Morgunblaðið - 12.03.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 12.03.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1991 23 sönnun þess að við eigum enn verk að vinna. Við gerum okkur einnig grein fyrir að ekki er auð- velt að leysa mál af þessu tagi í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna er nauðsynlegt að stuðla að því bæði með kjarasamningum og félags- legum aðgerðum að draga úr ójöfnuðinum.“ Ekki einfait að breyta launahlutföllum — Hafa ekki árangurslitlar til- raunir til að bæta kjör láglauna- hópanna í kjarasamningum leitt til að ríkið hefur tekið yfir hlut- verk tekjujöfnunar í gegnum skattkerfið? „Þetta er óhjákvæmilegt hlut- verk ríkisins og frá upphafi verka- lýðsbaráttunnar hefur stjórnvalds- aðgerðum verið beitt að kröfu verkalýðshreyfingarinnar til að bæta stöðu þeirra sem verst standa. Þetta er því ekki neyðarúr- ræði heldur eðlilegur þáttur í að leita lausnar á vandamálum af þessu tagi. Það er ekki einfalt mál að breyta launahlutföllum. Það er ekki að- eins við einhveija vonda atvinnu- rekendur og illvígar ríkisstjórnir að eiga heldur er líka togstreita í hópi launamanna gagnvart launa- hlutföllunum. Reynslan sýnir að ef einum hópi er lyft í launum til jafns við annan hóp þykir þeim síðarnefnda oft að gengið hafi verið á sinn hlut. Aðvitað eigum við að beita fé- lagslega kerfinu til að treysta stöðu þeirra hópa sem eiga erfitt. I dag er þar sérstaklega um tvo hópa að ræða; einstæða foreldra og barnmargar fjölskyldur með litlar tekjur. Það má svo bæta þriðja hópnum við, sem er fólk sem komið er yfir miðjan aldur og er oft ekki í aðstöðu til að vinna full- an vinnudag, til dæmis vegna heilsubrests. Þetta fólk hefur kannski 40 til 60 þúsund krónur í laun á mánuði.“ Fylgja ávinningum eftir — Telurðu æskilegt að end- urnýja „þjóðarsáttarformúluna“ við gerð næstu kjarasamninga? „Eg tel æskilegast að fylgja málinu eftir á þann hátt, að við týnum ekki þeim ávinningi sem náðst hefur af samningunum á síðasta ári. Það ætti ekki að vefj- ast fýrir fólki að rifja upp hvað það var sem það óttaðist fyrir gerð síðustu samninga. Þá liafði gengið yfir 12-15% kjaraskerðing á rúmum tveimur árum. Rekstrar- stöðvun blasti við mörgum fyrir- tækjum og mikið atvinnuleysi vofði yfir. Febrúarsamningarnir endurspegla þessa stöðu. Almennt séð hefur atvinnu- ástand verið þokkalegt á samn- ingstímabilinu og það er atvinnu- öryggið sem skiptir máli fyrir lág- launafólkið sérstaklega. Það er svo auðvitað nauðsynlegt að missa ekki verðbólguna aftur upp. Á síðustu árum höfum við ýtt alls konar sérmálum til hliðar. Við gerðum það á vissan hátt gróflega í febrúarsamningunum, þar sem við tókum engar lagfæringar til umræðu, hversu réttmætar sem þær voru. Af þeim sökum er ríkj- andi töluverð spenna og ýmsir hópar telja sig hafa orðið illa úti.“ — Skiptir máli í því sambandi hvemig ríkisstjórn verður samsett eftir kosningar? „Vissulega getur það skipt máli. Ég tel þó meginatriði að stjórnmál- amenn verði tilbúnir að fylgja eft- ir þeim viðhorfum sem voru ráð- andi við samningagerðina í fyrra. Það er trúlega stærra mál en hvaða flokkar mynda í ríkisstjórn.“ Endurnýjun á sér stað — Þarf verkalýðshreyfingin á endurnýjun forystunnar að halda? „Það á við þessi störf eins og önnur að þau gera tilkall til að fólk setji sig inn í marga og ólíka hluti. Starfsfólk sér það á hveijum vinnustað að því fylgir töluvert álag að vera trúnaðarmaður á vinnustað. Fæst verkefni eru leyst á einum degi. Það er að vissu leyti eðlilegt, að þeir sem eru í forystu í verka- lýðsfélögunum, starfi þar í ein- hvern tíma þó deila megi um hve langur hann eigi að vera. Auðvitað eru menn í forystu verkalýðshreyf- ingarinnar sem hafa starfað þar í mörg ár en engu að síður er stöð- ug endurnýjun líka í gangi og ekki hægt að búa til neina for- skrift að þessu. Ég tel að allar reglur um slíkt væru óvitlegar.