Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 tmmm Forsmekkurinn að EES-aðild Belgískur togari var færður til hafnar í Vestmannaeyjum nú fyrir skömmu, eftir að Landhelgisgæsl- an hafði kannað veiðarfæri hans úti á miðunum. Möskvastærðin var ólögleg, notaðir voru minni mös- kvar en leyfilegt er. Skipstjórinn gaf upp aflamagn í skipinu 6 tonn. Vanþakklæti Kona nokkur að nafni Lilja Bjarnadóttir varð sjötug 24. októ- ber síðastliðinn. Hana vantaði hús- næði til þess að geta af sinni miklu gestrisni haldið sínum vinum og vandamönnum veislu. Hún leitaði þá á náðir Sjálfsbjargar, þar var nú upptekið, en hún fékk inni hjá Laugarnessókn í félagsheimilinu og allt fór vel. En nú spyr ég, undirrituð; Hver hefur unnið meira og óeigingjarnara starf fyrir Sjálfsbjörg og fieiri líknarfélög en Lilja? Til dæmis með merkja- og happdrættissölu gegnum árin, og yfirleitt í sjálfboðavinnu, ekki kannski alls staðar velkomin, jafn- vel talin hálfklikkuð. Hvað ætli Lilja sé búin að hjálpa mörgum með þessum hætti í gegnum árin og látið sér í léttu rúmi liggja' hvort gert er grín að henni eður ei. Davíð Oddsson forsætisráð- herra pældi heldur ekki í því hvort Lilja var séra eða ekki, hann heiðr- aði hana með komu sinni og færði henni bók að gjöf. En þið Sjálfs- bjargai’félagar og öll hin, hún fékk ekki svo mikið sem skeyti frá ykk- ur sem hún hefur þrælað sér út fyrir og það af mjög veikum mætti síðustu árin. Því að hennar sögn er hún aldrei veik, bara löt. Undir- rituð veit þó betur. Guðrún Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Aflinn var gerður upptækur og reyndist við uppskipun vera tvö- falt meiri, eða 12 tonn af blönduð- um fiski. Eðlileg viðbrögð íslend- inga hefðu átt að vera þau, að svipta þetta skip veiðiheimildum við landið. Raunin varð hins vegar sú, að eftir löndum upplogins afla, var haldið á íslandsmið til veiða á ný. Þetta eru mennirnir sem við höfum treyst til þess að virða umsamdar leikreglur á fiskimiðum okkar. Nokkrum belgískum skip- um hefur, allt frá útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 200 mílur, verið leyft að veiða takmarkað magn á miðunum við landið, þ.e. þar til þessum tilteknu skipum verði lagt. Mörgum mun finnast belgísku skipin furðu endingargóð og hald- ast lengi á veiðiheimildunum. Það er eðlilegt að spurt sé: Hvað skyldi þessi umræddi togari vera búinn að veiða mikið umfram heimild hér á miðunum? Er óraunhæft að gera ráð fyrir að hin belgísku skip- in hafi haft sama háttinn á? Samkvæmt samningsdrögunum um EES, sem utanríkisráðuneytið Seðlabankinn, Seðlabanki íslands og Þjón- ustumiðstöð ríkisverðbréfa hafa að undanförnu birt auglýsingu í blöðunum með fyrirsögninni eða kjörorðinu: „Gríptu daginn!” Aug- ljóst er að snillingurinn sem á heiðurinn af þessari einföldu aug- lýsingú hefur fengið hugmyndina lánaða frá breskri eða bandarískri auglýsingastofu. Honum hefur sem sagt hugkvæmst að þýða enska orðtakið „seize the day”. kynnir nú landsmönnum líkt og um trúboð væri að ræða, er EB- þjóðunum gefinn ko_stur á að sencla flota sinn aftur á íslandsmið. ís- lendingar hljóta að endurskoða afstöðu sína þegar tekið er tiilit til yfirgangs sumra þessara þjóða á annarra fiskimiðum. íslendingar ættu að hugleiða þá augljósu hættu, sem fylgir því, að hleypa heilum flota evrópskra fiskiskipa til veiða á miðunum við landið á nýjan leik, ekki var fyrri reynsla svo góð. Erum við búin að gleyma baráttunni fyrir yfirráðum okkar yfir fiskimiðunum við landið? Eru Islendingar búnir að gleyma þorskastríðunum? Þar sem erfitt virðist vera að hafa hemil á veðum nokkurra belgískra togara hér við land, sýnist mér að ólöglegt muni vera að fylgjast með veiðum ómælds flota Evrópuþjóðanna til viðbótar, sem trúlega myndi þá telja sig vera á tilvonandi sam- eiginlegri fiskislóð. Hætt er við að þá myndu íslendingar sjá í al- vörunni, og ekki síður finna fyrir því, „hvar Davíð keypti öiið”. Jóhannes R. Snorrason grípur daginn” Þetta orðtak er m.a. notað í ensk- um útgáfum bibh'unnar en