Morgunblaðið - 11.12.1990, Síða 44

Morgunblaðið - 11.12.1990, Síða 44
44 morgunbladið VS)StaPlt(AIVDÉnnÍF ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 K 0CT 30 milljóna kr. útflutn- ingurhjá 66 norður FYRIRTÆKIÐ 66° norður hefur flutt út fatnað fyrir 30 milljónir kr. á þessu ári til Bandaríkjanna, Kanada , Grænlands og fleiri landa, en um þessar mundir er fyrirtækið að framleiða pöntun fyrir upp á 10 þúsund flíkur fyrir erlendan markað á næstu tveimur mánuðum. Starfsmenn Sjóklæðagerðarinnar 66° norður eru nú um 90 talsins. 66°norður hafa lagt mikla áherslu á þróun í margs konar sjóvinnufatn- aði og þá sérstaklega öryggisfatnaði fyrir sjómenn eins og vinnuflotgalla sem væntanlegir eru á markað innan skamms. Þá er fyrirtækið einnig að hefja framleiðslu á sérstökum yfirflíkum á vinnuflotgalla þannig að sjómenn geti endurnýjað yfirgall- ann, en nýtt innra byrðið áfram. Þórarinn Elmar Jenssen forstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að K Dags. 11.12 1990 * NR. 192 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 2900 0003 2489 4548 9000 0027 9424 4543 3700 0000 2678 4543 3700 0001 5415 4929 541 675 316 Kort frá Kuwait sem byrja á nr.: 4506 13** 4966 66** 4509 02** 4507 13** 4921 04** 4921 90** 4547 26** 4552 41** 4560 31** 4508 70** 4507 77** 4966 82** Afgreiöslufólk vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umferð og sendiö VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir aö klófesta kort og vísa á vágest. ViSA ÍSLAND K framleiðslan væri byggð á miklum kröfum íslenskra sjómanna. Gamli vinnuflotgallinn hjá þeim er fram- leiddur í samvinnu við breskt fyrir- tæki, Mullion, en hann er heilgalli, en nýi vinnugallinn verður tvískipt- ur. Yfirgallinn verður hátíðnisoðinn á saumum og 100% vatnsþéttur. Auk margs konar tegunda af fatn- aði framleiðir fyrirtækið ýmiskonar snjófatnað m.a. nýja tegund af vetr- argöllum eða háfjallagöllum og einn- ig vélsleðagalla. 66° hefur vinnu- stofur í Faxafeni 12, við Súðavoginn í Reykjavík og 30 manna sauma- stofa er á Selfossi, en skrifstofu- og dreifingardeildin er við Skúlagötu 51. Morgunblaðið/Árni Johnsen FLOTVINNUGALLAR — Fjölnir Björnsson sölustjóri og Þórarinn Elmar Jenssen forstjóri með flotvinnugallana tvískiptu. Fjöln- ir er í innra byrðinu og Elmar heldur á því ytra. Lánsfjármarkaður Fiskveiðasjóður skuld- breytir 2,2 milljörðum FISKVEIÐASJÓÐUR hefur á þessu ári tekið erlend lán að fjárhæð 40 milljón dollarar eða um 2,2 milljarðar króna sem beinlínis hafa verið notuð til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán. Vegna hag- stæðari vaxtakjara erlendis ákvað stjórn Fiskveiðasjóðs á fundi sínum í síðustu viku að lækka vexti úr 10,25% í 10%. Fiskveiðasjóður hefur tekið þrjú erlend lán á þessu ári sem svara til um 50 milljón dollara eða hátt í 2,8 milljarða. Síðastliðið vor var skrifað undir lánssamning um 25 milljón dollara lán til Fiskveiðasjóðs og voru 15 milljónir notaðar til að greiða upp eldra og óhagstæðara lán. í ágúst var tekið 10 milljón dollara lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum sem var að jöfnu í dollurum og svissneskum frönkum. í nóvember var síðan tekið lán sem svarar til 15 miiljón dollara en það var að þriðjungi í þýskum mörkum og tveimur þriðju hlutum í dollurum. Þetta lán var eingöngu notað til að greiða upp eldri óhagstæðari lán. Már Elísson, forstjóri Fiskveiða- sjóðs, sagði að lántökurnar hefðu hamlað á móti óhagstæðri vaxta- þróun erlendis. Hann sagði sjóðinn ekki hafa ríkisábyrgð og næði í mörgum tilfellum ekki jafn hag- stæðum kjörum og_ stofnanir sem hefðu ríkisábyrgð. Á móti kæmi að sjóðurinn greiddi ekki 0,25% ríkis- ábyrgðargjald. Kjör Fiskveiðasjóðs á erlendum lánamarkaði hafa verið 0,2-0,21% yfir Libor vöxtum þ.e. millibanka- vöxtum í London. Már segir að við- töl við erlenda banka bendi til þess að sjóðnum yrði nú vart boðið lán undir 0,4% álagi á Libor vexti en erfitt sé að fullyrða um hvaða kjör náist í útboði. „Það liggur ljóst fyr- ir að japanskir bankar eru ekki í þeirri stöðu nú sem þeir voru í fyrri hluta þessa árs. Lausafjárstaða þeirra er ekki góð og verðlækkun á Tókýómarkaðnum hefur haft nei- kvæð áhrif á eiginfjárhiutfall þeirra. Almennt má segja að Evrópubank- arnir haldi að sér höndum núna og þeir eru tregir til að lána til langs tíma.“ I I I Gengi hlutabréfa Kauþgengi Sölugengi Eignarhaldsfél. Alþýðubankans hf. 1,350 1,450 Ármannsfell hf. 2,350 2,450 Auðlind hf. 0,960 1,013 | Hf. Eimskipafélag íslands 5,430 5,700 Flugleiðir hf. 2,350 2,450 Fróði hf. 0.950 1,000 Grandi hf. 2,230 2,340 Hampiðjan hf. 1,720 1,800 R Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,740 1,822 Eignarhaldsf. Iðnaðarbankans hf. 1,800 1,890 Olíufélagið hf. 6,100 6,300 Olíuverslun íslands hf. 1,980 2,080 ' Sjóvá-Almennar hf. 6,700 7,050 Skagstrendingur hf. 3,950 4,150 Skeljungur hf. 6,380 6,690 Sæplast hf. 6,730 7,080 | Tollvörugeymslan hf. 1,050 1,100 1 Verslunarbankinn hf. 1,330 1,400 Útgerðarfélag Akureyringa hf. 3,420 3,600 Þróunarfélag íslands hf. 1,600 1,700 Hlutabréf -leið til skattalækkunar Við seljum nú hlutabréf eftirtalinna félaga: Auðlind hf. Armannsfell hf. Fróði hf. Grandi hf. Hlutabréfasjóðurinn hf. Sæplast hf. Útgerðarfélag Akureyringa hf. KAUPÞING HF Kringlunni 5, sttni 689080

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.