Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 67 að takast á við lífið og leysa gát- una! Og þar var Karl fremstur í flokki. Ennþá ómar í eyrum mér fallegur og dillandi hlátur hans sem fyllti hús okkar ótal sinnum. Glæsilegur ungur maður sem hafði alla möguleika á að skapa sér og fjölskyldu sinni trausta og ör- ugga framtíð. En dauðinn er óvæginn, dauðinn spyr ekki að neinu. Hann kemur þegar honum einum þóknast og hrifsar til sín án þess að spyija eins eða neins. Henríettu, dætrunum ungu, for- eldrum og systrum, sendi ég og fjöl- skylda mín dýpstu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur öllum frið. Svava Jónsdóttir Þær sorgarfréttir bárust okkur á dimmum fyrsta degi desembermán- aðar að hann Kalli vinur okkar væri dáinn. Kynni okkar strákanna hófust fyrir tæpum 15 árum. Hann var þá að hefja sitt háskólanám en ég á síðari hiuta í mínu. Varð ég þess var að þarna fór greindur, gaman- samur og umfram allt góður dreng- ur. Á þessum ánim mynduðust vin- áttubönd sem hafa haldist síðan. Kalli stundaði sitt nám í læknis- fræði með þeirri nákvæmni og sam- viskusemi sem síðar áttu eftir að verða hans aðalsmerki í starfi. Þetta voru áhyggjulausu árin, menn eng- um háðir nema sjálfum sér og lífið fyrir utan skólann gekk út á létt- leika og skemmtanir. Á þessum tíma ákváðum við 6 manna vina- hópur að fara saman í sumarfrí til Spánar en þegar á reyndi heltust fjórir úr lestinni og eftir urðum við Kalli. í þessari ferð kynntist ég hans sérstaka persónuleika, þar sem ávallt héldust í hendur gaman- semi og alvara. Fáum var eins vel lagið og honum að segja frá, gæða hlutina lífí og húmor án þess þó að hvika frá alvarlegum kjarna þess máls sem fjallað var um. Síðar urðum við fjölskyldumenn og eiginkonur og dætur bættust í hópinn. Við hittumst reglulega og áttum saman skemmtilegar stundir. Eftir að hafa starfað hér heima um tíma lá leið Kalla til Svíþjóðar, í framhaldsnám, með eiginkonu sína Henríettu og dótturina Charl- ottu sér við hlið. Lífið virtist brosa við þeim. Þegar við kvöddumst á heimili okkar fundum við að þau voru full bjartsýni og tilhlökkunar. Kveðjustundir eru oft tregablandn- ar en við gátum ekki annað en sam- glaðst með þeim á þessum kafla- skiptum sem þarna urðu í lífi þeirra. Meðan á Svíþjóðardvölinni stóð héldum við sambandinu með því að skrifast á. Við fengum póstkort frá ýmsum stöðum og bréf bárust okk- ur reglulega. Þau höfðu ákveðið að koma ekki heim fyrr en að námi loknu en hvöttu okkur til að koma í heimsókn til Svíþjóðar. Af þeirri ferð varð ekki en sumarið 1988 var ákveðið að við myndum hittast í sumarfríi á sólskinseyjunni Kýpur. Dag einn þegar við sleiktum sólina við sundlaugina á hótelinu okkar sáum við hvar þau komu gangandi Kalli, Henríetta og Charlotta. Það urðu fagnaðarfundir, það var ekki eins og við hefðum síðast sést fyrir þremur árum, það virtust frekar hafa verið þijár vikur síðan. Við áttum saman ánægjulega daga í leik og gleði á ströndinni og skemmtileg kvöld þar sem skrafað var og skeggrætt fram undir morg- un. í ferðinni tókum við mikið af ljósmyndum sem núna verða okkur dýrmætur fjársjóður um ókomin ár. Aftur kom að kveðjustund og hún var gleðileg því að nú var farið að styttast í heimferðina til íslands. Eftir á að