Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Tryggingastofnun — talkennsla í skólum — talþjálfun Tryggingastofnun PíH'Sins (allir aldurshópar) (ENGINN í FULLU STARFI) - radveilur (í víðum skilningi) | - málstol (oftast vegna heilablæðingu) - böm fædd holgóma - seinn málþroski FORMLEG SAMVINNA - lestrarörðuleikar UM TILVÍSANIR SEM - stam ??? BERAST FRÁ LÆKNUM Menntamálaráðunevtið (böm undir skólaaldri) - seinn málþroski (aðallega framburðargallar) - stam Fræðsluskrifstofur fræðsluumdæmanna Hevrnar- ou talmeinastöð Tslands 5-7 talkennarar í fullu starfi (böm á grunnskólaaldri) - allir flokkar talmeina 2 talmeinafræðingar (allir aldurshópar) - allir flokkar talmeina Mynd sem á að sýna í grófum dráttum skipulag talmeinaþjónustu á íslandi. eftir Elmar Þórðarson Talkennsla/talþjálfun — Hvað er það og fyrir hveija? I okkar ágæta velferðarríki er víða pottur brotinn í skipulagi ýmissa mála sem flokkast undir þjónustu landsmanna, þykja sjálf- sögð og eðlileg í velflestum ná- grannalöndum okkar. Sú þjónusta sem nefnd hefur verið talkennsla/ talmeinaþjónusta á undir högg að sækja. Stofnanir vísa hver á aðra þegar kemur að greiðsluþætti eða hreinlega neita að þetta svið »sé þeirra deild«. Mörg börn og ungling- ar (og þeim fer fjölgandi) eru með slakan málþroska, lélega setninga- skipan, framburðargalla, stam o.fl. og þurfa faglega þjálfun. Margir fullorðnir þurfa þjálfun vegna þroskahömlunar sinnar, aðrir hafa orðið fyrir höfuðáverkum/heila- skaða og missa getu til að skilja eða tjá sig. Aðrir fá meinsemd í barkakýli og/eða raddveilur. Auk þess þjást þó nokkuð margir full- orðnir vegna stams. Þetta fólk þarf mjög nákvæma og sérhæfða þjálf- un. Talkennarar/talmeinafræðing- ar hafa allir lokið 4-7 ára háskóla- námi erlendis til að sinna þessu fólki. Þeir einir veita þessa þjónustu hér á landi. Af hverju er erfitt að fá talþjálfun Tryggingastofnun ríkisins (hér skammstafað TR) hefur aldrei sam- ið við talmeinafræðinga um kaup á vinnu en í nokkur ár ákvarðað ein- hliða laun til þeirra fyrir talþjálfun. »Kerfið« gengur þannig fyrir sig að læknar vísa sjúklingum (eyðu- blöð sjúkraþjálfara notuð) í talþjálf- un og fer slík beiðni fyrir nefnd (hér eftir kölluð TR nefnd) sem í sitja tryggingayfirlæknir, Björn Önundarson og yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands, Einar Sindrason. Þessi nefnd úrskurðar hvort greiða beri fyrir þjálf- un/kennslu eða ekki. Hún ákvarðar líka hvort TR eða menntamálaráðu- neytið greiði fyrir viðkomandi skjól- stæðing/sjúkling því 1986 var gert samkomulag á milli þessara aðila um hvað bæri að líta á sem heil- brigðismál (þjálfun v/talmeina) annars vegar eða menntamál (tal- kennsla) hins vegar. Stór galli er á vinnubrögðum þessarar nefndar og hann er sá að ákvarðanir hennar eru mjög tilviljunarkenndar. Stund- um samþykkir hún beiðnir — stund- um ekki og er ógjörningur að sjá hvaða rök eru notuð hveiju sinni. Þó virðast vera heldur meiri líkur á að beiðnir vel menntaðra barna- lækna á Reykjavíkursvæði fáist samþykktar en heilsugæslulækna „Hér eru mál komin í mikinn hnút. Það mætti halda að það væri stefna stjórnvalda á ýmsum stöðum í heil- brigðis- og menntageir- anum að útrýma tal- kennslu/talmeinaþjón- ustu í landinu.” úti á landi. Læknar, sem vísa sjúkl- ingum til talmeinafræðinga, eru að vonum óhressir með þessa af- greiðslu sem bitnar þó mest á skjól- stæðingum talmeinafræðinga sem aldrei vita hvort þeir hljóta náð fyrir augum þessara háu herra varðandi greiðslu. Okkur í félagi talkennara og talmeinafræðinga (FIT) þykir þó verst að ekki hefur verið rætt við okkur (síðan við feng- um löggildingu