Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 260. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Carrington lávarður telur að hægt verði að binda enda á bardagana Dubrovnik, Sameinuðu þjóðunum, Zagreb, Belgrad. Reuter. KRÓATÍSKIR þjóðvarðliðar sögðust í gær hafa flúið síðasta vígi sitt í hafnarborginni Dubrovnik í Króatíu eftir linnulausar árásir sam- bandshersins í fimm daga. Carrington lávarður, sem hefur haft yfir- umsjón með friðarumleitunum Evrópubandalagsins (EB) í Júgóslav- íu, kvaðst telja að hægt yrði að binda enda á bardagana í Króatíu eftir að hafa rætt við forseta lýðveldisins og Serbíu. Heimildarmenn töldu líklegt að Walesa fengi starfandi forsætis- ráðherra, Jan Krzysztof Bielecki, stjórnarmyndunarumboð. Bielecki kvaðst í gær reiðubúinn og lagði fram áætlun um framhald rót- tækra markaðsumbóta og aukin tilskipanavöld til handa stjórnvöld- um í efnahagsmálum. Flokkur hans, Fijálslynda lýðræðisráðið (KLD), fékk aðeins um 7% í kosn- ingunum í síðasta mánuði. Ringulreið er í pólskum stjóm- málum eftir kosningamar vegna flokkafjöldans en ljóst er að minnst fimm flokka þarf til að meirihluti sé á bak við stjómina. Flokkar sem eiga uppruna sinn í verkalýðs- hreyfíngunni Samstöðu, er hrakti kommúnista frá völdum, hafa meirihluta á þingi en torsótt virð- ist ætla að verða að sætta þá. „Ég fór fram á samning um myndun stjórnar, bað um að þar yrði skýr lýsing á stefnunni í efnahags- og Borgaryfirvöld í Dubrovnik vildu ekki staðfesta að króatísku þjóð- varðliðarnir hefðu verið hraktir frá öllum vígjum sínum við Dubrovnik. Þjóðvarðliðarnir sögðu hins vegar að borgin væri nú upp á náð og miskunn hersins komin. „Þetta eru ekki endalok Dubrovnik, en því sem næst,” sagði einn þeirra. Herinn hélt uppi linnulausum stórskota- og eldflaugaárásum á borgina í fímm daga. Þjóðvarðlið- arnir sögðu að það hefði verið ógjörningur að veija hana. „Menn mínir eru allir flúnir,” sagði einn af yfirmönnum þeirra. „Það er ekk- ert skipulag, ekki neitt. Ég býst við að ég beijist á meðan ég get. Svo leggst ég til sunds.” Utvarpið í Dubrovnik sagði að a.m.k. 28 manns hefðu fallið í árás- unum, átta þjóðvarðliðar og tuttugu óbreyttir borgarar. Talið er að mannfallið hafi verið mun meira. Feija fór í gær til borgarinnar til að flytja þaðan 14 eftirlitsmenn Evrópubandalagsins, útlendinga, sært fólk, barnshafandi konur og börn, sem höfðu orðið innlyksa í borginni. Feijan getur flutt 1.200 farþega og henni var leyft að fara til Dubrovnik þrátt fyrir að sam- bandsherinn hefði sett hafnbann á hana.' Þjóðveijar leggja nú fast að öðr- um aðildarþjóðum Evrópubanda- Pólland: Geremek gefst upp á stjórnarmyndun Varsjá. Reuter. BRONISLAW Geremek gaf í gær upp á bátinn tilraunir sínar til að mynda samsteypustjórn í Póllandi eftir að nokkrir flokkar höfðu vísað honum á bug. Lech Walesa forseti fól honum sljórnar- myndun sl. laugardag en Geremek, sem hefur gagnrýnt Wcdesa harðlega undanfarna mánuði, er formaður stærsta flokks lands- ins, Lýðræðissambandsins. 