hyggja erum við þakklát fyrir að hafa átt þessa daga með honum og fjölskyldu hans á þessari fallegu eyju og ánægjulegt var að rifja upp kynnin af gamla góða ferðafélaganum. Áður en fjölskyldan fluttist heim til íslands fæddist þeim dóttirin Jósefine. Fæðinguna bar brátt að og tók Kalli sjálfur á móti barninu á heimili þeirra. Þessi lífsreynsla var þeim dýrmæt og hafði hann á orði síðar hvað læknisfræðin væri hagnýt menntun. Fjölskyldan flutti heim til íslands um síðustu áramót og þá opnaði hann læknastofu sína á Laugavegi 42. Þeir sem til hans íeituðu hrós- uðu honum fyrir nákvæmni og alúð í starfi. Enn eina ferðina er komið að kveðjustund og nú er hún full trega. Hans verður sárt saknað og viljum við hér með þakka honum sam- fylgdina þennan allt of stutta tíma. Við geymum minninguna um kæran vin. Megi góður Guð veita Henírettu og dætrunum, foreldrum og systr- um, ættingjum og vinum styrk í þeirra miklu sorg. Viðar, Anna og Rakel. Kveðja frá starfsbræðrum á Karolinska sjúkrahúsinu Frá íslandi hafa okkur borist þau sorgartíðindi að vinur okkar og starfsbróðir, Karl Úlfarsson læknir, hafi orðið bráðkvaddur, einungis 34 ára gamall. Karl stundaði sitt sérnám í húðlækningum hér á húð- deild Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi í tvö ár. Starfið var Karli mikilvægt og hann var vel lesinn innan sinnar sérgreinar. Karl var hægur maður og vel liðinn bæði af sjúklingum og samstarfs- fólki. Hann hafði aflað sér hliðar- menntunar innan lyflækninga sem við hinir oft nutum góðs af þegar , upp komu erfið tilfelli innan þeirrar greinar. Það gladdi okkur að heyra að Karl hefði opnað lækningastofu á íslandi og að hann fengi nú tæki- færi til að nýta þá kunnáttu á ís- landi sem hann hafði aflað sér í Svíþjóð. Nú í desember er haldið árlegt fræðsluþing sænsku lækna- félaganna og vissum við að Karl hugðist sækja þingið og við biðum með eftirvæntingu eftir því að hitta hann á ný, þegar þessi hörmulegu tíðindi bárust okkur. Við sendum eiginkonu Karls og börnum innileg- ar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Iækna húð- deildar Karolinska sjúkra- hússins í Stokkhólmi, Bernt Lindelöf, Bárður Sigurgeirsson. PéturM. Guðjónsson múrarí — Minning Fæddur 12. desember 1922 Dáinn 1. desember 1990 Okkur systkinunum langar að minnast móðurbróður okkar, Péturs Guðjónssonar, sem lést í St. Jós- epsspítalanum i Hafnarfirði eftir langvarandi veikindi. Pétur fæddist á Hrygg í Hraungerðishreppi, sonur hjónanna Guðjóns Sigurðssonar og Kristínar Láru Gísladóttur. Hann átti stóran systkinahóp, þau eru: Guðmunda, Sigurður, d. 10. sept- ember 1988, Gísli, Ásta, Ágúst, Guðrún og Þorbjörg og var Pétur þriðji yngstur. Eiginkona Péturs var Lilja Lárusdóttir sem lést 12. des- ember 1985 og áttu þau tvö börn, þau Lárus Arnar tannlækni, f. 21. október 1946, og Sólrúnu kennara, f. 17. júní 1948. Lárus er kvæntur Svanhildi Thorstensen og eiga þau þijú börn, þau Pétur Atla, Lilju Björk og Huldu Klöru, sem voru sólargeislar afa síns og ömmu. