Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 námsleiða og útskrifuðust nemend- ur með sérnám í skurðhjúkrun 29. júní sl. og í svæfingarhjúkrun 31. október sl. Með tilstilli til takmarkaðra fjár- veitinga til þessa nýja verkefnis námsbrautar í hjúkrunarfræði fyrir árið 1990 var úr vöndu að ráða um síðustu áramót. Ekki var séð fram á snögga leiðréttingu fjárlaga og var því ákveðið að nota hluta þess fjármagns sem nýtast átti í stöðurn- ar tvær til að reka fyrrnefndar námsleiðir. Ennfremur var Ragn- heiður Haraldsdóttir ráðin til þess að skipuleggja viðbótar- og endur- menntun fyrir hjúkrunarfræðinga innan námsbrautar í hjúkrunar- fræði og Sigríður Halldórsdóttir til að skipuleggja BS-leið fyrir hjúkr- unarfræðinga. Hluti af undirbún- ingi Sigríðar að sérskipulögðu styttu BS-námi fyrir hjúkrunar- fræðinga er könnun meðal þeirra sem áhuga hafa á þessu námi. Eðli- lega var einungis hjúkrunarfræð- ingum úr HFÍ send þessi könnun, því allir hjúkrunarfræðingar í Fhh hafa þegar háskólapróf. Tilgangur könnunarinnar er að fá fram mat hjúkrunarfræðinga á drögum að námsskrá. í bréfinu til hjúkrunar- fræðinganna er ekkert sem segir að um endanlega námsskrá sé að ræða. Þvert á móti þá tekur Sigríð- ur skýrt fram að það sé eindregin ósk hennar að þetta sérskipulagða nám sé í sem mestu samræmi við þarfir og óskir þeirra sem munu stunda þetta nám í framtíðinni. í bréfinu stendur orðrétt „þar sem ýmsar ákvarðanir verða teknar varðandi þetta nám innan skamms og ráðgert er að endanleg náms- skrá liggi frammi fyrir áramót þætti mér mjög vænt um ef þú gætir sent mér svörin sem allra fyrst“. Um fyrrnefnd drög skrifar Svanfríður í grein sinni að þau eigi að betrumbæta það þarsem skórinn kreppir hjá hjúkrunarfræðingum frá Hjúkrunarskóla íslands (ská- letrun Svanfríðar) að mati Sigríðar Halldórsdóttur. Hið rétta er að í bréfinu til hjúkrunarfræðinga stendur: „Þessi endurunnu drög hafa orðið til eftir viðræður við ýmsa aðila s.s. kennara námsbraut- arinnar, menntanefnd HFÍ, hjúkr- unarkennara sem fóru í gegnum slíkt sérskipulagt BS-nám og ýmsa hjúkrunarfræðinga sem tekið hafa Nýborg-# Ármúla 23, sími 83636 Borðbúnaður og gjafavara FÆST f BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI BS-próf eða eru í þann mund að gera það. Þau eru einnig í samræmi við reynslu mína frá Nýja hjúkr- unarskólanum varðandi það hvar skórinn kreppir helst hjá hjúkrunar- fræðingum úr Hjúkrunarskóla ís- lands.“ Til upplýsingar má geta þess að Sigríður var námsstjóri hjá Nýja hjúkrunarskólanum um árabil. Svanfríður getur þess að háskól- inn hafi ekki boðið upp á sérnám eftir grunnnám í hjúkrun nú í ár. Hún virðist ganga út frá því að það sé stefna námsbrautar í hjúkrunar- fræði að hjúkrunarfræðingar skuli sækja allt framhaldsnám erlendis og þá helst í Ameríku. Eins og fram hefur komið er það ekki rétt að ekkert nám hafí verið í gangi því héðan útskrifuðust nemendur tvívegis á árinu að loknu sérnámi í hjúkrun. Að auki hefur verið unn- ið að stefnumótun og skipulagningu viðbótarmenntunar fyrir hjúknmar- fræðinga, en hjúkrunarfræðingar gera kröfur um að vandað verði til þess. Ragnheiður Haraldsdóttir, lektor, hefur unnið að því verkefni í fullu starfí frá því 1. september sl. Ragnheiður hefur lagt mikla áherslu á að afla upplýsinga um nám og stefnu í menntunarmálum hjúkrunarfræðinga í Evrópu og þá sérstaklega á Norðurlöndum. Það er talið mikilvægt að hafa stefnu- mörkun í Evrópu til hliðsjónar, þeg- ar lagt er upp með viðbótarnám (þar með talið sérnám) fyrir hjúkr- unarfræðinga hér heima. Ragnheið- ur hefur leitað mikið til fagfélaga hjúkrunarfræðinga um ráðgjöf og er nú að heija, í samvinnu við Jónu Siggeirsdóttur og Ástu Thoroddsen, mjög viðamikla athugun á vilja hjúkrunarfræðinga