Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 48

Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 48
Pi- ' oeet xmu3sm n fluo/a'jjfliflv <ngAjfíHgnHCM 48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Útgerðarfélag Akureyringa: Sala hlutabréfa á almenn- um markaði hófst í gær SALA hlutabréfa á almennum markaði í síðara hlutafjárútboði Útgerðarfélags Akureyringa á þessu ári hófst í gær. Seld verða bréf fyrir rúmlega 33,4 milljónir króna að nafnvirði, en sölu- gengi þeirra er 3,6. Stjórn félagsins hefur ákveðið að einstakir kaupendur geti skráð sig fyrir kaupum á hlutafé fyrir eina millj- ón króna að nafnvirði að hámarki. Tekið verður við óskum um kaup hlutabréfa í þessari viku, eða fram til föstudagsins 14. desem- ber. Aðalsöluaðilar eru Kaupþing hf. Reykjavík og Kaupþing Norðurlands á Akureyri. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir. afskriftir og fjármagnsliði fyrstu 9 mánuðum ársins er 290 milljónir króna, en endanlegur hagnaður félagsins á tímabilinu er 160 milljónir, e_ða sem svarar til 11% af tekjum. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður 92 milíjónir króna eða 7% af tekjum, hagnað- urinn hefur því aukist um 68 millj- ónir. Lægri. fjármagnskostnaður er aðalskýringin á auknum hagn- aði. Rekstur félagsins hefur batn- að á milli áranna 1989 og 1990. Útgerðarfélagið á og rekur sjö togara, fyö frystiskip og fimm ísfisktogara, en ráðgert er að leggja einum þeirra, Sólbak EA- 305, á næsta ári, en félagið keypti Aðalvík KE fyrr á árinu fyrir 450 milljónir króna. Var það gert til að auka kvóta félagins, en eftir að Sólbak EA-305 verður lagt og kvóti hans færður yfir á önnur skip félagsins eykst heildarkvóti þess um 10% frá því sem var í byijun árs. Á aðventukvöldi Stöllurnar Helga Júlíusdóttir og Lilja Birgisdóttir aðstoðuðu við at- höfn á aðventukvöldi í Glerárkirkju á sunnudagskvöld. Aðventukvöld voru haldin í báðum kirkjunum á Akureyri, Glerárkirkju og Akur- eyrarkirkju, og sækja þau jafnan fjölmargir bæjarbúar. Sú hefð hef- ur skapast á aðventukvöldum í Glerárkirkju að tendra kertaljós í lok samkomunnar, en mvndin var einmitt tekin við það tækifæri. Leikfangalista dreift á Norðurlandi Leikfangamarkaðurinn París við Hafnarstræti 96 á Akureyri hef- ur sent frá sér leikfangalistann 1990. í listanum eru litmyndir af.um 140 leikföngum. TISSOT GÆÐIOG GLÆSILEIKI Listanum hefur verið dreift um Norðurland, frá Siglufirði til Vopnafjarðar. Til að ná fram hag- stæðu verði hafa verið gerð sameig- inleg magninnkaup nokkurra aðila, álagning bæði heild- og smásala hefur verið lækkuð og flutnings- gjöld eru hagstæð. Sama verð er á vörunum á Akur- eyri og í Reykjavík, en verslunin tekur á sig flutningskostnaðinn af álagningu sinni. íbúar utan Akur- eyrar geta fengið vörurnar í póst- kröfu eða greitt með greiðslukorti símleiðis. Að lesa og brosa Fjölmargir lögðu leið sína í Samkomuhúsið á Akur- eyri á laugardaginn, en þar var flutt dagskráin Les- um og brosum, samfelld bókmenntadagskrá sem efnt var til í tilefni af ári læsis sem nú stendur yfir. Börn af dagheimilum og leikskólum sungu og grunn- skólanemar lásu upp. Félagar úr Leikfélagi Akur- eyrar lásu úr Gullna hliði Davíðs Stefánssonar og Leikklúbburinn Saga sá um leiklestur sögunnar Mjallhvít og dvergarnir sjö. Grunnskólanemar tóku einnig Jiátt í dagskránni og á myndinni hér til hlið- ar er Olafur Arnar Pálsson nemandi í Lundarskóla að lesa „Skemmtilegt er myrkrið“ úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Fyrir aftan hann sitja: Halldór Arason, Ása Vala Þórisdóttir, Berglind Ragnarsdótt- ir og Björk Jónsdóttir. Á stærri myndinni eru börn að skoða myndir sem nemendur úr Myndlistarskólan- um gerðu í tilefni Árs læsis. j * & 4 i v N t s\ I. ' 'WmMM \ 1 *• ' Morgunblaðið/Rúnar Þór A * * # Hraðfrystihús Olafsfjarðar og UtgerðarfélagOlafsfjarðar; Sæberg kaupir hlutabréf bæjarins í fyrirtækjunum Fyrirtækið hefur eignast um 70% í HÖ SKRIFAÐ verður undir samninga um sölu hlutabréfa Ólafsfjarðar- bæjar í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og Útgerðarfélagi Ólafsfjarð- ar í dag, þriðjudag, en kaupandi hlutabréfa bæjarins er Sæberg hf. í Ólafsfirði. Sæberg keypti á föstudag hlutabréf Hlutafjársjóðs í þessum félögum. Fyrirtækið gerir út togarana Sólberg og Mána- berg. Ólafsfjarðarbær átti um 17% í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og um 30% í Utgerðarfélagi Ólafsfjarðar. Hlutaíjársjóður átti um 49% hlut í HÓ. Eftir kaupin á hlutabréfum sjóðsins og bæjarins hefur Sæberg eignast um 70% í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar, en fyrirtækið átti tæp 5% í félaginu fyrir. Þau 30% sem eftir standa eru í eigu margra smærri hluthafa, en Trygginga- miðstöðin er þeirra stærstur, á 5%. Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði sagði að sala hluta- bréfa bæjarins í fyrirtækinu væri liður í heildarlausn varðandi mál- efni fyrirtækjanna og með henni væri ákveðinni óvissu eytt. Menn vonuðu að með þessari sölu yrði styrkari stoðum rennt undir at- vinnulífið í bænum. „Við teljum Ólafsfjarðarbæ í sjálfu sér ekki eiga að taka þátt í at- vinnurekstri .hér í bænum, sveitar- félögin í landinu hafa verið á fullu inni í atvinnurekstri með misjöfn- um árangri og fengið á stundum fyrir ferðina. Að því leytinu erum við með hreinna borð þegar einka- fyrirtæki vill taka á sig þessa ábyrgð og hefur til þess burði. Gunnar Sigvaldason fram- kvæmdastjóri Sæbergs sagði að menn væru með ýmis áform í huga varðandi uppbyggingu fyrir- tækisins í framtíðinni, en endan- legar ákvarðandir hefðu ekki verið teknar þar um. Við kaup á hluta- bréfum Hlutaíjársjóðs í fyrirtæk- inu var gert samkomulag um að Sæberg auki hlutafé í Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar um 50 milljónir á næstu tveimur árum. HO er aðaleigandi Útgerðarfélags Ólafs- fjarðar, sem gerir út togarann Ölaf Bekk, en félagið á einnig frystihús, rækjuverksmiðju og mjölverksmiðju. iHer inn á lang JL flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.