Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 23 Tór Einarsson vitnar um það, hér á landi sem ann- ars staðar. Hér er þó vert að huga aðýmsu. í fyrsta lagi, að ef aðgangur er seldur að miðunum í formi veiði- gjalds sem ríkið innheimtir, má minnka líkurnar á auknum ríkisút- gjöldum, ef tekjuöflunarkerfi þess er endurskoðað samtímis — í því augnamiði að lækka aðra skatta. Enda er óhagkvæmni margra þeirra mönnum ljósari nú en áður. Mörgum yrði eflaust kærkominn lægri tekju- skattur, svo dæmi sé tekið. í öðru lagi er hættan á útgjalda- þenslu mun minni en áður var, því nú er fremur stefnt að því að rifa seglin í opinberum rekstri en hitt. Menn eru því trúlega betur á varð- bergi nú gegn auknum ríkisumsvif- um almennt en verið hefur í áratugi. Síðast en ekki sízt, þá má selja aðgang að miðunum án þess að rík- ið innheimti þar gjald. Leiðin væri þá sú, að öllum Iögráða íslendingum yrði afhent hlutdeild í heildarkvóta. Líkt og veiðigjald yrði þetta þó framkvæmt í áföngum, þannig að einungis hluti kvótans yrði afhentur með þeim hætti á hverju ári. Þeir sem ekki stunda útgerð myndu síðan selja hlutdeild sína eða leigja út- vegsmönnum. Slík lausn er raunar ekki með öllu óþekkt þegar nýting- arvandi náttúruauðlinda er annars vegar. í Kólumbíufylki í Kanada hefur sú leið verið farin með námur og nytjaskóga, sem áður voru sam- eign ailra fylkisbúa. Niðurlag Ég hef hér rakið lauslega þá tvo kosti, sem mest hefur verið deilt um í fiskveiðimálum íslendinga. Eins og nú er komið virðist líklegast að sala veiðileyfa (hvort heldur í formi veiðigjalds eða eignafærslu til sér- hvers lögráða landsmanns) sé sú leið sem lánist. Ekki hefur verið minnzt á ýmislegt annað sem skipt- ir hér máli, s.s. búsetu- og byggða- röskun. Um það má segja að sér- hverri hagræðingu fylgi stundum einhver röskun byggðar. Það er óhjákvæmilegt. Og þar eru leiðirnar tvær nokkurn veginn jafngildar. Sumum þeirra, sem andsnúnir eru veiðigjaldi hefur verið tamt að kalla það skrifborðslausn. Beri einhver leið það nafn með rentu er það ein- mitt úthlutun kvóta án endurgjalds. Sama gildir um núverandi kvóta- kerfi, svo langt sem það nær. Með því eru gífurleg verðmæti færð, með handafli, til þeirra sem nú stunda útgerð, Vitað er hveijir þeir eru. I venjulegum markaðsviðskiptum veit hins vegar enginn í upphafi leiks, hver hagnast mest að leikslokum. Höfundur er dósent íhagfræði við Háskóla Islnnds. [ÖJ =o=u=o; Árshátíðir og mannfagnaðir iiéTEL mm o veiðigjalds bent á slæma stöðu út- gerðar nú — og dökkar horfur á næsta misserum. Útgerðin beri ekk- ert viðbótargjald. Því er til að svara, að mér vitanlega hefur enginn iagt til að veiðigjald verði skellt á með fullum þunga, fyrirvaralaust. Gert hefur verið ráð fyrir nokkurra ára umþóttunartíma, þannig að útgerð- in gæti hafið hagræðingu áður en til gjaldtöku kæmi. Mikilvægt er að fyrir liggi strax í upphafi hvenær skref eru stigin, þannig að mönnum sé ljóst af hveiju þeir ganga. Veiðigjald: Aukin ríkisumsvif? Bent hefur verið á þá hættu, að verði lagt á veiðigjald og innheimt í ríkissjóð, verði það meðhöndlað sem hver annar tekjustofn. Slakna muni á aðhaldi, útgjöld muni auk- ast. Ekki er því að neita að andstæð- ingar