Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 63 KNATTSPYRNA i i l ( ( < Guðmundur fer fram ásölufráSt. Mirren Þorvaldur fráUBKog aftur til Leifturs orvaldur Jónsson, markvörður, sem lék með Blikunum í sum- ar, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við sína gömlu félaga hjá Leiftri á Ólafsfirði. Þorvaldur er annar ieikmaðurinn sem gengur til liðs við Leiftur á stuttum tíma. Hinn leikmaðurinn er Júgóslavinn Zoran Coguic, sem lék með' Stjömunni. Guðmundur Torfason fór í gær fram á að verða seldur frá skoska úrvalsdeildarliðinu St. Mirren. Hann er óánægður með gang mála hjá félaginu og vill komast annað sem fyrst, en samn- ingurinn rennur út næsta vor. Guðmundur sagði við Morgun- blaðið að ágreiningur hefði orðið við þjálfarann, þegar hann til- kynnti honum að hann færi í landsleikinn gegn Frökkum. Á sama tíma á St. Mirren, sem er í næst neðsta sæti, að leika úti gegn St. Johnstone, og vildi þjálfarinn hafa Guðmund til staðar. Guðmundur gaf sig ekki og svo fór að hann fór fram á að verða seidur. St. Mirren keypti Guðmund fyr- ir rúmlega þremur árum. Hann gerði 12 mörk í 29 leikjum fyrsta tímabilið, en fjögur mörk í 18 leikj- um í fyrra og er nú kominn með tvö mörk. Hann ætlaði frá félaginu s.l. sumar og var Southampton tilbúið með samning, en meiðsl komu í veg fyrir kaupin. Miðheijinn sagðist ekkert vera farinn að spá í hvert hann færi, en hann hefði alltaf haft áhuga á að leika í Englandi. „Ég vona bara að ég komist í burtu sem fyrst, en ef ekkert verður áf sölu núna hugsa ég minn gang í vor.” Hann bætti við að St. Mirren gæti tafið málið með því að setja fráhrindandi upphæð á sig, en félagið gerði sér grein fyrir að það fengi ekkert, ef hann færi aftur til Islands að samningnum lokn- um, og myndi þess vegna senni- lega ekki standa í veginum, ef til- boð bærist. Anægjulegt að koma aftur inn í hópinn sagði GuðmundurTorfason, sem léksíðast með landsliðinu 1990 Verð að sjá Guðmund GUÐMUIMDUR Torfason, mið- herji hjá skoska úrvalsdeildar- liðinu St. Mirren, er í 16 manna landsliðshópi Ásgeirs Elías- sonar fyrir viðureignina gegn Frökkum í Evrópukeppninni, sem verður í París n.k. miðviku- dagskvöld. Gera má ráð fyrir að Guðmundur verði í byrjunar- liðinu og verður þetta þá 30. landsleikur hans, en síðast var hann með í 2:0 sigri gegn Alba- níu á Laugardalsvelli 30. maí 1990. Aðspurður sagðist Guðmundur vera mjög ánægður með að fá tækifærið á ný. „Það er mjög gaman og ánægjulegt að koma aftur inn í hópinn eftir að hafa verið í meiðslum meira en minna í eitt og hálft ár. Ég hef verið fullu í sjö eða átta vikur eftir síðasta áfall og er heill á sál og líkama. Liðinu hefur gengið illa, en ég hef spilað ágæt- lega og gert tvö mörk, þó ég hafi ekki alltaf leikið í fremstu víglínu heldur einnig verið á miðjunni.” Hrakfallasaga Guðmundur, sem verður 30 ára í desember, sagði að nóg væri komið af meiðslum. Hann tognaði í lær- vöðva vorið 1990 í leik með St. Mirr- en, „en ég gerði þau mistök að gefa kost á mér í landsleikinn gegn Alba- níu, þar sem ég varð að fara útaf. Ég var nánast frá allt sumarið og missti því af undirbúningstímabilinu, en komst engu að síður í gott form um haustið. Þá nefbrotnaði ég viku fyrir fyrsta leik, en læknir liðsins sagði að ég gæti leikið og eftir tvær mínútur lenti ég í samstuði. Annað krossbandið í hné rifnaði og ég var frá í um þijá mánuði. Síðan byijaði ég aftur og gerði þijú mörk í fjórum leikjum, en 1. desember, í fímmta leiknum, skallaði varnarmaður Dundee United í andlitið á mér með þeim afleiðingum að ég kjálkabrotn- aði og þríkinnbeinsbrotnaði. Þá kom aftur um þriggja mánaða „frí”, en síðastliðið vor rifbeinsbrotnaði ég í leik og var því frá í sumar sem leið. 10 dögum fyrir fyrsta leik í haust kjálkabrotnaði ég öðru sinni, en er orðinn góður,” sagði Guðmundur. Ásgeir sá besti Guðmundur sagði að íslenski hóp- urinn væri sterkur „og mér líst vel á leikinn gegn Frökkum. Það var stórt skref fyrir íslenska knatt- spyrnu að ráða Ásgeir sem landsliðs- þjálfara, því hann er í fremstu röð og fremstur þjálfara á íslandi, en við sjáum hvað setur.” Ásgeir sá Guðmund í leik með St. Mirren fyrir