Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Lögfræðingur Maxwell-fjölskyldumiar; Blaðakóngurinn lést af slysförum EKKI er ólíklegt, að breski fjölmiðlakóngurinn Robert Maxwell hafi svamlað í sjónum í nokkrar klukkustundir eftir að hann féll fyrir borð á snekkju sinni við Kanaríeyjar, líklega af slysförum. Er þetta haft eftir lögfræðingi Maxwell-fjölskyldunnar á Spáni. Spánski lögfræðingurinn, Julio hefði Maxwell látist af slysförum Hernandez Claverie, sagði í viðtali við breska útvarpsstöð, að niður- stöður lækna væru þær, að líklega Sendifulltrúa Iraks vísað frá Svíþjóð Stokkhólnii. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. STAÐGENGLI sendiherra íraks í Svíþjóð, Mohammad Said Hani sendifulltrúa, var vísað úr landi í gær fyrir að hafa njósnað um íraska og kúrdíska innflytjendur. Hani er sjötti íraski sendiráðsmað- urinn sem vísað hefur verið frá Sví- þjóð á árinu. Fjórum var gert að fara úr landinu í mars fyrir njósnir um innflytjendur og áform um hermdarverk. Sá fimmti varð að fara þaðan eftir að hafa beitt skotvopni er Kúrdar reyndu að ráðast inn í íraska sendiráðið í apríl. Þegar Carl Bildt forsætisráðherra var í stjórnarandstöðu krafðist hann þess að sendiráðinu yrði lokað. Flest bendir nú til að svo verði því nú eru aðeins tveir starfsmenn eftir í sendi- ráðinu. þótt ekki væri útilokað, að hann hefði verið myrtur. Sagði hann ekki koma til greina, að Maxweli hefði sjálfur stytt sér aldur enda hefðu skipveijar á snekkjunni bor- ið, að vel hefði legið á honum áður en hann hvarf. Þjónustu- stúlka frá Danmörku er í áhöfn snekkjunnar og segir hún í viðtali við danska blaðið Jyllandsposten að öllum skipveijum, alls ellefu manns, sé stranglega bannað að tjá sig við fjölmiðla um málið. Erfið staða Maxweil-samsteyp- unnar og ásakanir um tengsl hans við ísraelsku leyniþjónustuna, Mossad, hafa kynt undir alls kyns sögum um dauða hans en verði úrskurðað, að hann hafi dáið af slysförum, verða tryggingafélög að greiða fjölskyldu hans rúmlega tvo milljarða ÍSK í bætur. Fengu tryggingarfélögin kunnan lækni og meinafræðing til að skoða líkið og er álits hans beðið. Reuter Astmögur Frakka kvaddur Syrgjendur bera skuggamynd af Yves Montand og er myndin gerð úr blómum. Leikarinn og söngvarinn heimskunni, sem lést á laugar- dag, var borinn til grafar í gær í París og var fjölmenni við göturnar þar sem líkfylgdin fór um. Montand var sjötugur er hann lést. Framkvæmdastjóri SÞ: Egypti líklegastur Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÞRÍR Afríkumenn urðu efstir í skoðanakönnun, sem gerð var á meðal fastafulltrúa hjá Samein- uðu þjóðunum á þriðjudag, um hver skyldi taka við stöðu fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar af Javier Perez de Cuellar. Bernard Chidzero, fjármálaráð- herra Zimbabwe, fékk flest atkvæði í skoðanakönnuninni, eða 11. Næstur kom Boutros Boutros Ghali, aðstoð- arforsætisráðherra Egyptalands, með 10 atkvæði og Kenneth Dadzie frá Ghana, framkvæmdastjóri Ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um við- skipti og þróunarmál (UNCTAD), með sex atkvæði. Ríkin fimm, sem eiga fastaaðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, geta beitt neitunarvaldi gegn fram- bjóðendum í stöðuna en samkvæmt könnuninni hafnar ekkert þeirra þremur efstu mönnunum. Noregur: Ríkisstjómin o g 10 bank- ar til bjargar laxeldinu Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. ERLENT NORSKA sljórnin og 10 bankar náðu seint í