Morgunblaðið - 14.11.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 14.11.1991, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 „Öllum er frjálst að trúa og boða trú. Menn geta trúað á stokka og steina, dollur og tunn- ur, sprek og ruslagáma, fírkant og sexkant og haldið því fram að þarí felist listin, allt er það að meinalausu eins og miðsvetrarís. En að lög- gilda trúboðið með að- stöðu í opinberri stofn- un er það ekki.” um Austurvöll þveran. Ég skil vel listamanninn, vit og hæfileikar eru hvorki meiri né minni en guð gaf. Ábyrgðin á slíkum hermdarverkum er á annarra höndum, trúlega sér- fræðingum sem hafa fengið í hnén eins og smápíur á popptónleikum. Ég veit ekki hversu mörg verk þessa manns hafa verið tekin niður vegna harðrar andspyrnu, en þau eru nokkur, meðal annars eitt í Mál- mey. Það er líka farið að taka niður myndir af Lenín. Ekki verður sagt að það hafi orðið skaði að Serra hér á landi. Ein góðviðrisdag í sum- ar varð mér reikað um Viðey. Ég er yfirleitt heldur lítið fyrir listaverk sem verða helst ekki numin nema með aðstoð leiðarbókar eftir spak- vitring sem segir manni í hverskon- ar heimspekilega þanka maður skuli falla við tiltekin sjónhorn. Ég sá steinstólpa, ósköp umkomulausa og litla í allri þessari víðáttu. Svo vel vill til að þegar komið er á eiðið í átt að Vesturey blasir við stuðla- berg ekki hátt eða mikið um sig, en gætt allri þeirri tign sem náttúr- an skóp því, grænn hattur ofan á en undir urð af brotnum stuðlum í skipulegri óreiðu. Ég verð að játa að ég hafði varla tekið eftir þessu fyrr, svo að Serra varð þó altjend til einhvers. Út um eyna hafa verið skildir eftir nokkrir munaðarleys- ingjar, sem væru betur komnir heima hjá sér í bergi þar sem steinn fellur að steini. Serra skilur ekki ísland. Hann er ekki velgerðarmað- ur okkar heldur við hans. Með því að koma hingað gat hann bætt enn einu landinu í gullbókina sína. „Art provenciel” er haft eftir Pompidou þegar hann sá myndir eftir Kjarval á fundinum með Nixon forðum. Það mun útleggjast sveita- manna- eða útkjálkalist. Sú skoðun var hans mál en ekki okkar. Og nú á víst að fara að gera Kjarval fræg- an. Við eigum sjálfsagt enn einu sinni að fá að heyra minnimáttar- sönginn um landkynningu, eða á kannske að selja út á hann fisk, eða ef til vill það sem mest er um vert, braska með hann. Var einhver að tala um Sotheby’s. Kjarval átti sér smáfugla að vin- um, en brosti í kampinn þegar hann hitti hákarla. Hann nam söng fugl- anna og langaði til að eiga sér holu eins og þeir og hann vissi að hann gat flogið eins og þeir. Kjarval skildi Island. Höfundur er listmálari. --------*_*_♦------- ■ SKÁKSAMBAND íslands heldur Unglingameistaramót ís- lands 1991 (fyrir skákmenn f. 1971 og síðar) dagana 14.-17. nóvember nk. og verður keppnin með þeim hætti sem hér greinir: Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfí. Úmhugsunartími er 1 klst. á 30 leiki og 20 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Mótsdagar eru: 1. umferð 14. nóv. kl. 20.00-22.40, 2. umferð 15. nóv. kl. 18.30-21.10, 3. umferð 15. nóv. kl. 21.30-24.10, 4. umferð 16. nóv. kl. 13.00-15.40, 5. umferð 16. nóv. kl. 15.40-18.20, 6. umferð 17. nóv. kl. 11.00-13.40 og 7. umferð 17. nóv. kl. 13.40- 16.20. Þátttökugjald er kr. 800. Mótsstaður er Faxafen 12, Reykja- vík og skákstjóri Ólafur H. Olafs- son. Skráning fer fram í síma Skák- sambands íslands alla virka daga