Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 64
 EIMSKIP ImumfrlaAiib Sk VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ mm MORGllNBLsWlD, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SlMl 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUHEYlll: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Uppsagnir og hag- ræðing hjá KASK Tap á rekstrinum um 61 milljón króna í ár KAUPFÉLAG Austur-Skaftfellinga hefur gripið til þess ráðs að segja upp stjórnendum í fiskiðjuveri til að auðvelda sparnað í rekstri og endurskipulagningu hans. Umtalsvert tap hefur verið á rekstrinum í ár. I fyrra skilaði rekstur KASK 60 milljónum króna í hagnað allt árið, en nú nemur rekstrartap 61 milljón króna og munar þar mestu slök afkoma í saltfiskverkun. Hermann Hansson, kaupfélags- stjóri, segir að allar aðstæður hafi versnað til muna frá því í fyrra. Verð á físki til vinnslu hafí hækkað mun meira en afurðaverðið og vext- ir séu nú miklu hærri. Vegna þess hafí skapast verulegt misræmi milli afkomu útgerðar og vinnslu og lík- lega muni reynast erfítt að leiðrétta það. „Við gripum til þess ráðs í lok október, þegar milliuppgjör lá fyrir og kvótaskerðing var jafnframt orð- in ljós, að segja upp stjórnendum í Fiskiðjuveri KASK til að ná fram endurskipulagningu, hagræðingu og sparnaði í rekstrinum. Suma höfum við endurráðið en nokkrir hafa þegar hætt störfum. Þetta er fyrsti þáttur- inn af fleirum, sem við munum fram- kvæma til að ná markmiðum okk- ar,” segir Hermann Hansson. Sambandið ákveður að selja 400 milljóna króna hlut í Samskipum SAMBAND islenskra samvinnu- félaga hefur ákveðið að selja allt að 400 milljóna króna hlut í Sam- skipum hf. á næstu misserum. Sambandið á um 99% af 900 millj- óna króna hlutafé Samskipa sem undirbúa nú þátttöku á almennum hlutafjármarkaði, en nýgerðar breytingar á samþykktum félags- ins heimila þvi frjálsa meðferð hlutabréfa. Landsbréf hf. munu sjá um hlutafjársöluna og vera þannig til ráðgjafar um hve mikið af bréfum verður sett á markað á hverjum tíma. Davíð Björnsson, forstöðumaður hjá Landsbréfum hf., sagðist búast við að þessi ákvörðun Sambandsins og forráðamanna Samskipa hefði _ ^ jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaðinn. „Þessi markaður hefur verið í nokk- urri lægð undanfarið en menn sjá þarna fram á aukna fjölbreytni og fjárfestar fá þannig nýjan valkost,” sagði Davíð. „Það er hins vegar ljóst að hlutabréf Samskipa fara ekki hraðar inn á markaðinn en aðstæður þar leyfa, enda er litið á þetta sem langtímaáætlun.” Nú hafa verið gerðar breytingar á samþykktum fjögurra félaga í eigu Sambandsins, þ.e. Miklagarðs hf, Jötuns hf. og Íslensks skinnaiðnaðar hf. auk Samskipa, sem heimila fijálsa sölu hlutabréfa. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, sagði að þessi félög myndu væntan- lega öll stefna á almennan hluta- bréfamarkað eftir því sem aðstæður leyfðu, en Samskip væri komið lengst í undirbúningsvinnunni. Sjá nánar viðskiptablað 4-5b _________ - -i-.'- .'-'S-: v.. ■ ór- Ki - ■. ... V?. i ' .* . mmm jffv 2 Þröng á þingi rnzrnm Morgunblaðið/KGA Það var þröng á þingi í selalauginni í Húsdýragarðin- | gær. Eflaust hafa selirnir andað léttar þegar verkinu um er starfsmenn borgarinnar hreinsuðu hana í | var lokið. Nýjar niðurstöður Landsvirkjunar og ráðgjafarfyrirtækisins Caminus Energy: Kleift að flytja raforku um sæstreng á hagkvæman hátt Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar bjartsýnn á að orkusala úr landi verði að veruleika um aldamót HALLDÓR Jónatansson, for- sljóri Landsvirkjunar, segir að nýjar niðurstöður athugana Landsvirkjunar og breska ráð- gjafarfyrirtækisins Caminus En- ergy Ltd. sýni að það sé tækni- lega^ kleift að leggja sæstreng frá íslandi til Skotlands á hag- kvæman hátt. Sljórn Landsvirkj- unar muni fara vandlega yfir niðurstöðurnar á næstunni og huga að markaðshlið málsins miðað við að Island geti verið reiðubúið að hefja sölu raforku um sæstreng um