fyrrakvöld samkom- ulagi um aðgerðir til bjargar norsku laxeldi og sagði Oddrunn Pettersen sjávarútvegsráðherra ísland eitt tryggir ekki viðhald hvíta kynstofnsins - segir aðstoðarmaður Davids Dukes, frambjóðanda I Louisiana Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. DAVID Duke, ríkisstjórafram- bjóðandi í Louisiana, hefur þrá- faldlega neitað því í kosninga- baráttu sinni að hann aðhyllist enn málstað nasista og Ku Klux-Klan-hreyfingarinnar. Hann heldur því fram að hann sé breyttur maður og þakkar það trú sinni. Andstæðingar Dukes og ýmsir gagnrýnendur halda því fram að grunnt sé á hans gömlu skoðunum og undir grímunni, sem hann hafi sett upp til að laða að kjósendur, leynist nasismi, kynþáttafor- dómar og hatur. Duke hefur sagt að hvíti kynstofninni eigi aðeins eitt ómengað vígi eftir: Island. Þessi orð lét hann falla fyrir tveimur árum. Því hefði mátt búast við því í ljósi nýfeng- ins umburðarlyndis Dukes að reynt yrði að draga úr þegar Morgunblaðið grennslaðist fyr- ir um það hvað lægi að baki þessum orðum í kosningaher- búðum hans. En það var öðru nær. Ríkisstjórakosningarnar verða haldnar á laugardag og sagði blaðafulltrúi Dukes að frambjóð- andinn hefði ekki tíma til að veita fjölmiðlum utan Louisiana áheyrn á lokaspretti kosningabaráttunn- ar. Fulltrúinn vísaði til Howies Farrells, sem hefur skipulagningu kosningabaráttunnar með hönd- um. Hann var spurður hvernig túlka bæri orð Dukes: „Viðhald hvíta kynstofnsins í heiminum er í hættu og það er ekki nóg að hafa aðeins eitt land hvítra á hnettinum til að trvggja viðhald hans,” sagði Farrell. „Eftir fímm ár verða Bandaríkin orðin ríki þar sem hvítir eru í minnihluta.” Hann sagði að þessa þróun mætti rekja til bæði kynblöndunar hvítra og David Duke í hópi stuðningsmanna sinna. fólks af öðrum kynþáttum og fijó- semi minnihlutahópa og bæri að harma hana. Duke lýsti því yfír á árum áður að hann vildi ekki sitja auðum höndum meðan hvíti kynstofninn hyrfí. „Við höfum ekki áætlun um að senda [svarta] aftur til Afr- íku,” sagði Duke í viðtali við blað- ið Baton Rouge State-Times árið 1985. „Okkur fínnst að það mætti vera hugsjón, ef til vill ófram- kvæmanleg hugsjón, að skilja kynþættina landfræðilega að, annáð hvort innan þessa lands eða milli heimsálfa.” Um gyðinga sagði hann árið 1986 að þeir hefðu „sýkst og þegar smitað okkur af þeim sjúkdómi. Hann er kallaður kynblöndun og þeir eru að ná miklum árangri.” Farrell var spurður hvort Duke hygðist á einhvern hátt sporna við þeirri þróun sem hann heldur fram að sé að verða í Banda- ríkjunum. „Það er ekki á okkar valdi að gera neitt,” var svarið. Farrell kvaðst telja að íslendingar reyndu vísvitandi að forðast „kyn- blöndun”. „Okkur skilst að inn- flytjendalög á íslandi séu mjög ströng og til þess gerð að halda öðrum kynþáttum frá landinu,” sagði hann og bætti við: „Okkur skilst að íslendingar vilji þannig tryggja viðhald sitL” Hugmyndir um ísland á borð við þessar eru ekki nýjar af nál- inni. Þór Whitehead segir í bók sinni íslandsævintýri Himmlers að ísland hafi verið helgur staður samkvæmt hugmyndafræði nas- ista. „[íslendingar] höfðu varð- veitt sitt „hreina”, norræna blóð, meðan germanskir frændur þeirra höfðu að nokkru spillt kynstofni sínum og menningu með sambýli við óæðri kynþætti eins og Gyð- inga og Slafa,” skrifar Þór þegar hann lýsir hugmyndaheimi Heinrichs Himmlers, ríkisforingja SS. Þessar hugmyndir eiga sér enn greinilega fótfestu á ofan- verðri