Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 9 Góð ávöxtun í október Raunávöxtun fyrir október var sem hér segir: Kjarabréf.............8,2% Markbréf..............8,6% Tekjubréf.............8,1% Skyndibréf............6,4% i <n> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI, S. (96) 11100 TEKUR ÞU AFRIT AF TÖLVUGÖGNUM ? Þú verður að vera viss .... Nú fást segulbandsstöðvarnar frá Mountain á ótrúlegum verðum. Fyrir IBM-PC samhæfðar tölvur, PS/2 og netkerfi. FS-4000 innbyggð sem afritar allt aó 120 MB kr. 29.900,- stgr FS-8000 innbyggð sem afritar allt að 250 MB kr. 62.670,- stgr FS-8000 innbyggð m/MACH II allt að 304 MB kr. 86.261,- stgr , Eigum til fyrirliggjandi á lager segulbönd í flestar gerðir segulbandsstöðva, ^ '( á hreint frábærum verðum. Mountain Umboðsmenn um land allt! TÆKNIVAL Skeifan 17 - 128 Reykjavik - Simi 91-681665 - Fax 91-680664 Álver og atvinnuleysi Frestun álvers- og orkuframkvæmda er, með og ásamt fyrirséðum afla- samdrætti, alvarlegt efnahagsáfall. Frestunin þýðir enn frekari fram- leiðniminnkun, skekkir forsendur fjárlagafrumvarpsins og eykur á at- vinnuleysið. Það var þó ærið fyrir á Suðurnesjum. Þar voru 337 skráð- ir atvinnulausir í síðastliðnum mánuði, þar af 161 í Keflavík. Stakstein- ar glugga í dag í ummæli Alþýðublaðsins, DV og Þjóðviljans um frestun álframkvæmda. Fertalaat- vinnulausra yf- ir þrjú þúsund? Dagblaðið Vísir segir í forystugrein: „F'restun álversins er alvarlegt efnahagslegt áfall fyrir þjóðina. Þessi tíðindi bætast við vitn- eskjuna um aflasam- dráttinn á næsta ári. Því hafði verið spáð, ’ að framkvæmdir vegna ál- versins mundu á næsta ári auka framleiðsluna í landinu um rúmt eitt pró- sent. Þar sem svo verður ekki verður framleiðslu- minnkunin i landinu með því mesta sem þekkzt hefur síðari ár. Fram- leiðslan gæti minnkað um 3-4%. Aflasamdrátturinn gæti á næsta ári þýtt allt að 15 milljarða samdrátt í útflutningsframleiðslu. Nú verður framleiðslan að líkindum minni sem nemur 6 milljörðum króna, vegna frestunar álversfranikvæmda. Rík- istekjur gætu orðið 1,5 milljörðum mimú en ella. Jafnframt má búast við miklu atvinnuleysi. Að óbreyttu hefði hugs- anlega stefnt í atvinnu- leysi allt að tvö þúsund manna. Nú gæti atvinnu- leysið náð til á fjórða þúsund manns.” Þjóðviljinn leggst í álvers- sagnfræði Þjóðvijjinn segir í for- ystugrein: „Nauðsynlegt er að rifja upp nokkur atriði tengd áimáli Jóns Sig- urðssonar, nú þegar hann hefur gefizt upp. Sveitarfélögum var att saman þegar verið var að ákveða staðsetningu nýs álvers og Eyfirðing- ar og Austfirðingar hafð- ir að fíflum. Jón Sigurðs- son gerði álið að pólitísku deilumáli í tíð síðustu rík- isstjórnar og hamaðist með ósköpum til að fá einhveija tillögu sam- þykkta á Alþingi, sem svo reyndar varð ekkert úr. Hann fékk í fyrrahaust iörýöfrana úr Atlantsáls- hópnum til að koma hing- að og undirrita eitthvert minnisblað, viyayfirlýs- higu, og setti á svið mikla pólitíska leiksýningu í Rúgbrauðsgerðinni til að hefja sjálfan sig á stall. Og liver man ekki kosn- ingabaráttuna i vor, þeg- ar iðnaðarráðherrann flutti sig í Reykjaneskjör- dæmi til að fljóta inn á þing á Keilisnesálverinu? Nú er öll dýrðarmyndin að engu orðin.” Oréttmætar ásakanir Alþýðublaðið segir m.a. í forystugrein: „Það eru alvarleg tíð- indi, að fyrirtækin jirjú sem mynda Atlantsál ... hafa ákveðið að fresta ótímabundið áláformum ... Þessi ákvörðun hefur alvarleg áhrif á þjóðar- búskap okkar á næsta ári. I hádegisfréttum RÚV í gær kom fram að frestum á framkvæmd- um við fyrirhugað álver og erfiðleikar í sjávarút- vegi þýði 12 milljarða króna samdrátt á næsta ári. Það er því ljóst, að mæta verður hinni nýju og erfiðu stöðu með emi frekara aðhaldi í ríkisút- gjöldum...” Blaðið hefur eftir Karli Steinari Guðnasyni, þingmanni og formanni Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur: „Það var átakanlegt bæði í umræðum á AI- þingi í dag og sjónvarp- inu í gær að sjá og heyra stjómarandstöðuna hlakka yfir þvi að til frestunar [framkvæmda við álver] hefur komið.” Tryggvi Harðarson segir í fréttaskýringu Alþýðublaðsins: „Þótt frestun bygging- ar álvers hér á landi sé Alþýðuflokknum, og þá ekki síður iðnaðarráð- herra, þungbær, er út í hött að ásaka þá, sem verið hafa í broddi fylk- ingar við að ijúfa kyrr- stöðu í atvinnumálum landsins, fyrir það að framkvæmdum hefur verið slegið á frest. Það væri álíka gáfulegt og ætla sér að hengja Þor- stein Pálsson sjávarút- vegsráðherra fyrir minnkandi fiskgengd eða hýða björgunarsveitar- menn þegar ekki finnst hinn týndi ...” Fiskstofnar fullnýttir - orkan vannýtt Tryggvi Harðarson segir og: „Augljósasta og vafa- Iaust raunhæfasta leiðin til að efla hér atvinnulif og auka þjóðartekjur er að koma orku fallvatn- anna í verð með einum eða öðmm hætti. Vart er að ætla að sjóriim gefi öllu meira en verið hefur á næstu ámm og þótt tekjur af ferðaþjón- ustu aukizt stöðugt dug- ar það engan veginn til að standa undir þeim væntingum sem þjóðin hefur til lífsgæða. Það er engin ástæða til að leggja árar í bát og fyllast bölmóði þótt framkvæmdum vegna fyrirhugaðs álvers hafi verið frestað að sinni. Efling og uppbygging atvinnulífs á sér hvorki upphaf né endi en er stöðugt verkefni þings og þjóðar.” RÉTTUR SPARNAÐUR, LEIÐIR TIL LÆKKUNAR SKATTA! I. Tekjuskattslækkun fæst m.a. með: — kaupum á hlutabréfum - innleggi á ýmsa reikninga hjá bönkum og spari- 2. Eignarskattslækkun fæst m.a. með: - kaupum á eignarskattfrjálsum skuldabréfum s.s. Einingabréfum 2, Húsbréfum og Spariskírteinum ríkissjóðs. Ráðgjafar Kaupþings hf. veita ráðgjöf um skattamál einstaklinga í síma 689080. Fimmtudaginn 21. nóvember n.k. verður haldinn almennur fundur á vegum Kaupþings hf. um skatta- mál sem ber yfirskriftina „Réttur sparnaður, lægri skattarFundurinn verður nánar auglýstur síðar. KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, st'mi 689080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.