Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 33 3Httgtn$lnfeÍbí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Sambýli * A undanförnum árum hefur verið lögð sívaxandi áherzla á, að þeir einstaklingar, sem búa við ein- hvers konar fötlun, geti verið virkir þátttakendur í daglegu lífi fólks og njóti sama réttar í samfélaginu og aðrir þjóðfélagsþegnar. I samræmi við þessa grundvailarstefnu hefur t.d. verið komið á fót sambýlum, þar sem nokkrir þroskaheftir ein- staklingar búa saman við eins eðli- legar heimilisaðstæður og framast er unnt í stað þess, að þeir séu vistaðir á stofnunum í verulegri ein- angrun frá öðrum þáttum þjóðh'fs- ins. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð geðsjúkra á undanförnum árum og áratugum. Nú er svo kom- ið, að með samstilltri lyfjagjöf er hægt að halda geðsjúkdómum í skefjum langtímum saman. Þetta þýðir að þeir, sem eiga við einhvers konar geðsjúkdóma að stríða, geta verið virkir þátttakendur í atvinnu- lífinu, með hléum ef svo ber undir, en í mörgum tilvikum misserum og jafnvel árum saman án þess, að sjúkdómurinn geri vart við sig. Einn árangnr þessara framfara í lækna- vísindum er sá, að þeir, sem þjást af geðsýki eiga styttri viðdvöl á geðdeildum en áður tíðkaðist. Þeir geta lifað eðlilegu heimilislífi, tekið fullan þátt í uppeldi barna sinna, umönnun aldraðra foreldra eða öðr- um þáttum daglegs lífs. í þeim tilvikum, að einstaklingar, sem stríða við geðsjúkdóma, eigi enga eða fáa að, hefur verið komið upp sambýlum, þar sem þeir lifa, eins og í hinu fyrra tilviki, eðlilegu heimilislífí, njóta styrks hver af öðrum og sækja vinnu daglega eins og hver annar. Reynslan af slíkum sambýlum, hvort sem um er að ræða þá sem þjást af geðveiki á köflum, þroskaheft fólk eða aðra, er mjög góð og þau eru stórmerk framför. Viðleitnin til þess að tryggja fötl- uðum sama rétt til að njóta þess sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða og aðrir hafa, kemur fram í ýmsum myndum. Þannig er nú lögð aukin áherzla á að sjá til þess, að þeir hafi aðgang að fjölmiðlum. Samtök blindra leita leiða til þess að blindir geti notfært sér efni dag- blaða, svo að dæmi sé nefnt. Þeir sem vinna að málefnum þroska- heftra spyrja, hvort dagblöð geti sniðið einhveija efnisþætti að þörf- um þroskaheftra og þannig má lengi telja. Grundvallaratriðið er þetta: fatlaðir eiga að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Þeir eiga að búa á heimilum í stað stofnana. Þeir eiga rétt á menntun, eftir því, sem kostur er og aðstæður leyfa, eins og hver annar. Þeir eiga að geta notfært sér fjölmiðla í eins ríkum mæli og mögulegt er. Þeir eru fullgildir þjóðfélagsþegnar og samfélagið á að umgangast þá sem slíka. Fötlun af einhveiju tagi getur komið upp í hvaða fjölskyldu sem er. Hún getur verið meðfædd. Hún getur komið til vegna slysa eða sjúkdóma. Sá sem er fullfrískur í dag getur búið við fötlun á morgun. Hvað sem Iíður orðalagi í lögum og reglugerðum eða mismunandi túlkun á lögum og reglum er af og frá, að aðrar reglur eigi að gilda um fatlaða, þegar um heimilishald er að ræða en annað fólk. Það eru engin rök fyrir því, það hlýtur að stríða gegn réttlætistilfmningu fólks og það eru einfaldlega sjálf- sögð mannréttindi, að fólk geti búið sér heimili, þar sem það óskar og þar sem það á kost á végna efna- hags eða af öðrum ástæðum. Ef nokkrir fatlaðir einstaklingar vilja búa saman í sambýli í íbúðarhúsi í íbúðarhverfi eiga þeir sama rétt á því og allir aðrir. Þess eru dæmi, að námsmenn taki hús á leigu sam- an. Enginn efast um rétt þeirra til þess. Það er óhugsandi að