Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Minning: Baldvin Þ. Kristjánsson fv. félagsmálafulltrúi Fæddur 9. apríl 1910 Dáinn 3. nóvember 1991 Ekki kom mér á óvart að heyra lát Baldvins nú. Fyrir fáum mánuð- um varð ég honum samferða frá Kópavogi til Reykjavíkur. Þá gekk Baldvin við staf og virtist orðinn hrumur. Aldurinn var orðinn nokk- ur — rúm 80 ár. Hann lifði ákaf- lega virku lífí, kom víða við, bæði innan Samvinnuhreyfíngarinnar og á akri þjóðlífsins. Minnisstæð munu mörgum útvarpserindi hans, einkum um daginn og veginn. Þar var hann oft skorinorður og þorði að láta í ljós skoðanir sínar. Og alltaf fannst mér Baldvin ljá hinum jákvæðu öflum fylgi sitt. Hann þýddi nokkrar bækur eftir dr. Nor- man Vincent Peale. Fjalla þær all- ar um listina æðstu: að lifa lífínu þannig að til gagns og gaman sé sjálfum okkur og öðrum. Sumir eru raunar í vafa um, að hægt sé áð gefa ráðleggingar í því efni. Lífíð er það flókið ferli, að hveijum virð- ist að mestu henta sinn háttur. Enginn vafi finnst mér á því leika, að Baldvin muni hafa lagt vinnu í að þýða jjessi rit hins fræga dokt- ors til að auðga mannlífið, veita straumum reynslu gáfaðs og vel- viljaðs manns til alþjóðar. Nokkrar minningar á ég um Baldvin. Fyrst man ég eftir honum norður í Fljótum, þegar ég átti hlut að því að leiða hann, ásamt fylgdarmanni, á rétta leið í hríðar- veðri er hann kom af Sigluíjarðar- skarði. Þeim kom ég fyrir í Lamba- nesi, hjá frænku minni og manni hennar, yfír nóttina, sem þá fór í hönd. Þetta mundi Baldvin alla tíð. Eitt sinn var ég á leið í áætlunar- bifreið norður í land að haustlagi. Var ég kominn í Fornahvamm, en för minni var annars heitið til Blönduóss, enda hafði ég greitt fargjaldið þangað við upphaf ferð- ar í Reykjavík. Þarna var sest að snæðingi. Þá var það að ég hitti Baldvin Þorkel. Hann var sjálfur í för norður í Húnavatnssýslu á veg- um Sambandsins sem erindreki. Hann bauð mér far með sér, sem ég þáði. Er mér ógleymanlegt að hafa fengið tækifæri til að ræða við, þennan vel þugsandi mann þessa vegalengd. Á leið um Víðidal sagði hann mér frá því er hann var við snúninga sumarlangt á bænum Þórukoti, sem blasir við augum þegar ekið er nefnda leið. Á bænum Giljá í Þingi var áð. Þar var þá sonur Baldvins í sumardvöl — Kristján, sem nú er þekktur sem læknir. Við ræddum við heimil- isfólkið á Giljá, bræðurna Sigurð og Jóhannes Erlendssyni, svo og ráðskonu þeirra. Vel fór um son Baldvins á bæ þessum, það sá ég glöggt, þann stutta tíma sem við vorum gestkomandi þarna. Eg rek ekki æviatriði Baldvins Þorkels hér, það gera aðrir. En ég minnist hans hér og þakka kynnin. Með kveðju til aðstandenda. Auðunn Bragi ’Sveinsson Vinir minn, Baldvin Þ. Kristjánsson, er látinn. Ég sit héma með bréfíð frá honum sem mér barst í hendur nokkrum dög- um eftir lát hans. Eitt bréf af UTSALA Adeins 4 verð: 9901490,. 1.990,- 2490,- Laugavegi 11 - Simi:21675 SKOUTSALA Opnar ó morgun með vandaða skó af heildsölulager frá Axel 0. Einnig mikið úrval af verksmiðjulager beint frá Portúgal. Barnaskór - kuldaskór - herraskór - dömuskór Stendur aðeins í eina viku! mörgum sem hann skrifaði mér til þ'arlægra landa; bréf frá honum og til hans voru orðin fastur þáttur í minni tilveru. En í gleði minni yfir trygglyndi hans og okkar dýr- mæta vinskap gleymdi ég að muna, vildi ekki muna, dauðleikann, þrátt fýrir þá vissu að eitt sinn skal hver deyja. Og Iíkt og hann sagði sjálfur í sínu eigin bréfi: „Svona er lífið; bilið er mjótt milli blíðu og éls.” Vinskapur okkar var einstakur, sérstakur og fullur virðingar á báða bóga. Við hittumst fyrst og kynntumst fyrir nær 12 árum. Baldvin þá um sjötugt en ég tæp- lega tvítug, við bæði ung. Hann sá mig sem Láru í Kertaloga Jök- uls heitins Jakobssonar og var bergnuminn í einlægni