Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 37 Fjallað um ís- lenska nafn- giftasögu GÍSLI Jónsson cand. mag. flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akur- eyri á laugardag, 16. nóvember, kl. 14. Fyrirlestur Gísla nefnist Þættir úr íslenskri nafngiftasögu og er hann sá þriðji í röð fyrirlestra sem Háskól- inn gengst fyrir um íslenskt mál. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 24 í aðalbyggingu skólans við Þingvallastræti og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦--- Guðmunda gestur á Stálblómi Morgunblaðið/Rúnar Þór Skautasvellið vinsælt Yngri kynslóðin tók því fagnandi er skautasvellið á Akureyri var opn- i svellið og sýndu listir sínar í skautaíþróttinni. Svellið er opið almenn- að um helgina og var aðsóknin afar góð. Fjölmargir lögðu leið sína á I ingi tvisvar á dag, eftir hádegi og síðan um kvöldið. SIÐUSTU sýningar á Stálblómi eftir Robert Harling í leikstjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur verða um helgina. Sérstakur gest- ur sýningarinnar á laugardags- kvöld verður Guðmunda Elías- dóttir óperusöngkona. Guðmunda var gestur í þætti Ön- undar Björnssonar „Ut í loftið” á Rás 1 sl. föstudag og lét þá þau orð falla, er hún var spurð hvers hún helst/vildi njóta sem í boði væri í menningu og listum, að hefði hún næg auraráð myndi hún vilja fara til Akureyrar og sjá leiksýninguna Stálblóm og gista á Hótel KEA. Þessi ummæli urðu til þess, að Leikfélag Akureyrar, Flugleiðir, Hót- el KEA og Bautinn/Smiðjan tóku höndum saman um að láta draum Guðmundu rætast. Síðustu sýningar á verkinu verða á föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Sex konur fara með hlutverk í þessu át'akamikla verki, þær Brynd- ís Pétursdóttir, Hanna María Karls- dóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Sunna Borg, Þórdís Amljótsdóttir og Þórey Aðalsteinsdóttir. ♦ ♦ ♦- Ríkistollstjóri athugar að svifta niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar upprunaleyfi: Gögn verði skoðuð áður en fyr- irtækið er gert að blóraböggli < - segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri JÓN ÞÓR Gunnarsson framkvæmdastjóri Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar og Co. á Akureyri segir forkastanlegt af ríkistollsljóra að láta hafa eftir sér ummæli í fjölmiðlum þess efnis að hann muni senda fyrirtækinu bréf um að það yrði svipt leyfi til útgáfu uppruna- vottorða vegna útflutnings þess á rækju. Rækjuverksmiðjur þurfa ekki að greiða toll af rækju sem seld er til Evrópubandalagsland- anna fylgi svokallað upprunavottorð, þar sem staðfest sé að hráefn- ið sé veitt af íslensku fiskiskipi, en að öðrum kosti þarf að greiða 18% toll af vörunni. Hann segir fyrirtækið hafa keypt rækju af rússneskum togurum í nokkrum mæli, en hráefnið sé flutt út til f “ ~ ~ ” fleiri landa en Evrópubandalagslandanna auk þess sem mikið af Þl*OtclDll HotGlS StBIRIllU! henni sé soðið niður, en um niðursoðna vöru gildi aðrar tollareglur. „Mér þykir forkastanlegt, af jafnvirðulegu embætti og embætti ríkistollstjóra er, að gefa út yfirlýs- ingar um að svipta eigi okkur leyfi til útgáfu upprunavottorða áður en okkur en tilkynnt um það, starfsfólk hér varð felmtri slegið yfir þessum tíðindum,” sagði Jón Þór, en hann sagði að þó svo að fyrirtækið yrði svipt þessu leyfi þýddi það ekki að tekið væri fyrir útflutning þess. Embætti tollstjóra víða um land gæfi út slík vottorð og það yrði gert í tilfelli K. Jónss- onar ef fyrirtækið yrði svipt leyf- inu, en fram til þessa hefur fyrir- tækið gefið sjálft út þessi uppruna- vottorð. Fyrirlestur um þátttökustj ómun Dr. Nina Colwill flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri á morg- un, föstudaginn 15. nóvember, kl. 15.15 í stofu 24. í fyrirlestrinum mun dr. Nina Colwill fjalla um þátt- tökustjómun. Fréttatilkynning Islendingar og aðrar EFTA- þjóðir njóta tollafríðinda í EB-lönd- unum hvað varðar útflutning á ís- lenskri rækju, en fylgja þarf sérs- takt upprunavottorð þar sem stað- fest er að hráefnið sé veitt af ís- lensku fiskiskipi eða skipi frá EB- löndunum, en að öðrum kosti þarf að greiða 18% toll vegna útflutn- ings þessa hráefnis. Jón Þór segir að stór hluti þeirr- ar rækju sem