“ Fjármagn lífeyrissjóðanna — Verkalýðshreyfingin er orðin að meira bákni en hún var. Lífeyr- issjóðir félaganna velta miklu fé og hreyfingin hefur látið til sín taka t.d. í •bankakerfinu. Er þetta heppileg þróun? „Það er ekki hægt að gefa ein- hlítt svar við því. Það getur sett verkalýðshreyfinguna og þá ein- staklinga sem sem þar starfa í erfiða stöðu að vefjast inn í of mikið. í lífeyrissjóðunum er mikið fjár- magn og það þarf að tryggja því fé ávöxtun. Sjóðirnir eru sjálf- stæðir hver fyrir sig og því kemur þetta ekki svo mjög inn á borð Alþýðusambandsins. Við erum ekki með neitt leiðbeiningarstarf gagnvart lífeyrissjóðunum um hvernig þeir eiga að haga sínum málum. Það væri þó kannski rök- rétt að við gerðum það. Hreyfingin hefur ekki haft mik- il afskipti af atvinnurekstri. Við áttum yfirgnæfandi meirihluta í Alþýðubankanum og eftir samein- inguna í íslandsbanka eiga verka- lýðsfélög og lífeyrissjóðir um 30% hlutafjár. Tilgangurinn með eignaraðild að banka er í mínum huga fyrst og fremst tengdur líf- eyrissjóðunum, því miklu skiptir fyrir þá að hagsmunir þeirra séu tryggðir. Fjárfesta í atvinnurekstri Þátttaka verkalýðshreyfingar- innar í atvinnurekstri er tvíbent mál. Ef lífeyrissjóðirnir fara í auknum mæli út í fjárfestingar í atvinnurekstrinum, þá verður að gera upp með hvaða hætti á að standa að því að beita sér í krafti eignaraðildarinnar. Lífeyrissjóðirnir hafa verið að kaupa hlutafé í fyrirtækjum á undanförnum árum. Stærst eru kaupin á hlutafé í Flugleiðum á síðasta ári en segja má að ekki hafi verið tekin nein afstaða til þess hvernig eigi að^ standa að þessu í framtíðinni. Á vettvangi lífeyrissjóðanna hafa menn fyrst og fremst litið á hlutafjárkaupin út frá arðsemissjónarmiðum en ekki til að tryggja sér þar ítök og áhrif.“ — Er ekki rökrétt að hreyfingin auki þátttöku sína og áhrif í al- menningshlutafélögum í framtíð- inni? „Ég er eindregið á þeirri skoðun að það sé æskilegt að lífeyrissjóð- irnir komi inn í atvinnurekstur með beinum hætti. Lífeyrir fram- tíðarinnar verður ekki tryggður á annan hátt en með öflugri atvinnu- uppbyggingu. Um leið verður þó að gæta þess að tefla ekki á tvær hættur því máii skiptir að sjóðirn- ir séu færir um að borga lífeyrinn út þegar að því kemur. Því má ekki taka stórfellda áhættu og er nauðsynlegt að dreifa hlutafjár- kaupunum vel. Við höfum sgð það gerast í lönd- um, til dæmis Bandaríkjunum, þar sem hlutabréf eru mikilvægari þáttur á fjármagnsmarkaði en hér, að lífeyrissjóðir eiga stóran hlut í flestum stærri fyrirtækjum, jafnvel meirihluta," segirÁsmund- ur Stefánsson. Aukin framleiðni er forsenda aukins hagvcixtcir. f fríunleiðsluiðnaði fæst aukin hagræðing með vel hönnuðum lager- og flutningskerfum. Interroll hefur í áratugi framleitt og þróað færibandamótora, flutningsrúllur, flutningskerfi og lagerkerfi sem eru viðurkennd gæðavara. Auktu framleiðnina með INTERROLL. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RAÐGJOF Vilt þú stjórna loftinu á þínum vinnustað? Þá kemur JÖTUNN til liðs við þig. Loft- og hitablásararnir frá NOVENCO henta vel á alla vinnustaði, stóra og smáa Þeir fást í stærðum frá 4500-40000 kgkal/t. Þá má tengja við hitaveituvatn, gufu og ketilvatn. Hægt er að fá inntak fyrir ferskt loft til loftræstingar og inntak fyrir blandað loft. Þreplaus stilling eða þriggja hraða. Nýju HJV þakblásararnir frá NOVENCO fást í fimm stærðum. Hámarksafköst eru 2,9 m:í á sekúndu. Að baki allrar framleiðslu NOVENCO liggur mikið starf í rannsóknarstofum fyrirtækisins. Afraksturinn er hágæða vara á góðu verði. Beinn sími sölumanna er 68 56 56. cfKsfutyj HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.