Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 t Elskuleg móðir okkar, JÓSEFÍIMA ÞORLEIFSDÓTTIR, Ægisgötu 17, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 11. nóvember. Kristín Pálsdóttir, Sigurhelga Pálsdóttir, Erling Pálsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR JÓNASSOIM fyrrverandi bankagjaldkeri, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 16. nóv- ember kl. 14.00. Vilhelmína Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og mágkona, GUÐRÚN HANNESDÓTTIR, Bólstaðarhlið 42, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 5. nóvember kl. 13.30. Gunnþórunn Hannesdóttir, Valdimar Hannesson, Ingibjörg Magnúsdóttir. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SALÓME HALLDÓRSDÓTTIR frá Súðavík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 15. nóvem- ber kl. 15.00. Þórður Sigurðsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁLFHEIÐUR K. JÓNSDÓTTIR dagmamma, Ásvallagötu 48, lést á heimili sínu að kvöldi 10. nóvem- ber. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstu- daginn 15. nóvember kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Orgelsjóð Hallgrímskirkju njóta þess. Hreiðar Hálfdánarson, synir, tengdadætur og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT BLÖNDAL frá Grímstungu, Vesturbraut 6, Keflavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Sigriður Blöndal, Sverrir Kristinsson, Guðrún Blöndal, Benedikt Jónsson, Kristinn Blöndal, Guðbjörg Róbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT ÞÓRARINN TEITSSON frá Þorkelshóli, verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 16. nóv- ember kl. 14.00. Rútuferð verður sama dag kl. 8.30 frá Umferðarmíðstöðinni. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Dvalarheimilissjóð Kvennabandsins á Hvammstanga. Teitur Eggertsson, Maria Pétursdóttir, Ingibjörg Eggertsdóttir, Jóhann Jónsson, Jóhannes Eggertsson, Sigríður Sigvaldadóttir, Jóhanna Eggertsdóttir, Anton Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: GuðrúnL Viderö Bjömsdóttir Fædd 5. janúar 1916 Dáin 14. október 1991 Mig langar fyrir hönd okkar systkina, að minnast systur okkar, Guðrúnar, sem andaðist 14. október síðastliðinn í Færeyjum. Fullu nafni hét hún Guðrún Ingigerður og fæddist 5. janúar 1916 á Nesi í Norðfirði. Foreldrar: Björn Emil Bjamason, f. 7. janúar 1885 í Vet- urhúsum í Eskifirði, d. 23. janúar 1963. Guðbjörg Bjarnadóttir, f. 21. marz 1888 á Dúki í Sæmundarhlíð, d. 28. júní 1951. Systkini sem eru dáin: Hjalti, Kjartan og Hrefna sem var yngst. Þau sem eru á lífi: Birna, sem er elzt. Lára, Hákon, Hilmar, Margrét, Óskar og Trausti. Guðrún byijaði snemma að vinna, var þá aðallega um að ræða vinnu, sem tengdist sjónum, svo sem beitning, uppstokkun og salt- fiskþvottur og þurrkun. Þessháttar vinnu inntu mjög margir unglingar af hendi á þessum árum. Þegar hún var 17-18 ára, fékk hún steingráan hest að gjöf norðan úr Skagafirði. Kom hann með skipi til Norðljarð- ar. Hestinn tóku að sér feðgar hér í sveit, sem hétu Þorsteinn Sigfús- son og Sigfús Þorsteinsson. Önnuð- ust þeir hann með stakri prýði. Auðvitað þótti þetta viðburður á þeim tíma, að fá hest að gjöf. Mynd- virk var hún, og sótti hún handa- vinnutíma hjá konu sem kenndi ungum stúlkum flos og annan út- saum. Flosaði hún meðal annars mynd af hreindýri, sem stendur við vatn. Bróðir okkar, Hjalti, tók myndina með sér til Danmerkur og lét mála vatnið og himininn og var það síðan innrammað. Konan, sem kenndi þessum stúlkum hét hét Sig- ríður Erlendsdóttir og var hún af- burða listræn. Síðan átti það fyrir systur okkar að liggja, að fara til Færeyja og giftast þar. En það^ átti allóvenju- legan aðdraganda. Á heimili okkar, kom oft maður að nafni Karl Hjelm. Var hann sænskur að ætt. Eitt sinn var hann beðinn að lesa í bolla