fyrirtækið hafi keypt af rússneskum togurum hafi verið soðið niður,og um slíka vöru gildi aðrar tollareglur. Þá hafi fyrirtæk- ið einnig selt þessa rækju til fjöl- margra landa. Hann teldi eðlilegt að menn frá embætti ríkistollstjóra kæmu norður til að skoða gögn fyrirtækisins varðandi útflutning áður en það yrði gert að blóra- böggli, en allt benti til að svo væri í þessu máli. Fjölmargar rækju- verksmiðjur víða um land hefðu flutt inn hráefni, m.a. frá Rúss- landi, Noregi, Færeyjum og Kanada, „þannig að við skiljum ekki hvers vegna þetta fyrirtæki er gert að blóraböggli,” sagði Jón Þór. Lýstar kröfur um 92 milljónír króna LÝSTAR kröfur í þrotabú Hót- els Stefaníu nema um 92 millj- ónum króna, en alls var 76 kröf- um lýst í búið. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi í búinu sem haldinn var í gær. Almennar kröfur nema um 64 milljónum króna, kröfur utan Vinnumálasambandið telur verk- fall í mjólkurstöðvum ólögmætt VERKFALL ófaglærðs starfsfólks í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík hefst á morgun, föstudag, verði deila verkalýðsfélaganna og Vinnumálasambandsins ekki leyst í dag. Vinnu- málasambandið hefur mótmælt boðaðri vinnustöðvun, telur hana ólög- mæta og skorar því á félögin að afboða verkfallið þegar. Ófaglært starfsfólk í samlögunum fer fram á rúmlega 3.000 króna greiðslu á mánuði vegna námskeiða sem það hefur setið og tiðkast í öðrum starfs- greinum í matvælaiðnaði. Vinnumálasambandið bauð fyrir nokkru 12 þúsund króna eingreiðslu vegna þessa námskeiða, en því tilboði var hafnað. Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, félags iðnverkafólks á Akureyri sagði allt benda til þess að af verk- fallinu verði, en það hefst á mið-. nætti 15. nóvember. Þá hefur einnig verið boðað verkfall dagana 18. og 19. nóvember og ótímabundið frá og með 25. nóvember hafi deilan ekki verið leyst fyrir þann tíma. Vinnumálasambandið hefur sent verkalýðsfélögnum bréf þar sern það mótmælir boðaðri vinnustöðvun um- rædda daga og skorar á félögin að afboða þau nú þegar. Sambandið telji verkfallsheimildina ólögmæta samkvæmt vinnulöggjöf þar sem hún byggist á þeirri forsendu að um ágreining um kjarasamning sé að ræða. Kristín sagði að lögfræðingar verkalýðsfélaganna teldu verkfalls- boðunina lögmæta og því yrði ekki hvikað fyá boðuðu verkfalli. Hún sagði félagið gera kröfu um ákveðið mál, sem aldrei hefði náðst að semja um, það væri því ekki um að ræða að ágreiningur væri um kjarasamn- ing. „Fáum við tilboð frá Vinnumála- sambandinu munum við að sjálf- sögðu skoða það, en ella sýnist mér allt stefna í verkfall í þessum tveim- ur mjólkursamlögum,” sagði Kristín. Hún sagði málið nú í furðulegum hnút og frá upphafí hafi einkennt' það nokkur stífni, þannig að hún væri ekki sérlegá bjartsýn á fram- haldið. Kristín sagði að félaginu hefðu borist stuðningsyfirlýsingar frá ýms- um hópum og það styrkti mjög stöð- una að fá slíkan stuðning og yljaðj mönnunl um hjartarætur. Ófaglært starfsfólk í samlögunum gerir þá kröfu að það fái starfsnám sitt metið eins og tíðkast í öðrum greinum matvælaiðnaðar, en það þýðir rúmlega 3.000 króna kaupauka á mánuði, hafi starfsmaður sótt starfsnámskeið. Vfnnumálasam- bandið hefur boðið 12 þúsund króna eingreiðslu, en því var hafnað. skuldaraðar eru 26,5 milljónir og forgangskröfur eru um 2 milljónir króna. Byggðastofnun og Ferðamála- sjóður keyptu húsnæði það sem hótelið er rekið í við Hafnarstræti á Akureyri í október. Að sögn Erlings Sigtryggssonar fulltrúa hjá bæjarfógetaembætt- inu á Akureyri á þrotabúið ein- hverjar eignir, m.a. allt innbú á hótelinu, þá hafa innheimst um 1,6 milljónir króna í útistandandi kröfum og líklegt að takist að inn- heimta til viðbótar allt að 300 þúsund krónur, þannig að búið á tæplega 2 milljónir króna í pening- um. Stærstu kröfuhafar eru Bún- aðarbanki, íslandsbanki og Iðnlána- sjóður. Hreinn Pálsson var kosinn skiptastjóri í þrotabúinu á skipta- fundinum í gær, en næsti skipta- fundur í búinu verður 29. nóvem- ber. A þeim fundi verður tekin afstaða til umdeildra krafna. Utvegsmenn Norðurlandi Munið fundinn á Hótel K.E.A. nk. laugardag 16. nóvemberkl. 13.00. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.