Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 51 Sigurlaug Svanlaugs- dóttir - Minning Fædd 29. maí 1904 Dáin 31. september 1991 Það var fyrir rúmum 8 árum að fundum okkar Sigurlaugar bar fyrst saman. Um var að ræða sunnudagskvöld eitt, síðsumars og staðurinn var bílastæðið utan við KFUM-húsið fyrrverandi á Amt- mannsstíg 2B Reykjavík. Samko- munni var rétt nýlokið og á leið- inni að bílnum, tók ég eftir fullorð- inni konu, sem var að flýta sér að ná í strætisvagninn. Kallaði ég á eftir henni og spurði hvort hægt væri að spara henni sporin. Var þetta upphaf af gæfuríkum kynn- um mínum við öðlingskonu og traustan vin, sem þrátt fyrir mik- inn aldursmun, átti aldrei eftir að bera skugga á. Fljótlega varð ég var við áhuga hennar við að fara á kristilegar samkomur og til kirkju og fór áhugi okkar þar sam- an. Sigurlaug var þessum tíma hætt að vinna úti, enda aldurinn að nálgast áttatíu ár, en hélt þó enn- þá myndarheimili í Ljósheimum 10, fyrir sig og Hjalta bróður sinn. Hún var höfðingi heim að sækja, alltaf tekið á móti manni með kost- um og kynjum og velgjörðum á margan hátt. Sigurlaug var framúrskarandi samviskusöm, vinnusöm og ósér- hlífin. Að baki var margs konar vinna á hinum almenna vinnu- markaði, allt frá vinnu við hjúkrun á spítölum til verkamannavinnu, auk þriggja áratuga vinnu við sum- arbúðir KFUK í Vindáshlíð. Ein- hvern veginn segist mér hugur, að vinnutímaskráning hafi verið heldur slök, vinnuframlag var launum mun verðmeira. Hjá Sigur- laugu þekkist ekki slór eða slæp- ingur, skyldurækni var viðbrugðið. Handavinnukona mikil var Sigur- laug og ekki féll henni verk úr hendi, allt fram á síðasta dag. Sparsemi og nýtni gagnvart sjálfri sér, voru henni í blóð borin, enda alist upp við þröngan kost á barnmörgu heimili. Sparsemi var hins vegar óþekkt hugtak hjá henni, þegar um hið kriStilega starf og aðra var að ræða, þá var miklu til kostað, svo vegur þeirra mætti vera sem mestur á allan hátt. Hún lagði sitt lóð á vogarskál- arnar svo um munaði og gilti þá einu hvort um fórn, vinnu, basar, happdrættismiðasölu eða annað var að ræða, allt var unnið af sömu elju og alúð. Ekki fór þó hátt um margvíslegt framlag hennar, þar vissi hægri höndin ekki hvað sú vinstri gerði. Hún sáði ríkulega og mun upp- skera ríkulega, hjá honum sem hún setti traust sitt á, Jesúm Krist. All mikil viðbrigði urðu það fyr- ir Sigurlaugu, er hún futti inn á hjúkrunarheimilið Skjól við Kleppsveg, fyrir rúmum þremur Magnús Sveinjóns- son - Minning Fæddur 21. september 1920 Dáinn 6. nóvember 1991 Miðvikudaginn 6. nóvember sl. lést á lyflækningadeild St. Jósefs- spítala í Hafnarfírði Magnús Svein- jónsson vélstjóri, eftir skamma en snarpa viðureign við ólæknandi sjúkdóm sem læknavísindin ráða ekki við enn í dag. Magnús byijaði ungur að vinna við vélar í Vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfírði og lærði þar vélvirkjun og rennismíði. Fór þaðan í Vélskóla íslands og kláraði hann. Var á sjón- um um skeið, þá á vertíðarbátum og síðan eitthvað á togurum. Um margra ára bil skeið starfaði Magn- ús í Skipasmíðastöðinni Bátalóni í Hafnarfirði og lét mjög vel yfír störfum sínum þar. Þegar hann hætti þar þá hóf hann störf við rafsuðu í Álverinu í Straumsvík og vann þar alls í 19 ár og líkaði þar mjög vel. Hugur hans var mjög oft þar suður frá eftir að hann varð að hætta störfum sökum aldurs um seinustu jól. Magnús kvæntist Mörtu Sveins- dóttur snemma árs 1979 og flutti hún þá til hans á Reykjavíkurveg 20, í litla húsið sem hann var búinn að eiga í mörg ár og hafði áður búið í með Guðríði, uppeldissystur sinni, sem var orðin mikill sjúkling- ur og komin a spítala. Létu Magnús og Marta sér mjög annt um hana og eiga þakkir skildar. Fyrir um 5 árum réðust þau í að láta teikna viðbyggingu við gamla húsið og svo var byggt. I þeirri byggingu vann Magnús nán- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. .uiiJmbginiVlotfe u'ioH r.iniD ast allt saman sjálfur sem hann mögulega gat og var á fullu við að smíða skemmtilega verönd í. kring- um húsið, sem var að mestu komið upp. Með Mörtu flutti líka Sveinn Wíum, sonur hennar af fyrra hjóna- bandi, sem Magnús hélt mikið upp á. Börn Mörtu og barnabörn, sem alltaf kölluðu hann Magga afa, sakna hans sárt og þakka honum samfylgdina o^ biðja Guð að varð- veita hann og styrkja ömmu sína á erfiðri stund. \ Gísli og Kolbrún, Þór og Hjördís, Hildur, Sveinri og barnabörn. ý Minning Semjum minningargreinar, afmælisgréinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. \a:')>i n nvj árum. Kona sem hafði stóran hluta ævi sinnar orðið að standa á eigin fótum, getur átt erfitt með að sætta sig við að vera upp á aðra komin, að nokkru leyti. Söknuður fyllir hugann nú að leiðarlokum, söknuður eftir ein- stökum vin og velgjörðarmanni. Undirritaður vill þakka vináttu og hlýju fyrir sig og sína, 'Sem kemur til með að verma um ókomin ár. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.” Bjarni Árnason ólaskeifan C---^ SÖLU- OG KYNNINGARMARKAÐUR NOKKUR SVÆÐI LAUS Kaupmenn og heildsalar athugið, að nú eru aðeins nokkur svæði laus á jólamarkaðnum sem haldinn verður í húsi Framtíðarinnar Faxafeni 10, dagana 23. nóv. - 23. des. Frábær staðsetning - aðlaðandi sýningarsalur og básakerfi. Einstakt tækifæri til þess að auka jólasöluna. Nú þegar hafa yfir 40 aðilar tryggt sér pláss Hringið eða komið og sjáið með eigin augum frábæra aðstöðu. Símar: 687245 - 677855. VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virdisaukaskatts til íbúdarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Viröisaukaskattur af vinnu manna við íbúðarhúsnæði er endurgreiddur: • Byggjendur ibúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis sins. • Þeir sem framleiða (búðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað ertil byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: •RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. •RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. - J RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Athygli skal vakin á þvi að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil er tveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. rrt9E 6iYlr;>lniJg'toín i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.