í báðum hjúkr- unarfélögunum á viðbótarmenntun og fleiru. Að tilstuðlan Ragnheiðar hafa ennfremur verið lög drög að stofnun ráðgjafarnefndar hjúkr- unarfræðinga í samræmi við nefnd- arálit frá 1987. Undirrituð og Sigríður Halldórs- dóttir skrifuðu fréttatilkynningu fyrir ári, sem birt var í fréttabréfum beggja hjúkrunarféiaganna. Á stjórnarfundi námsbrautar í hjúkr- unarfræði sem haldinn var 14. nóv- ember sl. var viðbótar- og endur- menntun til umræðu. í tengslum við þá umræðu kom fram að tíma- bært væri að kynna hjúkrunarfræð- ingum stöðuna í viðbótar- og endur- menntunarmálum innan náms- brautar í hjúkrunarfræði og mun hún birtast í fagblöðum hjúkrunar- fræðinga í byijun árs 1991. Það er og skoðun mín að á þessu stigi eigi umræða um menntunarmál heima þar. Að endingu vil ég hvetja alla hjúkrunarfræðinga til að svara könnun Sigríðar nú og könnun þeirra Ragnheiðar, Ástu og Jónu þegar hún berst. Hjúkrunarfræð- ingar sem ekki lenda í úrtaki kann- ananna, en vilja láta rödd sína heyr- ast eru hvattir til að hafa samband við Ragnheiði, Sigríði, undirritaða eða skrifa í fagtímaritin um viðhorf sín og skoðanir. Að gefnu tilefni vil ég minna hjúkrunarfræðinga á að kynna sér stöðuna í menntamál- um áður en greinaskrif eru hafin. Frekari stefnumótun í viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga verður best unnin með þekkingu á því sem þegar hefur verið unnið. Höfundur er formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Pennavinir Átján ára Lundúnastúlka vill skrifast á við jafnaldra eða -öldrur: Susan Smith, 73 Debenham Court, Pownall Road, Hackney, London. E8 4PY England. Þýsk 21 árs stúlka með margv- ísleg áhugamál: Sandra Kieslich, Königsberger Strasse 5, 3167 Burgdorf/Han, Germany. , Frá Tékkóslóvakíu skrifar 19 ára stúlka: Dása Cervenkova, Marakova 9, Praha 6-16000, Czechoslovakia, Tíu ára sænsk stúlka með margv- ísleg áhugamál: Desirée Eriksson, Magasinsgatan 37, S-73600 Kungsör, Sverige. Fullorðin austur-þýsk ekkja með mikinn áhuga á íslandi: Lina Lendricii, 5068 Erfurt-Gispersleben, Germany. Frá Svíþjóð skrifar 62 ára kona með margvísleg áhugamál sem vill skrifast á við konur á einhverju norðurlandamálanna: Inga-Brita Gertsson, Parkgatan llc, S-24033 Löberöd, Sverige. Dé Longhi Momento Combi er hvort tveggja í senn örbylgjuofn og grillofn Ofninn sameinar kosti beggja aðferða, örbylgjanna sem varðveita best næringargildi matarins - og grillsteik- ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu stökku skorpu. Z'crt) dóciiis 29.400 27.V.10 si/fr. DeLonghi Dé Longhi erfallegur fyrirferbarlítill ogfljótur /FOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 IÞESSARI FYRIRSÖGN UM BÓKINA „AHA! EKKI ER ALLT SEM SÝNISF ERU 15 ORÐ 1 ÞE'ýiéPi FYRIRSOálf UMBÓmrA „AHA! EfSŒ ERALCT SEttsrtJTsr" ERU Á myndinni eru 14 orö i setningunni. Þess vegna hlýtur hún a6 vera ósönn. Þar af leiOandi hlýtur andstæfia hennar að vera sönn. r I ÞES&ART EYRlRSOéiN UMBÓíONA ,AHA! Efaa ER ALIT SEAT sÝmsr" ERU EKKI15 OM>. Eða hvaö? Þessi setning hefur nákvæmlega 15 orð. Hvað erðl ráöa? Rökleysur, þversagnir oq andstæöur eru efniviðurinn i bók Martins Gardnens, Aha! Ekki er allt sem sýnist". Lengi vel hafa þessar sömu þversagnír valdiö mönnum miklum heilabrotum. í bókinni eru sett upp fræg dæmi um slikar þversagnir og útskýrö i íslenskri þýöingu Benedikts Jóhannessonar. Stæröfræöi hefur oft veriö óskiljanlegt torf I hugum margra, en hér gefur aö lita nýja og óvenjulega hlið á þeirri grein. Sannariegur ánægjuauki I hversdagsumræöuna á aöeins 1.300,- krónur. Gefiö út af Talnakönnun, Siöumúla 1, simi 91-68 86 44. Fæst I bókabúöum. áfVrALN AKÖNNUN Hf, vj j^/ Siðumúla 1, slmi 91 -68 86 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.