fyr- ir okkur. Hann gerði í fyrstu lítið úr þeirri kunnáttu, en lét þó tilleið- ast. Þegar kom að því að lesa í bolla systur okkar, varð hann ofur- lítið hugsi, en sagði síðan: „Þú ferð til einhverra eyja, og giftist þar.” Kom nú flestum í hug Vestmanna- eyjar, en þá sagði hann: „nei þær eru lengra í burtu.” Var þá gizkað á Færeyjar. Þá sagði hann: „Já, ég hugsa að það séu Færeyjar.” Eng- um datt í hug, að taka þetta alvar- lega, því þetta var jú bara til gam- ans gert. En það fór nú á annan veg. Um það bil tveim árum seinna, var henni boðið til Færeyja, af ís- lenzkri konu, sem bjó þar. Þessi kona átti heima á Sandi á Sandey. Hún hét Ólöf Jónsdóttir og var hálfsystir Lúðvíks Jósepssonar, fyrrverandi alþingismanns. Systir okkar giftist síðan manni þar, sem hét Ewald Viderö, og setist hún þar með að á Sandi. Skömmu eftir gift- inguna kom fyrir einkennilegt at- vik. Systir okkar var að taka upp t Maðurinn minn, ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN fyrrverandi leiklistarstjóri, andaðist 13. nóvember á Vífilstaðaspítala. Dóróthea Guðmundsdóttir Stephensen. t Móðir mín og amma, SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Reynimel 52, lést í Borgarspítalanum 1 2. nóvember. Esther Jónsdóttir, Sigurlaug Halldórsdóttir. t SIGRI'ÐUR VÍÐIS JÓNSDÓTTIR fyrrum sýslumannsfrú, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Héraðskveðja fer fram í Laufáskirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00 um leið og jarðsett verður. Jón Hálfdanarson, Kristfn Steinsdóttir og aðrir vandamenn. Móðir okkar, t KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Drápuhlið 38, Reykjavik, lést í Landspítalanuni þann 13. nóvember sl. Kristín Þorsteinsdóttir, Þórhildur Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson. t Hjartans þakkir til ykkar allra, er auðsýndu samúð og vináttu við andlát og útför ÓSKARS F. JÓNSSONAR. Ástrós Guðmundsdóttir. dót, úr stórri kistu sem hún átti, maður hennar var að hjálpa henni og verður þá fyrir honum Ijósmynd af fullorðnum manni, með mikið skegg. Segir hann þá: „Þennan mann hef ég séð áður.” „Það getur ekki verið”, segir systir okkar, bætir síðan við: „Þú hefur aldrei verið á Norðfirði.” „Nei”, segir hann. „En mig dreymdi þennan mann, nokkrum mánuðum áður en þú komst til Færeyja.” Maðurinn á myndinni, var annar af feðgunum, sem pössuðu steingráa hest, systur okkar. Hét þessi maður Þorsteinn Sigfússon. Þau hjón bjuggu í 17 ár í barn- lausu hjónabandi, en tóku þá kjör- barn, sem heitir Margrét, og býr hún nú í Vágum á Suðurey. Hún varð augasteinn þeirra og yndi. Síð- an eignast þau dreng og stúlku. Jógvan heitir pilturinn, en Guðbjörg stúlkan, og bú, þau bæði í Þórshöfn. Móðir okkar, Guðbjörg, fór til Færeyja til að vera við brúðkaupið. Dvaldizt hún einn vetur í Færeyjum. Við brúðkaupið, skartaði hún ís- lenzkum búningi, sem vakti mikla athygli. Móðir okkar var gædd miklum dulrænum hæfileikum, sem kom meðal annars fram í berdreymi og skyggni. Meðan hún dvaldi í Færeyjum, dreymdi hana fyrir hernámi Danmerkur. Sá hún í þess- um draumi, danska fánann sundur- skotinn og blóðugan. Þrem árum steinna, var Danmörk hernumin. Eg, sem þessar línur rita, var hjá systur okkar og íjölskyldu, þijá vetur og eitt sumar, á stríðsárunum. Mér leið ákaflega vel hjá þeim allan þann tíma, og vil ég þakka öllum ánægjulega samveru og góðar minningar. Að lokum vil ég fyrir hönd konu minnar, sona okkar og þeirra fjöl- skyldna, systkina okkar, og þeirra fjölskyldna, votta ykkur, Jógvan, Guðbjörg og Margrét, okkar inni- legustu samúð, svo og ykkar fjöl- skyldum. Megi Guð geyma systur okkar og móður ykkar, og styrkja ykkur í sorginni. Megi systir okkar hvíla í firði. Óskar Björnsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsbiaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.