sinni. Eftir leikinn kynnti hann sig og spjall- aði, bónusinn var að við vorum bæði að vestan. Þetta var aðeins upphaf góðrar og gefandi vináttu og síðar þá höfum við hist, ekki reglulega en þó aldrei liðið of langt á milli. Minningarnar koma til baka í brotum sem raðast í óijúfanlega heild, heild sem er mikilvægur hluti sjálfs mín. Við sköpuðum hefð til handa vinskap okkar, hittumst yfir há- degissnæðingi og ræddum málin. Alþjóðamál, landsmálin og eigin málefni. Baldvin hlustaði vel, hlustaði á þroskasögu ungrar manneskju, tók þátt í gleði hennar og sorg. Ávítaði aldrei, skammað- ist aldrei, en lagði ýmislegt til. Ósjaldan í öndvegis spakmælum. Við vorum ekki alltaf sammála, en að vissu leyti gerði það málefn- in og umræðurnar meiri ögrandi og spennandi og án efa vinskapinn ríkari. Baldvin skynjaði lífið í fleiri lit- um en svörtu og hvítu, hann sá allt litrófið. Fas hans var fágað og virtist yfirvegað eftir árin og reynsluna af lífínu, en ástríðurnar fyrir mönnum og málefnum voru brennheitar og loguðu tungur þeirra á stundum glatt. Þrátt fyrir aldinn líkamann þá var sálin svo ung, síung. Það var mikill fengur að kynn- ast þeirri manneskju, sem hann Baldvin var. Hann tilheyrði ann- arri kynslóð, hugsaði öðruvísi, tal- aði öðruvísi og var öðruvísi en aðrir af mínum annars góðu vinum. Hann kynnti mig fyrir öðrum tíma, fyrir sjónarmiðum og hugsunar- hætti fólks sem var ekki gerspillt og breytti ekki líkt og fórnardýr efnislegra gæða. En hann stað- næmdist ekki þar, því hann hafði áhuga á nútímanum og sýndi hon- um umburðarlyndi og skilning. Mér ar afar minnisstætt þegar þau hjónin Baldvin og Gróa glöddu okkur með nærveru sinni við brúð- kaup okkar Rúnars fyrir rúmu ári. Þá tók Baldvin til máls og mæltist vel eins og vænta mátti af jafn' menntuðum manni. Hann talaði af mikilli virðingu og visku um vináttu okkar og það „framtíðarút- sýni” sem hann sá blasa við okkur hjónunum „heima á skerinu”. Orð hans voru gimsteinar sem bjuggu um sig í hjarta mínu. Á heimleið með nýtt líf’undir belti var ég full tilhlökkunar að deila með honum og öðrum heima þessu stórmerki ... en eins og lífið kallast á við dauðann, kallast dauð- inn á við lífið. Orðin hans munu lifa með mér og ég læt þau um- vefja mig þar sem hann bréfleiðis samgladdist mér af hjarta með vaknandi og vaxandi líf hið innra með mér, eins og hann orðaði það Guðrún Hjörleifs- dóttir - Minning Fædd 20. júní 1904 Dáin 12. október 1991 Elskuleg amma okkar Guðrún Hjörleifsdótti er dáin, flogin inn í guðsríkið, áður en hún vissi af inn í fögnuð endurfunda við móður er hún missti svo ung og saknaði sárt lengi, eiginmann, föður, son, systkini og vini, sem öll hafa styrkt hana og umvafið. Við finnum hana í hugskoti okk- ar glaða og bjarta. Reyndum að hugsa okkur hana þannig við jarð- arförina sem fram fór þann 18. þ.m. í Hafnaifyarðarkirkju. Sú stund færði öllum blessun, sem þar voru staddir og vil ég þakka bæði presti og Ljóðakórnum aðdáanlega frammistöðu og andríki. Þessi aldna móðir fylgdist með öllum sínum afkomendum, lifði og hrærðist í sorg þeirra og gleði. Heitasta ósk hennar var að allir lifðu í sátt og fyrirgefningaranda og gekk hún á undan með fordæmi og fyrirgaf og skildi ungar sálir. Oft heyrðum við hana kalla ef slettist upp á vinskapin hjá systninum „Elskið friðinn”. Amma okkar var fastur punktur í tilveru okkar þar sem hún kom á hveiju sumri og um hver jól síð- an við fluttum norður árið 1978, og dvaldi lengi. Morgnarnir þegar litlu stúlkum- ar okkar hlýjuðu sér undir sæng- inni hennar, það vermdi hjartað að sjá hve henni þótti vænt um þessa anga sem fóru svo að þrátta um besta staðinn og endaði það stundum með að hún varð að flýja í morgunkaffið sem beið ijúkandi eftir henni. I gamla daga var það hún sem var búin að hlýja