aðrar reglur eigi að gilda um þá, sem fatlaðir eru. Hvar á að draga mörkin? Ef ná- grannar telja sig geta gert athuga- semdir við það, að þrír, fjórir, fimm eða fleiri einstaklingar, sem eiga við einhvers konar fötlun að stríða, búi sér sameiginlegt heimili, má spyija hvenær að því komi, að ná- grannar geri athugasemdir við það, að fatlaður einstaklingur búi með maka sínum á sameiginlegu heimili þeirra. Ef nágrannar óttast truflun getur hún ekki síður komið frá ein- um einstaklingi en mörgum. Fólk getur orðið fyrir margvís- legri truflun vegna nágranna. Drykkjulæti geta valdið slíkri trufl- un. Á að úthýsa einstaklingum úr ákveðnum íbúðahverfum vegna áfengissýki? Nágrannar geta orðið fyrir verulegri truflun vegna ung- menna, sem beija bumbur í nær- liggjandi bílskúr. Fólk er oft hrætt við það, sem það ekki þekkir. Þeir, sem kynnzt hafa þroskaheftu fólki vita, að þau samskipti eru ótrúlega gefandi. Fordómar vegna geðveiki hafa lengi verið miklir. Þeir byggjast á þekk- ingarskorti, sem seint gengur að útrýma. Reynslan af sameiginlegu heimilishaldi þeirra, sem haldnir eru slíkum sjúkdómum er svo góð, að sambýlum þeirra á áreiðanlega eft- ir að fjölga án þeSs að vera ná- grönnum til nokkurs ama. Að þessu er vikið hér vegna umræðna og ákvarðana, sem teknar voru í borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu viku, sem kveða á um, að áður en sambýli er komið á fót þurfi að sækja um leyfi til þess til byggingarnefndar Reykjavíkur og er þá vísað til ákvæða laga um málefni fatlaðra, þar sem sambýli er talið stofnun. Ef meirihluti borg- arstjórnar Reykjavíkur telur, að orðalag í lögum og reglugerðum um þetta efni kalli á slíka málsmeð- ferð eru það eðlileg viðbrögð, að meirihluti Sjálfstæðisflokksins beiti sér fyrir breytingum á þeim lögum og reglum, þannig að ótvírætt sé, að fatlaðir borgarbúar njóti allra sömu mannréttinda og aðrir borg- arbúar. Frétt í European um sæstreng frá íslandi: Styttist í að orka íslenskra fallvatna lýsi upp Evrópu? „LÍKLEGT er, að orka íslensku fallvatnanna verði farin að lýsa upp hluta af Evrópu um næstu aldamót,” segir í frétt sem birtist í blaðinu European um siðustu helgi. í greininni, sem er skrifuð af íslenska blaða- manninum Birnu Helgadóttur, er haft eftir sérfræðingi breska ráðgjafar- fyrirtækisins Caminus Energy, sem hefur unnið markaðskönnun fyrir Landsvirkjun vegna sæstrengs frá íslandi, að niðurstöðurnar hafi kom- ið gleðilega á óvart. Fer greinin hér á eftir í heild. „Samkvæmt áætlunum á neðan- sjávarrafstrengur milli íslands og Bretlands og meginlands Evrópu að geta flutt 40.000 kílówött af ódýrri og mengunarlausri orku á ári hveiju en það svarar til orkunotkunar í stór- borg eins og París. Islensku fljótin og fossarnir gera betur en að fullnægja raforkuþörf landsmanna enda er talið, að aðeins sé búið að virkja 13% af nýtanlegri orku þeirra. Langt er um liðið síðan farið var að tala um orkuflutning af þessu tagi en það er fyrst nú vegna tæknilegra framfara og hækkandi orkuverðs, að hann þykir raunhæfur. Nýjar umriðilsstöðvar breyta rið- straumi í jafnstraum og kerfi við- námslítilla neðansjávarstrengja veld- ur því, að orkutapið á leiðinni er mjög lítið. Slíkir strengir eru nú á milli Englands og Frakklands og Finnlands og Svíþjóðar en strengur- inn milli Islands og Evrópu yrði sá lengsti í heimi. Fjölþjóðafyrirtæki eins og Pirelli og Álcatel, sem lögðu Ermarsunds- strenginn, hafa sýnt áhuga á íslands- strengnum og sömu sögu er að segja af raforkufyrirtækjum víðs vegar um Evrópu. Þá hefur breska ráðgjafar- fyrirtækið Caminus Energy gert óháða markaðskönnun fyrir Lands- virkjun, íslenska ríkisorkufyrirtækið, og mun skýrslan, sem er óbirt enn, vafalaust verða til að auðvelda fjár- mögnun verksins. „Niðurstöðurnar komu forsvars- mönnum Landsvirkjunar gleðilega á óvart,” segir dr. Nigel Evans hjá Caminus. „Jafnvel versta dæmið, sem unnt -er að setja upp, er ekki svo óttalegt. Ef það tekst að lækka kostnaðinn um 10% er málið í höfn.” Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir, að eftir því sem orkuverð hækki, því álitlegri verði raforkan frá íslandi. „Við erum bjartsýnir á, að um aldamótin verði Raforka frá Islandi til Evrópu Hafnarnes Líklegar tengilínur Umriðilsstöðvar við hvorn enda breyta riðstraumi í jafnstraum og öfugt Tæringarvörn- Seinni stálvíravafningur- Baðmullarvafningur - Fyrri stálvíravafningur 400 Baðmullarvefjar - kílovolta jafnstraumsstrengur Strengurinn er um 15 cm að þvermáli Ryðfrír stálborðavafningur Plastkápa Blýkápa Málmborðavafningur Pappírseinangrun Hálfleiðandi kápa - Koparleiðari að minnsta kosti einn strengur kom- inn í notkun.” Á fyrstu áætlununum, lagningu 950 km langs strengs frá Reyðar- fírði á austurströnd íslands til Þórsár (Thurso) á Skotlandi, urðu tafir vegna einkavæðingar breska orku- iðnaðarins en nú virðist ekkert vera í veginum lengur. Þá eru sérfræðing- ar einnig að huga að lagningu kapla til austurstrandar Englands og Ham- borgar í Þýskalandi. Raforkusérfræðingarnir líta raun- ar lengra, til markaða á Norðurlönd- um og Austur-Evrópu, en það, sem meðal annars hefur kynt undir þess- um áhuga, er „kolefnisskatturinn”, sem Evrópubandalagið hyggst taka upp. Verður hann lagður á orku- gjafa, sem mengun fylgir, til dæmis kol og olíu,” segir í frétt European. Þróunin stöðugt. Islandi í hag Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að allar upplýs- ingar sem fram kæmu í greininni í European væru réttar. Sagði hann að möguleikar á að af lagningu sæ- strengs verði hefðu þróast íslending- um mjög í hag að undanförnu. Ef svo færi að lagður yrði skattur á mengunarríka orkugjafa í Evrópu eins og kol, olíu og jarðgas, myndi það leiða til hækkunar á rafmagns- verði í Bretlandseyjum og gera orku frá Islandi samkeppnishæfari. „Á vegum Evrópubandalagsins er nú í undirbúningi svokallaður „kolefnis- skattur” á mengandi orkugjafa, sem samsvara tíu dollurum á olíutunnu. Það myndi valda verulegri hækkun raforkuverðs frá orkugjöfum sem vatnsorka okkar ætti í samkeppni við. Það greiðir ennfrekar götuna fyrir sölu rafmagns sem er framleitt með vatnsorku,” sagði Halldór. Hann sagði þetta þó bæði stórt og kostnað- arsamt verkefni og ef Landsvirkjun ætti að vera tilbúinn til afhendingar rafmagns um sæstreng um aldamót yrði þegar í stað að fara að skoða þessa möguleika mjög alvarlega. Morgunblaðid/Rúnar Þór Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi síðustu daga og víða liafa skapast miklir erfiðleikar. Rafmagnsleysi og samgöngutruflanir í fyrsta hreti vetrarins: 60 manns unnu að viðgerð á raf- línum á vestanverðu Norðurlandi SEXTÍU manns unnu sleitulaust í gær að því að koma rafmagni á um vestanvert Norðurland eftir að fjölmargir rafmagnsstaurar brotn- uðu þar undan allt að 30 sentímetra þykkri ísingu í fyrradag. Ekki var gert ráð fyrir að það tækist að koma málum í fyrra horf í gær. 6 staurar í Siglufjarðarlínu brotnuðu í fyrrinótt og hafa þá nær 60 staurar brotnað í þessu fyrsta hreti haustsins. Að sögn Hauks Ás- geirssonar, umdæmisstjóra RARIK á Norðurlandi vestra, er í mörgum tilvikum um að ræða staura sem settir voru upp eftir óveðrið mikla í febrúarmánuði síðastliðnum. Haukur sagði ljóst að