórsson Er ég fór til náms í Héraðsskól- anum að Reykjum í Hrútafirði vet- urinn 1977-78 með mikinn áhuga á íþróttum heyrði ég fyrst um Hjört Oddsson. En vart var meira um annað rætt af eldri nemendum skól- ans en það, hversu afleitt það var að Hjörtur og bróðir hans Kristján skyldu ekki vera lengur í hópnum þar sem þeir stunduðu þá fram- haldsnám í Reykjavík. Má segja að þeir bræður hafi verið lifandi goð- sagnir í skólanum vegna frammi- stöðu sinnar í körfuknattleik og sundi. Komu þeir reyndar í hópi gamalla nemenda í heimsókn, — en það var hefð í skólanum að efna til slíkra heimboða á haustin þar sem fram fór íþróttakeppni milli gesta og heimamanna. Tók ég þá strax eftir Hirti og horfði á tilþrif hans með aðdáun. Ég man að hann blés út um annað munnvikið á hár- toppinn til þess að koma honum í réttar skofður. Ég vonaði að ég fengi að kynn- ast þessum vasklega íþróttamanni, en ekki renndi ég í grun, að ég ætti eftir að syrgja hann aðeins 13 árum síðar. Þegar ég seinna meir hóf fram- haldsnám í Reykjavík var mér kunnugt um að þeir bræður höfðu t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Barmahlið 45. Júlía Sigurðardóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Ævar Guðmundsson, ’ Ingibjörg Bjarnadóttir, Jón Guðmundsson, Guðrún Ólafsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför DRENGS GUÐJÓNSSONAR bónda, Fremstuhúsum, Dýrafirði. María Vagnsdóttir, Hermann Drengsson, Björn Drengsson, Björk Ingadóttir, Guðbjörg Drengsdóttir, Þröstur Ólafsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU V. SVEINBJÖRNSDÓTTUR STEFANSSON, Breiðvangi 56, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Vífilsstaðaspitala. Sólveig Stefánsson, Jón S. Stefánsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Ragnar D. Stefánsson, Liija Jónsdóttir, Stefán B. Stefánsson, Sesselja K. Karlsdóttir og barnabörn. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar ÞÓRIS AÐAL- STEINSSONAR. Faxamjöl hf. Reykjavík. gengið í ÍR og fór ég að dæmi þeirra. Þar kynntist ég Hirti fyrst og tókst fljótt mikil vinátta með okkur sem entist æ síðan, þó kynni okkar hafi að mestu snúist í kring- um körfuknattleik. Hjörtur þóti snemma efnilegur þar og var bar- áttugleði hans með eindæmum. Hann gaf aldrei hlut sinn fyrir nein- um, en lék þó af fullum drengskap og alltaf var stutt í brosið. Hjörtur spilaði jafnan stöðu bakvarðar og naut sín þar vel. Sendingar hans voru markvissar og þrekið frábært meðan hann var heill heilsu. Hann var vegna hæfni sinnar á þessu sviði fljótlega valinn í landslið ís- lands í körfuknattleik, fyrst í ungl- ingalandsliðið og síðan í A-landslið- ið. í ársbyijun 1986 æfum við og keppum á fullu sem fyrr, en Hjört- ur segir við mig á heimleið eftir einhvern leikinn, að honum finnist hann vera orðinn eitthvað svo slapp- ur síðustu vikur. Fannst honum slæmt að vita ekki hvað amaði að sér og þá ekki síður það, að geta ekki tekið á af fullum krafti. En það var einmitt einkenni hans að gefa allt sem hann átti í leikina. Það var mikið áfall er hann næstum ári síðar greindist með hvítblæði. Tók þá við afar erfitt tímabil, sem stóð í tvö ár. Virtist lengi sem sjúk- dómurinn ætlaði að hafa betur. En baráttuneisti Hjartar slokknaði aldrei, og þegar flestir höfðu gefið upp alla von fór hann smám saman að hjarna við. Það virtist krafta- verki líkast. Þá tók við endurhæfing og hægt og sígandi náði hann með dugnaði og eljusemi að safna þreki og virkja-þann lífskraft, sem