Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 AUKAÞING NORÐURLANDARAÐS A ALANDSEYJUM Olafur G. Einarsson: Á móti miimkuðum áhrifum einstakra landa ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra, fyrrverandi formað- ur íslenzku sendinefndarinnar í Norðurlandaráði, lýsti sig mótfall- inn því að auka frekar áhrif pólitísku flokkanna í ráðinu á kostn- að sendinefnda landanna, í umræðum á aukaþingi Norðurlanda- ráðs í gær. „Ég legg mikla áherzlu á að það eru lýðræðislega kjörin þing, sem velja fulltrúa sína í ráðið eftir pólit- ískum styrkleikahlutföllum á þing- unum,” sagði Ólafur. „Þetta er sá lýðræðislegi gi-undvöllur, sem samstarfíð byggir á. Við erum hér sem fulltrúar þjóðþinga okkar og ríkisstjóma. Og við viljum að það verði þannig áfram.” Er endanlega var gengið frá skjali forsætisnefndar Norður- landaráðs, þar sem fram koma ýmsar tillögur um endurnýjun Norðurlandasamstarfsins, var felld út klausa um að Norðurlanda- ráð skorti skýrari pólitíska forystu. Geir H. Haarde, formaður íslenzku sendinefndarinnar, sagði að ekki héfðu staðið miklar deilur um þetta atriði og menn fallizt á að fella það út. Press- Fjórir norrænir forsætisráðherrar á blaðamannafundi í Miariehamn. Frá vinstri Esko Aho frá Finn- landi, Carl Bildt, Svíþjóð, Poul Schliiter, Danmörku, og Gro Harlem Brundtland, Noregi. Davíð Odds- ______________ son forsætisráðherra sækir ekki fundinn en fulltrúi hans er Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Forsætisráðherrar Norðurlanda vilja endurmeta norrænt samstarf: Kröftunum verði beint út á við Mariehamn. Frá Ólafi P. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. FORSÆTISRÁðHERRAR Norðurlanda eru sammála um að norrænt samstarf skuli í auknum mæli beinast að samskiptum Norðurlanda við Evrópu, að því að gæta norrænna hagsmuna í Evrópusamstarfi og hafa áhrif á þróun mála í álfunni. Þetta kemur fram í sameigin- legri yfirlýsingu ráðherranna, sem samþykkt var á fundi þeirra, sem haldinn var samhliða aukaþingi Norðurlandaráðs í Mariehamn. Með- al ræðumanna á þinginu var almennur vilji til að kippa umræðum um utanríkismál inn úr kuldvirðingar í Norðurlandaráði. Engar form- legar ákvarðanir um breytingar voru þó teknar á aukaþinginu, enda var ekki við því búizt. Forsætisráðherrar Norðurlanda: Lýst stuðningi við aðgerðir EB í Júgóslavíu FORSÆTISRÁðHERRAR Norð- urlanda, sem funduðu í Marie- hamn á Álandseyjum um leið og Norðurlandaráð, lýstu yfir fullum stuðningi við aðgerðir Evrópu- bandalagsins til að setja niður deilurnar í Júgóslavíu og segja að Norðurlöndin muni sjálf grípa tjl aðgerða í samræmi við ástandið. „Forsætisráðherrar Norðurlánda fordæma valdbeitinguna í Júgóslavíu og skora á alla deiluaðila að hætta bardögum og virða vopnahlé,” segir í yfirlýsingu ráðherranna. „Deilurnar í Júgóslavíu valda íbúunum miklum þjáningum, sem engin pólitísk markmið geta réttlætt. Sambandsher Júgóslavíu ber sérstaklega mikla ábyrgð á að bafðögunum verði hætt.” Geir sagði að hefðbundið samstarf Norðurlanda stæði traustum fótum, þótt það þyrfti lagfæringa og breyt- inga við. Innan Evrópska efnahags- svæðisins myndu Norðurlöndin leysa sín á milli þau mál, sem EES-samn- ingurinn snerti, en ekki eingöngu á samnorrænum grundvelli, heldur einnig í samstarfí við önnur ríki. „Af þessu leiðir að við verðum að í yfírlýsingu sinni láta forsætis- ráðherrarnir í ljós sameiginlegan vilja sinn til að halda norrænu sam- starfí áfram og þróa það í takt við atburði í Evrópu. „í norrænu sam- starfi i framtíðinni mun náið sam- starf um hagsmuni Norðurlanda í Evrópu fá aukna