á starfsheiti innan heilbrigðismálaráðuneytis) né sam- ið um greiðslur. Af hverju er erfitt að fá talkennslu? Menntamálaráðuneytið tekur skýrt fram (í bréfí frá des. 1990) að það borgi ekki talkennsku barna á skólaaldri í gegnum TR-»kerfið«. í sjálfu sér væri þessi afstaða í lagi ef talkennarar væru almennt starf- andi út í skólunum. En því er ekki að heilsa nema í fáum tilvikum. Á Reykjavíkur- og Reykjanessvæðinu vantar talkennara í marga skóla. Á Suðurlandi er einn talkennari á um 30 skóla, á Vesturlandi er einn tal- kennari á 15 skóla og á Norður- landi eystra eru 2-3 talkennarar starfandi sem slíkir í 3-4 skólum af um það bil 35. Það er enginn á Austfjörðum og enginn á Vestfjörð- um. Einn talkennari er starfandi á Norðurlandi vestra og sinnir aðeins einum skóla af u.þ.b. 25 skólum. Vantar talkennara/tal- meinafræðinga á íslandi? Ef skýringin væri sú að skortur væri á talkennurum/talmeinafræð- ingum í landinu þá væri dæmið skiljanlegt. En það er ekki svo. Á íslandi eru yfír 50 menntaðir tal- kennarar/talmeinafræðingar (hlut- fallslega eðilegur fjöldi miðað við önnur Norðurlönd) en aðeins 5-7 eru í fullu starfi við grunnskóla landsins sem talkennarar. Þá mætti spyija hvar talkennara/talmeina- fræðinga væri að fínna? Jú - marg- ir starfa alis ekki sem talkennar- ar/talmeinafræðingar, nokkrir starfa innan félagsmálageirans (með fötluðum), nokkrir starfa á sjúkrahúsum, 2-3 hafa fengið ráðn- ingu hjá metnaðarfullum sveitarfé- lögum og sinna leikskólum en e.t.v. starfa flestir sem sérkennarar við einn skóla þvílaun og vinnuaðstaða versnar ef þeir taka að sér tal- kennslu. í viðtali við Stefán Hreiðarsson barnalækni í Morgunblaðinu 4. október 1991 segir hann (orðrétt tekið upp úr Morgunblaðinu), þegar hann er spurður hvort misþroska börn fái nægjanlega aðstoð? » Veiku hlekkirnir eru talkennsla og iðju- þjálfun. Þar er biðtími oft upp í 10 mánuði ...« Spurningunni hér að ofan er svarað á þann veg, að nógu margir íslendingar eru með mennt- un innan talmeinafræði en þeir vilja ekki starfa, aðallega vegna lágra launa. Þessi grein er skrifuð fyrst og fremst til að upplýsa almenning um stöðu þessara mála því mikið er leitað til okkar taikennara og tal- meinafræðinga af fólki og foreld- rum barna í miklum málerfíðleik- um. Erfitt hefur verið að veita þjón- ustu til þessa hóps vegna ofan- greindra atriða. Hér má bæta við að nýlega hó- fust samningaumræður á milli T.R. og F.T.T. sem miklar vonir eru bundnar við. Eins vonum við tal- kennarar að samningar ríkisvalds og kennarasamtakanna sem eru framundan leiði til skárri stöðu okkar innan grunnskólans. BOSCH DAGAR TIL JÓLA EICINMENN, UNNUSTAR! GLEÐJIÐ AUGASTEININN MEÐ GJÖF FRÁ OKKUR OG JÓLIN VERÐADANSÁ RÓSUM. MUNIÐ OKKAR FRÁBÆRU GREIÐSL UKJÖR. VIÐ GERUM ENN BETUR VIÐ ÞÁ SEM GREIÐA MEÐ PENINGUM, EN ÞEIR FÁ 15% AFSLÁTT. VIÐ ERUM KOMNIR í JÓLASKAP OG AF ÞVÍ TILEFNIBJÓÐUM VIÐ 10% AFSLÁTTAF ÖLLUM HEIMILISTÆKJUM OKKAR — STÓRUM SEM SMÁUM, í VERSLUN OKKAR AÐ SUNDABORG 13, FRAM TIL JÓLA. RAÐGRBÐSLUR MUNÁLÁN Aðrir útsölustaðin Metró, Reykjavík; Parma, Hafnarfirði; Neisti, Vestmannaeyjum; SÚN, Neskaupstað; Rafmagnsverkstæði L. Haraldssonar, Seyðisfirði; Hákon Gunnarsson, Höfn í Hornafirði; Straumur, ísafirði. m w Jóhann Ólafsson & Go 1 SIMMBORCI U • 104 RKYKJAYÍK • SfMIMMMÍH Höfundur er talkennari/talmeinafræðingur og formaður Félags talkennara og talmeinafræðinga. Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa III Fæstíhelstu byggingarvöruverslunum umlandallt. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! glOTlgtottMllfcÍft >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.