kl. 10-13 og á mótsstað fimmtudag 14. nóv. kl. 19.00-19.55. í verðlaun verða skákbækur. Auk þess ferð á skákmót erlendis fyrir sigurvegar- ann. Reiðir gamlir menn Kjartan Guðjónsson að hafa ekki hátt. Þetta er mann- legt en ekki stórmannlegt. Hvar voru öll þessi myndlistarfélög þegar ráðhúsdellan leit dagsins ljós. Hér á árum áður áttu listamenn ákaf- lega erfitt með að ná sambandi við embættismenn. Ef þeir hittu lista- menn urðu þeir svo varfærnir, að það var varla að þeir þyrðu að segja álit sitt á veðrinu. Listfræðingar, eða hvað maður á að kalla þá, virð- ast aftur á móti geta snúið þeim eins og snældum. Kannske tala báðir sama mál, sem öðrum er ill- skiljanlegt, stofnanamálið, eða þeir dópa embættismenn með próftöfl- um. Hvað í ósköpunum var dóm- nefnd eiginlega að gera í þessari ráðhúskeppni. Það er deginum ljós- ara að keppni var bara fyrirsláttur, allt fyrirfram ákveðið af Gunnari Kvaran og líklegast arkitektunum. Það er undarlegur menningarsjúk- dómur margra arkitekta að þola ekki myndlist, að minnsta kosti ekki í sínum húsum. Hönnun er þannig hagað að það er hvergi hægt að hengja mynd. Jafnvel ekki merkilegra hús en Gerðuberg er vandlega víggirt gegn myndlist. í ráðhúsinu hafa fallist í faðma hinir trúuðu á guðinn Minimal. Skyldu þeir hinir sömu ekki geta fallist á að fækka strikunum í borgarstjórn- arsalnum niður í eitt og þar með orðið höfundar að nýrri stefnu maxi-minimal. Það er næsta kát- broslegt að eina frambærilega verk- inu, mynd Sigurðar Örlygssonar, skyldi hafnað vegna þess að það var ferkantað. Öllum er fijálst að trúa og boða trú. Menn geta trúað á stokka og steina, dollur og tunnur, sprek og ruslagáma, fírkant og sexkant og haldið því fram að þarí felist listin, allt er það að meinalausu eins og miðsvetrarís. En að löggilda trúboð- ið með aðstöðu í opinberri stofnun er það ekki. Gunnar Kvaran getur eflaust að hætti hollvina sinna, biró- kratanna, sannað með prósentu- reikningi, að allt sé með felldu á Kjarvalsstöðum. Það breytir engu um það að hann er ofstækisfullur trúboði með eina púrítanska rás og trú sinni vinnur hann allt sem hann má. Eftirsókn eftir frægð og vindi er orðin meiriháttar útgerð á ís- landi. Frægur skal maður vera og skiptir næsta litlu fyrir hvað. Okkur hefur verið boðið að falla fram og tilbiðja kerlingu sem hefur afrekað það helst að koma ofurbítli í hnapp- helduna. Það var ekki á afreka- skránni að hún splundraði frægasta poppbandi sem sögur fara af. Ann- ar hafði það sér til ágætis að hafa pakkað inn húsum, brúm, kirkjum, gott ef ekki heilum sýslum, í eitrað plast. Klikkað og dýrt skal það vera framar öllu. Menningarþreyttum sérfræðingum er myndlist orðin að einum allsheijar aulabrandara. Það líður yfir smápíur á tónleikum popp- goða. Með því að fá að halda í frakk- alafið á stórstjörnum fá jafnvel full- orðnir menn í hnén. Serra hefur verið útnefndur velgerðarmaður ís- lands af persónudýrkendum. Hann er víst óskaplega frægur. Hann er líka illræmdur. Það er að mestu hætt að gera greinarmun á dirfsku og ruddaskap í myndiist. Með verk- um sínum hefur Serra plægt upp torg og garða sem hlúð hefur verið að um langan aldur. Hvernig þætti mönnum að fá beyglaða járnplötu eftir Kjartan Guðjónsson Einu sinni var tími hinna reiðu ungu manna. Nú er runninn upp tími hinna reiðu gömlu frianna. Mér er heldur hlýtt til hans Guðmundar Guðmundarsonar forstjóra, sem fyllir flokk seinustu arftaka