Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Er einn dýrasti þáttur fræðslu- kerfis okkar bara afleiðing af ein- faldri þýðingarvillu á bresku orði? eftír Guðjón Tómasson Hérlendis heyrir til algjörra und- antekninga að gerður sé nokkur greinarmunur á bresku orðunum „College" og „University", þau eru nær alltaf þýdd með einu og sama orðinu, háskóli. A þeim hugtökum, sem liggja að baki þessara bresku orða, er hins vegar mikill munur. Ég vil því freista þess að skýra lítil- lega þennan mun og varpa um leið ljósi á það, hvernig þessi hugtaka- ruglingur hefur beinlínis valdið só- un ijármuna í menntakerfi okkar. Fyrst vil ég þó aðeins minnast á bandaríska orðið „College“, sem raunar er stytting úr „Junior Coll- ege“ og er skilgreint sem sérstakt tveggja ára framhaldsskólanám án starfsréttinda, og á ekkert skylt við breska orðið „College". 1. Hvað þýðir eða öllu heldur hvað merkir þá breska orðið „College" og hvað skilur það frá orðinu „Uni- versity"? Að mínum dómi er megin- munurinn eftirfarandi: „College" er einfaldlega framhaldsskóli, þar sem nemendur stunda nám til atvinnu- og starfsréttinda af hinum breyti- legustu gráðum, allt frá mjög stuttu atvinnuréttindabundnu sérnámi, til atvinnuréttindanáms sem lýkur með BA/BS-prófgráðum. Lítum á nokkur dæmi: „Technical College“ er tæknilegur framhaldsskóli, þar sem nemendur geta lokið atvinnu- réttindanámi, allt frá lægstu stigum atvinnuréttinda innan viðkomandi greinar, til og með atvinnuréttinda- námi verkfræðings. „Nurse Coll- ege“ er framhaldsskóli í umönnun- arfræðum, þar sem nemendur geta lokið atvinnuréttindaprófum sem gert er ráð fyrir á umönnunarsviði, s.s. fóstrunámi, sjúkraliðanámi og hjúkrunarnámi. „Teacher College" er framhaldsskóli á sviði kennslu- réttinda á mismunandi skólastigum. „Barber College" er framhaldsskóli til atvinnuréttinda í hársnyrtifræð- um, og svo mætti lengi telja. „College" er því framhaldsskóli sem menntar og þjálfar nemendur sína til ákveðinna afmarkaðra at- vinnuréttinda. í málmiðnaði spann- ar skólinn t.d. öll starfsheiti frá sérþjálfuðum iðnverkamanni til og með verkfræðingi. „University" eða háskóli er hins vegar skóli eða menntastofnun, sem byggir á svokölluðum „akademísk- um“ grunni, þ.e. menntastofnun sem byggir. á vísinda- og fræðileg- um grunni, studdum rannsóknum og tilraunum, allt án þess að lagt sé beint gildismat á fræðin með atvinnuréttindaprófum eða slíku. Hinn „akademíski" háskóli er því ekki skóli sem menntar til verklegs náms eða starfsréttinda heldur til sjálfstæðra æðri embætta og skil- greindra fræðigráða, alveg óháð atvinnuréttindum. 2. Aðskilnaður hinnar „akadem- ísku“ fræðslu háskóla okkar frá beinni atvinnu- og starfsréttinda- fræðslu er að mínum dómi nauðsyn- legur og gætu skilin t.d. legið við BA- og BS-prófgráður til atvinnu- réttinda. Atvinnuréttindafræðslan yrði þá öll á sama skólastigi, þ.e. framhaldsskólastigi. Að baki þess- ari skoðun minni liggja margar ástæður og vil ég hér tiigreina þær helstu: - Kostnaður við nám sem byggir á „akademískum" forsendum er all- ur annar og meiri en við beint at- vinnuréttindanám og kemur þar margt til. Sem dæmi má nefna að fastir kennarar við Háskóla íslands, Kennaraháskóla íslands og fleiri háskólastofnanir eru t.d. ráðnir í stöður, sem skiptast í kennslu 