þýðingu. Norður- lönd eiga að leitast við að hafa virk áhrif á þróunina í Evrópu og um- heiminum, með hagsmuni og þarfir Norðurlandabúa fyrir augum,” segja forsætisráðherrarnir. Davíð Oddsson hafði ekki tök á að sitja und þeirra og var Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra staðgeng- ill hans. Starfshópur endurskoði samstarfið Forsætisráðherrarnir hafa beina sameinuðum kröftum Norður- landa meira út á við en verið hefur. Við verðum að sameina kraftana út yfír landamæri Norðurjanda og not- færa okkur sameiginlegan styrk landanna, ekki sízt í Evrópusam- starfí, en einnig á öðrum alþjóðlegum vettvangi, og að sjálfsögðu gagnvart Eystrasaltsþjóðunum og öðrum grannþjóðum,” sagði Geir. ákveðið að setja á stofn starfshóp persónulegra fulltrúa sinna til að endurmeta Norðurlandasamstarfið og skila fyrsta áliti fyrir Norður- landaráðsþingið í Helsinki í marz á næsta ári. Jafnframt hyggjast ráð- herrarnir hittast á sérstakri ráð- stefnu síðar á árinu 1992 til að ræða breytingar á samstarfínu. Forsætisráðherrarnir segja í yfir- lýsingu sinni að tengsl Norðurland- anna við EB hljóti að hafa áhrif á hvernig skipulag Norðurlandasam- starfsins Ííti út. „Með þetta í huga eiga persónulegu fulltrúarnir að athuga hvernig norrænt samstarf gæti þróazt innan ramma Evrópu- samstarfsins, ef öll eða fleiri Norð- urlönd gerast aðilar að EB,” segja ráðherrarnir. Athygli vekur að þarna er gert ráð fyrir þeim mögu- leika að öll Norðurlöndin gangi í EB, en í áliti forsætisnefndar Norð- urlandaráðs, sem til umræðu er á aukaþinginu, er reiknað með að a.m.k. eitt ríkið standi utan EB - án þess að tiltekið sé hvaða land það gæti orðið. Poul SchT’uter, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti í ræðu sinni á þinginu í gær enn og aftur til þess að öll Norðurlöndin gengju í Evr- ópubandalagið, og sagði það skil- yrði fyrir árangursríkum breyting- um á samstarfinu. SchT’uter neitaði að svara því í samtali við Morgun'- blaðið hvort hann teldi líklegt að íslenzka ríkisstjórnin tæki mark á ráðum hans. Samstarf ríkisstjórnanna einkum eflt Fáir entust til að hlýða á þær tæplega hundrað ræður, sem fluttar voru á aukaþingi Norðurlandaráðs í gær. Þó mátti greina hjá állmörg- um ræðumönnum ánægju með að forsætisráðherrarnir hefðu sýnt pólitískan vilja til að endurnýja Norðurlandasamstarfíð. Vald til breytinga á Helsinki-sáttmálanum, stofnsáttmála norræns samstarfs, er ekki á hendi Norðurlandaráðs sjálfs, heldur ríkisstjórna Norður- landanna. Flest bendir líka til að þær breytingar, sem kunna að verða gerðar, verði á sviði samstarfs ríkis- stjórnanna, en áhrif þingmanna verði lítt aukin. Líklegt er talið að utanríkis- og utanríkisviðskiptaráð- herrar Norðurlandanna muni taka þátt í störfum Norrænu ráðherra- nefndarinnar, sem þeir hafa ekki gert hingað til, og að forsætisráð- herrarnir láti meira að sér kveða í samstarfinu. Ótal tillögur eru á lofti meðal þingmanna um framtíðarsKÍpulag norræns samstarfs. Flestir eru sam- mála um að ekkert sé því til fyrir- „Það stríðir gegn markmiðum EES, svo ekki sé talað um ákvæði Rómarsáttmálans, að einstök aðild- arríki reyni að standa saman um sérhagsmuni,” sagði Hjörleifur. „Menn ættu því ekki að gera sér ranghugmyndir um að Evrópustefna eða atvinnustefna geti orðið mikil- vægir þættir í norrænu samstarfi, eftir að flest Norðurlönd eru komin inn í EES og EB.” Hjörleifur sagði að það væri vill- andi að vísa til samstarfs Benelux- landanna (Belgíu, Lúxemborgar ög Hollands) sem fyrirmyndar að svæð- isbundnu samstarfí innan EB.