upp eldhúsið á Mel og enginn kunni betur að „kveikja upp” en hún og fylla hús- ið af flatkökum sem rak alla úr rúmunum. Hún naut lífsins síðustu árin þakklát fyrir góða heilsu, pijónaði mjög mikið, las endurminningar og hafði yndi af gömlum fróðleik, lífsmynstri sem hún þekkti. Hún naut félagsskapar allra, dugleg að taka þátt, lifa og hræ- rast með ungum vinum okkar. Ferðalögin sem hún fór með okkur í, voru ófá og henni kærkom- in. Ein ferð okkar í Kjarnaskóg að vetri til er ógleymanleg. Það var í kringum áramótin 1984-1985 í einstaklega góðu veðri eins og svo oft getur verið hér fyrir norð- an.. Með fullan bíl af barnabörnum, heitu kakói og 'volgu meðlæti, borðdúk, kerti og teppi. Er þangað kom lögðum við á borð og kertaljós sem blakti varla í húminu. Við gæddum okkur á krásunum, brostum og hlógum, vangarnir urðu íjóðir og nefin líka. Stjama blikaði yfir nöktum dökk- um tijánum í suðri, allt varð svo heillandi. Krakkarnir hlupú í leik- tækin sem voru skammt frá, yngsta bamið spriklaði inn í mér, það hefur eflaust langað út til að vera með og við konurnar sátum eftir í þessari vetrardýrð sælar og dálítið prakkaralegar á svipin. Bókin Anna frá Suðurey kom út þessi jól og það skapaðist alveg sérstök -kvöldstemmning er sonur hennar las fyrir okkur og við kúrð- sjálfur. Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur hér í Perth í Ástralíu til þín, kæra Gróa. Guðrún Guðmundsdóttir Góður vinur okkar hjónanna, Baldvin Þ. Kristjánsson, hefur kvatt þetta tilverustig og haldið til nýrri heima. Þessi fáu og fátæk- legu orð eru rituð til þess að þakka honum samfylgdina um áratuga- skeið og árna honum fararheilla. Baldvini kynntist ég fyrst þegar ég stundaði nám í Samvinnuskó- lanum sem þá var í Sambandshús- inu í Reykjavík, og hann var erin- dreki Sambandsins, fór um landið og flutti mönnum „fagnaðarerind- ið”. Það lék mikill ljómi um Bald- vin í þessu starfí enda lagði hann ótrauður sitt af mörkum til vaxtar og viðgangs samvinnustefnunni. Hann var eldhugi og baráttumaður í fremstu víglínu að hveiju sem hann gekk. Síðustu starfsár sín hjá samvinnuhreyfíngunni helgaði hann bættri umferðarmenningu og gekk að því með sama eldmóði og áður. Við Baldvin áttum margt saman að sælda um dagana, m.a. vorum við fararstjórar fyrir stórum hópi sem lagði leið sína um Norðurlönd. Það var létt yfir þeim hópi og þar átti Baldvin einna drýgstan þátt í að skapa þá skemmtilegu stemmn- ingu sem hjá okkur ríkti. Hann var einmitt þeirrar gerðar að hann kveikti gleði og fögnuð hvar sem hann fór. Handtak hans var þétt- ingsfast og eftirminnilegt, augun endurspegluðu einstæða lífsgleði og væntumþykju um allt og alla. Hann var hins vegar einarður í skoðunum og ódeigur baráttumað- ur að hveiju sem hann gekk, og þegar svo bar undir gátu augun skotið gneistum og mælskan sprengdi af sér öll bönd. Við söknum góðs drengs og vin- ar í stað. Eiginkonu Baldvins, Gróu Ásmundsdóttur, og fjölskyldunni allri sendum við einlægar samúðar- kveðjur.__ Orlygur Hálfdanarson um í kring og hlustuðum anda- gtugar á þessa sérstæðu hetju- sögu. Hún var glöð og stolt þegar hún fékk að halda á yngsta banabarni sínu undir skírn á afmæli sonar síns í september 1985 í fallegu sveitakirkjunni á Munkaþverá í Eyjafírði. Nú í haust kom hún og dvaldi hjá okkur í þijár vikur við fundum og töluðum um hvað hún færði okkur saman. Við settumst öll i kringum hana á kvöldin og spjölluðum. Viku eftir brottför hennar var hún „öll” horfin inn í birtu og yl annars lífs. Við kveðjum mömmu, ömmu og tengdamömmu okkar þakklát og með söknuð í sinni og óskum henni alls hins besta í nýjum heimum guðsríkis. Gréta B. Bergsveinsdóttir, Stefán Kristjánsson, Elísa- bet, Margrét, Guðfinna og I Gígja Berg Stefánsdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.