alda- mótakynslóðarinnar. Honum finnst vegið að menningu þjóðarinnar og honum er ekki sama, en það virðist sem slíkum mönnum fari fækk- andi. Það er mikið rætt um að hitt eða þetta sé dautt, ljóðformið, skáldsagan, málverkið og hvaðeina. Má vera að þetta hafi stundum verið sannmæli, en form er einung- is dautt, þegar getulausir menn yrkja. Fyrr eða síðar kemur einhver og afsannar hugmyndir sem eru löngu orðnar að orðaleppum. Hvað gerði ekki Hannes Pétursspn ungur að árum: En við skulum ekki velkj- ast í vafa um að það verður ekki byrjað aftur á „Fijálst er í íjalla- sal”. Rússar eru svo lánsamir að eiga í tungu sinni eitt orð sem felur í sér allt sem tengir mann við fóstur- jörðina, „rodna”. Þegar það er nefnt þarf ekki frekar vitnanna við, það er hið heilaga Rússland. Ást Rússa á sinni móðurmold virðist náskyld okkar, næstum dulúðug kennd, sem við eigum ekki alltaf gott með að koma orðum að. Nú er beygur í mönnum. Hætta er á, að með EES verði sú flatneskja fullgerð, sem verið er að breiða yfir hinn vest- ræna heim, grámyglað pönnuköku- deig meðaltals og meðalmennsku skal valsað út á ystu annes, líf reiknað í prósentum. Og nú hefur kökukeflið verið hafið á loft og því bent á hinar dreifðu byggðir. Hag- fóturinn er með líkþorn sem stafa af þröngum skóm, og þá er bara að skera þau af. Hvar er okkar „rodna” ef ekki í dreifðum byggðum þessa stijálbýla lands. Man nú eng- inn eftir þéttingu byggðar á Græn- landi, sem ákveðin var í einhveiju kanselíi í Kaupmannahöfn með sorglegum afleiðingum, þar sem fomir lífshættir voru þurrkaðir út af landabréfi með strokleðri. Svíar, einkum hinir betur upplýstu, voru til skamms tíma svo miklir alþjóða- og friðarsinnar að þeir héldu sig hafa burði til að vera samviska heimsins andspænis lögreglu heimsins, Ameríkönum. Allt koðn- aði þetta niður í vopnabraski Svía. Nú mun uppi hreyfing í aðra átt. Þeir menntuðu eru farnir að velta því fyrir sér hvað það sé eiginlega að vera Svíi, ef þeir eru þá ekki löngu búnir að gleyma því. Það skyldi þó ekki eiga eftir að verða eftirsóknarvert að vera svolítið sveitó. Að andleg móðuharðindi reki menn hingað út á hjara veraldar til að forvitnast um hvað það sé eiginlega að vera þjóð. Það fer eft- ir því hvort við gleymum. Og hvað varð um hina ungu reiðu menn í hópi listamanna. Þeir höfðu hamskipti og eru orðnir að sífrandi nöldurskjóðum. Félagshyggjukyn- slóðin hefur komið félagsmálum sínum í svo þykkan graut, að það er ekki einu sinni hægt að hræra í honum, og ætla ég ekki að auka mönnum ieiðindi með frekari skil- greiningu. Að vísu geta ungir lista- menn hermt eftir reiðinni, þegar þeir minnast á ofurvald skólaspek- inganna, en það gerist bara á kaffi- húsum. Velfiestir eru úti í kuldanum en lifa samt í voninni um að ein- hveijum páfanum þóknist að líta til þeirra af náð sinni. Því er betra -—1 "Bráðum koma blessuð jólin. Það er góður siður þegar líður að jólum og aðventan fer í hönd að menn komi saman og geri sér dagamun. í Viðeyjarstofu bjóðum við nú danskt jólahlaðborð að hætti matreiðslumeistara hótel Óðinsvéa fyrir minni og stærri hópa. Ekkert hús á íslandi er betur til fallið að skapa andrúmsloft friðar og hátíðleika en Viðeyjarstofa. Séra Þórir Stephensen staðarhaldari flytur jólahugvekju ef óskað er. VIÐEYIARSTOFA Upplýsingar og borðapantanir hjá hótel Óðinsvé í síma 28470 I i L I i I 1 I I t I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.