Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 ÁRNAÐ HEILLA Ljósm. Sigr. Bachmann. Hjónaband. 7. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Áskirkju af séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni Þórhildur Ágústsdóttir og Erling Klemenz Antonsson. Heimili þeirra er í Holtsbúð 61, Garðabæ. Ljósm. Sigr. Bachmann. Hjónaband. Þann 28. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Hjalta Guð- mundssyni, Lára Grettisdóttir og Jóhann Bergmann Guðmundsson. Heimili þeirra er að Lindarbrekku 6, Kópavogi. Ljósm. Sigr. Bachmann. Hjónaband. 7. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Garða- kirkju af séra Braga Friðrikssyni Ólöf Edda Eysteinsdóttir og Rögn- valdur Guðbrandsson. Heimili þeirra er í Löngumýri 18. Ljósm. Sigr. Bachmann. Hjónaband. 28. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Áskirkju af séra Árna Bergi Sigurbjörnssyni Hildur Arnardóttir og Steindór Guðnason. Ljósm. Sigr. Bachmann. Hjónaband. 31. ágúst sl. voru gef- in saman í hjónaband í Bústaða- kirkju af séra Pálma Matthíassyni Bryndís Jóhannesdóttir og Guðjón Hauksson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 32, Reykjavík. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long Hjónaband. Þetta eru brúðhjónin Valdís Ólafsdóttir og Gunngeir Friðriksson. Þau voru gefin saman í Fríkirkjunni 12. októ- ber sl. Prestur var sr. Valgeir Ástráðsson. Heimili þeirra er í Byggðarenda 24, Reykja- vík. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long Hjónaband. Þetta eru brúðhjónin Marta Guðmundsdóttir og Þórður Oddsson. Þau voru gefin saman í Bústaðakirkju 5. októ- ber sl. Prestur var sr. Pálmi Matthíasson. Heimili þeirra er i Einarsnesi, Reykjavík. Ljósmynd/Páll Ketilsson Hjónaband. Anna Berglind Magnúsdóttir og Björn Ingi Knútsson voru gefin saman í hjóna- band í Árbæjarkirkju 7. sept sl. af sr. Guð- mundi Þorsteinssyni. Heimili þeirra er að Hraunbæ 58, Rvík. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long Hjónaband. Þetta eru brúðhjónin Dóra Mjöll Stefánsdóttir og Rafn Emilsson. Þau voru gefin saman í Hrunakirkju 19. októ- ber sl. Prestur var sr. Halldór Reynisson. Heimili þeirra er í Laugalandi, Hruna- mannahreppi. llr^Af hverju „rautt álegg”? Lengi vel voru aðalkjötálegg okkar íslendinga kæfa og rúllupylsa. Vissulega halda þessar tegundir enn velli að ein- hveiju leyti, en hið svokallaða „rauða álegg” er þó allsráðandi. Maður gengur að áleggsgrindum stórmarkaða. Þar hanga bréfin í röðum, en þegar litið er yfir, er þetta yfirleitt allt rautt, sem sagt með saltpétri og meirihluti þess er pylsur, skinka og hangiálegg. Af hverju þarf þetta endilega að vera rautt? Bragðið er þó hið sama. Kaupmenn segja: „Fólkið vil! þetta, það kaupir ekki annað álegg.” En þetta sama fólk býsnast yfir auka- efnum í mat, en kaupir síðan ekki annað. Þetta þyrfti að breytast. Það er nú svo, að saltpétur telst ekki hoílur, þótt hann sé leyfður að vissu marki og hann sé að ein- hveiju leyti rotvörn. En svo er með mig, og sjálfsagt fleiri, að ég þoli saltpétur illa, ekki bara í kjötá- leggi heldur líka í osti, en þar er talsvert af honum. Þar af leiðir að ég get ekki borðað nema lítið af því áleggi sem fæst í verslunum. Lifrarkæfu er ég ekki hrifin af og kindakæfa er of feit að mínu mati. Ostmálið leysi ég ekki, en kæfu- málið hefi ég leyst með því að búa til mjög góða „léttkæfu”, þar sem sama og engin Fita