skömmu og sagði að allt spil hefði snúist í kringum mið- heijann. „Hann var eini leikmaður liðsins, sem eitthvað gerði, og ég valdi hann í Iandsliðið núna til að sjá hvemig hann fellur inní það sem við erum að gera,” sagði landsliðsþjálf- arinn við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ásgeir sagðist aetla að halda sig við sama leikkerfi og áður, en hann hefur verið með þijá menn í vörn- inni, fimm á miðjunni og tvo frammi. „Það verður bara að koma í ljós, hvað við getum leikið framarlega á vellinum og hvar við byijum að veij- ast.” Hann á von á að Frakkarnir leiki 4-4-2 eða 4-2-4 eins og gegn Alba- níu, en þá pressuðu þeir mjög fram- arlega og nýttu vel kantana að sögn Ásgeirs, sem sagðist hafa skoðað vel síðasta leik Frakka og fyrrnefnd- an leik á myndbandi. Hilmar í viðbragðsstöðu Sigurður Jónsson meiddist í baki á æfíngu á laugardaginn og ekki er ljóst hvort hann getur leikið gegn Frökkum. Ef hann verður ekki orð- inn góður, tekur Hilmar Sighvats- son, UBK, sæti hans í hópnum. Guðmundur Torfason á fullri ferð í landsleik. 4 4 4 a i i -i HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANSMÓTIÐ Landslidid Morgunblaðið/Bjarni Tékkinn Michal Tonar hjá HK skorar, en landi hans, Petr Baumruk er til varnar hjá Haukum. Jáfnræði var annars með þeim sém og liðunum: Skemmtilegt og spennandi ÞAÐ var stórskemmtilegur handbolti, sem Haukar og HK buðu upp á, þegar liðin gerðu 29:29 jafntefli í Hafnarfirði í gærkvöldi. Óhætt er að segja að HK liðið er eitt það skemmt- ilegasta í 1. deild karla. Leik- menn fagna hverju marki á skemmtilegan hátt, mikil bar- átta er í vörninni, falleg leik- kerfi og leikmenn hafa mjög gaman af því sem þeir eru að gera. Liðið hafði forystu allan leikinn, en reynsluleysi undir lokin kom í veg fyrir að það færi með sigur af hólmi. Bæði lið hófu fyrri hálfleik af krafti og léku hraðan hand- knattleik. HK-menn voru ávallt fyrri til að skora og höfðu undirtökin. Haukar tóku Gunn- ar Má Gíslason úr umferð, en HK- menn áttu svar við því og gerðu mörg mörk eftir skemmtilegar leik- fléttur. Haukar i’eyndu mikið-gegn' PéturHrafn Sigurðsson skrifar umbrot í sókninni með ágætis ár- angri. I seinn i hálfleik leiddu HK- menn, en Haukar hleyptu þeim aldrei langt frá sér. Þegar ein og hálf mínúta var eftir tókst Haukum að jafna, 28:28. Gunnar Már kom HK aftur yfir, þegar 40 sekúndur voru eftir og í næstu sókn Hauka var dæmdur ruðningur á Petr Baumrúk. í stað þess að róa leikinn og láta tímann líða brunuðu HK menn í sókn, fengu dæmdan á sig ruðning og á lokasekúndunum fengu Haukar vítakast, sem Baumruk skoraði úr af öryggi og jafnaði leikinn. Bestir í liði Hauka voru Halldór Ingólfsson og Baumruk. Páll Ólafs- son var dijúgur í seinni hálfleik, en fékk lítið að spreyta sig í sóknar- leiknum fyrir hlé. í lið i HK voru bestir þeir Magn- ús I. Stefánsson markvörður, Mic- hal Tonar Óskar Óskarsson og Ró- bert Harðarson, sem er stór- skemmtilegur leikmaður. Þrír leikmenn, sem voru í 16 manna hópnum gegn Spán- veijum, verða ekki með að þessu sinni. Ólafur Þórðarson er meiddur, en Hörður Magn- ússon og Hlynur Stefánsson detta út. í þeirra stað koma Arnór Guðjohnsen, sem var í banni, Guðmundur Torfason og Kristinn R. Jónsson. Eftir- taldir leikmenn skipa annars hóp Ásgeir Elíassonar, lands- liðsþjálfara, fyrir leikinn gegn Frökkum: Friðrik Friðriksson........Þór Pétur Ormslev.............Fram Guðni Bergsson......Tottenham Kristján Jónsson.........Fram Baldur Bjarnason.........Fram Sigurður GrétarssonGrasshopper Arnór Guðjohnsen.....Bordeaux Sigurður Jónsson......Arsenal Þorvaldur Örlygsson Nott. Forest Eyjólfur Sverrisson..Stuttgart Guðmundur Torfason ..St. Mirren Birkir Kristinsson........Fram Sævar Jónsson..............Val Andri Marteinsson...........FH Valur Valsson..............UBK Kristinn R. Jónsson.......Fram Pétur, Guðni, Kristján, Sigurð- ur Grétarsson og Guðmundur voru ekki með í vináttuleiknum gegn Kýpur i október, en þá voru Hörður, Hlynur, Óiafur Kristj- ánsson, Atli Helgason og Atli Einarsson auk hinna, sem hafa verið í hópi Ásgeirs frá byijun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.