Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 29 Ibúasamtök í Vesturbæ gegn fískimjölsverksmiðju: Undirskriftasöfnun hleypt af stokkunum HLEYPT hefur verið af stokkun- um undirskriftasöfnun geg-n upp- | setningu fiskimjölsverksmiðju í Örfirisey. Það eru íbúasamtök Vesturbæjar, íbúasamtök Grjóta- | þorps og Miðbæjarfélagið sem standa að undirskriftunum. For- svarsmenn þessara samtaka telja það skipulagsslys ef þessi verk- smiðja kemst á laggirnar og gagn- rýna harðlega þau áform. Staða málsins nú er sú að bæði heilbrigðisnefnd og byggingarnefnd borgarinnar hafa fyrir sitt leyti sam- þykkt fiskimjölsverksmiðju Faxa- mjöls hf. í Örfirisey og er uppsetning hennar langt á veg komin. Kynning á verksmiðjunni er nú í gangi hjá borgarstjórn og hafa íbúar tækifæri til 25. nóvember n.k. til að segja álit sitt á þessum framkvæmdum en að þeim tíma loknum kemur málið til kasta umhverfismálaráðherra sem veitir, eða synjar, Faxamjöli starfs- ^ leyfis fyrir verksmiðjuna. Á blaðamannafundi sem fyrr- greind íbúasamtök efndu til í gær 1 kom fram í máli Einars Arnar Stef- ánssonar formanns íbúasamtaka Vesturbæjar að íbúamir óttist mjög að fiskimjölsverksmiðjan muni lækka fasteignarverð í Vesturbænum sök- um þeirrar mengunar sem af henni er. Hann bendir á að mengunardeild Hollustuvarna ríkisins hafi sent frá sér þijár greinargerðir um málið þar sem deildin mæli eindregið gegn því að staðsetning verksmiðjunnar í Ör- firisey verði samþykkt og að ítrekað hafi verið kvartað undan verksmiðj- unni af íbúum Hafnaríjarðar en þar er verksmiðjan staðsett sem stendur. „Eftir að undirskriftum er lokið munum við leggja þær, ásamt grein- argerð frá okkur, fyrir umhverfis- málaráðherra og skora á hann að synja verksmiðjunni um starfsleyfi,” segir Einar. Óvíst með breyt- ingar á fjár- lagafrumvarpi KARL Steinar Guðnason, for- maður fjárveitingarnefndar Al- þingis, sagði að ekki væri farið að huga sérstaklega að niður- skurði á fjárlögum vegna frest- unar á álversframkvæmdum. „Fjárlagagerðin er ennþá í undir- búningi og það er ennþá ekki kom- ið að þessum þáttum,” sagði Karl Steinar. Hann sagði ekki ljóst hve mikið þyrfti að skera niður í ijárlög- um í ljósi aðstæðna. „Það er fullt af hugmyndum í gangi en ekkert farið að ræða þær. Þetta er mál sem er í vinnslu. Það er ekki að vænta tíðinda af þessu fyrr en fer að nálg- ast mánaðamótin,” sagði Karl Steinar. Athugasemd frá Amþórí Garðarssyni: Dylgjur Sigurðar R. Ragnarssonar Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Arnþóri Garðarssyni, formanni Náttúru- verndarráðs: Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, ritar grein í Morgunblaðið 13. nóvember 1991 að því er virðist til þess að ít- reka þá einkennilegu samþykkt meirihluta sveitarstjómarinnar frá 24. október sl. að Náttúruverndarráð fari með fölsun, er það lýsir í um- sögn sinni um álit svokallaðrar Sér- fræðinganefndar aukningu á ákomu niturs í Mývatni sem áhyggjuefni. Samþykkt sveitarstjórnar og grein sveitarstjórans, virðist vera byggð á misskilningi á hlutverkum Sérfræð- inganefndarinnar og Náttúruvernd- arráðs í þessu máli. Ef ekki er um misskilning að ræða, hljóta menn að ætla að hér sé á ferðinni vísvitandi tilraun til þess að sverta Náttúru- verndarráð. Dylgjur Sigurðar Rúnars um störf ráðsins eru reyndar þess eðlis að erfítt er að líta öðruvísi á þær. Sérfræðinganefndin skilaði í sum- ar mjög almennt orðuðu áliti á um- hverfisáhrifum vegna kísilgúrtöku úr Mývatni. Þetta álit er byggt á fjölda álitsgerða og rannsókna- skýrslna. Þar eru tíunduð margvísleg áhrif sem kísilgúrtaka er talin hafa eða geta haft á lífríki Mývatns, auk þess sem fjallað er um ýmsa stofna vatnsins m.t.t. langtímabreytinga. Síðustu 20 árin hafa komið nokkur ördeyðutímabil í silungsafla og af- komu anda í Mývatni. Þetta er rakið til átuskorts, og hafa ýmsir viljað tengja ástandið við starfsemi Kísiliðj- unnar. Erfitt er að tengja saman vistfræði lífverustofna og kísilg- úrnám, oft vegna þess að mun ítar- legri rannsókna er þörf, auk þess sem lítið er um mælingar frá því áður en Kísiliðjan hóf starfsemi. Hins