48%, rannsóknir 40% og stjórnun 12%. Þessi starfsuppbygging er mjög eðlileg fyrir „akademíska" hluta háskólans, en alltof dýr fyrir beina^ atvinnuréttindafræðslu, þar sem fræðslan byggist eingöngu á þegar þekktum staðreyndum og vinnu- brögðum. — Að slíta framhaldsskólann, það er þann skóla sem menntar til atvinnuréttinda á öllum sviðum at- vinnulífsins, í tvö aðskilin skólastig, með mismunandi aðgengishindrun- um milli skólastiga, veldur marg- háttuðum vandamálum. Alvarleg- asti vandinn er sá, að slíkt kerfi stuðlar að beinum atgervisflótta frá byggðum landsins til þess staðar þar sem viðkomandi starfsmenntun er veitt. Aðeins lítill hluti nema snýr til baka að námi loknu. Þessi skólastefna stuðlar því að beinni fatnaður i úrvali _____________.... -1---------- hefstrasi SPORT- OG TÍSKUVÖRUVERSLUN, KRINGLUNNI - SÍMI680633 as.w heftingu á atvinnuþróun í byggðum landsins. í öðru lagi má nefna, að sundurslitið atvinnuréttindanám milli skólastiga brenglar beinlínis gildismat milli mismunandi atvinn- uréttinda. Já, og vinnur þannig nær alltaf gegn því að litið sé á þarfír viðkomandi atvinnugreinar í heild fyrir vel menntað starfsfólk. í þriðja lagi má nefna, að kerfið hvetur nemendur beinlínis til náms, sem þeir ráða ekki við, og skilur þá síð- an eftir niðurbrotna og atvinnurétt- indalausa. Þetta skeður sökum þess, að námsbrautimar miðast nær alltaf við „akademísk" lokagildi, en eru í fæstum tilfellum brotnar niður í atvinnuréttindabundin þrep. — í framhaldsskólanum, þannig aðskildum frá „akademíska" nám- inu, verður síðan að auka verulega stjórnunarleg áhrif og ábyrgð sam- taka atvinnulífsins á allri atvinnu- réttindafræðslu. Jafnt að því er varðar innihald, eftirlit og rekstur með frumfræðslu, sem og eftir- og endurmenntun til atvinnuréttinda. AtvinnulífinU og samtökum þess ber að skilgreina þarfir sínar fyrir mismunandi menntun, þjálfun og færni á öllum sviðum atvinnulífsins. Hlutverk framhaldsskólans er síðan að koma sem best til móts við þarf- ir atvinnulífsins og einstaklinganna sem nemenda. Bæði til beinnar at- vinnuréttindafræðslu og undirbún- ings fræðilegs framhaldsnáms í háskóla. 3. Ein öflugasta byggðastefna sem hægt er að reka í landi okkar er að draga úr eða helst að stöðva atgervisflóttann af landsbyggðinni, sem verður vegna langdvalar fjarri heimabyggð við menntun á fram- haldsskólastigi. Öll atvinnustarfsemi, hvar sem er á landinu, þarf að hafa gott að- gengi að vel menntuðu starfsfólki. Já, einfaldlega vegna þess að þróun og nýsköpun atvinnulífs byggist að langmestu leyti á réttri menntun til að styðja við meðfætt frum- kvæði einstaklingsins. Þar nægir ekki bara grunnmenntun og síðan æðsta háskólamenntun, heldur verða millistigin öll að vera með. í öllum landsfjórðungum hafa á«m- liðnum árum verið byggðir upp glæsilegir framhaldsskólar. Til þessara skóla á að færa verulegan hluta þess atvinnuréttindanáms sem nú er rekið innan háskólanna. Þannig mætti styrkja til muna menntakjarna á landsbyggðinni sem störfuðu í beinum tengslum við atvinnulífið á hveijum stað. Innan veggja framhaldsskólanna verður síðan að koma á fót þrepaskiptu atvinnuréttindanámi á öllum meg- insviðum þjóðlífsins. 