Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 49 Auðveldur signr Kasparov ___________Skák_______________ Margeir Pétursson ERKIFÉNDURNIR Gary Kasp- arov, heimsmeistari og Anatólí Karpov, fyrrverandi heims- meistari, mættust í síðustu um- ferðinni á hinu árlega Inter- polis-stórmóti í Tilburg í Hol- landi. Þetta var hvorki meira né minna en 159. skák þeirra tveggja, en þeir hafa háð fimm einvígi um heimsmeistaratitil- inn. Miðað við þá miklu reynslu sem þeir hafa í að kljást hvor við annan kom það verulega á óvart að Kasparov hefur aldrei áður náð upp unninni stöðu jafn- fljótt og í þessari skák. Þegar eftir 13 leiki var staða Karpovs hartnær töpuð og hann greip til þess örvæntingarfulla úrræðis að fórna manni fyrir tvö peð. Eftirleikurinn var fremur auð- veldur fyrir Kasparov sem gaf andstæðingnum engin gagn- færi. Kasparov hafði þegar tryggt sér sigurinn á mótinu fyrir síðustu umferðina, en þessi vinningur á erkióvininum gerði hann ennþá glæsilegri en ella. Kasparov hlaut tíu vinninga af fjórtán.mögulegum en Englendingurinn Nigel Short varð annar með átta og hálfan vinning. Undanfarna mánuði hefur heimsmeistarinn mjög látið til sín taka í stjórnmálum. „Kasparov er lýðskrumari” sagði Karpov um það í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu, en enskur prófessor við Oxford, Norman Stone, sérfræð- ingur í málefnum Austur-Evrópu, lét hins vegar nýlega hafa eftir sér í Sunday Times að Gary Kasparov væri maður framtíðarinnar í hópi lýðræðissinna í Rússlandi. Karpov varð að láta sér lynda fjórða sætið með sjö og hálfan vinning og er það slakasti árangur hans í Tilburg frá því mótin hófu göngu sína árið 1977. Karpov hef- ur átta sinnum verið með og er þetta aðeins í annað skiptið sem honum mistekst að sigra. Að þessu sinni var hann greinilega þreyttur eftir hið erfiða heimsbikarmót hér í Reykjavík. Eftir að Kasparov tók yfirburða- forystu í upphafi mótsins varð það aðeins Indveijinn Anand sem náði að ógna honúm. Anand vann Ka- sparov glæsilega í tólftu umferð, en tapaði daginn eftir fyrir Karpov. Anand er frægur fyrir hraða og hvassa taflmennsku, en hraðinn er ekki bara styrkur hans heldur getur hann stundum verið veik- leiki. Þetta kom glögglega í ljós í biðskák hans við Gata Kamsky á sunnudaginn. Indveijinn hafði haft betur í langri og strangri skák, hélt andstæðingnum í þungri pressu bæði á skákborðinu og á kiukkunni. Þegar hér var komið sögu var Kamsky í tímaþröng fyr- irtímamörkin í 100. leik, en Anand hafði safnað upp miklu forskoti og hefði getað eytt tveimur klukku- stundum á næstu þijá leiki. Hann hefði betur gert það: Svart: Anand Hvítt: Kamsky 98. - g3? Mun betra var 98. — Hh3 til að eiga möguleikann Hh5+. Svartur á þá áfram vinnings- möguleika. 99. Hb7+ - Kf8?? Eftir 99. — Ke8 á hvítur ekkert betra en að taka jafntefli með 100. Hb8+. 100. Hd8+ - Kg7 101. Hbb8! og þótt Anand hafi nú átt þijár klukkustundir fram að næstu tíma- mörkum í 120. leik stoðar það ekki neitt. Hann er í mátneti og eina leiðin til að losna úr því er 101. — f6 sem tapar manni. Hann mátti því gefast upp. Afar sorgleg- ur endir, fyrir glæsilega tafl- mennsku sína hefði Anand vissu- lega verðskuldað annað sætið. I síðasta heimsmeistaraeinvígi hóf Kasparov skoska leikinn aftur. til virðingar, en sú skákbyijun hafði síðustu hundrað árin þar á undan notið fremur lítilla vinsælda. Nú er hún hins vegar komin aftur í tísku, m.a. hér á íslandi, en þeir Jóhann Hjartarson, Þröstur Þór- hallsson og Hannes Hlífar Stefáns- son hafa iðulega beitt henni upp á síðkastið. Karpov virðist ekki enn hafa uppgötvað viðunandi svar. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatólí Karpov Skoski leikurinn I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - exd4 4. Rxd4 — Rf6 Afbrigðið 4. — Bc5 hefur verið vinsælla upp á síðkastið, en á heimsbikarmóti Flugleiða dugði það þó illa, tvær skákir töpuðust á svart. 