björgunarsveitar- menn sem unnið hafa við hlið starfsmanna rafmagnsveitnanna hafi komið í veg fyrir tugmilljóna tjón með því að hreinsa ísingu af línum áður en þær létu undan. Rafmagnslaust varð um alla Vestfírði í' um hálfa klukkustund í gærmorgun þegar vesturlína fór út. Viðgerðum á Flateyrarlínu sem rofnaði í snjóflóði í fyrradag átti að ljúka í gær. Norðaustan stormur var víða á vestanverðu Norðurlandi og Vest- fjörðum fram eftjr degi í gær og að sögn Hauks Ásgeirssonar um- dæmisstjóra RARIK á Norðuriandi véstra hamlaði veðrið viðgerðum eftir tjónið sem varð í fyrradag. Þó vonaðist hann til að það tækist að Einkavæðing strætisvagnaleiða í Kaupmannahöfn ekki hagstæð - segir Conny Dideriksen, formaður Strætisvagna Kaupmannahafnar STJÓRNARFORMAÐUR Stætisvagnafyrirtækis Kaupmannahafnar og nágrennis, Conny Dideriksen, var á íslandi fyrir skömmu. Hún átti m.a. viðræður við yfirmenn SVR um einkavæðingu strætisvagnale- iða, en fyrir um tveimur árum voru sett lög í danska þinginu þess efnis að fyrir 1. apríl 1994 skyldi 45% allra strætisvagnaleiða Kaup- mannahafnar og nágrennis vera í einkarekstri. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Conny er hún dvaldi hér á landi. Conny segir fyr- irtækið vera í eigu Kaupmannahafn- arborgar og næstu sveitarfélaga, og hafí það þjónað um 1,7 milljón manns. Þetta sé stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Dan- Conny Dideriksen morku, sem nafi haft um 1250 strætisvagna á sínum snærum, áður en þessi nýju lög tóku gildi. „Nú verðum við að bjóða út nokkrar strætisvagnaleiðir á ári til minni einkafyrirtækja. Fyrir 1. apríl 1994 verðum við að hafa boð- ið út 45% allra leiðanna á Kaup- mannahafnarsvæðinu,” segir Conny. Hún segir þetta fyrirkomulag vera mjög óhagstætt, sérstaklega fyrir almenning. „Þetta er alls ekk- ert ódýrara en áður. Bæði skattar og fargjöld hafa hækkað verulega eftir að þessi lög tóku gildi. Þetta hefur ekki bætt neitt.” Ástæðuna telur Conny vera m.a. að minni eink- afyrirtækin bjóði háar fjárhæðir í strætisvagnaleiðirnar og auki það að sjálfssögðu kostnað. „Stéttarfélag strætisvagnastjóra hefur einnig gert meiri kröfur um laun og ekki bætir það úr. Þetta fyrirkomulag segir til um að einkafyrirtækin fái greitt ákveðið kílómetragjald á srætisvagn- aleiðunum sem það hefur, en far- gjöldin sem fólk greiðir rennur til okkar. Þetta hefur gert það að verk- um að í sumum tilfellum hafa þessi fyrirtæki lítinn sem engan metnað í að fá fólk í strætisvagnanna. Við höfum fengið upphringingar frá fólki sem kvartar yfír því að strætisvagna- stjórarnir stöðvi ekki við biðstöðvar, heldur keyri bókstaflega framhjá fólki. í Bretlandi t.d. fá einkafyrir- tækin sjálf Öll fargjöldin, en ekki þetta kílómetragjald eins og í Dan- mörku.” „En sem betur fer eru ekki öll fyrirtækin svona siæm. Af þessum átta eða níu fyrirtækjum sem keyra á þessum leiðum eru nokkur sem standa sig ágætlega,” segir Conny. „Við verðum einnig að gæta þess að dreifa leiðunum sem jafnast svo að eitt fyrirtæki fái ekki allar leiðirn- ar, því þá er hætta á að aftur mynd- ist einokun. Við erum að vonast til, að því fleiri sem fyrirtækin eru, því lægri eigi fargjöldin eftir að verða.” Conny segir það vera spennandi hver niðurstaða ríkisstjórnarinnar verði árið 1994. „Von mín er sú að við- horf stjórnvalda verði önnur en þau eru í dag. Nú er viiji þeirra að einka- væða. En þetta hefur bara ekki gengið nógu vel. Við viljum geta ákveðið sjálf hvernig lækka eigi kostnað við reksturinn, fargjöld og skatta. Við viljum að okkur verði leyft að bjóða aftur í okkar strætis- vagnaleiðir. Við getum