veiðigjalds hafa hér nokkuð til síns máls, e.t.v. meira en fylgj- endur gjaldsins hafa almennt gefið gaum að. Aukist útgjöld ríkisins við innheimtu veiðigjalds getur auðvitað komið til sóun, sem ekki væri ella. Hagsaga liðinna ára og áratuga svipuð hvort heldur gjaldið rennur til allrar þjóðarinnar eða fámenns hóps útválinna, sem ver þvi að vild, innan lands eða utan. Andvirði selds kvóta er nefnilega gjald fyrir veiðileyfi, auðlindaskattur á máli Þorsteins Pálssonar, utan hvað innheimtumennimir fá að stinga skattinum á sig. Ef litið er til skemmri tíma hafa hins vegar verið leidd að því gild rök, að ha- græðingin verði hraðari ef upphaf- legir eigendur útgerðarinnar fá þetta gjald ekki í eigin vasa. Tiltölu- lega slakir útgerðarmenn hafa efni á að halda áfram, ef þeir eiga gjaf- akvóta, en ekki, ef veiðileyfagjaldið er tekið af þeim. Það er hins vegar ekki síst spurning um tekjudreif- ingu, hver hirðir gjaldið. Núverandi útgerðarmenn verða ríkir ef þeir fá kvótann gefins um alla framtíð, en blankari ef þeir fá einungis stuttan aðlögunartíma. Hitt er óvissara, hveiju máli það skiptir aðra lands- menn hver hirðir fúlguna. Að minni hyggju em það helstu afglöp yfir- valda í kvótamálinu að hafa ekki látið kanna þetta gaumgæfilega. Ef menn átta sig á eðli samnýt- ingarvandans til einhverrar hlítar, þá átta þeir sig einnig á því, að við það að koma á hagkvæmri fískveiði- stjórnun breytist arðsemi íslenskra fiskistofna gríðarlega til lengri tíma litið án nokkurs tilverknaðar útgerð- armanna. Mér hefur talist svo til að heildargróðinn eftir vexti og af- skriftir ætti að fara úr núlli í þetta 15-20 milljarða á ári að meðtöldu veiðileyfagjaldi til almannasjóða eða kvótaeigenda, og er þá gróft metið. Þessi happadráttur í stjórnarfari er sama eðlis og ef gull fyndist í Al- mannagjá eða öllu heldur ef einhver starfsmaður þjóðskjalasafns fyndi í handriti uppskrift til þess að breyta klettunum í Almannagjá í gull. Auð- vitað yrði að loka gjánni fyrir öllum almenningi, en til að vera sjálfum sér samkvæmur yrði Þorsteinn Páls- son að afhenda góssið meistara- félagi gullsmiða eða þá Þingvalla- presti. tutil ennt n i Iföfjmdiir er þagfrppðingur. , , 319 Philips myndlampi sem skilar eðlilegum litum og betri mynd, líka í dagsljósi. Stereo í öllum PHILIPS tækjum. 100 Mz Enginn titringur í mynd, betra fyrir augun. TEXTAVARP Fullkomið textavarp með 20 síður í minni. MÍM Mynd í mynd. Tvær stöðvar á skjánum í einu. |@l PHILIPS N0 á dögum er sjónvarpstækjum ætlað margbrotnara hlutverk en við upphaf litasjónvarps á Islandi. Þau eiga t.d. að geta tekið við textavarpi, stereoútsendingu og sagt okkur hvað er á einni stöð meðan við horfum á aðra. majchI l fL/NE iþ Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 [/idtMuKSve^fOftÉe^í/vLsamtút^utit i.Sfftc 35 tííUW'c ntiimí t ; Nýju Matchline sjónvarpstækin frá Philips uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til hágæða sjónvarpstækja í heiminum í dag. - Ótal spennandi nýjungar. Þess vegna ættir þú að hringja eða koma í heimsókn. Það væri gaman að skýra þetta allt nánar fyrir þér. Sjón er sögu ríkarl. ÞÚ GETUR TREYST PHILIPS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.