Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 Hirði hver sitt eftirRagnar Guðmundsson Undanfarið hafa gengið yfir ýtingar vegna hrossa minna í Múlasveit í Reykhólahreppi hinum nýja. Fréttir af þessum málum hafa einkennst af hroka, missögn- um og ósannindum, góð blanda það. það er svona á takmörkunum að svarandi sé þessum fréttaflutn- ingi. Þó sé ég mér ekki annað fært, ekki síst vegna meðferðar þeirra, sem hross mín hlutu af hendi þeirra Reykhólamanna. Það hefur sem sé verið lögð áhersla á að það komi hvergi fram hvers konar „týrannaháttur” var þar sýndur saklausum skepnum. Hvers konar hugarfar er það sem ræður svona gerðum? Þessir ágætu menn vildu ná höndum yfir mig, „glæpamanninn”. Það má þó altént lesa strax í fyrstu grein „Miðhúsagoðans” og tíminn sem valinn var, síðhaust, allra veðra von. Það skipti engu máli, því aðstæðurnar sem fyrir hendi voru, töldu þessir ágætu menn meira virði. Eg, sjálfur „bófinn”, íjarver- andi á sjúkrahúsi. Sonur minn fjarri við sín störf í Búðardal. Tengdason minn hafa þeir vafa- laust áætlað á sjó. Sem sagt, að- stæður til varnar engar. Nú skyldi vinna „Gretti” með göldum, eins og forðum. Hvað brást svo þessum herrum til að ljúka „níðingsverk- NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA í EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN DRÁTTARVEXTI Við minnum á gjalddaga húsnæðislána sem var 1. NÓVEMBER 16. NÓVEMBER leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. PESEMBER_______ leggjast dráttarvextir á lán með byggingavísitölu. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 Ragnar Guðmundsson „í Djúpadal var samið um að enginn eftirmáli skyldi um þennan rekstur, við þann sátt- mála stend ég.” 'inu”? Því níðingsverk er það og ekkert annað að pína sumarstaðið hrossastóð járnalaust á öllum aldri, úr högum sínum, á vélhjólum og bílum, tugi kílómetra á vegi og vegleysum. Já, kolhörðum bíl- vegi. Og rekstrarhraðinn, honum vildu sjónarvottar ekki líkja við gerðir manna með eðlilegar tilfinn- ingar eða skynsemi. Hvað stjórnar gerðum manna í svona tilfellum? Náttúruvernd? Voru þeir að vetja fasteignir? Hvers konar tilfinning- ar bærast í bijósti svona manna? Þeir horfa á gullfalleg hross, hest- efni á öllum aldri, margra ára starf ræktunar. Getur verið að nokkrum sé sama, hvernig skepnunum líður bara ef þeir geta svalað kvikindis- skap sínum. Hrossin voru rekin burt frá þeirri rétt sem þau hafa á undanförnum árum verið réttuð í, hún stendur á stað sem engum getur dulist og engum duldist. Hvers vegna var hún ekki notuð? Jú, „bófinn” sjálfur átti máske réttina eða réði henni. Hvers vegna? Hvernig stóð á því? Svarið vita Múlnesingar mætavel. Á ár- unum frá 1978 og til þess er Barð- astrandarhreppur var sauðlaus, 1984, hafði ég og mitt fólk með öll fjallskil að gera í mestum hluta Múlasveitar og þá kvartaði enginn enda höfðu þá „sumir” tekjur af,- en engan kostnað. Fyrir það að mega beita tak- mörkuðum fjölda fjár á Múlasveit sáum við Btjánslækjarmenn um öll fjallskii, eigendum jarða að kostnaðarlausu. Já, við byggðum jafnvel þessa allstóru fjárrétt og girðingu við hana. Þar með er útskýrð tilurð þessarar réttar. Getur nokkuð talist undarlegt að bryddi á kala til þess fólks, sem síðan hefur ljóst og leynt reynt að ófrægja mig á allan hátt fyrir yfirgang, oft á tíðum með orðum sem hæfa annars konar samskipt- um. Nei Reykhólamenn, nú gen- guð þið of langt. Jafnvel ykkur líðst ekki að níðast á sakleysingj- um. Ef þið hefðuð verið menn til að heimsækja mig hingað á sjúkra- húsið og gefa mér kosti, þá hefði þó sést einhver mannsbragur á ykkur. í Djúpadal var samið um að engin eftirmáli skildi um þennan rekstur, við þann sáttmála stend ég. Þetta opna bréf til ykkar, sem getið tekið það til ykkar, hefði aldrei komið, ef ekki hefði birst í Vestfirska fréttablaðinu klausa um þessi mál, eftir að samið var. Um missagnir þær og ósannindi sem þar koma fram ræði ég ekki, þær eru í takt við flest, sem rætt hefur verið um þessi mál og ekki svara verð. Að lokum þetta: Þið sem stóðuð á bak við þessa aðgerð sem leiddi til svívirðilegrar með- ferðar á hrossum mínum, þið skul- uð muna það, þetta er geymt en ekki gleymt. En eitt ber að þakka. Þarna komu menn að, sem vildu og sýndu að ennþá eru til menn, sem álíta góð samskipti fólks meira virði en óráðshjal ráðlausra og ráðvilltra illgirnissála. Þeirra er eitt hugsa um, að kalla fram illt. Btjánslækjarhrossin stóðust þolraunina. Hvað er betri auglýs- ing? Þið sem stóðuð að málalokum í Djúpadal, hafið þökk fyrir. Við son minn og tengdason segi ég aðeins: „Ég er stoltur af ykkur.” Reykjalundi á fyrsta vetrardegi 1991. Höfundur er bóndi á Brjánslæk. MAZDA 323 STATION NÚ MEÐ ALDRIFI ! 