rekið þessar leiðir á mun ódýrari hátt en nú er. Við erum stórt fyrirtæki með t.a.m. eigið verkstæði, þar sem okkar starfsmenn geta gert við vagnana á ódýrari hátt. Þess vegna getum við, sem svona fyrirtæki, rekið þessar leiðir á hagstæðari hátt til lengdar, heldur en þessi minni einkafyrir- tæki. Ég vil ná fargjöldum og öðrum kostnaði niður sjálf og það þarf eng- in iög til þess,” sagði Conny Dide- riksen að lokum. Spá miðuð við álframkvæmdir j 379 milljarðar áverðlagi 1991 296,1 milljarður 100 ’80 ’81 ’82 '83 ’84 ’85 ’86 ’87 >88 ’89 ’90 ’91 ’92 Þróun landsframleiðslunnar: Samdráttur í 4 ár FRESTUN á álversframkvæmdum við Keilisnes hefur það i för með sér að áætluð landsframleiðsla á næsta ári minnkar um tæplega 6 milljarða króna. Yrði árið 1992 því fimmta árið í röð sem samdráttur er í lands- framleiðslunni frá því hún náði toppnum 1987. í grófum dráttum má segja að landsframleiðsla sé mælikvarði á heildartelyur launþcga og fjármagnseigenda á hverju ári. Þegar skoðuð er þróun landsfram- leiðslu á síðasta áratug kemur í ljós að árið 1980 nam hún 296 milljörðum króna á verðlagi ársins í ár. Næstu fímm árin á eftir var hún nokkuð sveiflukennd milli ára en 1986 fer hún mjög hratt upp á við og nær toppnum 1987 er hún varð 27,7% meiri en 1980. Er þessi mikla aukn- ing einkum betri aflabrögðum að þakka. Þegar aflabrögð minnka dregst landsframleiðslan saman að sama skapi og á næsta ári er reikn- að með að hún verði aðeins 21,7% meiri en hún var 1980. Er þá ekki reiknað með álveri. Hefði verið ráð- ist í álframkvæmdir var reiknað með að landsframleiðslan á næsta ári yrði 23,7% meiri en 1980. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun var til spá fyrir árið 1993 hvað landsframleiðsluna varðar og þá reiknað með álversfram- kvæmdum. Sú spá, án álversins, ligg- ur ekki fyrir að sinni. koma rafmagni að fullu á til Siglu- fjarðar fyrir kvöldið, en rafmagn var skammtað þar í gær. Einnig var vonast til að rafmagn kæmist að mestu á í Fljótum en þar var víða enn straumlaust. Þá var straumlaust á fímm bæjum í Lýt- ingsstaðahreppi, á nokkrum bæjum milli Skagastrandar og Blönduóss og einnig á Skaga en þar var þess vænst að straumur kæmist að miklu leyti á í gær. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær er ætlunin að leggja jarð- strengi á hluta þeirra kafla nyrðra sem nú létu undan ísingu. Haukur Ásgeirsson sagði það hafa komið mönnum algjörlega í opna skjöldu að tvisvar með svo skömmu milli- Leiguvél Flugleiða: Umsaminn hvíldartími ekki virtur FLUGLEIÐIR hf. hafa tekið á leigu Boeing 757 vél til ad ann- ast flug á flugleiðinni til Banda- ríkjanna meðan vélar félagsins eru í skoðun. Flugmennirnir eru ítalskir en aðrir í áhöfninni ís- lendingar. Samkvæmt upplýs- ingum sem fengust hjá Félagi ísjenskra atvinnuflugmanna, FÍA, flugu ítölsku flugmennirn- ir vélunum til Bandaríkjanna og aftur til Islands án umsamins hvíldartíma sem kveðið er á um í samningum FÍA og Flugleiða. Þær upplýsingar fengust hjá FÍA að fíognar hefðu verið 2-3 ferðir án þess að flugmennimir fengju þann hvíldartíma sem kveð- ið er á um í samningum FÍA og Flugleiða. FÍA gerði athugasemdir við þetta og féllust Flugleiðamenn þá á að kippa þessum málum í lið- inn. Flugfreyjur vélarinnar eru íslenskar og var hvíldartími þeirra í samræmi við kjarasamninga. Ekki náðist í talsmenn Flugleiða 'vegna þessa^máls í gær. ,l; 1 bili, nú og í febrúar sl., gerði svo mikið ísingarveður að annað eins hefði ekki gerst í 20 ár. Algengast var að 10 sentímetra íslag hefði verið á línunum sem létu undan en í Fljótunum hefði ísingin verið mest, allt