4. ' Samhliða þessari uppstokkun á framhaldsskólum verður að gjör- breyta stjórnkerfinu. Afnema allt sem heitir skipanir ráðuneytis í ákveðnar stöður með bundnu starfshlutfalli til ákveðinna verka. Veita þarf skólunum faglegt, fjár- hagslegt og stjórnunarlegt sjálf- stæði, líkt og gildir um atvinnufyrir- tæki í hlutafélagaformi. Fyrst skal nefna faglegt og fræðilegt fulltrúa- ráð sem virkaði líkt og hluthafa- fundur, skipaður allt að 30 mönn- um. Þetta fulltrúaráð mætti skipa með eftirfarandi hætti: Heildarsam- tök atvinnulífsins (ASÍ og VSÍ) 4 hvor, menntamálaráðuneyti 2, sam- tök sveitarfélaga á starfssvæði skólans 2 og starfsmenn skólans 2. Þessir aðilar kölluðu síðan til allt að 16 menn til viðbótar, til að tryggja sem best fræðilega mark- miðssetningu og fagleg tengsl við starfsumhverfi skólans. Þanni skip- að fulltrúaráð markaði faglega og fræðilega stefnu skólans, og veldi Guðjón Tómasson „Meginvandinn er hins vegar miðstýringin og sú innprentun sem henni hefur verið sam- fara, þess efnis að menntamál sé mála- flokkur sem aðrir eigi að sjá um fyrir okkur.“ skólanum rekstrarlega fram- kvæmdastjórn. Framkvæmda- stjórnin virkaði eins og stjórn hluta- félags og réði m.a. skólastjóra. Skólinn yrði síðan heilsársvinnu- staður þeirra sem þar starfa. Kenn- arar og aðrir starfsmenn gengju til þeirra starfa sem leysa þarf til að tryggja sem árangursríkast starf skólans. Þar á að gilda einu hvort um er að ræða kennslu, náms- gagnagerð, stjórnun, öflun sérþekk- ingar eða undirbúningur nýrrar námsbrautar. Samtímis mætti taka upp hérlendis líkt kerfi og þekkist erlendis þar sem skólaleyfi eru lengri en sem svarar til almenns orlofs, að skólarnir leigi atvinnufyr- irtækjum starfsmenn skólanna til afleysinga í orlofi. Með því eflast tengsl atvinnulífs og skóla, og sam- tímis kemst á mjög virk þekkingar- miðlun. Víða erlendis er líka rekið svokallað þriggja anna kerfi, þar sem sumarönnin er mun styttri en haust- og vorönn, og þeir nemar sém ná ákveðnu lágmarki á haust- og vorönn þurfa ekki að sitja sumar- önnina. Þannig er innbyggður hvati í námskerfið en samtímis er komið til móts við þá sem þurfa meiri tíma til námsins. 5. Þær breytingar á íslensku fram- haldsskólakerfi sem ég hef hér gert að umtalsefni krefjast endurskoð- unar á fjölda laga og reglugerða, og jafnframt endurskoðunar á nú- verandi gildismati og þýðingu fjöl- breyttrar atvinnulífstengdrar menntunar. Það er að sjálfsögðu alltof einföld skýring að telja að þýðingarvilla á breska orðinu „Coll- ege“ sé valdurinn að núverandi skipulagi, þó hún eigi eflaust sinn þátt. Meginvandinn er hins vegar miðstýringin og sú innprentun sem henni hefur verið samfara, þess efnis að menntamál sé málaflokkur sem aðrir eigi að sjá um fyrir okk- ur. Miðstýring í skjóli innprentunar er og verður öllum þjóðfélögum afar hættuleg. Elur af sér slíka flóru þrýstihópa, að ekki verður við kom- ið neinni heilbrigðri stjórnun. Alþingismenn og aðrir góðir sam- borgarar, látum verkefnið ekki vaxa okkur svo í augum að við þorum ekki að leggja til atlögu. Verkefnið er mjög brýnt, því í núverandi kerfi er ekki aðeins sóað miklu af al- mannafé, heldur einnig af því sem miklu verra er, þar er sóað miklu ' atgervi ungra starfs- pg námsfúsra einstaklinga. Höfundur er fv. framkvæmdnstjóri og núvernndi ráðgjafi. i l > p I > i Í í I i > I i t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.