Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 61 < i i i i i Í í I I 8 I ) I I Ásgrímur Jónsson, Úr Húsafells- skógi. M UNDANFARNA áratugi hefur Listasafn íslands látið gera eftir- prentanir af verkum íslenskra myndlistarmanna í eigu safnsins. Nú eru nýkomin út fímm kort iit- grentuð af eftirtöldum verkum. Ásgrímur Jónsson, Úr Húsafells- skógi, Tungan, 1945-50, Guð- mundur Thorsteinsson (Muggnr), Síldarball á Siglufírði 1918, Guð- mundur Thorsteinsson (Muggur), Rauðklædd söngmær um 1916, Jón Axel Björnsson, Án titils, 1984, Jón Engilberts, Island, nr. 5,1964. Kortin eru til sölu í Listasafni ís- lands, Fríkirkjuvegi 7, opið dag- lega milli ki. 12 og 18 nema mánu- daga. ■ AÐALFUNDUR kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins á Aust- urlandi var haldinn á Egilsstöðum laugardaginn 9. nóvember. For- mannsskipti urðu í kjördæmisráð- inu. Garðar Rúnar Sigurgeirsson, Seyðisfirði, sem verið hefur for- maður ráðsins frá 1987 lét af störf- um en við formennskunni tók Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði. Aðrir í stjórn eru Jónas Þór Jó- hannsson, Egilsstöðum, vara- formaðurMagnús Sigurðsson, Neskaupstað, ritari, meðstjómend- ur em Dóra Gunnarsdóttir, Fá- skrúðsfirði og Guðjón Þorbjörns- son, Höfn. Varastjóm skipa: Adolf Guðmundsson, Seyðisfirði, Agn- ar Bóasson, Reyðarfirði, Jóhann Hjaltason, Djúpavogi og Björn Sveinsson, Fellabæ. HEITT í KOLUM Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BíóhöIIin Frumskógarhiti - „Jungle Fev- er” Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi Spike Lee. Aðal- leikendur Wesley Snipes, Anna- bella Sciorra, Spike Lee, John Turturro, Samuel L. Jackson, Ossie Davis, Lonnette McKee, Ruby Dee, Anthony Quinn, Tim Robbins, Brad Dourif. Bandarísk. Universal 1991. Það hitnar heldur betur í kolun- um er sá þeldökki arkitekt Wesley Snipes, hamingjusamur heimilis- faðir og vel launaður, fer að gamna sér við nýja einkaritarann sinn (Sci- orra). Sú er nefnilega hvít á brún og brá og af ítölskum ættum í of- análag. Þau búa saman um hríð en það eru þúsund ljón í veginum. Enda verður Lee það fyrst að orði er vinur hans Snipes segir honum fréttimar að þau þjáist af fram- skógarhita! Lee hefur mildast heil ósköp í afstöðu sinni til kynþáttavanda- málanna með hverri myndinni, í Frumskógarhita er ekki tekin af- staða til litarháttar en skopast að því magnaða kynþátta- og trúar- bragðahatri sem býr undir heims- borgaralegu fasi íbúa New York- borgar. Yfir höfuð hafa svartir skömm á hvítum, hvítir á svörtum, ítalir á íram, o.s.frv. Og í þessum hráskinnaleik miðjum blossar svo upp ástin á milli Snipes og Sciorru: Það tekur nokkum tíma fyrir þau að uppgötva að hún er fyrirfram dauðadæmd og era sambandi þeirra gerð ofur eðlileg skil, en það er nýlunda í bandarískum myndum. Ástir milli einstaklinga af ólíkum kynþáttum hefur verið allt að því tabú - þrátt fyrir allt, ef undan era skildar myndir í litlu sambandi við blákaldann raunveraleikann, eins og Guess Who’s Coming to Dinner (’67). En það er ekki aðeins raunsæið sem piýðir Frumskógar- hita heldur dijúgur skerfur