er notuð. Nú segja sumir: „Hvernig er hægt að búa til kæfu án fitu, fitan mýkir kæfuna?” Því svara ég: „Það er hægt með því að sjóða soðið niður og setja það samna við kæfuna, það mýkir hana og gefur miklu betra bragð en fitan. Hægt er að skera mikla fitu úr slögum og búa til rúllupylsu og steikja á pönnu. Ekki þarf einu sinni að sauma þessa rúllpylsu saman. Við ættum að gera meira af því að búa til 'okkar álegg sjálf. Með því spörum við mikið og getum forðast auka- efni, svo sem saltpétur. í næsta þætti held ég áfram með áleggið. Þessi uppskrift er úr bók minni, „Minna mittismál”. Léttkæfa 3-4 kg. lambajöt, nota má alls konar bita vatn svo að fljóti yfir kjötið 2-3 tsk. salt eða meira 'h tsk. pipar 1 lárviðarlauf 'h tsk. allrahanda 4 stórir laukar 1. Raðið kjötinu þétt ofan í pott. Kjötið má vera feitt, við getum notað alla „ruslbita”, en fitan er tekin frá eftir suðu. 2. Látið vatnið sjóða og hellið Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON yfir þannig að fljóti yfir allt kjötið. Sjóðið við hægan hita í 3 klst. 3. Takið kjötið úr pottinum og kælið talsvert. Takið síðan alla fitu og bein úr kjötinu og fleygið. Hakkið síðan magra kjötið. 4. Látið soðið kólna, en takið þá flotskjöldinn ofan af og fleygið. 5. Látið soðið sjóða niður, þ.e.a.s. á fullum straumi þar til það er u.þ.b. 'h lítri. 6. Afliýðið laukinn, skerið í bita og setjið út í soðið, setjið lárviðar- lauf út í. Sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. Takið laukinn úr og hakkið með kjötinu, fleygið lárvið- arlaufinu. 7. Setjið hakkað kjötið og lauk- inn út í soðið. Hitið vel í gegn. Setjið salt út í, erfitt er að áætla magnið, smakkið á kæfunni. Setið síðan pipar og allrahanda út í. Látið kæfuna sjóða vel. Takið þá af hellunni. Kælið örlítið og hrærið í á milli. 8. Setjið kæfuna í lítil box. Kælið alveg. Geymið síðan í frysti. Athugið: Þessi kæfa geymist ekki vel þar sem lítil fita er í henni. Takið úr frysti í einu og geymið í kæliskáp. Næstu 2 uppskriftir eru úr bók minni, „220 ljúffengir lambakjöts- réttir”. Steikt rúllupylsa með sinnepi og mintu 1 síða, u.þ.b. 'h kg 2 tsk. fínt salt 'h tsk. pipar 1 msk. þurrkuð minta (nota má annað krydd, t.d. oregano, basiliku eða steinselju) 1 msk. milt sinnep 1 msk. matarolía til að steikja úr 1. Fjarlægið talsvert af fitunni í kjötinu og skerið frá rif. 2. Smyijið sinnepi í síðuna að innanverðu og stráið á hana salti og pipar. Stráið mintu eða öðru kryddi jafnt yfir. 3. Vefý'ið síðuna þétt saman. Oþarfi er að sauma pylsuna saman. 4. Hitið pönnu, setjið olíu á hana og steikið pylsuna á öllum hliðum. 5. Setjið 'h dl af vatni á pönn- una, minnkið hitann. Setjið lok á pönnuna og sjóðið þannig í l-U/2 klst. Bætið örlitlu vatni á pönnuna ef með þarf. 6. Takið rúllupylsuna af pönn- unni, setjið á fat, leggið síðan bretti ofan á hana og farg (eitt- hvað þungt) þar á. Látið kólna þannig. 7. Soð myndast á pönnunni, hellið því í skál og látið kólna. Skerið í ræmur og berið með pyls- unni. Steikt rúllupylsa með sveskjum og kryddi 1 síða, u.þ.b. 'h kg 2 tsk. fínt salt 'h tsk. pipar 1 msk. milt sinnep 15 steinlausar sveskjur 'h tsk. engiferduft 'h tsk. kanill 1 msk matarolía til að steikja úr. 1. Farið eins að og með rúllu- pylsuna hér að ofan, nema notið annað krydd og sveskjur. Kljúfið sveskjurnar og raðið þétt inn á slagið 0g vefjið síðan saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.