„Þetta er algjörlega misvísandi, því að Ben- stöðu lengur að Norðurlandaráð ræði utanríkismál. Lars P. Gam- melgaard, þingflokksformaður dan- skra íhaldsmanna, lagði til að Norð- urlandaráð héldi tvö þing á ári, gjarnan fyrir leiðtogafundi Evrópu- bandalagsins. Þar yrði rætt um norræn áhrif í EB, tengslin við Austur-Evrópu og Eystrasaltslönd- in, og þannig myndi þetta „norræna þjóðþing” senda skýr skilaboð til EB. Jafnvel Finnar, sem lengi lögðust gegn umræðum uni utanríkismál, eru nú til í að ræða „alþjóðleg málefni, sem tengjast Norðurlönd- unum beint,” eins og Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, orðaði það. Hann bætti hins vegar við að það yrði í framtíðinni álíka auðvelt og að teikna á sjóinn að draga mörkin milli innanríkismála, no- rænna málefna og Evrópumála. eluxsamstarfið hefur allan tímann verið takmarkaðra en norrænt sam- starf og er nú raunar innihalds- laust,” sagði Hjörleifur. Aukaþingið samþykkti að vísa til- lögu Hjörleifs og þriggja annarra þingmanna um styrkingu norræns samstarfs, þar sem meðal annars er lagt til að mörgum nýjum norrænum stofnunum verði komið á fót og fram- lög til Norðurlandasamstarfs aukin, til ráðherranefndarinnar að hafa til hliðsjónar við gerð áætlunar um Norðurlandasamstarfið eftir 1992, sem á að leggja fram á þingi Norður- landaráðs í Helsinki í marz. Geir H. Haarde: Ræða verður utanrík- ismál í auknum mæli GEIR H. Haarde, formaður íslenzku sendinefndarinnar í Norðurlandar- áði, sagði í ræðu sinni á aukaþingi ráðsins í Mariehamn í gær að ræða yrði utanríkismál frekar en verið hefði, bæði í Norðurlandaráði og ráðherranefndinni. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ættu að taka þátt í störfum ráðherranefndarinnar. Hjörleifur Guttormsson um EB: Svæðisbundið samstarf á ekki upp á pallborðið HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, sagði í umræðunum á aukaþingi Norðurlandaráðs um Evrópumál í Mariehamn að hugmyndir um að norrænt samstarf gæti orðið eins konar svæðis- bundið samstarf innan Evrópubandalagsins væru út í hött, því að slíkt ætti alls ekki upp á pallborðið hjá EB. Utgáfutónleikar Gísla Helgasonar á Púlsinum GÍSLI Helgason heldur útgáfutónleika á Púlsinum með hljómsveit sinni í kvöld, fimmtudaginn 14. nóvember. Heitir hljómsveitin Þórgísl og eru meðleikarar Gísla þau Þórir Baldursson, Tryggvi Hubner, Pétur Grétarsson og Herdís Þorvaldsdóttir. Söngvararnir Eyjólfur Kristjáns- son og Anna Pálína Árnadóttir koma einnig fram en þau sungu hvort sitt lagið á nýju plötunni, Heimur handa þér, sem er önnur sólóplata Gísla. Sú fyrri var Ástaijátning sem færði honum gullplötu á sínum tíma. Á þessari nýju plötu eru alls 14 lög. Tíu þeirra eru eftir Gísla, en hin eru eftir Þóri Baldursson, Óddgeir Kristjánsson, Jóhann Helgason og Lioriel Ritchie. Á plötunni koma fram þrettán hljóðfæraleikarar og söngvarar ásamt Samkór Kolbeinseyjar og Ró- landsystrum. Einnig leika tveir er- Hljómsveitin Þórgísl. lendir hljófæraleikarar. Annar er Ilan Adler frá Venezúela, sem leikur á fjögurra strengja suður-amerískan smágítar og norska tónlistar- og söngkonan Sinikk4í;tÁögefeind á forna fínnska hörpu eða kantle í einu laganna. Eitt laganna á plötunni tileinkar Gísli minningu píanóleikarans Guð- múndar Ingólfssonar. 1 ' Styrkur innifalinn í FRÉTT um styrk Reykjavík- urborgar til Taflfélags Reykja- víkur í Morgunblaðinu í gær, var ranglega sagt að félagið fengi 18,5 milljóna króna styrk frá borginni. Rétt er að borgin greiðir 42 milljón króna skuld félagsins og er styrkurinn þá meðtalinn. Er beðist velvirðing- ar á þessum misskilningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.