29 flokkar eiga sæti í neðri deild þings- ins, Sejm. Stríðið í Júgóslavíu: Króatar segjast hafa flúið síðasta vígi sitt í Dubrovnik Finnland: * __________ Akvörðun um EB-aðild í vor Marichamn. Frá Óiafi I’. Stephensen, hlaðamanni Morgunblaðsins. PERTTI Salolainen, utanríkisráðherra Finnlands, boðaði í gær að Finnar myndu gera upp hug sinn til Evrópubandalagsins (EB) næsta vor. Þetta kom fram í ræðu Salolainens á aukaþingi Norður- landaráðs um Evrópumál, sem haldið er í Mariehamn á Alandseyj- um. Salolainen sagði að finnska stjórnin léti nú fara fram könnun á kostum og göllum EB-aðildar. „Á grunni niðurstöðu könnunar- innar munum við ákveða hvað gera skuli. Það er ljóst, að ákvörð- un um aðild á að taka með vor- inu, um hvort við viljum verða í fyrstu samningalestinni með Áusturríki og Svíþjóð. Hvenær lestin fer af stað, vitum við ekki með neinni vissu,” sagði Salolain- en. Poul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti öll hin Norður- löndin til að ganga í EB í ræðu sinni á aukaþinginu í gær. Á Norðurlandaþingi í Stokkhólmi fyrir hálfu þriðja ári lét Schlúter svo um mælt að hann teldi ekki ólíklegt að Noregur og ísland myndu fljótlega sækja um aðild að EB. Nú hafa Svíar hins vegar ákveðið að sækja um og Finnar eru líklegir til að verða næstir í röðinni. Sjá fréttir af aukaþingi Norðurlandaráðs á bls. 28-29. stjórnmálum og sameiginlegt ákall um aðstoð frá umbótaöflum á þingi. Miðjubandalagið [PC] hafn- aði þessari tillögu og Fijálslynda lýðræðisráðið tók ekki hreina og klára afstöðu,” sagði Geremek eft- ir viðræður við fulltrúa flokkanna. Flokkur Geremeks vill halda áfram á braut róttækra umbóta í átt til markaðskerfis, þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi og óánægju margra launþega. lagsins að sjálfstæði Króatíu og Slóveníu verði viðurkennt í síðasta lagi í næsta mánuði. Þá beittu EB-ríki sér fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kannaði hvort stofnunin gæti sent friðargæslu- sveitir til Júgóslavíu ef vopnahlé kæmist þar á. Carrington lávarður ræddi þetta mál við forseta Króatíu og Serbíu, sem hafa báðir óskað eftir friðargæslusveitum, og kvaðst telja að hægt yrði að binda enda á átökin þar sem stríðsaðilarnir vildu sjálfir finna friðsamlega lausn. Reuter Carrington lávarður (t.v.) ræðir við Slobodan Milosevic, forseta Serb- íu, í Beigrad í gær. Skýrt var frá því í gær að júgó- slavneskar hersveitir væru að fara frá norðurhluta Króatíu. Þar búa fáir Serbar og króatískir embættis- menn sögðu 'að sveitirnar væru a búa sig undir stórsókn inn á svæ< sem herinn legði meiri áherslu að ná á sitt vald. Reuter Króatískir þjóðvarðliðar fylgjast með skriðdrekum Júgóslavíuhers fara frá herstöð í Jastrebarsko í norðurhluta Króatíu. Um hundrað skriðdrekar og brynvarðar bifreiðar fóru frá herstöðinni í gær og héldu til Serbíu. Barentshaf: Þorskkvót- inn eykst lík- lega um 30% Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frétta- ritara Morgfunblaósins. NORSKA dagblaðið Aften- posten skýrði frá þvi í gær að þorskkvóti Norðmanna og Sovétmanna á Barentshafi yrði liklega aukinn um 30% á næsta ári. Blaðið sagði að heildarþorsk- veiði ríkjanna gæti aukist úr 215.000 tonnum í 285.000 tonn og hvort ríki kynni að fá 35.000 tonna meiri kvóta en í ár. Blaðið byggir þetta á nýrri skýrslu frá Alþjóðahafrann- sóknaráðinu, þar sem áætlað er að þorskstofninn í Barentshafi sé nú 1,2 milljónir tonna. Hrygn- ingarstofninn hefur stækkað gífurlega á undanförnum árum og er nú samkvæmt skýrslunni kominn í 571.000 tonn en var aðeins 172.000 tonn fyrir tveim- ur árum. Formleg ákvörðun verður tekin um kvótana þegar Norð- menn og Sovétmenn ganga til árlegra viðræðna sinna um físk- veiðarnar í Múrmansk í næstu viku. „Þetta er mjög gleðileg þró- un,” sagði Oddrunn Pettersen sjávarútvegsráðherra um þessi tíðindi. „Við njótum nú ávaxt- anna af þeirri varfærnislegu fískveiðistefnu sem við höfum framfylgt á undanförnum árum,” bætti hún við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.