af vel þekktri kaidhæðni og gálgahúmor leikstjórans sem hér fer engu síður á kostum sem handritshöfundur sem á einkar létt með að sjá am- bögurnar á samskiptum borgar- anna. Inní ástarsöguna fléttar hann mörgum aukapersónum sem koma mismunandi vel inní heildarmynd- ina en flestar glæða þær hana lífi og fyllingu. Við fáum innsýn í fjöl- skyldur söguhetjanna. Foreldrar Snipes era hinn heittrúaði prestur og kynþáttahatari (Davis) og Ruby Dee fer með hlutverk mun blíðari móðurinnar. Fólk Sciorru er engu síður fordómafullt, bræður hennar og faðir hafa skömm á nánast öllu sem ekki er ítalskt. Til sögunnar koma margar aðrar eftirtektar- verðar persónur eins og hinn ítalsk ættaði vinur Sciorra, Turturro, og Quinn faðir hans svo og nágranni og vinur Snipes leikinn af Lee sjálf- um. Frumskógarhiti er afburðavel leikin í alla staði. Enginn er þó betri en Sainuel Jackson í hlutverki stóra bróður, svarta sauðsins í fjöl- skyldu Snipes. Hann er kostulegur og minnisstæður sem eðlisgreindur aumingi sem beitir öllum ráðum til að komast yfir „krakkið” sitt. Þau Snipes og Sciorra eru óaðfínnanleg, sömuleiðis McKee sem hin kokkál- aða eiginkona Snipes og Turturro er óborganlegur að vanda. Lee hefur gert minnisstæða tímamóta- mynd sem engum hlífír en öllum skemmtir. x ARgTOKRATlf Síðumúla 23 - 108 Reykjavík O 687960 - 687961 AGÆTI VIÐSKIPTA VINUR! Nú í haust eru liðin 25 ár síðan Villi rakari byrjaði að flytja inn og selja hártoppa. í tilefni þessara tímamóta hafa Villi rakari og Trendman ákveðið að bjóða viðskiptavinum 25% afslátt af hártoppum til 1. desember 1991. Dæmi um verð: Microlite Consept Trendura Grande Naturelle kr. 32.670,- kr. 45.054,- kr. 45.924,- kr. 41.172,- kr. 33.750,- Tilboðsverð Tilboðsverð Tilboðsverð Tilboðsverð Tilboðsverð kr. 24.500,- kr. 33.790,- kr. 34.443,- kr. 30.879,- kr. 25.312,- NYJUNG: Naturelle er nýjasti og léttasti hártoppurinn frá Trendmann með nýju gervi- hári, sem sameinar það besta úr mannshári og gervihári. Naturelle er léttur og liefur mjög góða öndun. Með kærri kveðju um ósk að þú getir notfært þér þetta tilboð. Villi rakari. — 1 • .............. Jólastjörnur - okkar verð Jólastjarna 1. fl. kr. 795,- Jólastjarna 2. fl. kr. 695,- Jólastjarna (mini) kr. 295,- Stöndumst verdsamanburó! BlómahöIIin, Kópavogi, sími 40380 Blómastofan, Kringlunni, sími 681222 Blómastofan, Eióistorgi, sími 611222 Blómaverkstæöi Binna, Skólavöróustíg 12, sími 19090 í _ Skíóasamfestingar Barnastærðir, 8-16, verð kr. 6.480,- Fullorðinsstærðir, S-XL, verð kr. 6.990,.- ð. Sendum í póstkröfu. Opið laugardaga frá kl. 10-14. SPORTBUÐIN Ármúla 40, sími 813555. Nú erum við með sérstök tilboð f hverjum mánuði Nóvembertilboð Nautagrillsteik með kryddsmjöri frönskum og salati 695 kr. eba Lambagrillsteik með sveppasósu kartöflum og salati 695 kr. Stórir hópar fá gos og eftirrétt Stórir hópar 15-50 manns sem koma og borða hjá Svörtu pönnunni fá gos og eftirrétt í I kaupbæti. Hraðrétta veitingastaóur íhjarta borqaríniiar Sími 16480 VERIÐ VELKOMIN í KRÆSINGARNAR HJÁ SVÖRTU PÖNNUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.