5. Rxc6 — bxc6 6. e5 — De7 7. De2 — Rd5 8. c4 — Ba6 I sextándu einvígisskákinni í fyrra lék Karpov hér 8. — Rb6. Hann tapaði henni í 102 leik'um. 9. b3 - g6 í íjórtándu einvígisskákinni langhrókaði Karpov í stöðunni og fer hann í smiðju til Ungvetjans Portisch sem beitti þessum leik gegn Jóhanni Hjartarsyni í Reykja- vík á dögunum. Jóhann svaraði með 10. Bb2, en eftir 10. — Bg7 II. Rd2 — Rb4 náði svartur viðun- andi gagnfærum. 10. f4 - f6? Eftir öflugt svar heimsmeistar- ans lendir svartur nú í mjög er- fiðri stöðu. Svartur virðist ekki eiga neitt betra en 10. — Bg7. 11. Ba3 - Df7 11. — Rb4 12. Bb2 er einnig hagstætt hvítum. 12. Dd2 - Rb6 Líklega var 12. — Bxa3 skárra, þótt hvítur standi betur eftir 13. cxd5 — Bxfl 14. Rxa3 — Ba6 15. dxc6 — dxc6 16. 0-0-0 13. c5! 13. — Bxfl 14. cxb6 — axb6!? Fórnar manni frekar en að taka á sig erfiða stöðu með 14. — Bxa3 15. Rxa3 — Ba6 16. bxc7 og svart- ur hefur æpandi veikleika á d6. 15. e6!? Kasparov skýtur inn millileik, en það er ekki heldur að sjá að svartur nái neinu teljandi mótspili eftir hið einfalda 15. Bxf8. 15. - dxe6 16. Bxf8 - Hd8 17. Db2 — Bxg2 18. Dxg2 — Kxf8 19. Dxc6 Línurnar hafa skýrst. Karpov hefur aðeins fengið tvö peð fyr- ir manninn og hefur ekki nægi- leg sóknarfæri til að réttlæta liðsmuninn. — Hd6 20. Dc3 — Kg7 21. Rd2 - Hhd8 22. 0-0-0 - De8 23. Dxc7+ - H8d7 24. Dc2 - Db8 25. Rc4 - Hd5 26. Df2 - Dc7 27. Dxb6 - Dxf4+ 28. De3 - Dg4 29. Hdgl - Dh4 30. Hg3 - e5 31. Hh3 - Dg4 32. Hgl - Hdl+ 33. Hxdl - Dxdl+ 34. Kb2 - h5 35. Hg3 - Dhl 36. Df2 - h4 37. Dg2 - Dxg2+ 38. Hxg2 — g5 39. a4 — Kg6 40. a5 — e4 41. b4 — h3 42. Hg3 - Hh7 43. a6 - f5 og Karpov gafst nú loksins upp. Atskákkeppni í París um helgina Franska fyrirtækið Immopar hefur um nokkurt skeið styrkt skáklistina á sama hátt og ýmsir aðrir aðilar í viðskiptum styrkja íþróttafélög, listviðburði og kapp- akstur. Immopar fetar þar með í fótspor alþjóðlega fjárílutningafé- lagsins SWIFT í Brussel, sem m.a. LOFTPRESSUR ÁTTATÍU ÁRA REYNSLA TÆKNI OG GÆÐI Stimpilpressur Þrýstingur 3-35 bör. Skrúfupressur Þrýstingur 4-13 bör. Vinnsluvaki og hljóðeinangrun. BOGE hefur upp á að bjóða eitt fjölbeyttasta úrval af loftpressum - loftkútum - þurrkurum - síum og olíuhreinsurum til framleiðslu á lofti. Loftkútar Þurrkarar liggjandi og standandi. Margar stærðir. Síur Með eða án fláns. Stimpilpressur Litlar og stórar. Með eða án kúts. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - ísafirði, Snarvirki hf. - Djúpavogi RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA SlMAR 91-812415-812117 TELEFAX 1-680215 SKEIFAN 3F, BOX 8433, 128 REYKJAVlK l iJ ■* r . greiddi verðlaunin hér á heimsbik- armóti Flugleiða um daginn. Immopar greiðir tveimur ungum skákmönnum, þeim Joel Lautier og Gata Kamsky, háar fjárhæðir svo þeir geti áhyggjulausir helgað sig skákinni. Um næstu helgi, frá 8-11. nóvember, verður síðan teflt um Immopar-bikarinn í París. Sextán af öflugustu skákmönnum heims tefla atskák með útsláttar- fyrirkomulagi. í fyrra sigraði Ka- sparov í keppninni sem heppnaðist afar vel. Atskák virðist höfða mjög til áhorfenda. Fullt hús hefur verið að slíkum útsláttarkeppnum bæði í BYakklandi og Þýzkalandi auk þess sem þær hafa líka verið vin- sælt sjónvarpsefni. Keppnin fer fram í Champs-Elysée leikhúsinu við samnefnda breiðgötu. A sama hátt og í stóru tennis- keppnunum er búið að ákveða upp- röðun í fyrstu umferð, sem er eft- ir stigum. Hún er þannig: Karpov (2.730)—Speeiman (2.630), Timm- an (2.630)—Kamsky (2.595), Salov (2.665)—Júsupov (2.625), Kortsnoj (2.610)- Anand (2.650), Short (2.660)—Gúrevitsj (2.630), Lautier (2.560)—Bareev (2.680), Beljavskí (2.655)—Gelfand (2.665) og Kha- lifman (2.630)—Kasparov (2.770). '“Þessi uppröðun þýðir að þeir Karpov og Kasparov geta ekki mæst fyrr en.í úrslitum. Sigurveg- arinn fær í sinn hlut jafnvirði 4,3 milljóna ísl. króna, en sá sem verð- ur í öðru sæti fær helmingi minna. Tluéancb Heílsuvörur nútímafólks ezeeei FORSTOFU- HÚSGÖGN Forstofan er andlit heimilisins, vandaðu til hennar. Funahöfða 19 sími 685680 VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.