1600 cc vél með tölvu- stýrðri innspýtingu, 86 hö • Sídrif • 5 gírar • Vökva- stýri • Álfelgur o.m.fl. Verð kr. 1.099.000 stgr. með ryðvðtn og skráningu. MAZDA - ENGUM LÍKUR I Opið laugardaga kl. 10-14. Júdasarpeningar fullþurrkaðir og t blómi. Júdasarpeningar (Lunaria biennis) Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 229. þáttur Lunaria biennis — Mánasjóður — er betur kunn undir nafninu Júdasarpeningar og undir því nafni er jurtin talsvert mikið rækt- uð og notuð í þurrkaða vendi. Hún er af krossblómaætt. Skjannhvít- ar milligerðir í fræhirslunum eru mjög skrautlegar og geta enst í vasa árum saman. Þvi miður er það á mörkunum að jurtin nái fullum þroska í görð- um hérlendis, en með því að dekra svolítið við hana má ná sæmileg- um árangri og fáeinar plöntur í heimilisgróðurhúsi gætu nægt í nokkra vendi. í gróðurhúsi má að líkindum ná fram blómgun á einu og sama ári. Ræktunin er ekki mjög erfið. Fræinu í sjálfu sér má sá í sólreit seint á hausti eða snemma vors. Með því að sá að hausti spírar fræið um leið og vorar. Um leið og smáplönturnar fara að skipta blöðum þarf að endur- gróðursetja þær í 20-25 sm háan reit með 20-25 sm bili á milli í næringarríka mold. Aukaáburðar- skammtur við og við er vel þeg- inn, einkum fyrra árið. Þegar verður fer að hlýna verð- ur að láta lofta vel um plönturnar til þess að þær teygist ekki og fjarlægja verður gluggana strax og veður leyfir. Það má líka gróð- ursetja plönturnar upp við hús- vegg eða skjólgirðingu og skýla þeim fyrir næðingi haust og vet- ur. Annars eru plönturnar látnar standa í reitnum og þeim skýlt eftir föngum með gleri eða plast- glugga. Næsta vor eiga plöntunar svo að blómgast. Þær geta orðið 1 metri á hæð og þurfa kannski einhvern stuðning. Blómin eru falleg, dimmfjólublá. Það er líka til hvítt afbrigði. Laghentur mað- ur gæti smíðað plastskýli yfir plönturnar, það gæti komið sér vel í kalsa eða á rigningarsumr- um. Jafnvel á afbragðssumri eins og síðastliðið sumar var, eru fræ- belgir ekki nærri þroskaðir í sept- emberlok. Það er líka til ijölært afbrigði — Lunaria rediviva — en það er ekki eins fallegt og það tvíæra, hvorki með tilliti ti! blómalitar né fjölda blóma, og fræstönglar eru heldur ekki eins fallegir. Og það eru fleiri vankantar á þeim fjö- læru. Þær taka mikið meira rúm og nauðsynlegt er að binda þær upp. Sniglar ásækja þær svo mjög að stundum sést varla á þeim heilt blað. Þeir sem ætla að nota fræ- stönglana í vendi skulu varast að klippa þá of snemma. í góðu haustveðri geta stönglar verið að þroskast langt fram á haust. Ef belgirnir eru grænir er erfitt að hreinsa þá, þeir þurfa að visna vel og harðna áður en hafist er handa. Bytja skal á því að losa um hýðið neðst með því að sveigja það frá stilkinum. Þurrka skal afklippta stöngla vel á hlýjum og þurrum stað. Þroskað hýði losnar auðveldlega og kringlóttar hvítar milligerðimar koma í ljós. Það má líka reyna að sprengja það með því að þrýsta á jaðrana. Hafi fræin náð þroska er sjálfsagt að sá því. Hermann Lundholm ■ LANDSSAMTÖKIN Þroska- hjálp gangast fyrir opinberum fyr- irlestri í Norræna húsinu fimmtu- daginn 14. nóvember kl. 20.30. Ingvald Bastesen starfsmaður norska félagsmálaráðuneytisins flytur fyrirlestur sem nefnist Átt- hagaréttur allra. Heildstæð þjón- usta fyrir fatiaða í heimabyggð. Ingvald Bastesen er fyrrum skóla- stjóri og forystumaður um upp- byggingu þjónustu við fatlaða í sveitarfélaginu Meland í Noregi þar sem búa um 4.500 manns. I þessu sveitarfélagi hefur verið unnið að þróunarverkefni undit' stjórn Ing- valds Bastesen um hvernig hægt sé að veita fötluðum heildstæða þjónustu í heimabyggð allt frá skóla til atvinnu og búsetu. Ingvald Bastesen starfar nú í norska félags- málaráðuneytinu við að aðstoða sveitárfélögin í að taka við þjónustu við fatlaða sem áður var veitt af ríkinu. Lög þessa efnis gengu í gildi í Noregi 1. janúar 1991. Ingvald Bastesen mun í erindi sínu fjalla um reynslu Norðmanna við breytta skipan þessara mála. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og er öllunl opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.