aldamót. Segir Halldór að margt bendi til að raforka um sæstreng verði þá orðin samkeppnishæf í Bret- landi. Þrír fulltrúar ítalska fyrirtækis- ins Pirelli, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum Evrópu í framleiðslu pg lagningu sæstrengja, koma til íslands í næstu viku til viðræðna við stjómendur Landsvirkjunar um möguleika sæstrengs. „Niðurstöður nýjustu athugana Landsvirkjunar eru að það sé tæknilega kleift að leggja sæ- strenginn og flytja raforku með Fundur fjögurra ráðherra um vanda í sjávarútvegi: r---------------------------- Rætt um frestun afborgana lána fyrir 800 milljónir kr. FJÖRIR láðherrar auk embættismanna héldu fund í Ráðherrabú- staðnum í gærkvöldi þar sem rætt var um vanda fyrirtækja í sjávar- útvegi auk stöðunnar í efnahagsmálum almennt. Meðal þeirra leiða sem ræddar voru til aðstoðar sjávarútvegsfyrirtækjum var að fresta um 2 ár afborgunum lána hjá Atvinnutryggingarsjóði á allt að 7-800 milljónum króna og yrði þar um almenna aðgerð að ræða. Einnig var til umræðu að flýta fyrir úreldingu fískiskipa með því að hækka greiðslu fyrir úreldingu hjá Hagræðingarsjóði sem nú er 10% af húftryggingu. Eru hug- myndir um að hækka þetta hlutfall í allt að 30%. Þá voru ræddar leiðir til að koma í veg fyrir inngreiðslur í Verðjöfnunarsjóð. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að fyrst og fremst hafi verið ræddar almennar leiðir til að styrkja stöðu sjávarútvegsfyr- irtækja við þær erfíðu aðstæður sem nú eru í greininni. „Hvað At- vinnutryggingarsjóðinn varðar er fyrst og fremst verið að athuga með frestun afborgana um allt að 2 ár svo og lengingu á endurgreiðsl- utíma,” segir Þorsteinn. „Hér er verið að tala um almenna aðgerð en ekki að einhveijir séu valdir úr hópnum í þessum efnum. Auk þessa voru ýmsar aðrar aðgerðir til um- ræðu svo sem leiðir til að komast hjá frekari inngreiðslum í Verð- jöfnunarsjóð og hækkanir á borgun- um fyrir úreldingar fiskiskipa.” í máli Þorsteins kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar á fundi ráðherranna en málin verði skoðuð áfram á næstu dögum og frekari leiða leitað til að létta undir með fyriitækjunum. Auk Þorsteins Pálssonar sátu fundinn Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, Friðrik Sophusson ijár- málaráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. Jón Sigurðsson segir að auk vanda sjávarútvegsfyr- irtækja hafi verið farið yfír stöðuna í ríkisfjármálum í kjölfar þess end- urmats sem gera þarf á þjóðhags- áætlun sökum þess að álversfram- kvæmdum verður frestað. honum á hagkvæman hátt. Það er margt sem bendir til þess að áður en langt um h'ður verði raforka frá Islandi um sæstreng samkeppnis- hæf við rafmagn úr orkugjöfum í Bretlandi,” sagði Halldór. Fulltrúar franska fyrirtækisins Alcatel hafa einnig sýnt þessu máli áhuga og hafa gert Lands- virkjun tilboð um ítarlega athugun á tæknilegri hagkvæmni við lagn- ingu særafstrengs til Bretlands- eyja. Halldór sagði að stjórn Lands- virkjunar myndi á næstunni fara yfir þessar niðurstöður. „Það bend- ir allt til að það sé vel þess virði að kanna markaðshliðina betur. Við erum komnir á það stig að hyggja meira að markaðinum og allar athuganir til þessa eru það hagstæðar að full ástæða er til að helja ýtarlega athugun á þeim möguleika að markaðssetja orku frá Islandi um og uppúr aldamótun- um. Ef við eigum að vera í stakk búnir til að flytja út rafmagn um aldamót er ekki seinna vænna að fara að skoða þessi mál mjög alvar- lega,” sagði Haildór. í nýjasta tölublaði European er fjallað um neðarsjávarrafstreng frá Islandi til Evrópu um aldamót og m.a. haft eftir sérfræðingi hjá Caminus Energy að niðurstöðurnar hafi komið gleðilega á óvart. Hefur blaðið eftir Halldóri Jónatanssyni að eftir því sem orkuverð í Evrópu hækki, því álitlegri verði raforkan frá Islandi og hann sé bjartsýnn á að um aldamót verði a.m.k. einn strengur kominn í notkun. Sjá ennfremur á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.