veg- ar er ekki umdeilt að umhverfisbrejd;- ingar hafa orðið í Mývatni vegna kísilgúrtökunnar. Helstu breyting- arnar eru mikil aukning á ákomui fritnrs;—svæðfetwmtin—dýpkun- -og; röskun á setburði. Það var ekki í verkahring Sérfræð- inganefndarinnar að taka afstöðu til þessara breytinga, hvort þær væru góðar eða slæmar, hvort þær væru áhyggjuefni, umhugsunarefni eða jafnvel gleðiefni. Nefndin átti að lýsa breytingum, sem hefðu orðið og gætu orðið við mismunandi tilhögun námavinnslunnar. Var einkum horft á nýtt vinnslusvæði á svokölluðum Strandarbolum, enda fyrirsjáanlegt að efni í Ytriflóa, þar sem nú er unnið, er senn á þrotum. Það er hins vegar hlutverk Nátt- úruvemdarráðs, að meta á grund- velli bestu fáanlegra gagna hvort hráefnistaka Kísiliðjunnar úr botni Mývatns samiýmist vernd eða hvort einstæðu lífríki Mývatns sé stofnað í hættú. í umsögn ráðsins um skýrslu Sérfræðinganefndarinnar er því reynt að vega og meta þau atriði sem þar koma fram og tekin afstaða til þeirra kosta sem til greina koma. Aukning á ákomu niturs er sögð vera áhyggjuefni. Þar er alls ekki verið að taka beint upp úr nefndará- litinu, aðeins að lýsa staðreynd. Þessi aukning er mjög mikil (80%), en af- leiðingamar hafa ekki verið kannað- ar. Fyrst og fremst verður þó náma- gröfturinn að teljast varasamur vegna þess að hann veldur vemlegri röskun á setburði og þar með á fæðu- framboði lífvera, og stofnar þannig fæðugrundvelli fugla og fiska á þessu mikilvæga verndarsvæði í hættu. Þessi áhrif eru þegar orðin miklu meiri en menn áttu von á. Ekki hafa enn verið kannaðar aðferðir til þess að koma í veg fyrir áhrif kísii- gúrnáms á setburð, og vandséð að hagkvæm lausn sé til. Verði farið í námuvinnslu á Strandarbolum er ljóst að rýrnun setburðar til Syðriflóa Mývatns mun verða mjög mikii á fáeinum árum. Náttúruverndarráð hefur því mælst til þess að ekki verði farið inn á þetta nýja vinnslusvæði og kísilgúrtöku fþ- Mývatnj v^r^i, hætt sem fyrst. Morgunblaðið/Þorkell Menntamálaráðherra afhent ein- tak af Alfræðiorðabók Örlygur Hálfdánarson, forstjóri Bókaútgáfu Arnar og Örlygs, af- henti nýlega Ólafi G. Einarssyni, menntamálaráðherra, fyrsta eintak- ið af 200 af Alfræðiörðabók Arnar og Örlygs. Í fréttatilkynnignu frá menntamálráðuneytinu segir að fyrrverandi ríkisstjórn hafi sam- þykkt kaup á þessum 200 eintökum og hafi núverandi ríkisstjórn staðfest þessa samþykkt með því að leggja til í frumvarpi til fjárauka- laga að fé verði veitt til þessara kaupa. A myndinni má sjá frá vinstri Örlyg Hálfdánarson og Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra. Söluaukning á íslenskri tónlist Sala íslenskrar tónlistar var fjór- falt meiri í ágústlok á þessu ári, en á sama tíma í fyrra. Heildar- sala íslenska efnisins er nú um 50% á móti heildarsölu erlends efnis. í fréttatilkynningu frá Sambandi hljómplötuframleiðenda segir að í kjölfar átaksins „íslenskt tónlistar- sumar” hafi sala á íslenskri tónlist aukist verulega. Heildarsala ís- lenskrar tónlistar hafi hækkað úr því að vera 12.5% af innfluttri tónl- ist upp í 50%. Það sé orðið árvisst að íslenska útgáfan yfirtaki markað- inn í nóvember og desember, en í sumar hafi 75% af heildarsölu ís- lenskrar tónlistar átt sér stað. Þó að hljómplötuframleiðendur eigi ekki von á því að sala á jólamarkaðnum verði fjórföld miðað við árið áður, vonast þeir hins vegar til þess að veruleg söluaukning eigi sér stað. Einnig segir að þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir forráðamanna hljóm- plötuframleiðenda, höfunda og flytj- enda að fá virðisaukaskatt felldan niður af tónlist, hafi éngin breyting átt sér stað. íslensk tónlist sé eina list- og menningargreinin sem virðis- aukaskattur sé lagður á. Þetta hafi þó ekki komið í veg fyrir söluaukn- ingu á árinu. Áætlað sé að út komi á milli 40 og 50 titlar á næstunni og séu margir af þekktustu tónlistar- mönnunum að gefa efni sitt út. 14.-23. nóvember S 05 Gerið góð kaup á málningardögum Húsasmiðjunnar. HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfirði iM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.