tuttugustu öldinni. --------------'--------------------- að það ætti að afstýra gjaldþroti flestra eldisstöðva landsins. Ríkisstjórnin samþykkti að veita 400 milljóna króna lán, jafnvirði 3,7 milljarða ÍSK, til þess að stofna ný sölusamtök laxeldisins. Yrði það megin viðfangsefni þess fyrst um sinn að selja 32.000 tonna fram- leiðslu sem Norðmenn eiga nú í frystigeymslum. Til þess að raska ekki mörkuðum í Vestur-Evrópu og kalla ekki yfir sig refsitolla af hálfu Evrópubandalagsins (EB) verður frysti laxinn seldur til Sovét- ríkjanna og Austur-Evrópu fyrir slikk. Bjarne Myrstad, talsmaður sjávarútvegsráðuneytisins í Ósló, sagði að hluti birgðanna kynni reyndar að verða gefinn sem mat- vælaaðstoð. Bankarnir samþykktu að leggja fram 335 milljónir norskra króna, jafnvirði 3ja milljarða ÍSK, til bjarg- ar laxeldinu. Verður fjárhæðinni nær eingöngu varið til að borga skuldir Sölusamtaka laxeldisins við einstakar laxeldisstöðvar. Verða sölusamtökin formlega lýst gjald- þrota. Norska stjórnin beitti sér fyrir aðgerðum til bjargar fískeldinu til þess að koma í veg fyrir að allt að 15.000 manns, sem hafa framfæri sitt af greininni, misstu vinnuna. Ennfremur er það mat ríkis- stjórnarinnar að framtíðarhorfur fiskeldis séu góðar. Oddrunn Pett- ersen sagðist þess fullviss að að- stoðin við fiskeldið yrði ekki til þess að EB setti refsitolla á nor- skan lax en Norðmenn hafa verið með 80% laxsölunnar á markaði EB í sínum höndum. Indónesía: Skotárás hersins á mót- mælasöneru fordæmd Jakörtu. Reuter. ^ ^ RÍKISSTJÓRN Indónesíu sagði í gær að opinber rannsókn færi fram á skotárás hersins á hóp fólks á Austur-Tímor í fyrradag en talið er að þá hafi allt að 100 óbreyttir borgarar beðið bana. Atburðirnir hafa verið fordæmdir um heim allan. Að sögn sjónai’votta tóku þús- undir manna þátt í mótmælagöngu í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, í fyrradag til þess að minnast þeirra sem féllu í uppþotum á eynni fyrir hálfum mánuði. Mótmælti fólkið jafnframt yfir- ráðum Indónesíumanna sem innlim- uðu eyjuna árið 1976, en talið er að um 200.000 manns hafi týnt lífí í skæruhernaði eftir innlimunina. Heimildir herma að hermenn hafi skyndilega hafið skothríð á kröfugönguna. Nokkrir útlendingar sem fylgdust með mótmælunum særðust og lumbruðu hermenn m.a. á bandarískum blaðamanni. „Ég sá ijölda líka á götunni og hermennirn- ir héldu áfram skothríðinni meðan einhver stóð uppi,” sagði blaðamað- urinn en göngumenn tvístruðust í allar áttir er herinn lét til skarar skifða. Lífsförunautarins leitað í siálfsalanum The Daily Telegraph. JAPANIR eru mjög hrifnir af alls konar tækjum og tólum og það nýjasta á þeim vettvangi er „hjónabandsmiðlarinn” en hann gefur fólki í makaleit upplýsingar um liklegan lífsförunaut. Er um að ræða nokk- urs konar sjálfsala og segja má, að hann fari eins og eldur í sinu um allt Japan. Það eru ekki síst konurnar, sem leita til sjálfsalans, en fyrir um 135 kr. lætur hann af hendi lítið plast- hylki með miða innan í og eru þar skráðar upplýsingar um karlmann, sem vill kynnast góðri konu. Þar er nafnið hans, símanúmer, mynd og það, sem kann að ríða.baggamuninn; á hvernig bíl hann ekur. Á bakhlið miðans er stjörnuspá. Það kostar um 900 ÍSK að auglýsa í sjálfsalanum og eru þá plasthylkin með upplýsing- unum 10 talsins. Mikil samkeppni er meðal fyrir- tækja á þessum markaði og sum stæra sig. af því að bjóða aðeins upp á úrvalsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.