að 30 sentímetrar í þvermál. Straumlaust varð í um hálfa klukkustund á Vestfjörðum í gær- morgun þegar vesturlínu frá Lands- virkjun sló út í fjórar stundir. Við- gerðir á Flateyrarlínu hófust í gær en þar brotnaði einn staur í snjóflóð- inu sem féll í fyrradag. Viðgerðir hófust síðdegis þegar almanna- varnanefnd hafði veitt leyfi til að fara inn á svæðið og var þess vænst að henni lyki fyrir kvöldið en vara- aflstöðvar hafa séð Súgfírðingum og Önfírðingum fyrir rafmagni. Truflana hefur víða orðið vart á Vestfjörðum vegna seltu sem vaidið hefur því að sveitalínur hafa slegið út en á svæði Orkubús Vestfjarða er aðeins rafmagnslaust í Árnes- hreppi á Ströndum en þar brotnuðu íjórir staurar í Ingólfsfirði og er viðgerð ekki lokið. Einnig bíður starfsmanna Orkubúsins tveggja daga vinna við viðgerðir á Snæfjali- aströnd en þar sem enginn notandi þar er rafmagnslaus bíða viðgerðir betra veðurs og færðar. Oxnadalsheiði lokuð Fjallvegir á Vestfjörðum voru lokaðir í gær nema Steingrímsfjarð- arheiði var fær jeppum og stórum bílum. Mokað var milli ísafjarðar, Bolungarvíkur og Súðavíkur. Eystra eru Fjarðarheiði, Oddsskarð og Breiðdalsheiði lokaðar. Nyrðra var mokstri í Öxnadal og á Öxna- dalsheiði frestað vegna vonskuveð- urs en heiðin verður opnuð í dag. Brattabrekka er lokuð. Ofsaveður í Öræfum: Flutninga- bíll valt og skemmdist OFSAVEÐUR var í Öræfasveit í fyrrinótt og gærmorgun. Flutn- ingabíll með þremur mönnum i fauk á hliðina við Sandfcll i Öræfum og _ var talinn stór- skemmdur. Olafur Sigurðsson bóndi á Svínafelli fór við annan mann á trakforsgröfu þremenn- ingunum til hjálpar og flutti þá heim að Svínafelli. Að sögn Pál- ínu Þorsteinsdóttur húsfreyju á Svínafelli var þá þreifandi sand- bylur og fauk grjót í verstu hvið- unum. Klæðning flettist af veg- inum á kafla. Ekki var vitað um tjón á bæjum. Mennirnir þrír voru á flutninga- bíl frá Kelavík á leið til Hafnar með fiskkör og beitu. Við veltuna rak einn mannanna hönd í gegnum rúðu og skrámaðist en ekki voru þeir taldir alvarlega slasaðir. Menn- irnir biðu af sér veðurofsann á Svínafelli en síðdegis var farið í að rétta bílinn við og færa farminn í aðra bila. Að sögn Pálínu var talið óvíst að unnt yrði að aka bíln- um af staðnum. Um 80 erindi verða flutt á orkuþing'i ORKUÞING 91 verður sett á Hótel Sögu í dag, fimmtudag, og stend- ur þingið í tvo daga. Þing sem þetta var síðast haldið fyrir 10 árum I kjölfar örra hækkana á olíu. Ómar Bjarki Smárason er fram- kvæmdastjóri Orkuþings 91. Hann segir að meðal þeirra efnisflokka sem til umfjöllunar verða á þinginu séu staða og horfur í orkumálum, nýting orkulinda, rannsóknir á vatnsorku og jarðhita, olíuviðskipti á Islandi og skipan orkufyrirtækja og orkusölu. Alls verða um 80 er- indi flutt á þinginu og meðal gesta eru erlendir fyrirlesarar. Hvað varðar stöðu og horfur í orkumálum mun Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra gera grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í orkumál- um, Jakob Björnsson onkujnája- syóri flytur erindi um stöðu og horfur og John Foster forseti al- þjóðaorkumálaráðsins flytur alþjóð- legt yfírlit um orkumál. Kaj Lind- hoim framkvæmdastjóri sænska rafveitusambandsins gerir grein fyrir þeim breytingum sem nú eiga sér stað hjá norskum og sænskum raforkufyrirtækjum með hliðsjón af breyttum aðstæðum í Evrópu. Dr. Norbert Stump fjallar um hlut vetnis á orkumarkaði Evrópu í framtíðinni og fjallað verður um möguleikana á útflutningi raforku héðan. Þetta er meðal þess sem verður á dagskrá þjpMÍns 1 dagj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.