í hon- um bjó. Þar kom, að hann reis úr rekkju og leið þá ekki á löngu áður en hann tók að kíkja á æfingar hjá ÍR og hafði þá jafnan Hrafnhildi litlu með sér, dóttur unnustu hans. Það var ánægjulegt að fylgjast með framförunum, þvi að þær voru ótrú- lega miklar. Fyrst í stað gat hann lítið sem ekkert hlaupið sökum löm- unar í fótum, sem sjúkdómurinn skildi eftir sig. En með þrotlausum æfingum páði hann að verða jafn- ingi okkar hinna í liðinu. Spilaði hann nokkra leiki og stóð sig frá- bærlega vel. Samhliða endurhæf- ingunni lauk hann læknanámi sínu við Háskólann og haustið 1989 var Hjörtur kallaður til læknisstarfa á Isafirði. Ætlaði hann sér þá að spila með 1. deildarliði Bolungarvíkur. Um það leyti virtist hann hafa sigr- ast á sjúkdómi sínum og björt framtíð blasa við honum. En eftir fjögurra mánaða veru á ísafirði greindist hvítblæði-aftur í honum. Áfallið hefur verið hræðilegt og myndi buga flesta. En Hjörtur var raunsær og meðvitaður um það all- an tímann að sjúkdómurinn gæti tekið sig upp aftur. Hann tók þessu með jafnaðargeði, jafn ákveðinn og áður að beijast og sigra, en því miður tókst það ekki. Hann lést á Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum Svíþjóð 26. nóvember eftir hetju- lega baráttu, sem maður trúði alltaf að myndi enda á annan veg, því manni fannst, að ef Hjörtur"gæti ekki unnið bug á sjúkdómnum með sínu mikla þreki og gífurlega vilja- styrk gæti það enginn. En hvítblæð- ið virtist svo illvirkt í honum að ekki varð fyrir það komist. Maður fyllist stolti og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Hirti Oddssyni, manni sem aldrei gafst upp, þótt á móti blési. Þó að hættan væri yfirvofandi var það aldrei að heyra á honum né sjá að liann óttaðist örlög sín. Þvert á móti gat hann rætt um sjúkdóm sinn í léttum tón og gerði oft góðlát- legt grín að sjálfum sér og ástandi sínu. Hjörtur átti því láni að fagna í öllum sínum veikindum að eiga ein- staka foreldra, systkini og unnustu, sem fórnuðu öllu til þess að geta annast hann af umhyggju og nær- gætni í löngum sjúkralegum innan- lands og utan. Til þeirra sótti hann hvatningu og styrk, er hann þurfti sannarlega á að halda til þess að geta tekið því sem að höndum bar með jafnaðargeði. Ég bið algóðan Guð að veita- - ykkiu- styrk í sorg ykkar um leið og ég votta ykkur mína dýpstu sam- . úð með þökk fyrir að hafa fengið að kynnast góðum dreng, sem ég mun aldrei gleyma. Ragnar Torfason THERMOcomforv HITAPOKINN hlý og notaleg jólagjöf THERMOcomfort hitapokinn inniheldur skaðlausa saltlausn. Með því að þrýsta létt með fingrunum á málmplötu í pokanum (sjá mynd 1), byrjar lausnin að kristallast og verður á örfáum sekúndum yfir 50°C og heldur þeim hita í meira en 1 1/2 klukkustund. Eftir að THERMOcomfort hitapokinn er orðinn kaldur, er auðvelt að gera saltlausnina virka að nýju með því að setja hann í sjóðandi vatn í u.þ.b. 20 mín. THERMOcomfort hitapokinn veitir þér yl og ánægju árum saman. 6 mánaða ábyrgð. Þrjár stærðir 610 > 16x25 cm 1 Takið málmplötuna á milli þumals og vísifingurs, þrýstið varlega upp og niður þangað til vökvinn fer að kristallast. 2 Hitapokinn er settur í frotte- pokann til þess að hann liggi þægilega á húðinni og haldist lengur heitur. 20x42 cm E Kreditkorta- þjónusta 3 Setjið hitapokann í sjóðandi vatn í u.þ.b.20 mín. til að gera hann virkan á ný. Réttarhálsi 2-110 R.vík - Símar: 31956-685554 - Fax: 687116 818 v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.