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Pétur bjó ásamt ijölskyldu sinni á Lauga- teignum og minnumst við þess þeg- ar við komúm þangað á 17. júní, afmælisdag Sólrúnar, að þá voru teppin rúlluð upp og svo var stiginn dans öllum til mikillar skemmtunar. Síðan flytjast þau í Gnoðarvoginn þar sem þau bjuggu lengst af. Var mikill samgangur okkar á milli enda stutt að fara. Það var alltaf gaman að koma til þeirra og móttökurnar ávallt hlýlegar og allir velkomnir. Það var mikil tilhlökkun hjá okkur þegar leið að gamlárskveldi og glatt á hjalla, sungið, spilað á spil og spilað „púkk“. Pétur var tíður gest- ur á heimili okkar í Eikjuvoginum og er skemmst að minnast sunnu- dagsmorgnanna en þá sat hann gjarnan í eldhúsinu yfir kaffibolla og ræddi um heima og geima. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar, skemmtilegur, söngelskur, hlýr og hjálpfús. Hann var mannblendinn og átti marga vini, unga sem aldna. En það sem einkenndi Pétur um- fram annað var hin mikla ósérhlífni og neitaði hann ógjarnan mönnum er til hans leituðu. Við kveðjum elsku frænda með söknuði og þökkum fyrir ánægju- legar stundir. Elsku Lillý, Lárus, Svanhildur, Pétur Atli,. Lilja Björk og Hulda Klara, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Péturs frænda. Áslaug, Guðjón, Kristín Lára og Björg. Afi, Pétur Guðjónsson, er dáinn. Afi sem alltaf var góður og skemmtilegur, svo hress og dugleg- ur. Afi andaðist í St. Jósepsspítala 1. desember sl. eftir mikil veikindi. Hann var aðeins 67 ára áð aldri. Amma andaðist 12. desember fyrir 5 árum. Hún hét Anna Lilja Lárusdóttir. Afi og amma áttu stóra fallega íbúð í Gnoðarvogi. Má segja að það hafi verið okkar annað heimili. Þar höfðum við okkar herbergi og vor- um alltaf svo hjartanlega velkomin. Og alltaf var tekið jafn höfðinglega og innilega á móti okkur þegar við komum í heimsókn frá Ákranesi, og vildu þau okkur allt það besta. Eigum við margar yndislegar minn- ingar þaðan. Eftir að amma andaðist, flutti afi I litla notalega íbúð í Ljósheim- um, og alltaf vorum við jafn velkom- in. Við höfðum alltaf mikið og gott samband við afa og ömmu. Þau komu oft í heimsókn hingað upp á Akranes og voru þau nær alltaf hjá okkur um jólin. Og afi alltaf eftir að amma dó. Verður hans sárt saknað núna. Afi var einstaklega vinnusamur og drífandi, og þótt hann hafi verið mikill sjúklingur undanfarin ár vildi hann alltaf vera að vinna fyrir vini og vandamenn. Oft fórum við með afa í sumarbú- staðinn sem hann og pabbi byggðu í múraralandinu í Öndverðamesi. Afi hafði mjög gaman af að ferðast um landið. Og munum við alltaf minnast síðasta ferðalagsins sem við fórum með afa síðastliðið sum- ar. Þá fórum við um Suðurlandið. Keyrðum um Flóann, sveitina hans afa og austur í Mýrdal, sveitina hennar ömmu. Okkur þótti afar vænt um afa og munum við sakna hans mjög mikið, en við munum geyma góðar og skemmtilegar minningar um góðan afa. Guð geymi elsku afa. Lilja, Pétur og Hulda Klara. Vinningstölur laugardaginn 8, des. 1990 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 . 5 af 5 0 2.475.534 2. ÆígSlj 4 107.358 3. 4af5 125 5.926 4. 3af 5 3.869 446 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.371.290 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 IBÆKUR* LISTAVERKABÆ KLJ R NJOTTU FEGURÐARINNAR, HÚN TILHEYRIR ÞÉR Bókabúð ---------Steinars------------ Bergstaðastræti 7, s.12030, opið kl. 1 - 6 eh. ■GJAFABÆKUR ■TF.IKNIKENNSLUBÆKUR ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.