íslensk- ir þýðendur hennar hafa hins veg- ar látið sér nægja íslenska orðtak- ið „hamraðu járnið meðan það er heitt”. Ennfremur skal bent á ís- lenska orðtakið „að grípa gæsina meðan hún gefst”. Tilraun Seðla- bankans til að auðga íslenska tungu með kjörorðinu „gríptu dag- inn!” er því öldungis óþörf. Einar Austdal Utanferðir alþingismanna Mig langaði til þess að koma að einni fyrirspum vegna viðtals við Geir Haarde alþingismann í Sjónvarpinu 28. okt. sl. Verið var að ræða um utanlandsferðir al- þingismanna. Þar sagði Geir að ódýrara væri að senda þingmenn á fund til Chile heldur en til Álandseyja. Þetta hljómar dálítið ótrúlega og því er hér með vinsam- legast farið fram á það við Geir Haarde, að hann eða þeir aðilar sem hafa tiltækar tölur í þessu sambandi upplýsi okkur skatt- greiðendur nánar um í hveiju þessi munur felst. Með þessu er ekki verið að vega á neinn hátt að ferð- um alþingismanna á erlendar ráð- stefnur. Þær eru eflaust flestar nauðsynlegar. En þegar svona fullyrðingar eru settar fram, eins og gert var í umræddu sjónvarps- viðtali, þá getur varla talist óeðli- legt að fólk vilji fá að vita meira um málið. Það er jú fólkið sjálft sem borgar brúsann og þetta eru sagðir tímar sparnaðar og að- halds. Mætti e.t.v. spara eitthvað í sambandi við fyrirhugaða Álandséyjaferð? Skattborgari HOGNI HREKKVISI „UMFEfZÐARfrJNGl ER /MlKILL A HORNINU OíS VELpUK /MIKILLI S&NKUN.. .T-'Tgrrv-b;;;....:i vr"" .. 5 Yíkveiji skrifar jóðarstoltinu er ávallt rétt strokið þegar íslendingar skara fram úr erlendis. Við höfum ekki gert svo lítið úr nýáunninni heimsmeistaratign okkar í brids, enda fullt tilefni til. Reykjavíkur- borg brást höfðinglega við og færði Bridssambandinu „litlar” 10 millj- ónir að gjöf í tilefni afreksins. Allt hefur ætlað um koll að keyra þegar við höfum staðið okkur sæmi- lega, að nú ekki sé talað um vel í handbolta, sé miðað við alþjóðlegar mælistikur. Eftir síðustu afrek handboltastrákanna í landsliðinu lofaði síðasta ríkisstjórn meira að segja að byggja glæsilega hand- boltahöll í samvinnu við Kópavog, og leggja eitthvað um 300 milljónir í það púkk. íslendingar hafa löngum verið stoltir af frammistöðu skák- manna sinna og hinir ungu stór- meistarar sem hafa teflt fyrir Is- , lands hönd á stórmótum, hafa alla jalha hlotið verðskuldaða athygli. Yið fyllumst miklu stolti þegar okkur berast frásagnir af frá- bærri frammistöðu Kristjáns Jó- hannssonar, hetjutenórs, hvort sem hann segir okkur þær sjálfur, eða við fáum fregnir af honum í gegnum tónlistargagnrýnendur erlendra blaða, þó að við höfum nú ekki ráðist í neinn ríkis- eða sveitarfélag- arekstur á hetjutenórnum okkar, enda yrði slíkt líklega afþakkað með öllu, þekki Víkverji Kristján Víkvetji dagsins telur að við eig- um undrabarn og tónlistar* legt náttúrubarn í Sigrúnu Eðvalds- dóttur fiðluleikara. Undrabarn sem getur náð óhemjulangt á sínu sviði sem einleikari. En til þess að svo megi verða þarf þessi náttúrutalent að fá i sínar hendur rétta hljóðfærið. Það er grátlegt til þess að vita að það kunni að standa í vegi fyrir frekari frama Sigrúnar á tónlistar- brautinni, eða að minnsta kosti að hægja á för henúar eftir frama- brautinni, að hún hefur ekki yfir fiðlu að ráða sem býður upp á styrk, tóna og tóngæði sem eru listrænni getu hennar samboðin. Ekki er nú þar með sagt að sá sem þetta ritar sé þeirrar skoðunar að nú eigi ríki og/eða bær að hlaupa upp til handa og fóta og afhenda Sigrúnu þennan eða hinn styrkinn til fiðlukaupa. Miklu frekar væri við hæfi að þeir sem trúa því að Sigrún eigi framtíð fyrir sér sem einleikari á fiðlu á heimsmælikvarða gangi í það verk að afla stúlkunni ljár til fiðlukaupa. Það mætti gera með ýmsum hætti, en sennilega væri einfaldast að opna bara gíróreikn- ing og auglýsa nokkrum sinnum. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri, um leið og Víkveiji lof- ar framlagi, gerist einhveijir eins framtakssamir og Víkveiji telur að Sigrún eigi skilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.