Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Erfið staða banka á Norðurlöndum: Staða Islendinga á lánsfjár- mörkuðum hefur veikst ERFIÐ staða banka í Noregt og Svíþjóð hefur veikt stöðu Islend- inga á alþjóðapeningamörkuð- um, að því er fram kom í máli Davíðs Oddssonar, forsætisráð- herra, í utandagskráðumræðu á Alþingi um álmálið. Með sama hætti hafi Islendingar áður not- ið góðs af sterkri stöðu banka á Norðurlöndum. Olafur ísleifsson, forstöðumaður alþjóðadeildar Seðlabanka íslands, segir að það sé rétt mat hjá forsæt- isráðherra að erfiðleikar banka í Noregi og Svíþjóð hafí ekki orðið stöðu okkar til framdráttar vegna þeirrar tilhneigingar í fjarlægum löndum að líta á Norðurlöndin sem eina heild. Hins vegar hefði ísland yfirleitt áður notið góðs af því að vera flokkað með Norðurlöndun- um. Ólafur sagði að annað tveggja þekktustu fyrirtækja Bandaríkj- anna sem legði mat á lánstraust ríkja hefði nýlega látið frá sér fara mat og væri staða íslands óbreytt frá því sem verið hefði. Erlend lán- taka ríkissjóðs hefði verið lítil það sem af væri þessu ári, en ráðgert væri að afla talsverðs erlends láns- fjár á næstunni samanber frum- varp þar að lútandi sem lagt hefði verið fram á_ Alþingi. Að undanf- ömu hefðu íslendingar notið til- tölulegra hagstæðra kjara á lánsfj- ármörkuðum. Reynt að sækja jeppana í dag ef veður leyfir FÉLAGSSKAPUR jeppabílaeig- enda á Keflavíkurflugvelli hyggst halda til fjalla í dag og gera til- raun til að ná bílum Bandaríkja- manna sem lentu í hrakningum á Kjalvegi um síðustu helgi. Þó get- ur brugðið til beggja vona með hvort ferðin verði farin og ræðst það af veðri. Joseph Quinby liðþjálfí í upplýs- ingadeild vamarliðsins sagði að enn væri beðið eftir veðurspá fyrir kvöld- ið og spá frá veðurathugunarstöðinni á Hveravöllum. Ráðgert er að um 20 manna hópur, þar af nokkrir reyndir íslenskir björgunarsveitar- menn, haldi af stað á Kjöl og verði í stöðugu sambandi við veðurathug- unarstöðvar á Hveravöllum og á Keflavíkurflugvelli. Bílarnir eru dreifðir á um 10 km svæði nálægt veginum inn í Kerlingarfjöll. 11 bílar í eigu bandarískra vam- arliðsmanna vom skildir eftir. VEÐUR VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri +1 snjókoma Reykjavík - +1 alskýjað Bergen 5 Þrumuv. síð.klst. Hclsinki 3 alskýjað Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Narssarssuaq •i-18 heiðsidrt Nuuk +6 ekkert veður Osló 6 skýjað Stokkhólmur 6 rigning Þórshöfn 6 alskýjað Aigarve 19 alskýjað Amsterdam 6 skúr Barcelona 1B þokumóða Berlin 10 rigning á síð.klst. Chicago 2 léttskýjað Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 7 alskýjað Glasgow 4 skýjað Hamborg 8 skýjað London 9 skýjað LosAngeles 19 heiðskírt Lúxemborg S rignlng Madríd 11 þokumóða Malaga 18 alskýjað Mallorca 19 skýjað Montreal +0 snjóél New York 4 léttskýjað Orlando 9 heiðskfrt París 10 skýjað Madeira 19 skýjað Róm 16 skýjað Vín 11 skýjað Washington vantar Winnipeg 2 heiðskírt / DAG kl. 12.00 VEÐURHORFUR íDAG, 14. NÓVEMBER YFIRLIT: Skammt norður af Skotlandi er 960 mb víðáttumikil lægð sem þokast norðaustur en vaxandi hæð yfir Norður-Grænlandi. Kólnandi veður. SPÁ: Hægt minnkandi norðanátt. Strekkingur austanlands, en heldur hægari vestanlands. Él norðan- og einkum norðaustan- lands, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Kólnandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Minnkandi norðanátt. Él norðan- og norð- austanlands, en bjartviröi sunnan- og vestanlands. Vaxandi frost. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg eða norðlæg átt. Lítils- háttar él norðaustanlands, en víöast bjartviðri í öðrum landshlut- um. Kalt og víða hörkufrost inn til landsins. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heimíld: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.151 gær) TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað týjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * ■¥■ * 0 HRastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur Skafrenningur Þrumuveður Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Fjölskyldan sem datt í lukkupottinn sl. þríðjudagskvöld, f.v. Erling, Aðalbjörg, með vinningsmiðann sem gaf þeim rúmar þijár milþ'ónir, Halldóra og Guðrún Ýr. Þykkvibær: Keypti Happómiðann fyrir Happaþrennu Hellu. „ÉG ATTI 1.000 kr. happaþrennuvinning sem ég fékk greiddan og var búin að ákveða að kaupa mér miða í Happó fyrir pening- inn. Ég fór í Þríhyrning á Heilu og keyti einn Mogga og þrjá happómiða,” sagði Halldóra Gunnarsdóttir í Þykkvabæ sem datt í lukkupottinn sl. þriðjudagskvöld er hún fékk rúmar þijár millj- ómr í vinning í happóinu. „Ég var ákveðin í að vera með, átti 1.000 kr. happaþrennuvinn- ing sem ég var búin að þvælast með í vasanum í hálfan mánuð. Svo ég gerði mér ferð upp á Hellu og keypti mér Happómiða fyrir vinninginn, var fyrir löngu búin að ákveða að nota peninginn í þetta. Ég fylgdist spennt með útdrættinum og var að vonast til að fá eitthvað, þó ekki væri nema lægsta vinning. Dóttir mín eldri var að tala um það á meðan á útdrættinum stóð að við fengj- um aldrei neitt og við ætluðum bara ekki að trúa þessu, þegar sá stóri birtist á skjánum, geðs- hræringin var mikil.” Halldór og eiginmaður henn- ar, Erling Jónsson, eiga tvær dætur, 1 árs og 8 ára, en Erling- ur starfar í kartöfluverksmiðj- unni í Þykkvabæ. Þau segja vinninginn koma sér mjög vel, sérstaklega núna fyrir jólin, en þau séu eigmlega ekki alveg búin að átta sig á þessari stað- reynd og ekkert farin að spá í hvernig þau muni ráðstafa pen- ingunum. A.H.- Ipasco Steel tapar 600 milljónum kr. -segir stjórnarformaður o g aðaleigandi fyrirtækisins um gjaldþrot Stálfélagsins HELGI Jóhannesson, sem skipaður hefur verið búsfjóri þrotabús Islenska stálfélagsins, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvort þrotabúið, veðhafar eða einhverjir aðrir aðilar tækju að sér að reka verksmíðjuna. „Það er allt í mikilli athugun og þreifingar í gangi,” sagði hann. Sagðist hann vonast til að ákvörðun um hvort verksmiðjan verður gangsett á ný lægi fyrir fljótlega. Björn Halle- nius, stjórnarformaður Islenska stálfélagsins og eigandi móðurfyrir- tækisins Ipasco Steel Ltd. í London, segir að Ipasco muni tapa 600 milljónum króna sem það hafi lagt Stálfélaginu til í hlutafé og víkj- andi lánum við gjaldþrotið. Hann segir að bjarga hefði mátt fyrirtækinu og forða lánadrottnum frá miklu fjárhagstjóni ef viðskipta- bankar hefðu sýnt aðeins meiri skilning. Hann segir að sænsku við- skiptabankar fyrirtækisins og ís- lenskir bankar hefðu þó verið reiðu- búnir að taka þátt í endurreisn fé- lagsins ef það hefði fengið greiðslu- stöðvun en óútskýrð breyting á af- stöðu hollenska bankans Mees & Hope hefði hins vegar Ieitt til þess- arar niðurstöðu. „Við viljum ekki tjá okkur mikið um þetta mál áður en kemur í ljós f hvort finnst lausn á því en við erum að leita leiða til að finna grundvöll fyrir áframhaldandi starfsemi,” sagði Hallenius. „Við hefðum þurft að hafa betri daglega stjórnun fyrir- tækisins og stuðning banka, sem hefði skilning á þörfum þess,” sagði hann. Hann sagði jafnframt að fyr- irtækið hefði leitað til opinberra aðila á Islandi um möguleika á stuðningi en ekki hefði orðið við því. Kannað hefur verið að undan- fömu hvort einhveijir íslenskir og erlendir aðilar væru tilbúnir til að taka yfir rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa nokkrir aðilar svnt því áhuga. Er þá sérstaklega horft til þess að fyrirtækið hefur hag- stæðan raforkusamning við Lands- virkjun og kaupir rafmagnið á tæp- lega 7 mill samkvæmt upplýsingum Halldór Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. Halldór sagði að miklar vonir hefðu verið bundnar við framleiðslu íslenska stálfélagsins og Lands- virkjun hefði stuðlað að vexti og viðgangi fyrirtækisins með hag- stæðum orkusölukjörum. Nú væri fyrirtækið í vanskilum við Lands- virkjun sem ætti um 2,5 milljóna kr. kröfu á hendur þrotabúinu. „Við höfðum gert þeim viðvart að ef þeir greiddu ekki vanskilaskuld- irnar myndum við loka fyrir raf- magnsafhendingu til fyrirtækisins og gáfum þeim frest til 6. desemb- er,” sagði Halldór. Kristinn Svansson, trúnaðarmað- ur starfsmanna Stálfélagsins, sagði að Iðja, félag verksmiðjufólks, hefði samþykkt að greiða starfsmönnum í félaginu en þeir eru um 90% starfs- manna verksmiðjunnar laun sem þeir ættu inni hjá félaginu fram til 12. nóvember, en fiestir þeirra eiga inni um fjögurra vikna laun.______
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.